Almannahagsmunir að láta manninn ganga lausan?

Undanfarið hafa verið háværar raddir í þjóðfélaginu um að sýslumaðurinn á Selfossi sé ekki starfi sínu vaxinn vegna þess að hann skyldi ekki krefjast gæsluvarðhalds yfir barnaníðingi á grundvelli almannahagsmuna, þ.e. til þess að vernda almenna borgara fyrir þeirri hættu sem gæti stafað af manninum.

Nú bregður svo við að maður er handtekinn fyrir að skjóta af byssu við heimili sitt og við húsleit fundust 90 skotvopn af ýmsu tagi í fórum hans, sem upptæk voru gerð. Við handtökuna hafði maðurinn í hótunum við lögreglumennina sem handtóku hann og fluttu í fangageymslu á Selfossi.

Í þessu tilfelli hlýtur að mega reikna með því að maður sem hefur heilt vopnabúr undir höndum, hleypir af skotum út í loftið við heimili sitt og hótar laganna vörðum öllu illu, geti verið hættulegur umhverfi sínu og því fyllilega réttmætt að halda honum í gæsluvarðhaldi á meðan að á meðferð máls hans fyrir dómstólum fer fram, bæði í þágu rannsóknarhagsmuna og ekki síður almannahagsmuna.

Héraðsdómur Suðurlands hafnaði gæsluvarðhaldskröfunni og vekur það upp spurningur um hvort skotglaðir vopnabúrseigendur séu ekki jafn hættulegir umhverfi sínu og barnaníðingar.

Flestir myndu sjálfsagt telja að hvorugur væri mjög "umhverfisvænn".


mbl.is Funda um niðurstöðu héraðsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Skotvopnin eru ekkert að dúkka bara þarna upp núna sko, safnið sem maðurinn rekur er búið að vera opið síðan 2004 og þessi tiltekni maður örugglega haft skotvopn í mörg mörg ár á undan.

Það er frekar slappt að líkja manni sem greinilega hefur átt þarna slæman dag og er líklega því miður búinn að eyðileggja fyrir sér ævistarfið og aðaláhugamálið, við barnaníðing af verstu sort.

Veiðisafnið á Stokkseyri er alger undraheimur að koma í og það yrði leitt ef því yrði lokað í framhaldi af þessum afdrífaríku mistökum mjög svo vinalegs manns.

Mín skoðun.
Kv EJE

Eggert J. Eiríksson, 6.7.2011 kl. 13:08

2 identicon

Ég spyr mig frekar hvaða annarlegu voru höfð í hávegum hjá lögreglunni þegar hún krafðist gæsluvarðhalds yfir manninum. Það voru engir rannsóknarhagsmunir í húfi. Allt var játað.

Það liggja fleiri særðir eftir hnífa á hverju ári en byssur þ.a. það er ekki rétt að halda því fram að byssueigandi sé hættulegri en einstaklingur sem á eldhúsáhöld eða vasahníf.

Kristinn (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 13:13

3 identicon

Leiðrétting: Lögregla hefur ekki vald til að gera hluti upptæka. Sú aðgerð er einungis á færi dóms. Lögreglan getur hinsvegar lagt hald á hluti. Það er munur á þessu. Sjáðu til, eigandi getur endurheimt haldlagða hluti ef ekki er gefin út ákæra að lokinni rannsókn, nú eða þá ef hann er ákærður en sýknaður fyrir dómi. Þá er lögreglu skylt að afhenda dótið.

Gangur í svona málum er að saksóknari gerir kröfu um upptöku fyrir dómi, samhliða refsikröfu, og fallist dómari á upptöku, fær eigandinn vopnin aldrei aftur. Send í eyðingu eða álíka.

Lúlli lögga (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 13:22

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Maðurinn er vopnlaus hvað á hann að gera af sér? Engin ástæða til að halda mönnum í grjótinu ef rannsóknarhagsmunir krefjast þess ekki og eins og í þessu tilviki, hættunni afstýrt.

Ætti þá að halda þeim sem teknir eru fyrir ölvunarakstur í grjótinu á meðan málið er rannsakað?? Varla...

Sindri Karl Sigurðsson, 6.7.2011 kl. 13:34

5 identicon

Kristinn, það er einnig hægt að krefjast gæsluvarðhalds á grundvelli almannahagsmuna. Í þeim tilvikum getur allt verið játað og engin hætta á að sakborningur spilli rannsóknargögnum eða hafi áhrif á vitni o.s.frv. Hann getur hinsvegar verið talinn hættulegur umhverfi sínu og á þeim forsendum metur lögregla það gjarnan svo að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt - þ.e. ef meint brot varðar 10 ára fangelsi eða meira. Að lokum má nefna það (almannahagsmuna)skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi að sakborningur sé talinn líklegur til að halda áfram brotum, gangi hann laus.

Lúlli lögga (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 13:36

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það ber að hafa í huga að byssurnar nítíu voru haldlagðar á HEIMILI mannsins en ekki á Veiðisafninu. Maðurinn lét ófriðlega, skaut af byssu út í loftið og það er ekki honum að þakka að enginn skyldi verða fyrir því og í ofanálag hafði hann í hótunum við lögreglumennina sem handtóku hann.

Einhvern tíma hefði þetta verið talið varasamt fyrir almannaheill.

Axel Jóhann Axelsson, 6.7.2011 kl. 17:27

7 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það breytir því ekki að viðkomandi heldur bílprófinu og bílnum á meðan ekki er búið að dæma þig fyrir ölvunarakstur, þó að það sé líklegt að hann detti aftur í það og aki undir áhrifum.

Það er ekkert að því að hafa byssur á heimili. Hvar ættu þær að vera annarstaðar? Ekki geymir þú bílinn langt frá þínum híbýlum?

Sindri Karl Sigurðsson, 6.7.2011 kl. 20:20

8 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Axel .. Veiðisafnið og heimili mannsins eru eitt og sama húsið, hann er með svefnloft og eldhús ofl. sem almenningur fær ekki aðgang að á daginn.

Mér virðist nokkuð ljóst að þú hefur ekki komið þarna og rætt við manninn sem er núna þegar þetta er ritað, búinn að gefa út yfirlýsingu sem vert er að hafa til hliðsjónar í umræðunni.

Hver svosem ástæðan er þá hefur hann eitthvað misstigið sig í reglu sem hann hefur víst haldið til fjölda ára, enda kemur okkur það ekkert við.

Vonandi gengur honum vel að ná aftur tökum á sér og best ef hann stendur aftur í móttökunni og segir sögurnar sjálfur á safninu, en það er það sem gerir safnið að miklu leiti sem það er, persónulegt ævintýri sem okkur almenningi hefur staðið til boða að skoða.

Kv EJE

Eggert J. Eiríksson, 6.7.2011 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband