Hvað skyldu ESBgrúppíur ekki skilja varðandi skuldavandann?

Íslenskar ESBgrúppíur undir foystu Össurar Skarphéðinssonar og jáfólks hans í Samfylkingunni, halda áfram að blekkja þjóðina til að samþykkja innlimun Íslands í væntanlegt stórríki Evrópu, sem áhrifalauss útnárahrepps, og harðneita öllum staðreyndum um efnahagsvandræði ESBríkja og ekki síst þeirra sem nota evruna sem gjaldmiðil.

Ársfundur AGS, þar sem saman koma fulltrúar allra helstu ríkja veraldar, hefur lýst yfir miklum áhyggjum af efnahagsvanda ESBríkja og í ályktun fundarins er skorað á forystumenn stórríkisins væntanlega að bregðast fljótt og skipulega við vandamálinu, annars muni vandamálið smita út frá sér um heiminn allan.

Í fréttinni kemur m.a. þetta fram:  "Zhou Xiaochuan, seðlabankastjóri Kína, sagði á ársfundinum í dag, að verði skuldakreppan á evrusvæðinu ekki leyst án tafar gæti það leitt til þess, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ráði ekki yfir nægum fjármunum til að aðstoða önnur ríki í vanda en mikil eftirspurn væri nú eftir aðstoð frá sjóðnum. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, tók undir þetta, og sagði að það stæði glöggt hvort sjóðurinn réði yfir nægum fjármunum í ljósi þess hve mikil þörf væri fyrir fjármagn."

Þessar yfirlýsingar eru algerlega í takt við fullyrðingar annarra fræði- og stjórnmálamanna undanfarna mánuði um fjárhagsvanda ESBríkja.  

Hvað skyldi það vera varðandi efnahagsvanda ESBríkjanna sem ESBgrúppíunum gengur svona illa að skilja? 


mbl.is Evrusvæðið má engan tíma missa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru nú vandræði með næstum alla gjaldmiðla og vandræði á flestum stöðum heimsins,,,,,td Íslandi...

Kjósum nei við heiminum og förum öll til tunglsins og notum sokkabuxur og sígarettur sem gjaldmiðil..

Kv Frá klappstýru, grúppíu og skoðanavana hálfvita.

ps farðu í rassgat

Símon (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 10:28

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Góðan daginn Axel. Það kitlar í mér kvikindisskapinn sem Evrópu-aðildar andstæðing, að sjá hvað fremur hlutlaus framsetning og tilvitnanir þínar í fréttir af erfiðleikum evrunar, fer fyrir brjóstið á a.m.s.k einhverjum aðildarsinnum, í þeim mæli að þeir standa rökþrota og missa sig í formælingar. Þetta er nákvæmlega það sem kallast að verða sannleikanum sárreiðastur.

Jónatan Karlsson, 25.9.2011 kl. 12:28

3 identicon

Jónatan Það er bara pirrandi að vera alltaf kallaður einhverjum asnarlegum nöfnum bara af því að maður er ekki með sömu skoðun og aðrir....Hvaða mál er það að þurfa að kalla fólk grúppíur og landráðsmenn vegna skoðanna þeirra. Og ef maður tapar sér aðeins og hamrar lyklaborðið fúll og pirraður yfir því að það sé talað niður til manns þá kemur þú brosandi og glaður yfir því..

Farðu því bara sömu leið og Axel

Símon (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 13:14

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er ekki óalgengt að ESBgrúppíur komi fram undir dulnefnum, enda skiljanlegt að þær skammist sín fyrir skoðanir sínar. Í krafti nafnleysisins þora þessir annars huglausu dulur að ausa svívirðingum og skít yfir aðra, en að sjálfsögðu kippir enginn sér upp við að slíkir aðilar ausi úr haughúsi heilabús síns.

Axel Jóhann Axelsson, 25.9.2011 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband