Nafnið "Iceland Express" er algert öfugmæli

Flugmiða- og ferðasalinn Iceland Express, gefur sig út fyrir að vera flugfélag, enda eru áætlunarferðirnar auglýstar í nafni félagsins, þó breska flugfélagið Astereus sjái um allt flugið, en það flugfélag er reyndar í eigu Pálma í Fons, eins og Iceland Express og Ferðaskrifstofa Íslands (Úrval-Útsýn, Sumarferðir og Plúsferðir). Iceland Express er nánast orðið heimsfrægt fyrir seinkanir á áætlunarflugi á þess vegum og mun vera með verstu flugfélögum heimsins hvað viðkemur vanhæfni í tímastjórnun flugferða.

Nýlega birti félagið heilsíðuauglýsingu í dagblöðunum þar sem beðist var afsökunar á lélegum tímaáætlunum og lofað bót og betrun í þeim efnum. Met í seinkunum hlýtur þó að hafa verið sett í Parísarflugi félagsins, en vél sem átti að fara í loftið í gær klukkan 14:40 er ekki komin af stað ennþá og reiknað með að seinkunin muni a.m.k. verða 30 klukkustundir. Tvennar sögur fara af því hvað veldur þessari seinkun, því félagið segir að um bilun í vélinni hafi verið að ræða, en franskir fjölmiðlar segja hana hafa verið kyrrsetta þar sem hún uppfylli ekki evrópska öryggisstaðla. Algerlega er óútskýrt hvers vegna ekki var útveguð varaflugvél til þess að koma farþegunum heim.

Anna Rakel Ólafsdóttir, einn óheppinna farþeganna sem þurft hafa að hanga í biðstöðu í París, lýsir þjónustu féagsins m.a. á eftirfarandi hátt í fréttinni  "Hún segir að fólk reyni að líta á björtu hliðarnar en sárast þyki því upplýsingaleysið. „Það fór auðvitað í taugarnar á okkur að vera troðið saman í herbergi eins og í fangaklefa. En það er þetta að fá ekki að vita neitt sem er sárast. Og það er undarlegt að Iceland Express segi við fjölmiðla að þeir hafi sent tölvupósta og skilaboð - það er einfaldlega alrangt og flestir farþegar hér hafa birt fréttina á mbl.is á Facebook og sagt að það sé ekkert hæft í þessari tilkynningu."

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem "flugfélagið" er gagnrýnt fyrir seinkanir og ekki síður sambands- og upplýsingaleysi við farþega, sem svo óforsjálir eru að kaupa farmiða með félaginu.

Ef til vill mun Iceland Express birta opnuauglýsingu næst, til að afsaka tafirnar sem sífellt virðast vera að lengjast, þrátt fyrir heilsíðuauglýsinguna í síðustu viku. 

 


mbl.is „Eins og í fangaklefa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ætlas því miður seint að síast inn í landann að það er ekkert íslenskt við þessa svikamyllu nema nafnið. Gott að þú ert með réttan vinkil á þetta. Mér hefur alltaf þótt undarlegt að annars vegar telur almenningur þetta vera íslenskt og hins vegar flugfélag. Síðan tyggur þetta sama fólk upp endalaust að þetta verði að lifa til að ekki verði einokun í fluginu til og frá Íslandi. Ignorance is blizz, það eru á annan tug erlendra flugfélaga sem fljúga hingað og veita ríkulega samkeppni. Iceland Express og Astreus þvættismyllan eru smánarblettur á íslenskri flugsögu. Komin inn í hana á fölskum forsendum og draga hana í svaðið.

Sigurður (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 20:01

2 identicon

Annað dæmi um næstum því sólarhringstöf á flugi var á flugi til Tenerife í byrjun júní þar sem vél sem átti að fara í loftið 7.00 að staðartíma 2.júní fór ekki í loftið fyrr en um 6.00 3.júní ! Fyrir utan þessa sólarhringsseinkun var það athyglisvert að ekki var um neitt lággjalda- eða pakkatilboð í þetta flug, enda höfðu farþegar pantað með margra mánaða fyrirvara og borgað mörg hundruð þúsundir fyrir draumafríið. T.d. var ættingi minn búinn að panta fríið í janúar síðastliðnum fyrir makann og 4 börn þeirra og kostaði heildarpakkinn rúmlega 600.000 krónur. Þegar kom að því að krefjast endurgreiðslu fyrir þennan tapaða dag fengu þau einungis ca 20.000 krónur í endurgreiðslu sem er alveg út úr kortinu miðað við heildarkostnaðinn. Þannig að það er eitthvað meira en lítið að hjá þessari ferðaskrifstofu sem kemst upp með seinkanir æ ofan í æ, þrátt fyrir ítrekaðar afsökunarbeiðnir sem engin innistaða er fyrir!

Brynja D (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 21:07

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Eftir að hafa flogið tvisvar með þessu fyrirtæki og upplifað tvisvar seinkun, upplýsingarleysi og léleg þjónustu er ég harðákveðin að bóka mig aldrei aftur í flug með þeim. Vonandi að sem flestir gera það líka.

Úrsúla Jünemann, 16.7.2011 kl. 21:52

4 Smámynd: corvus corax

Við hverju býst fólk þegar það skiptir við glæpafélag í eigu glæpamanna og sem stjórnað er af glæpamönnum? Býst fólk við eðlilegum og sanngjörnum viðskiptum? Ef svo er, þá er fólk heimskt og á ekkert betra skilið.

corvus corax, 16.7.2011 kl. 23:29

5 identicon

Lenti í svipuðu máli með IE þegar ég flaug heim frá Þýskalandi. Bið í margar klukkustundir og engar upplýsingar að fá. Ég trúi frekar því sem sagt er að IE sé að ljúga um að hafa sent tölvupósta og SMS. Það passar a.m.k. við mína reynslu. Skulum ekki gleyma því heldur hver á þetta félag. Fréttastofur RÚV og Stöðvar 2 barist um að sýna fram á þær ýmsu fléttur sem hann hefur farið í sínum viðskiptum í gegnum árin. Er það traustvekjandi rekstraraðili?

Jón Flón (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 01:44

6 identicon

Hef oft flogið með Iceland Express í gegnum árin og sjaldan orðið fyrir seinkunum og þá minniháttar.

En hinsvegar geri ég ekki ráð fyrir sömu þjónustu og stundvísi hjá lággjaldaflugfélagi og ríkis og lífeyrissjóðareknu flugfélagi. Var að kanna hvað kostar til Berlínar í nóvember n.k.

Hjá ríkisstyrkta lífeyrissjóðaflugfélaginu kostar farið á mann 77.870 kr

hjá Iceland express sömu dagsetningar kostar farið á mann 47 340 kr

Ég get alveg beðið í einhvern tíma fyrir 30 þús krónur

Mér finnst skrítið hvernig það er djöflast í IE núna er farið að minna óþægilega mikið á þegar að Flugfélag Íslands yfirtók Loftleiðir og sköpuðu sér einokun

sæmundur (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 09:52

7 identicon

Sæmundur

Það er nú oftar en ekki leit að flugum þar sem IE telst talsvert ódýrari. Ef þú tekur almennu leggina CPH og LHR þá eru nú verðin oftar en ekki þau sömu. Tók handahófskennt val núna á CPH, út 22. sept og heim 26. sept:

Icelandair: 37.270

Iceland Express: 36.400

Og oftast er þetta nú svona að verðið er nánast það sama. Það er heldur ekki óalgengt að verðið hjá Icelandair sé lægra. Þegar kemur að samanburði þessara félaga þá er ekkert líkt með þeim nema "Iceland" í nafninu. Ég held að IE hljóti að lognast útaf með haustinu, einokunargrýlan þeirra er hætt að virka.

Björn (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 10:11

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í sjálfu sér væri ekki óeðlilegt að IE gæti boðið upp á ódýrari flug en Icelandair, jafnvel þó IE héldi sig við áætlanir miðað við forsöguna og hvernig IE varð að því sem það er í dag.

Pálmi í Fons og Jón Ásgeir í Bónus eyðilögðu FL-Group á sínum tíma, seldu Icelandair stórskuldugt út úr móðurfélginu, en héldu eignum inni í móðurfélaginu, sem þeir greiddu svo sjálfum sér út sem arð. Síðan breyttu þeir nafninu úr FL-Group í Stoðir hf., sem varð svo gjaldþrota eins og flest önnur félög þeirra kumpánanna.

Um svipað leyti "keypti" Pálmi ferðareksturinn á "spottprís" út úr Fons hf., sem síðan var lýst gjaldþrota í kjölfarið. Bústjóri Fons mun nú vera í málaferlum við Pálma til þess að fá þessum gerningum rift, vegna þess að hann telur að um sýndarsölu hafi verið að ræða.

Forsagan vekur upp þá spurningu hvort meðferð kumpánanna á Icelandair á sínum tíma hafi verið liður í að undirbúa komu IE á fullu inn á áætlunarflugsmarkaðinn og að þá yrði Icelandair ekki í stakk búið í samkeppnina vegna skuldastöðu sinnar.

Sem betur fer mun líklega takast að bjarga fjárhag IE, þar á meðal með aðkomu lífeyrissjóðanna (almennings) og því mun atlagan að félaginu líklega mistakast og örlög Iceland Express hins vegar verða þau, sem kumpánarnir ætluðu Icelandair.

Flestir myndu hugsa sig tvisvar um áður en þeir keyptu þýfi, jafnvel þó það byðist á lægra verði en í verslunum.

Axel Jóhann Axelsson, 17.7.2011 kl. 11:01

9 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Styðjum Iceland Express. Viljum við einokun aftur?

Guðlaugur Hermannsson, 17.7.2011 kl. 11:19

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er ekki nokkur hætta á einokun þó hætt verði stuðningi við þetta ólánsfélag.

Fjöldi erlendra flugfélaga sinnir áætlunar- og leiguflugi til landsins, þannig að samkeppni er mikil.

Axel Jóhann Axelsson, 17.7.2011 kl. 11:27

11 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Það er afar ótryggt framboð. Ef ekki hentar þeim þá hætta þeir strax. Það eru mörg störf í hættu ef þetta félag hættir starfsemi sinni. Við höfum ekki ráð á að

Guðlaugur Hermannsson, 17.7.2011 kl. 12:31

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er greinilegt að banka- og útrásargengin eiga ennþá sína tryggu aðdáendur.

Axel Jóhann Axelsson, 17.7.2011 kl. 14:09

13 identicon

Hver ert þú sem dæmir

Hver hefur verið dæmdur fyrir þjófnað af eigendum IE ef svo er eru þá allir sem hafa flogið með að kaupa þýfi . þetta má skilja úr athugasemdum þínum.

Hvaða flugfélag erlent býður upp á viðskipti á ársgrundvelli

16 júní s.l kom eg með Icelandair eftir klukkutíma bið á flugvellinum í alicante  Við vorum látin bíða í flugvélinni í 45 mín aldrei beðin afsökunar

kunningi minn kom sama dag með IE þau þurftu að bíða í 1 kl og 15 mín þau voru látin vita af þessari seinkun á leiðinni á flugvöllin þau fengu 3 sinnum afsökunarbeiðni frá áhöfn 

sæmundur (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 14:11

14 identicon

Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.

þetta er úr formála þinum hér að ofan 

Fannst þér eðlileg yfirtakan á Loftleiðum á sínum tíma.?

sæmundur (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 14:13

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í þessu tilfelli með Parísarflugið er verið að tala um 34 klukkutíma seinkun og alvarlegar athugasemdir farþega í því flugi um þjónustu og upplýsingagjöf IE.

Að öðru leyti verður ekki elst við bjálfalegar athugasemdir nafnleysingja og annarra hugleysingja, sem ekki þora að gangast við skoðunum sínum undir réttu nafni.

Axel Jóhann Axelsson, 17.7.2011 kl. 14:18

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þó því verði ekki trúað, að nokkur maður sé búinn að gleyma viðskiptaruglinu, sem banka- og útrásargengin stunduðu á árunum fyrir hrun, skal til gamans bent á ÞETTA blogg, sem skrifað var í tilefni af umfjöllun um Baugs- og Fonsgengin í norsku viðskiptablaði.

Þarna er auðvitað bara um að ræða sýnishorn af umfjöllunum um þessi gengi, en af nægu er að taka í þeim efnum.

Axel Jóhann Axelsson, 17.7.2011 kl. 14:35

17 identicon

Og Hvernig væri þá að svara þessu með loftleiðir þér fannst það kannski bara eðlilegir viðskiptahættir.

Ég skora á þig að kanna verðmun í flugi t.d í november til Berlínar síðan getur þú komið með stóryrtar athugasemdir 

sæmundur (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 15:33

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvernig geta glæpir fortíðar réttlætt glæpi nútímans.

