Stórtjóni var EKKI afstýrt

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjóustunnar og einstakir ferðaþjóustusalar fóru mikinn um síðustu helgi og fram eftir vikunni í heimtufrekju vegna nýrrar brúar yfir Múlakvísl og kröfðust þess að nótt yrði lögð við dag, til þess að koma umferð á aftur.

Söngtexti grátkórsins gekk aðallega út á það, að tap ferðaþjónustusalanna myndi nema tugum milljóna hvern dag sem hringvegurinn opnaðist ekki og það er ekki fyrr en í dag að kór þessi þagnar, þ.e. þegar búið er að opna umferð yfir brjáðabirgðabrú, sem byggð var á ótrúlega skömmum tíma.

Nú lætur Erna m.a. hafa þetta eftir sér: "Hún segir að þó að stórtjóni hafi verið afstýrt, þá sé ljóst að ferðaþjónustan hafi beðið nokkuð tjón, en of snemmt sé að segja til um umfang þess. „Þetta var aðallega fyrstu fjóra dagana eftir að brúin fór. Það urðu bæði talsverðar afbókanir og svo komst fólk heldur ekki á áfangastað.“"

Stórtjóni var alls ekki afstýrt, enda ollu vaxtavextirnir í Múlakvísl hundraða milljóna króna tjóni á brúar- og vegamannvirkjum og það tjón munu skattgreiðendur þurfa að bera.  Eina athyglisverða staðreynd hafa fulltrúar ferðaþjónustunnar þó afhjúpað undanfarna daga og það er hvílík gullkista ferðamannaiðnaðurinn er orðinn og hagnaður hans gríðarlegur, a.m.k. ef miðað er við það tap sem sagt var að hann yrði fyrir daglega, opnaðist umferð yfir Múlakvísl ekki umsvifalaust.

Vonandi skilar þessi hagnaður sér allur inn á skattskýrslur og í þjóðhagsreikninga.  Það munar um minna í því árferði sem nú ríkir. 


mbl.is „Stórtjóni var afstýrt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður !

Ekki er ég viss um að það skili sér :p

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband