Hver á að bæta hverjum hvað?

Maður sem greiddi upp gengistryggt lán, sem síðar voru dæmd ólögleg, fyrir bankahrun telur sér gróflega mismunað vegna þess að bankinn sem hann átti viðskiptin við varð gjaldþrota skömmu eftir að lánið var gert upp.

Ef fréttin er rétt skilin vill maðurinn að banki sem stofnaður var siðar og kom hvergi að þessum viðskiptum bæti sér ólöglega lánastarfsemi hins gjaldþrota banka, án þess að sá nýji hafi komið að málinu á nokkurn hátt, enda voru uppggerð mál ekki seld úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju.

Örugglega eru nokkuð margir í sömu sporum og þessi maður og sjálfsagt hefur þeim ekki dottið í hug, fram að þessu, að gera kröfur um bætur á hendur öðrum aðilum en þeim sem ollu þeim tjóninu og ekki heldur á hendur skattgreiðendum í landinu.

Nærri eitthundrað prósent þeirra sem greiddu atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu höfnuðu algerlega að skattgreiðendur tækju að sér að greiða kröfur erlendra viðskiptamanna Landsbankans og væntanlega má reikna með að sama viðhorf sé gagnvart íslenskum viðskiptavinum bankanna, sem töpuðu stórfé á þeim viðskiptum.

Tugþúsundir almennra borgara töpuðu stórum upphæðum á hlutabréfum sem keypt voru á árunum fyrir hrun, sama gildir um þá sem áttu sparifé sitt í peningamarkaðssjóðum, að ógleymdu tapi lífeyrisþega vegna gríðarlegs taps lífeyrissjóðanna.

Væntanlega dettur engum í hug að ríkissjóður taki á sig að bæta tap allra þeirra sem fyrir áföllum urðu í bankahruninu og afleiðingum þess á allt efnahagslífið.

Ýmsir töpuðu öllu sínu og jafnvel meiru til við þessar efnahagshamfarir og neyðast til að sætta sig við að fá aldrei neinar bætur frá einum eða neimum.


mbl.is Fær ekki leiðréttingu mála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Helgi Lárusson

"Væntanlega dettur engum í hug að ríkissjóður taki á sig að bæta tap allra þeirra sem fyrir áföllum urðu í bankahruninu og afleiðingum þess á allt efnahagslífið."

Það er því miður rétt, ríkissjóður bætti EINGÖNGU væntanlegt tap  FJÁRMAGNSEIGENDA með hudruða milljarða innspýtingu í bankakerfið. Er ekki tími til kominn að breyta þessu andsamfélagslega kerfi.

www.umbot.org

Egill Helgi Lárusson, 15.9.2011 kl. 09:29

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Fréttin er frekar óljós. Á maðurinn við að hann hafi borgað upp lánið skömmu fyrir fall bankans, eða skömmu áður en formleg millifærsla lánasafna fór fram. Þar er mikill munur á milli.

Það sem er þó gleðilegt við þessa frétt er að bankinn telur sig ekki geta endurreiknað án aftur fyrir þann tíma sem hann var stofnaður (eignir formlega færðar á milli). Þetta ætti að styrkja þá skoun að lög um endurreikning lánanna standist ekki. Samkvæmt þeim hafa bankarnir heimild til að endurreikna lán langt aftur fyrir þann tíma er þeir voru stofnaðir.

Það stendur hvergi í þeim lögum Árna Páls, að einungis skuli slíkur endurreikningur fara fram þegar bankinn græðir á því. Hugsun Árna Páls gæti þó hæglega verið sú!! 

Ég þekki ekki mál þessa einstaklings sem fráttin er um, en ef það er rétt hjá honum að svar bankans hafi verið á þennan hátt, eru þeir komnir á hálann ís.

Sú staðreynd er fyllilega þess virði að málið fari fyrir dóm.

Gunnar Heiðarsson, 15.9.2011 kl. 10:14

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er hins vegar rétt hjá þér Axel, að margir töpuðu í hruninu. Þeir sem áttu hlutabréf eða peninga í hlutabréfasjóðum töpuðu mestu af þeim fjármunum. Þeir sem voru svo heppnir að eiga fé á bankabók, fengu sitt að fullu.

En þeir sem höfðu tekið lán í góðri trú, lán sem tekin voru í flestum tilfellum af eins mikilli skynsemi og hægt er við slíkar aðstæður, hafa tapað mestu.

Það hráslagalegsta við þetta allt er þó að þeir einstaklingar sem fóru óvarlega og skuldsettu sig í topp, hafa fengið leiðréttingar, þó vandi þessa fólks sé langt í frá leystur.

Við sem töldum okkur vera ábyrg og höguðum lántökum af varfærni, skuldsettum ekki eignir okkar meira en sem nam um 50%, erum nú í jafn miklum vanda og hinir óábyrgu. Við höfum hins vegar ekki fengið neina leiðréttingu okkar mála og eignin sem við áttum er komin til bankans að mestu.

Í þessu liggur óréttlæti hinnar "tæru vintristjórnar". Þeim er hjálpað sem mestu óráðssíuna stunduðu, á það jafnt við um einstaklinga sem fyrirtæki, en þeir sem sýndu ábygð eru látnir taka á sig fallið!!

Gunnar Heiðarsson, 15.9.2011 kl. 10:27

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gunnar, það er alveg rétt, að ráðdeildarsamt fólk fær aldrei neinar niðurfellingar eða skuldaniðurfærslur. Það á eingöngu við um þá sem yfirveðsetja sig, bæði fyrirtæki og einstaklinga.

Það er og hefur verið krafa einstaklinga og fyrirtækja að hver og einn haldi hagnaði sínum, en tapi verði alltaf velt yfir á aðra og þá alveg sérstaklega skattgreiðendur.

Svo verður að hafa það í huga að svokallaðir "fjármagnseigendur" eru að stærstum hluta almenningur í landinu, sem á innistæður í bönkum og lífeyrissjóðum og þá alveg sérstaklega eldra fólk, sem sparað hefur og látið ýmislegt á móti sér á langri ævi.

Mörgum þykir þetta fólk vera hinir verstu óvinir þjóðfélagsins, enda orðið "fjármagnseigandi" orðið að einu versta skammaryrði tungumálsins, en hins vegar þykir mikil dyggð víðast annarsstaðar að vera sparsamur og safna í sarpinn til elliáranna.

Axel Jóhann Axelsson, 15.9.2011 kl. 11:55

5 identicon

Sælir, ég er sammála ykkur í því að það er fremur vafasamt að ætla að fara fram á leiðréttingu í nýjum banka ( Íslandsbanka ) þegar skuldin var stofnuð og greidd upp hjá Glitni. Annað er sem mér hefur lengi fundist skrýtið og sagt í þröngum hóp, þeir íslendingar sem komnir eru yfir fertugt ( sem mér sýnist þið hafa náð ) skuli láta sér detta það í hug að taka lán með tryggingu í erlendu gengi. Ekki er þá hugsunin skörp, ég tæplega sextugur man margar og miklar gengisfellingar, umtal um óstöðugleika íslensku krónunar, það var glapræði og jaðrar við heimsku að taka slík lán. Sá sem aflar sér tekna í íslenskum krónum, borgar lánið í íslenskum krónum, það er því fásinna að tryggja lánið með erlendu gengi.

Kjartan (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 12:28

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kjartan, bara svo það sé á hreinu, þá hefur mér aldrei á ævinni dottið í hug að taka lán með tryggingu í erlendum gjaldmiðlum og varaði reyndar alla í kringum mig við því að taka slík lán á lánaæðistímanum fyrir hrun.

Því miður tóku fæstir mark á þeim viðvörunum og hafa þurft að glíma við afleiðingar þess síðan.

Axel Jóhann Axelsson, 15.9.2011 kl. 12:41

7 identicon

Sæll Axel. Ég var ekki að gefa í skyn að þið hefðuð tekið slík lán, hafi mátt skilja slíkt af skrifum mínum þá biðst ég afsökunar. En var eingöngu að benda á hve mikil regin skissa þessi lán voru. Hver man eftir Vörumarkaðinum í Ármúla sem reglulega auglýsti raftæki á gamla genginu, og einnig sá maður slíkt frá bílaumboðum.

Kjartan (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 12:52

8 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sælir.

Þetta er um margt fróðlegt að heyra af þessu máli sem í gangi er gagnvart þessum einstakling.

Fyrir mitt leiti þá er ég einn af þeim sem tók myntkörfulán eins og það var kallað á sínum tíma. Þetta lán er eina svona lánið sem ég tók og það var eingöngu vegna þess að ekkert annað lán fékst til að fjárfesta í ökutækinu sem ég fékk mér þá.

Þetta lán greyddi ég upp við fyrsta tækifæri eftir hrun og sé ekkert eftir því, fékk reyndar stórann hluta til baka aftur þegar búið var að endurreikna lánið fyrir síðustu áramót...

Hinir eins og þessi einstaklingur sem um ræðir í fréttinni er bara einn af þeim óheppnu, minn lánveitandi fór ekki á hausinn og er held ég enn í fullu fjöri (SP fjármögnun)...

en Kjartan er að rifja upp gamlar auglýsingar og ég man eftir þeim þrátt fyrir að vera undir fertugu...

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 15.9.2011 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband