Gungur á ríkisráðsfundi

Ruddaleg framkoma Ólafs Ragnars Grímssonar í garð Alþingis og þingmanna að undanförnu, gaf Jóhönnu Sigurðardóttur og Svandísi Svavarsdóttur og einhverra fleiri þingmanna, tilefni til að svara fyrir sig við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra og harmaði t.d. Álfheiður Ingadóttir að hafa ekki mátt svara óhróðri forsetans úr ræðustóli Alþingis við þingsetninguna þann 1. október.

Ríkisráðsfundur var haldinn á Bessastöðum í gær og hefði þá mátt ætla að ráðherrarnir nýttu tækifærið til þess að láta skoðanir sínar í ljós á framgöngu forsetans undanfarið, en eins og við var að búast af ráðherraliðleskjunum, þá þögðu þeir þunnu hljóði við þetta tækifæri og létu bara mynda sig brosandi með forsetanum, eins og ekkert hefði í skorist.

Eins tímbært og það var orðið að þingmenn létu forsetann heyra hve ómálefnalegur og ósannsögull hann hefur verið um "frumkvæði" sitt að því að vísa Icesavelögunum í þjóðaratkvæði og önnur "afrek" sín á forsetastóli ásamt því að breiða yfir klappstýruhlutverk sitt í útrásinni, þá létu þessir sömu ráðherrar og stóryrtastir voru í þingræðum sínum um forsetann tækifærið algerlega ónotað til að láta skoðun sína í ljós á framferði hans.

Því miður benda nýjustu uppákomur Ólafs Ragnars til þess að hann hyggi á framboð enn á ný næsta vor og það sem verra er, er að líklega myndi hann ná kosningu enn og aftur.


mbl.is Forseta lagðar línur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll ó já hann er svar almennings gagnvart flokksræðinu sem hér er allt að drepa og heldur talsverðu af fólki enn í greipum flokkræðisins eins og greinarhöfundi sem vill ekki koma niður á fósturjörðina vegna blindu!

Sigurður Haraldsson, 5.10.2011 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband