Samdráttur í hagvexti?

Landsframleiðslan jókst um 2% á milli síðasta ársfjórðungs síðasta árs og þess fyrsta á þessu ári, sem skýrist alfarið með meiri sjávarafla. Þrátt fyrir það er helsta áhugamál ríkisstjórnarinnar að draga úr hagkvæmni sjárvarútvegarins og fjölga veiðiskipum og sjómönnum sem ætlað er að sækja í takmarkaða veiðistofna, því engar áætlanir eru uppi um að auka veiðar umfram ráðleggingar Hafró.

Aðrar tölur voru einnig birtar, ekki síður athyglisverðar, en í fréttinni segir t.d: "Samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni dróst einkaneysla saman um 1,6% á fyrsta ársfjórðungi samanborið við síðasta fjórðung ársins 2010 og fjárfesting um 6,8%. Samneysla jókst hins vegar um 0,1%. Útflutningur dróst saman um 8,2% og innflutningur um 4,1% á sama tímabili."

Þrátt fyrir fagurgala ríkisstjórnarinnar um kreppulok og efnahagsbata, þá er samdráttur á öllum sviðum neyslu og fjárfestingar, NEMA Í SAMNEYSLUNNI, þ.e. útgjöldum hins opinbera, en þar er aukning um 0,1% á meðan t.d. einkaneysla dregst saman um 1,6%.

Það er sama hvar borið er niður, ríkisstjórnin fær falleinkun á öllum sviðum.


mbl.is 2% hagvöxtur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góð ábending hjá þér. Það er ótrúlegt hvernig þessu er slegið upp.

Sumarliði Einar Daðason, 8.6.2011 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband