12.4.2011 | 14:45
Hvað gera "villikettirnir"?
Bjarni Benediktsson, forðmaður Sjálfstæðisflokksins, boðar flutning vantrauststillögu á ríkisstjórnina og setur þar með mikla pressu á "órólegu deildina" innan VG, að ekki sé talað um þá þingmenn VG sem þegar hafa yfirgefið þingflokkinn.
Afar fróðlegt verður einnig að sjá hvernig Siv Friðleifsdóttir mun greiða tillögunni atkvæði, en hún hefur marg lýst áhuga sínum á að ganga inn í ríkisstjórnina, henni til styrktar. Guðmundur Steingrímsson, einkavinur varaformanns Samfylkingarinnar, hefur ekki verið harður í stjórnarandstöðunni og gaman verður að sjá hvort samúð hans vinarþel til Samfylkingarinnar leiði til hjásetu við þessa vantrauststillögu.
Þjóðaratkvæðagreiðslan um þrælalögin snerist ekkert um ríkisstjórnina sem slíka, en meðferð hennar á því máli er að sjálfsögðu algert hneyksli og eftir afgreiðslu þjóðarinnar á vinnubrögðunum í því máli, myndi hvaða önnur ríkisstjórn en þessi, segja af sér umsvifalaust. Burtséð frá Icesavemálinu ætti stjórnin að vera löngu farin frá, enda hefur ríkisstjórnin nánast eingöngu verið til stórskaða fyrir efnahag landsins, enda barist hart gegn hvers kyns atvinnuuppbyggingu í landinu og með gerðum sínum dýpkað kreppuna og lengt og með skattahækkanabrjálæði sínu sett bæði heimili og atvinnulíf í þumalskrúfu.
Vonandi verður vantrauststillagan samþykkt í þinginu, boðað verði til kosninga strax og ný ríkisstjórn mynduð af flokkum sem treysta sér og geta leyst úr þeim vandamálum sem að steðja í þjóðfélaginu.
Tillaga um vantraust lögð fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það liggur alveg ljóst fyrir, eðli máls samkvæmt, að ekki var kosið um ríkisstjórnina í Icesavekosningunum. Úrslit þeirra eru þó vantraust á forystu hennar í málinu og hvernig hún hefur spilað úr því.
Þjóðin hlýtur líka einnig að vera hugsi yfir því, hvernig þessi ríkisstjórn, sem í þrígang hefur skrifað undir samning, þar sem ólögvarðar kröfur UK og NL eru viðurkenndar, ætli að taka til varna og hafna þeim kröfum fyrir dómi. Gildir þar einu þó færustu lögfræðingar heimsins verði fengnir til verksins.
Það er jú alkunna að lögfræðingar, líkt og aðrir er selja þjónustu sína, gera eingöngu það sem kúnninn biður um. Er því til sönnunnar hægt að bæta á málflutning þeirra Lárusar Blöndals og Lee Buchheit og bera það saman hvernig þeim málflutningi var háttað, fyrir og eftir að þeir komust á launaskrá Fjármálaráðuneytisins.
Það er einnig ljóst að ekki var kosið um forsetann, þó mér segi þó hugur að , hefði jáið orðið ofan á, þá væru háværar kröfur um afsögn hans uppi hjá jákórnum.
Þing og þjóð hefur svo þurft að horfa upp á það, hvernig þeim sundurlyndisfjanda er lögheimili á í gamla fangelsinu við Lækjartorg, hefur tekist að lama hér allt atvinnulíf undanfarin tvö ár og slegið á hendur allra flestra þeirra, er hafa haft áform um að hefja hér uppbyggingu og atvinnusköpun.
Þingið hefur svo liðið fyrir það, að þrátt fyrir sundurlyndi á milli stjórnarflokkanna og innan þeirra, þá hefur stjórnarmeirihlutinn stýrt dagskrá þingsins og komið í veg fyrir að góð mál, er híft gætu þjóðina upp úr gryfju sundurlyndis og illdeilna, fáist afgreidd í þinginu. Sjálfsagt til þess að opinbera ekki þá djúpu gjá sem á milli stjórnarflokkanna, er í ráun og veru. Sú staðreynd öðru fremur hefur viðhaldið vantrausti þjóðarinnar á Alþingi.
Hvað villikettir, burtflognir og ekki burtflognir gera eða þá Siv Friðleifs og Guðmundur Steingrímsson gera, skal ósagt látið. En einnig ber að velta því upp, hvaða afstöðu þingmenn Hreyfingarinnar taka til tillögunnar, þar sem samþykkt vantraust, getur í rauninni ekki annað en leitt til nýrra kosninga.
Hreyfingin, eða í það minnst tveir af þremur þingmönnum hennar, hafa sagt að þeir vilji ekki kosningar, fyrr en Alþingi hefur afgreitt afrakstur stjórnlagaþingsins.
Þingmenn Hreyfingarinnar, aðrir stjórnarandstöðuþingmenn og villikettirnir hljóta þó að gera sér grein fyrir því, að Jóhönnustjórnin er löngu orðin föst í eigin drullupytti og gerir ekkert annað en að spóla í sömu hjólförunum, á meðan allt annað stendur í stað.
Þeir þingmenn sem segja munu nei við vantrauststillögunni eða sitja hjá, við afgreiðslu hennar, axla með því ábyrgð á áframhaldandi stöðnun og fjárfælingarstefnu stjórnvalda.
Geta þeir þingmenn ekki falið sig bak við þau rök, að ástandið sé of eldfimt eða viðkvæmt, svo þorandi sé að rjúfa þing og boða til kosninga. Þetta ástand er jú alfarið í boði þeirrar ríkisstjórnar er undir vantrauststillögunni situr.
Kristinn Karl Brynjarsson, 12.4.2011 kl. 15:53
Loksins
Eggert Guðmundsson, 12.4.2011 kl. 16:09
Þetta er samt dulítið hættulegt spil þar sem að Jóhrannar gæti mögulega setið eftir hlæjandi meðan allir hinir flokkarnir klofna í einu stóru"ég kýs sjálfan mig til að bjarga stjórninni og koma mínum málum og bitlingum að"
Því miður er það svo að í þeim flokkum sem auðkennt sig hafa sem "hægri" eru með innanborðs aðila sem eru langt til vinstri og koma á einhverjum tímapunkti til með að svíkja forystuna til að trana sjálfum sér framar á öðrum lista.
Þetta er svo sem nokkuð einkennandi fyrir íslendinga, þ.e.a.s. að við erum oftar en ekki tilbúin að selja samvisku okkar; málefni og ömmu líka ef það gagnast okkur framar öðrum.
Í stjórnarkreppu er "gullið" tækifæri fyrir þá ,sem ekki nenna að bíða eftir að flokkur þeirra framkvæmi eða að þeim komi og á verði hlustað, að selja allt sem þeir hafa staðið fyrir á einu bretti til gamalla spillingaraðlia sem tróna á hverjum tímapunkti.
Það eina jákvæða sem gerst gæti er að ef boðað verður til kosninga að fram stígi nægjanlega sterkt afl að það komist í meirihlutastöðu strax á fyrsta kjörtímabili og geti kmið að strax því sem annars tæki 25 ár (sjá t.d. WC (áður VG)).
Því miður er allt of líklegt að ekkert gerist anað en að spilin verði stokkuð og gefið aftur á garðann fyrir sömu öfl "flór-flokkana" sem gera svo ekkert í 10 ár annað en að moka skítnum milli króa og sletta honum á milli sín og þeirra flokka er stærstir eru á hverjum tímapunkti.
Til að koma að framtíðinni þarf fólk sem framkvæmir, ekki fólk sem bíður.
Óskar Guðmundsson, 12.4.2011 kl. 21:34
Óskar, þetta er nú að verða svolítið þreytt klisja, að "gömlu" flokkarnir séu eingöngu skipaðir tómum ræflum, heimskingjum og glæpamönnum og að nú þurfi "nýtt fólk" og nýja stjórnmálaflokka.
Þetta er maður búinn að heyra áratugum saman, en aldrei koma fram nýjir alvöru flokkar með "nýtt" alvöru fólk, sem framkvæmir en bíður ekki.
Hvar er allt þetta nýja fólk og nýju flokkar, sem búið er að tala um allan þennan tíma að bráðvanti til að stjórna landinu?
Axel Jóhann Axelsson, 12.4.2011 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.