Allar virkjanir í "biðflokk"?

Á næstunni mun "Verkefnastjórn rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma" skila af sér skýrslu sinni um virkjanakosti á landinu með mati á verðmæti hvers valkosts fyrir sig út frá kostnaði og verndunarsjónarmiðum.

Fréttin endar á þessari klausu: "Eftir að búið er að vega og meta þær umsagnir sem berast, munu iðnaðar- og umhverfisráðherrar leggja fram þingsályktunartillögu fyrir Alþingi þar sem fram kemur hvernig þeim virkjunarhugmyndum, sem komu til mats, verður raðað inn í nýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk."

Líklega munu ráðherrar VG ekki geta krafist þess að hver einasti virkjunarmöguleiki verði settur í "verndunarflokk", þrátt fyrir einbeittan vilja sinn og baráttu gegn hvers konar atvinnuuppbyggingu og þar með "verndun" núverandi atvinnuleysisstigs, en hvort tveggja hefur verið staðfastasta baráttumál flokksins allan tímann sem hann hefur setið í ríkisstjórn.

Hins vegar mun ráðherrum VG vafalaust takast að setja allar virkjunarhugmyndir, sem nefndar verða í skýrslu nefndarinnar í "Biðflokk" og þar munu þær sitja fram að næstu stjórnarskiptum.

Vonandi þarf ekki að bíða í heil tvö ár eftir nýjum kosningum. 


mbl.is Ýmsir þættir hafa áhrif á virkjanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Allar virkjanir í "biðflokk"?

Akkurat thad sem mer datt i hug

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.7.2011 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband