8.6.2011 | 10:28
Þrekvirki unnið með neyðarlögunum
Fréttin um að litlu hefði munað að kortafyrirtækin hefðu þurft að loka fyrir alla kortanotkun við bankahrunið haustið 2008, sýnir enn og sannar hvílíkt þrekvirki var unnið í hruninu af þáverandi ríkisstjórn, ráðuneytum, seðlabanka og ýmsum öðrum stofnunum, sem að björgunarstörfum unnu.
Eins og áður eru laun heimsins vanþækklæti, því í stað þess að þakka það sem vel var gert á þessum tíma keppast Vinstri grænir, Samfylkingin (sem þó var í ríkisstjórn) og annað óvandað fólk við að níða niður þá sem best stóðu sig í aðdraganda hrunsins og björguðu því sem bjargað varð, við þær ótrúlega erfiðu aðstæður sem uppi voru.
Hámarki náði niðurlæging smámenna á Alþingi með samþykktinni um að stefna Geir H. Haarde fyrir Landsdóm.
Íhugað var alvarlega að loka fyrir kortanotkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Get ekki verið meira sammála þér Axel, það eru tannhjól niðurrifsaflana í landinu eins og Jónas í Sorpinu og ruslahaugahirð VG og Samspillingarinnar sem skirrast ekki við að fremja mannorðsmorð á hverjum degi.
Þeir eru að reyna að koma því inn hjá þjóðinni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi vísvitandi leyft glæpamönnum að ræna sjóði landsmanna en nefna ekki eigin daður og skjaldborg um útrásarvíkingana.
Nú er sannleikurinn að birtast betur og betur á hverjum degi og ekki líkar þessum hræfuglum það að fallexir þeirra eru smátt og smátt að missa bitið, svo nú ærast þeir í að reyna að draga blásaklaust fólk ofaní drulluna til sín en þjóðin er að átta sig á að hún var ginningarfífl þessara afla.Sagan mun dæma þá.
Sveinn Úlffarsson (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 11:08
Hjartanlega sammála þér Axel Jóhann.
Ef þetta lið sem tók við stjórninni hefði einhvern tíma geta viðurkennt það sem vel var gert þá hefði uppbyggingarstarfið orðið allt annað og jákvæðara. En því miður kusu þau skötuhjúin Steingrímur J. og Jóhanna að nýta tækifærið, reiða til höggs og þröngva sínum gæluverkefnum að, s.s. ESB þráhyggju og langþráðum skattpíningum með aðstoð (H)Indriða Þorláks.
Það er rétt hjá þér Sveinn Úlfarsson, sagan mun dæma. Og það hart.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 12:48
Axel Jóhann, ég held að þú sért að misskilja hlutina hér. Það var starfsfólk VALITOR sem vann þrekvirkið eftir að hinir voru búnir að koma öllu í steik.
Marinó G. Njálsson, 8.6.2011 kl. 14:27
Marinó, þetta er svo ómerkilegur áróður, að hann er ekki nokkrum manni sæmandi sem vill láta taka sig alvarlega.
Axel Jóhann Axelsson, 8.6.2011 kl. 14:33
Axel Jóhann, hvað í honum er rangt? Bentu mér á það. Er það ekki rétt að hagstjórn er búin að vera hér í skötulíki í fleiri áratugi? Er ekki rétt að Seðlabanki og FME sátu úrræðalaus hjá meðan bankastjórnendur og eigendur fóru sínu fram? Er ekki rétt að íslensk löggjöf um fjármálamarkaðinn var ófullburða? Er ekki rétt að ríkisstjórn Geirs H. Haarde vissi í fleiri mánuði fyrir hrun hvað var að gerast en fór í markaðskynningu fyrir fjármálafyrirtækin í staðinn fyrir að fella þau strax?
Marinó G. Njálsson, 8.6.2011 kl. 14:48
Marínó að mínu áliti var íslensk hagstjórn í örri og jákvæðri þróun þó svo að hún hafi ekki stefnt í þá átt sem þú kannski vildir þ.e til meir miðstýringar. EES samningurinn og innleiðing evrópskra reglna um frjáls viðskipti dróg verulega úr eftirlits möguleikum með þennslu bankakerfisins.
Það er ekki rétt að ríkisstjórn GHH hafi vitað um þá gífurlegu og vel földu ránsstarfssemi sem átti sér stað innan banka- og fjármálafyrirtækja, það eru staðreyndir sem komu fram fyrst eftir hrun og eru enn að koma í ljós. Engan grunaði að búið væri að skræla bankana og fjármálafyrirtækin svo gjörsamlega að innan, enda fölsunum og bókhaldsbrellum beitt sem jafnvel færustu endurskoðendur sáu ekki fyrr en öll gögn komu upp á borðið.
Sem betur fer voru fjármálafyrirtækin ekki "felld" eins og þú kallar það fyrr en neyðarlögin voru klár og þannig því bjargað sem bjargað varð. Það er vissulega rétt að frjálsræðið var orðið of mikið en andrúmsloftið í þjóðfélaginu var orðið þannig að þjóðin og fjölmiðlar stóðu með krepptan hnefann á móti hverjum þeim sem dirfðist að efast um frábæra hæfileika þessara nýju hálfguða sem voru að skapa hér hunang á hvert strá.
Ríkisstjórn GHH og sama hvað ríkisstjórn sem var hefði ekki getað stoppað þessa menn og sagt að þeir væru að brjóta lög án þess að hafa það full sannað og skjalfest. Sú ríkisstjórn hefði verið "felld" samstundis.
Sveinn Úlffarsson (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 17:05
Marinó, Sveinn svarar spurningum þínum afar vel í athugasemdinni hér að framan. Bankakreppan í heiminum stafaði ekki af skorti á hagstjórn á Íslandi og hvergi í veröldinni dettur nokkrum manni í hug að kenna ríkisstjórnum eða einstökum stjórnmálamönnum um hana, þ.e. nema óvandað fólk á Íslandi, sem endalaust reynir að ljúga henni upp á nokkra íslenska pólitíkusa.
Til viðbótar við bankakreppuna, sem átti upphaf sitt í bankagjaldþrotum í Bretlandi og Bandaríkjunum kom svo sá glæparekstur íslensku bankanna, sem enginn vissi um fyrr en löngu eftir fall þeirra og ekki munu öll kurl vera komin til grafar ennþá, en vonandi fara þau mál að skýrast endanlega og munu þá að öllum líkindum enda fyrir dómstólum.
Að láta eins og ráðherrar hafi stjórnað bönkunum fyrir hrun er furðulegt og það af manni, sem hefur verið að fjalla um lána- og fjármál eftir hrun í stríði við ráðherra, sem marg oft hafa lýst því yfir að þeir hafi ekkert boðvald yfir bönkunum, ekki einu sinni ríkisbankanum og hvað þá einkabönkunum.
Hins vegar er sífellt að koma betur og betur í ljós, að ríkisstjórn Geirs H. Haarde var búin að undirbúa aðgerðir, sem grípa mætti til færi bankakerfið á hliðina og þegar að því kom, vann ríkisstjórnin og FME, seðlabankinn og fleiri nánast kraftaverk, enda tókst að halda fjármálakerfi landsins gangandi og almenningur gat stundað sín viðskipti áfram óhindrað.
Það gerðist ekki af sjálfu sér, heldur með gífulegri vinnu þessara aðila, góðri yfirsýn á málin og ekki síst góðu skipulagi.
Axel Jóhann Axelsson, 8.6.2011 kl. 17:31
Ég sé að stockholms heilkennið hefur borist til íslands og nokkuð margir virðast smitaðir af því :/
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 18:14
Og já ég gleymdi að minnast á það að eina "þrekvirkið" sem þessi glæpafyrirtæki valitor (áður visa ísland) og mastercard ættu að vera þekktust fyrir eru þessi ógeðslegu samráðsmál og samkeppnisbrot sem þau stunduðu gegn íslenskri þjóð þangað til að upp um þau komst og fengu reyndar að ég held hæstu sekt í íslandssögunni fyrir það.
Finnst það hálf hjákátlegt að segja að þau hafi unnið þrekvirki miðað við fortíð þeirra. Enda var vísa ísland fljótt að skipta um nafn eftir dómsmálið og halda auðvitað að þá sé bara allt í gúddí, svona svipað og með bankana sem virðast halda að það sé bara nóg að skipta um nafn og lógó nógu reglulega. Sorglegt en jafnframt fyndið á sama tíma.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 18:30
Geir, þú þyrftir helst að útskýra nánar hvernig glæpsamlegt samráð kortafyrirtækjanna, nokkrum árum fyrir hrun, skipti máli við að halda greiðslukerfunum gangandi við bankahrunið.
Fyrirtækin skiptu ekki bara um nafn, heldur stjórnendur líka, þannig að ekki voru sömu menn við stjórnvölinn í hruninu og voru þegar samráðið átti sér stað.
Axel Jóhann Axelsson, 8.6.2011 kl. 18:48
held þetta sé allt saman gamla mafían sem stjórnar þessu ennþá meira og minna bara búnir að færa sig á milli staða, einn fer úr einu embætti í annað og jón besti vinur hans tekur við sem var í hinu embættinu áður. Meiraðsegja sá sem var yfir bankaeftirlitinu eða hvað þessi batterí nú heita er orðin ALÞINGISMAÐUR LOL! Þeir kunna ekki að skammast sín :/
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 19:44
Þetta er allt orðið svo súrrealískt og súrt að mér finnst ég vera að horfa á leiðarljós þegar ég horfi á fréttirnar svona án djóks
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 19:47
Þrekvirkið var unnið þegar Árni Matt. þorði ekki annað en að taka seðla með sér til USA því hann vissi ekki hvort hann gæti borgað með korti.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 23:49
Stefán, þetta dæmi sýnir vel þá óvissu sem ríkiti í landinu á þessum tíma, enda voru Bretar að reyna að loka fyrir öll bankaviðskipti landsins í útlöndum, sem tókst þó ekki alveg. Fyrst eftir hrun var þó rétt hægt að fá bankamillifærslur fyrir lyfjum og öðrum bráðnauðsynlegum vörum.
Ríkisstjórn Geirs H. Haarde vann gífurlegt þrekvirki á þessum tíma og tókst að bjarga því sem bjargað varð í þeim efnahagshamförum sem banka- og útrásargegning ollu til viðbótar við alþjóðlegu bankakreppuna.
Axel Jóhann Axelsson, 9.6.2011 kl. 14:09
Sæll Axel Jóhann; sem aðrir gestir, þínir !
Öllum má ljóst vera; að neyðarlög, svokölluð,, komu áframhaldandi Banka Mafíu helzt til góða, og furðulegt er, að þú skulir rengja frásögu Marinós, eins okkar beztu liðsmanna, í baráttu Hagsmunasamtaka heimilanna, sem kunnugt er.
Eftir sitja; fjölmargar fjölskyldur og gagnsöm fyrirtæki, í rústum sínum - og bíða réttlátra reikningsskila, gagnvart hryðjuverkum valdastéttarinnar.
Hvorki; fylgi ég ''Vinstri grænum'' né ''Samfylkingu''að málum - og hefi aldrei gert, en kann að vera, að ég teljist til þess ''óvandaða fólks'', sem þorað hefir, og af eindrægni viljað fletta ofan af hryðjuverkum ''Sjálfstæðisflokksins'' og annarra flokka, árin löng.
Afsakanir þínar; sem nokkurra annarra, Geir H. Haarde til handa, falla um sjálfar sig, í ljósi atburða rásar áranna 2003 - 2008, og reyndar, mun fyrr.
Manstu; linnulaust og tilgangslaust útlanda ráp Geirs og Ingibjargar S. Gísla dóttur, Vorið og Sumarið 2008, til dæmis, Axel Jóhann ?
Þau voru jú; ''að bæta ímynd Íslands'' kváðu þau bæði, roggin mjög.
Auðvitað; hefði ALLT ráðuneyti Geirs, átt að mæta fyrir Landsdóm, auk þeirra : Davíðs Oddssonar - Halldórs Ásgrímssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, í 1. lotu, að minnsta kosti.
Að meðtöldum; Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni, og þeirra slekti, vitaskuld.
Með kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.