Eru gerði útrásar"víkinganna" réttlætanlegar vegna þess að alvöru víkingar rændu og rupluðu þúsund árum fyrr, ásamt því að drepa mann og annan?

Axel Jóhann Axelsson, 17.7.2011 kl. 16:23

19 identicon

Eru það ekki eimitt forfeður okkar þessir víkingar .  En þú svarar öngvum spurningum frekar en Steingrímur J

Hverjir af eigendum Iceland express hafa verið dæmdir fyrir þjófnað.?

Hvað er  íslenska ríkið búið að leggja í Icelandair ( Flugfélag íslands ) ásamt því að heimila þeim einokun á flugleiðum

sæmundur (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 16:40

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég hef engra hagsmuna að gæta hjá Icelandair og samruni flugfélaganna tveggja fyrir áratugum síðan kemur þessu máli ekkert við og enn síður fyrirgreiðsla ríkisins fyrir meira en þrjátíu árum.

Nú eru nýjir tímar og allt annað viðskiptaumhverfi en þá var og því miður nýta óprúttnir aðilar sér það frelsi ótæpilega í sumum tilvikum.

Dómar eru ekki fallnir ennþá í þeim málum sem til rannsóknar eru hjá Sérstökum saksóknara og líklega ert þú, sæmundur, eini maðurinn á landinu sem virðist reikna með að sýknað verði í þeim öllum.

Jafnvel þó allar gerði eigenda Iceland Express yrðu dæmdar löglegar, þá eru þær margar hverjar gjörsamlega siðlausar.

Axel Jóhann Axelsson, 17.7.2011 kl. 17:03

21 identicon

Ég reikna ekki með sýknu eða sekt ég býð eftir að dómstólar  dæmi þangað til læt ég vera að kalla menn þjófa og ræningja.  Að minnsta kosti mundi ég ekki setja eftirfarandi í innganginn að blogginu

Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.

Við búum í réttarríki og þartil að menn eru dæmdir þá eru þeir grunaðir en ekki sekir eða saklausir .

sæmundur (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 17:12

22 identicon

Ég nenni ekki aðtelja upp hvernig þetta glæpafélag hefur svikið mig og logið að mér. En ég get þó sagt það að ég borga glaður hvað sem er frekar en að fara í þessar viðbjóðs vélar þeirra framar. Svo á Páli í Fons þetta!! Er það ekki bara nóg til að fljúga ekki með þessu??

óli (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 17:19

23 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

sæmundur, á meðan þú þorir ekki að gangast við nafni þínu, verður reiknað með að þú sért handbendi Fonsgengisins, eða á mála hjá því við að verja gerðir þess og forsvarsmanna þess.

Það eru alþekkt vinnubrögð þessara gengja að etja nytsömum sakleysingjum í skítverkin, eða skrifa einfaldlega sjálfir undir dulnefnum.

Það ítrekast hér með að slíkir nafnleysingjar verðskulda í raun engin svör, eða rökræður, vegna svokallaðra athugasemda sinna og spurninga.

Axel Jóhann Axelsson, 17.7.2011 kl. 17:21

24 identicon

Hvers vegna svarar þú ekki málefnalega ég heiti Sæmundur en svör þín ættu að vera eins hver sem spyr.

Það eru ekki svör ef þú er ósammála að kalla menn handbendi einhvurs  eða bera við nafnleysi Ég endurtek skírnarnafn mitt er Sæmundur

sæmundur (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 17:35

25 identicon

Axel Jóhann Axelsson
Axel Jóhann Axelsson

Áhugamaður um lífið og tilveruna.

Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.

Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.

sæmundur (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 18:03

26 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alveg sama hvað þú endurbirtir þessa klausu oft, sæmundur eða hvað þú heitir, þú getur ekki sýnt fram á að um skítkast eða níð hafi verið að ræða í þessari umfjöllun.

Eingöngu hafa verið færðar fram staðreyndir um seinkanir á áætlunarflugi Iceland Express og lélegri þjónustu félagsins sem staðfestist af eigin reynslu og umsögnum fjölda annarra farþega, m.a. farþega í ferðinni frá París sem seinkaði um 34 tíma.

Sama á við um allt sem sagt hefur verið um eigendur félagsins og er þar ekkert nýtt á ferðinni, enda allt komið fram í fjölmiðlum undanfarin ár og öllum auðskilið, nema þeim sem glíma bæði við minnis- og skilningsskort.

Axel Jóhann Axelsson, 17.7.2011 kl. 18:47

27 identicon

"Tvennar sögur fara af því hvað veldur þessari seinkun, því félagið segir að um bilun í vélinni hafi verið að ræða, en franskir fjölmiðlar segja hana hafa verið kyrrsetta þar sem hún uppfylli ekki evrópska öryggisstaðla."

Það sem þarna átti sér stað var að Frönsk flugmálayfirvöld framkvæmdu svokallað SAFA (Safety assessment of foreign aircraft) á þessari 757-200 vél Astraeus og stóðst hún ekki skoðun betur en svo að hún var kyrrsett.  Svona skoðanir eru nokkuð algengar en sjaldgæft að vélar Evroprska flugrekstraraðila séu kyrrsettar.  Skv nýlegri færslu á www.airliners.net um þetta mál var ástæða kyrrsetningarinnar sú að skipta þurfti um "door seal" á 1L. Var vélinni flogið án farþega til Gatwick í London til að skipta um þessa dyraþéttingu.  Forstjóri IE mun væntanlega ekki vera í vandræðum að spinna einhverja lygaþvælu um þetta mál eða finna óskildan aðila til að kenna um atvikið, það er aldrei neitt þeim að kenna eins og allir vita, enda er þeta jú bara farmiðasala. 

Guðjón (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 19:39

28 identicon

Skoðum SAFA aðeins betur. Þetta er Evrópu eftirlit á flugvélum ekki bara í Frakklandi. SAFA skoðanir eru gerðar í öllum Evrópulöndum. Þegar Flugleiðavélin var kyrsett á sínum tíma þá var það út af því að flugstjórinn vísaði eftirlitsmanninum út úr flugvélini út af því að hann var ekki í gulu vesti sem ekki þarf að vera í inn í flugvél heldur bara út á rampinum. Hann varð síðan fúll og kyrsetti flugvélina, kyrsettninngin hafði ekkert með flughæfni vélarinnar að gera. Ég veit ekki hvað kyrsetti Iceland Express en það eru fínir strákar sem sjá um viðhaldið hjá þeim Íslenskt fyrirtæki sem heitir GMT og eru þeir á netinu...Það voru allir glaðir þegar Iceland express byrjuðu og veittu samkeppni... ferðalög erlendis og reindar innalands eru í raun alltaf óvissuferðir ýmist nátturuhamfarir sem og SAFA hamfarir, fólk á bara að reikna með þessu og hætta að væla...

kv

Gutti 

Guttormur (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 06:29

29 identicon

Mjög athyglisvert að lesa athugasemdir ykkar, og enn athyglisverðara að sjá athugasemdir þeirra sem verja IE eins og barnið sitt ! Ljóst þykir að þessi ferðaskrifstofa sem IE er, er ekki að standa sig, og það geta allir verið sammála um sem bæði hafa þegið þjónustu þess og lesið og heyrt um misbresti á þjónustunni hjá þeim.  Það sem ratar í fjölmiðla er nefnilega bara toppurinn á ísjakanum, og var dæmið sem ég nefndi að ofan um flugið til Tenerife ekki í þeirri umfjöllun. Hins vegar hefur einnig komið út könnun um þjónustustig flugfélaganna í Evrópu sem má gúggla, en þar kemur einnig fram hin afar lélega frammistaða IE, sérstaklega í tímaáætlunum. 

Svo ég bið þá sem halda hlífiskyldi yfir þessari "ferðaskrifstofu" eins og IE er í raun, að líta betur á staðreyndir heldur en að hella sér yfir þá sem koma með ítrekaðar frásagnir af misbrestum í þjónustu þess ! Ég sé enga ástæðu til að verja IE eða þau flugfélög sem  IE leigir út, því greinilega er verið að spara meira en góðu hófi gegnir, og  það  er að mínu mati engin samkeppni, heldur bókstaflegt sjálfsmorð fyrir viðkomandi fyrirtæki !  Það ætti að vera augljóst, en IE er greinilega að reyna að komast upp með þetta þrátt fyrir enn meiri umfjöllun um þeirra vandræði !

Brynja D (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband