16.6.2011 | 20:44
Fyrirgefanleg mistök
Karl Sigurbjörnsson, biskup, skýrði mjög vel, í Kastljósi, hvernig hann og kirkjan sem stofnun kom að málum, þegar og eftir að ásakanirnar á hendur Ólafi Skúlasyni, fyrrverandi bispupi, um kynferðisglæpi komu fram á árinu 1996.
Biskup viðurkenndi ýmis mistök og klaufaskap af sinni hálfu og stofnana kirkjunnar við meðferð málsins, en bæði vegna þess að glæpirnir voru framdir nokkrum áratugum áður en frá þeim var skýrt og biskupskjör var framundan, voru allir aðilar í vandræðum með hvernig á málinu skyldi tekið, enda engin fordæmi fyrir ásökunum af þessu tagi innan kirkjunnar, allra síst á hendur einum æðsta manni hennar.
Öll eru þessi mistök mannleg og þar af leiðandi ætti að vera auðvelt að fyrirgefa þau, ef ekkert annað en sanngirni og kærleikur réði för í afstöðu til þeirra.
Verði ekki látið af árásum á Karl Sigurbjörnsson, biskup, og aðra kirkjunnar menn vegna þessa máls, er greinilegt að annarlegar hvatir liggja að baki.
Mistök að taka að sér sáttahlutverkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er eflaust rétt hjá þér. Mér finnst eins og hér sé verið að reyna að hengja bakara fyrir smið. Þetta fólk ætti að íhuga með sjálfu sér hvernig það hefði tekið á málunum ef það hefði verið í sömu aðstöðu. Skyldi það hafa gert betur? Ég held að málið hafi verið miklu flóknara en svo að hægt væri að leiða það til lykta snurðulaust. Svo er oft gott að vera vitur eftirá. Það hvarflar að mér að hér sé verið að reyna að krossfesta saklausan mann fyrir syndir annarra og að jafnvel valdabarátta innan kirkjunnar eigi hér einhvern hlut að máli. Það er víst misjafn sauður í mörgu fé, einnig hjá prestum.
Matthías Kristinsson (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 21:22
Þið mynduð ekki verja menn í öðrum starfsstéttum af sömu áfergju... og þar liggur hundurinn einmitt grafinn.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 21:31
DoctorE, þú getur sett hvaða starfstétt sem þú vilt í staðinn fyrir prestastéttina og pistillinn hér að ofan yrði nákvæmlega á sömu nótum, væri söguþráðurinn svipaður og í þessu máli.
Axel Jóhann Axelsson, 16.6.2011 kl. 21:37
Já er það, ef leikskólastjóri barna/barnabarna þinna hefði gert eins og biskup, værir þú þá sáttur við að hann sæti áfram?
DoctorE (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 21:45
Hvaða biskup er þú að tala um? Leikskólastjóri, sem hefði tekið á málum eins og Karl Sigurbjörnsson, þó klaufaleg hafi verið, ætti nákvæmlega sömu fyrirgefningu skilda.
Ertu að gefa í skyn að allir prestar þjóðarinnar hafi verið samsekir Ólafi Skúlasyni? Eftir því sem best er vitað var hann einn að verki og það þrjátíu árum áður en frá málin voru opinberuð af fórnarlömbunum.
Ólafur var sá seki og á fordæmingu skilda fyrir verk sín, en aðrir ekki.
Axel Jóhann Axelsson, 16.6.2011 kl. 22:18
Ég er eitthvað tregur, en það er ekkert nýtt. Ég hvorki sá né heyrði að Karl skýrði nokkurn skapaðan hlut, hvað þá að hann gerði það vel.
Magnús Óskar Ingvarsson, 16.6.2011 kl. 22:29
Raunar fannst mér biskup ekki komast vel frá þessu viðtali, þótt um hann væri farið silkihönskum.
Síðasta setningin þín nafni, gæti allt eins átt við um annað fólk sem hefur mátt sæta ófyrirleitnum árásum hér á moggabloggi fyrir það eitt að vinna vinnuna sína eftir bestu getu.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.6.2011 kl. 22:35
Axel Jóhann !
Þær eru margar og margvíslegar þessar annarlegu hvatir , t.d. tel ég að þú hafir stuðst við annarlega hvöt við gerð þessarar bloggfærslu .
Hörður B Hjartarson, 17.6.2011 kl. 02:16
Gaurinn laug eins og hann er langur til; Hann var að reyna að koma þessum feluleik með bréfið yfir á skjalavörð.
Ég segi aftur; Helsta vandamálið er einmitt þetta, sauðirnir verja meintan forystusauð sem þeir telja að leiði þá til lúxusvistar í himnaríki; Þetta er gamla sagan sem endurtekur sig um allan heim, aftur og aftur og aftur; Sauðirnir ofurseldir glópabulli, flestir frá blautu barnsbenir.
Sjáið td mörg fórnarlömbin, þau eru enn algerlega flækt í þennan lygavef um galdra og ofurgadlrakarl... þess vegna sækja þau í réttlæti hjá prestunum sjálfun, en ekki lögreglu...
Auðvitað á þjóðina einfaldega að segja sig úr kirkjunni, það er eina rétta leiðin... þjóðkirjan er þjóðarskömm á marga vegu.
DoctorE (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 10:13
Þetta átti að vera lögreglumál. Og fólk verður að þora að kæra svona mál til lögreglu, og á rétt á að tekið sé mark á þannig kærumálum, og dæma í svo í málunum áður en sá ákærði er dáinn.
Í framtíðinni verður lögreglan að taka á svona málum. Valdið á ekki að liggja hjá prestum eða biskupum, heldur dómsstólum. Eða er það ekki eðlilegast?
Gildir um allar aðrar starfs-stöður líka, þegar svona alvarleg mál koma upp.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.6.2011 kl. 14:08
Greinilegt er að viðbrögð fólks í þessu máli fara mikið eftir afstöðu þess til kirkjunnar sjálfrar og trúarinnar sem slíkrar. Trúin flækist ekki mikið fyrir mér, enda líklega ekki talinn trúaður af mörgum, en hatrið á kristninni leynir sér ekki í skrifum DoctorE, sem reyndar þorir aldrei að koma fram undir sínu rétta nafni, sem reyndar er ekki undarlegt, því flestir myndu skammast sín fyrir þær skoðanir sem hann túlkar oftast.
Athugasemd nr. 8, frá Herði B. Hjartarsyni, er svo lákúruleg og ómerkilega málefnasnauð, að hún er auðvitað ekki svaraverð og lýsir ekki innræti neins, nema höfundarins sjálfs.
Axel Jóhann Axelsson, 17.6.2011 kl. 14:56
Hverslags sannleikur og kærleikur liggur í því að rannsaka ekki einu sinni málið og láta bara kyrrt liggja, af því biskupskosningar voru í nánd, og biskupsefnið var hinn meinti sakamaður, ja sveiattan!
Ég get alveg ómögulega tekið á mig einhverjar annarlegar hvatir fyrir það að vilja þessa menn burt, og það hið fyrsta. Þegar traustið er farið, eiga þeir ekkert erindi lengur innan þessarar stofnunar sem er orðin eins og hjáróma skuggi af sjálfri sér.
Bergljót Gunnarsdóttir, 18.6.2011 kl. 08:34
"Kristilegu kærleiksblómin spretta, kringum hitt og þetta" var sagt í eina tíð. Greinilega spretta þau ekki í kringum þetta mál og alls ekki gera þau það í hugum þeirra sem trúlausir eru, en telja sig samt þess umkomna að vilja ráða stjórn kirkjunnar.
Ýmsir, sem segjast vera trúaðir á boðskap biblíunnar, virðast líka vera algerlega lausir við þessi kærleiksblóm.
Ekki tel ég mig til trúaðra, en samt sem áður sé ég ekki réttlætið í því að hengja marga bakara, þegar smiðurinn fremur glæp, jafnvel þó þeir taki klaufalega á málunum þegar þeir loks fá spurnir af glæpnum, áratugum eftir að hann var framinn og löngu fyrndur þar að auki.
Axel Jóhann Axelsson, 18.6.2011 kl. 20:59
Því miður er jarðvegurinn fyrir "kristilegu kærleiksblómin" orðinn ansi fúll og áburðar þurfi. En aðalmálið er, að það liggur miklu meira en klaufaskapur að baki því að breiða vandlega yfir allar ávirðingar á biskupsefnið og skenkja þjóðinni þar með kynferðisglæpamann sem biskup. Það skiptir engu máli hvort möguleg sök af þessu tagi er viku, eins mánaðar eða tuttugu ára gömul.
Að blekkja meðlimi kirkjunnar á þennan hátt kemur hvorki bökurum eða smiðum við, ég álít þá svo miklu merkilegri en kirkjuyfirvöld, sem sópuðu öllu undir teppið og gera enn, jafnvel þó ruslið sé orðið svo mikið að það standi allstaðar útundan.
Það eina sem þessir hengdu bakarar þínir Axel geta gert í stöðunni er að játa skýlaust hvernig þeir tróðu í eyrun til að þurfa ekki að hlusta á raddir samviskunnar, og biðjast síðan afsökunnar. Ekki með einhverjum málalengingum, heldur af þeirri auðmýkt sem þeir boða öðrum að sýna, ellegar segja af sér.
Þegar sjálf Þjóðkirkjan á í hlut dugar ekkert minna. Það sjá allir að kirkjan, sem stofnun, er rúin trausti landsmanna og mun ekki bera sitt barr fyrr en sópað hefur verið út í öll horn - og undan teppunum líka. Þá mun jarðvegurinn stórbatna og kærleiksblómin mögulega spretta á ný.
Bergljót Gunnarsdóttir, 19.6.2011 kl. 10:40
Öll erum við bara mannleg og gerum mistök, bæði í einkalífi og störfum.
Fyrst reka á alla úr vinnunni, sem þar gera einhver mistök, hvað á þá að gera við mann, þegar mistök eru gerð í einkalífinu? Taka einfaldlega af honum lífið?
Þessi óstjórnlega dómharka í garð hvers sem játar, eða verður uppvís að mistökum, er að ganga algerlega út í öfgar og getur ekki gengið svona mikið lengur.
Einhver vitglóra og jafnvel miskunnsemi þyrfti að fara að komast að i umfjöllun Dómstóls götunnar um menn og málefni.
Axel Jóhann Axelsson, 19.6.2011 kl. 12:26
Auðvitað erum við öll mannleg og gerum hvert sín mistök. Það að reka alla úr vinnunni sem gera einhver mistök er dálítið annað en að líða trúarleiðtoga , eða æðstu stjórn kirkjunnar að hilma yfir með með glæpamanni. Hvar eru sóknarbörn þessara manna stödd, ef eitthvað kemur uppá og engum að treysta.
Þessi óstjórnlega dómharka sem þú talar um, er bara álit fólksins á götunni sem tjáir sig um það sem gengur fram af því. Hver og einn hefur rétt á sinni skoðun, hversu gáfuleg eða heimskuleg sem hún er. Það er kallað lýðræði.
Talandi um að fólk fái ekki að gera smá mistök án þess að dómsdags dómharku sé beitt og gengið út í öfgar . Lestu þá bara pistlana þína um íslenska stjórmnálamenn undanfarið, aðra en íhaldið, upp á nýtt og þá færðu fyrst dæmi um óstjórnlega dómhörku.
Annars get ég til fróðleiks bætt því við að þessi pistill þinn og það sem honum fylgir, vakti mig til langrar og alvarlegrar íhugunar, sem varð til þess að ég sagði mig úr Þjóðkirkjunni í morgun. Þetta var ekkert auðveld ákvörðun, þar sem ég hef alltaf verið höll undir kirkjuna, afi minn var guðfræðiprófessor og kristin siðfræði höfð að leiðarljósi í kringum mig, alla ævi.
Bergljót Gunnarsdóttir, 19.6.2011 kl. 14:01
AMEN. Annað er nú ekki hægt að segja eftir þessa ádrepu og samviskuuppgjör.
Axel Jóhann Axelsson, 19.6.2011 kl. 14:47
Bergljót Gunnarsdóttir, 19.6.2011 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.