ESBaðild kemur ráðherra ekkert við

Margt furðulegt vellur upp úr sumum þingmönnum á Alþingi og hefur t.d. margt skrítið, skondið og fáránlegt oltið upp úr Þráni Bertelssyni, heiðurslaunaþingmanni, og nægir þar að benda á fullyrðingu hans um það, að a.m.k. 5% þjóðarinnar séu fábjánar.

Nú hefur Þráinn gefið það út, bæði á þingflokksfundi VG og opinberlega, að hann styðji ekki Jón Bjarnason lengur sem Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, vegna þess að Jón mun hafa sagt að það væri sitt helsta verk í ráðuneytinu að fylgjast með og gæta hagsmuna íslensks landbúnaðar og sjávarútvegs í aðlögunarferlinu að ESB.

Í viðtali við DV segir Þráinn um þessa afstöðu Jóns:  Mér finnst það heldur einkennilegur skilningur á starfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og teldi heppilegra að hann fengist við eitthvað annað."  Ráðherra ber ekki bara að gæta hagsmuna þeirrar atvinnugreinar, sem undir hans ráðuneyti heyrir, heldur ber honum skylda til að gera sitt til að vernda og efla starfsumhverfi greinarinnar í þágu þjóðarinnar allrar og þjóðarbúsins.  Slík vöktun hefur aldrei verið nauðsynlegri en einmitt núna, þegar Samfylkingin beitir öllum brögðum til að véla þjóðina inn í stórríkið, væntanlega.

Þingmenn eru reyndar enn ábyrgari í þessum efnum en ráðherrarnir, þar sem þingið setur lögin og reglurnar sem ráðherrunum ber að starfa eftir.  Þingmaður sem ekki skilur þessar einföldu staðreyndir um starf sitt, Alþingis og ráðuneytanna ætti skilyrðislaust að fást við eitthvað annað en þingmennsku.

Eftir þessa yfirlýsingu Þráins getur ríkisstjórnin varla átt annan kost en að segja af sér þegar í stað, enda nýtur hún ekki lengur meirihlutastuðnings á Alþingi, sé eitthvert mark takandi á Þráni, sem raunar er ekki líklegt að neinn geri. 


mbl.is Styður ekki Jón sem ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það kostar þjóðfélagið ærna peninga að framfleita aumingja eins Þráinn Bertelsson og hefur aðeis eitt markmið,að soga peninga út úr kerfinu fyrir ekki neitt.

Vilhjálmur Stefánsson, 4.5.2011 kl. 19:45

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvað er þetta, Jón lauk prófi frá húsmæðraskólanum í Þrándheimi. Mjög hæfur og talar hvorki íslensku eða norslu

Finnur Bárðarson, 4.5.2011 kl. 22:15

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þráinn talar íslensku held ég, en samt skilur hann enginn.

Axel Jóhann Axelsson, 4.5.2011 kl. 22:24

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Kannski hún hafi haft rétt fyrir sér, þarna í hreyfingunni með karl greyið? Og hann hafi þess vegna fengið inni hjá VG! Passar vel í kramið!

Eyjólfur G Svavarsson, 4.5.2011 kl. 23:03

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég skil hann ágætlega, enda er hann bæði vel máli farinn og skemmtilegur.

En hvað þingmennskustörfin áhrærir held ég að hann sitji einhversstaðar í miðjunni á þeirri lágkúru sem nú viðgengst á alþingi. Þar kjafta allir hver ofaní annan þveran,  því þeir virðast halda að þeir hafi ekki annað betra að gera þarna en að níða skóinn af næsta manni.

Þó Þráni hafi vegnað vel, sé ég enga ástæðu til til að kalla hann aumingja, langt í frá. Það lít ég bara á eins og hverja aðra öfundsýki og dónaskap.

Bergljót Gunnarsdóttir, 5.5.2011 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband