Hvað skilja ESBgrúppíur ekki í þessum ummælum?

Fyrsta málsgreinin í frétt mbl.is af ummælum evrópsks framámanns í atvinnulífinu eru ákaflega athyglisverð, en hún hljóðar á þessa leið: "Philippe De Buck, framkvæmdastjóri Business Europe, sem eru samtök atvinnulífsins á evrusvæðinu, segir að með aðildarviðræðum íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins sé að myndast svigrúm fyrir ESB til að auka áhrif sín á norðurslóðum."

Hvernig skyldi standa á því að evrópskir framámenn og ekkert síður kommisararnir í Brussel skuli ávallt segja hlutina eins og þeir eru, en íslenskar ESBgrúppíur skuli hins vegar alltaf reyna að beita blekkingum um innlimunarferli Íslands í ESB og reyna að telja fólki trú um að það sé í raun Ísland sem nánast sé að leggja Evrópu undir sig með því að gerast útnárahreppur í stórríkinu fyrirhugaða.

Ætli það sé eitthvað í tilvitnuðum ummælum De Buck sem íslenskar ESBgrúppíur skilja ekki, eða gæti afneitun þeirra á staðreyndum stjórnast af einhverju öðru en skilningsleysi einu saman? 


mbl.is Tækifæri fyrir ESB í norðri með aðild Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Getur verið að gríðarleg stækkun sameiginlegs hafsvæðis ESB til norðurs sé nokkuð markmið í sjálfu sér?

Nei... það getur ekki verið...

Guðmundur Ásgeirsson, 16.9.2011 kl. 10:29

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er vonlaust að koma einhverjum sannleika inn í hausinn á ESB sinnum.

Eggert Guðmundsson, 16.9.2011 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband