Heiðarleg Samfylkingarkona

Á fundi stuðningsmanna Geirs H. Haarde í Hörpu síðdegis í dag flutti Kristrún Heimisdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og nuverandi aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar, stórmerkilega ræðu, þar sem hún fór yfir og útskýrði stöðu dómsvaldsins frá upphafi landnáms gagnvart hinu pólitíska valdi og taldi að aldrei í sögunni hefði pólitíska valdið lagst eins lágt í samskiptum sínum við dómstóla landsins.

Í viðhangandi frétt segir m.a:  "Hún sagði réttarkerfið ævinlega hafa komið fyrst og staðið æðst. En sagðist leyfa sér að fullyrða að engin siðmenntuð mannseskja með einhverja lögfræðimenntun gæti horft á þetta mál án þess að blygðast sín„Ég er viss um að dómarararnir lesa hættumerkin í málinu,“ sagði Kristrún."

Atlanefndin, sem lagði fram tillöguna um ákærurnar á ráðherrana rannsakaði málið alls ekkert, heldur byggði á áliti nefndarmanna í nefnd, sem ekki rannsakaði málin sem sakamál, heldur vísaði til nánari rannsóknar þar til bærra aðila þeim atriðum sem hún taldi að gætu farið í bága við landslög. Ekkert slíkt var lagt til af hálfu Rannsóknarnefndar Alþingis varðandi ráðherra.  Um skýrslu Rannsóknarnefndarinnar sagði Kristrún m.a: 

„Af óskiljanlegum ástæðum var margvíslegur áburður og uppspuni tekinn gildur af höfundum rannsóknarskýrslu Alþingi,“ sagði Kristrún og benti á að ýmsir aðrir hafi fengið þann rétt að fá rannsókn á sínum málum. En fyrrverandi forsætisráðherra hefði ekki fengið þann rétt.„Reifun málsins er í skötulíki og alþingismenn sáu það ekki sem sitt hlutverk að skilja málið, þeir tóku sér hlutverk ákæranda,“ sagði Kristrún. „Þetta er mesti heigilsháttur sem ég hef orðið vitni að.“

Undir þessi síðustu tilvitnuðu orð Kristrúnar er ekki hægt annað en taka heilshugar.  Þeir þingmenn sem tóku þátt í þessu ákæruhneyksli á Alþingi hljóta að skammast sín óskaplega núna og geri þeir það ekki, þá eru þeir samviskulausari smámenni en orð fá lýst.

Miðað við rökstuðning Kristrúnar í ræðu sinni á fundinum getur Landsdómur varla annað en vísað málinu frá dómi.  Verði það ekki gert er enginn vafi á að Geir H. Haarde verði sýknaður af öllum ákæruatriðum.

Fari svo, sem nánast er öruggt, þá hljóta smáþingmennin að segja af sér þingmennsku umsvifalaust. 


mbl.is „Geir á sanngirni skilda“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú gleymir því að Kristrún Heimisdóttir er vanhæf um að tjá sig í þessu máli sem fyrrverandi aðstoðarkona ISG og pólitískur samherji. ISG hefði átt að sitja á bekknum með Geir og Kristrún hefði átt að hafa stöðu vitnis ef fylgt hefði verið ákvæði stjórnarskrárinnar. Að halda því fram að um pólitísk réttarhöld sé að ræða er fjarri lagi. Þetta snýst heldur ekkert um hvort Geir er sjálfstæðismaður eða ekki.  Þetta snýst um ábyrgð og að axla ábyrgð.  Stórnmálastérttin má engjast eins og ormur á krók en þjóðin á heimtingu á að vita hverjir vissu hvað og hverjir brugðust á ögurstundu. Þegar hagsmunir hinna fáu og ríku voru teknir fram yfir hagsmuni heillar þjóðar

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.6.2011 kl. 20:58

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jóhannes, þú hefur væntanlega hlustað vandlega á ræðu Kristrúnar fyrst þú getur tekið svona afdráttarlausa afstöðu til þess sem hún sagði.

Ég gruna þig hins vegar um að vera í sporum bókmenntagagnrýnanda, sem alls ekki les eða kynnir sér þær bækur, sem hann á að dæma.

Kristrún fjallaðir m.a. um bankakreppur víða um lönd og hverjir hefðu verið taldir ábyrgir fyrir þeim, en ekki í einu einasta tilviki voru það stjórnmálamenn eða ráðherrar. Á það hefur svo sem oft verið bent í mínum bloggum, svo það var ekki nýtt fyrir mér.

Ræða Kristrúnar var bæði fræðileg og þó á mannamáli og hún fór vel yfir hlutverk dómstólanna og hins pólitíska valds og hvernig pólitíska valdið var misnotað í þessu máli gegn Geir H. Haarde.

Bullið um að hagsmunir hinna fáu og ríku hafi verið teknir fram yfir þjóðarhag, þegar þjóðarbúskapnum var bjargað frá algjöru hruni og gjldþroti heillar þjóðar var forðað, er ekki svaravert.

Axel Jóhann Axelsson, 7.6.2011 kl. 21:09

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Axel, ég var að vekja athygli á hæfisreglunni. Og þótt þú túlkir ræðuna sem innlegg fræðimannsins Kristrúnar, þá sé ég bara málsvörn Samfylkingarkonunnar og fyrrum aðstoðarkonu ISG.  En það er líka eitt af því sem að er, að menn bregða sér gjarna í margra kvikenda líki því spillingin er svo viðamikil. En látum dómarana um að dæma um sekt eða sakleysi Geirs án pólitískra afskipta Samfylkingarfólks.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.6.2011 kl. 21:39

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það þarf ekki pólitísk afskipti Samfylkingarfólks til að sýkna Geir H. Haarde.

Það þar ekkert annað en smá snefil af almennri skynsemi.

Axel Jóhann Axelsson, 7.6.2011 kl. 21:44

5 Smámynd: Elle_

Axel, mikil mistök að halda að litlu ´mennin´ í alþingi hætti hvað sem þau valda miklum skaða og pólitískum ofsóknum. 

Elle_, 7.6.2011 kl. 21:50

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Líklega er þetta alveg rétt hjá þér, Elle.

Ef einhver sómatilfinning væri fyrir hendi, væri þetta lið búið að segja af sér fyrir löngu.

Axel Jóhann Axelsson, 7.6.2011 kl. 22:41

7 identicon

Jóhannes, hvaða "hæfisreglu" ert þú að tala um? Það vaða alls kyns ruglukollar uppi og tala um vanhæfi hér og vanhæfi þar. Dómarar og einstaklingar í stjórnsýslunni geta verið vanhæfir til að tjá sig um ákveðin mál vegna skyldleika osfrv. En menn eru farnir að yfirfæra þessar reglur stjórnsýslunnar á allt og alla. T.d. Þorvaldur Gylfason sem fabúleraði um það að Alþingi væri vanhæft um að fjalla um tillögur stjórnlagaráðsins, sem er vitaskuld bara rugl í honum. Alþingi getur ekki orðið vanhæft til að fjalla um nein mál.

Kristrún er fullkomlega hæf til tjá sinn hug um allt sem henni sýnist.

Jonni (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband