Hortug Jóhanna - eins og venjulega

Jóhanna Sigurðardóttir fagnaði vantrauststillögunni á ríkisstjórnina ákaflega í þinginu í dag, enda sagði hún tillöguna þjappa stjórnarflokkunum saman og þar með myndi stjórnin jafnvel styrkjast nógu mikið til að koma einhverju máli í gegn um þingið á næstu vikum og mánuðum.

Þessi yfirlýsing Jóhönnu var auðvitað fyrst og fremst beint að "villiköttunum" í VG, en sú spurning vaknar reyndar hvort svona ögranir virkji ekki öfugt þegar til kemur, eins og fór með ógnar- og hræðsluáróður stjórnarinnar gegn þjóðinni vegna þrælalaganna.

Annað sem kemur fram í fréttinni er ekki minna áhugavert, en það er eftirfarandi klausa:  "Hún sagði jafnframt, að með því að krefjast nýrra kosninga væri formaður Sjálfstæðisflokksins að kalla eftir pólitískri upplausn í landinu á erfiðum tímum. Framundan væru erfiðar viðræður í kjarasamningum og það skipti miklu fyrir uppbyggingu atvinnulífsins og efnahagsþróun á næstu árum hvernig þeim viðræðum lyktaði."

Eftir hrunið á haustdögum 2008 ráðlögðu allir sérfræðingar, innlendir sem erlendir, að ekki yrði bætt við þann efnahagslega glundroða sem hrunið olli með pólitískri upplausn og þingkosningum.

Samfylkingin hljópst þá undan merkjum, sleit ríkisstjórninni og boðar var til kosninga vorið 2009.

Frá þeim tíma hefur verið pólitísk upplausn í landinu og óstjórnhæf ríkisstjórn verið við "völd".

Breytist þetta ástand með nýjum kosningum, getur það aldrei orðið annað en breyting til góðs.


mbl.is Loksins, loksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já segðu, það getur aldrei orðið annað en leið í rétta átt...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.4.2011 kl. 16:00

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hún íjaði einnig að því að Bjarna hefði ekki tekist að fylkja nógu mörgum að sínum stuðningsmönnum bakvið já-ið  í þjóðaratkvæðinu.  Með þeirri yfirlýsingu, benti hún á eflaust óvart, að þjóðaratkvæðið snerist um traust á ríkisstjórnina.  Samfylkingin var jú með SMS-boðun á kjörstað, þar sem fólk var ekki bara hvatt til þess að kjósa, heldur til þess að kjósa stefnu ríkisstjórnarinnar í Icesave, þ.e. kjósa já.

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.4.2011 kl. 16:08

3 Smámynd: corvus corax

Um Jóhönnu og Steingrím verður bara sagt, "skítlegt eðli".

corvus corax, 12.4.2011 kl. 16:22

4 identicon

Hún sýnir ótrúlega mannfyrirlitningu þessi kona og heimtar flýti meðferð á þessari Vantrauststillögu  ,sem eðlilegt er eftir hennar karakter það sem hún veit að margir þingmenn Stjórnarandstöðu eru fjarverandi   .. Eg vona samt að eitthvað hjálpi til að svo til takist að nú verði þessum ósköpum frá okkur vikið   .... og stjórnin hrökkvi .Það er svo gjörsamlega allt undir og i upplausn  !

ransý (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 16:33

5 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Fóðlegt er það (frá Bjarna, ekki Jóhrannari)

Jóhrannar endurtók orð Geirs H frá því í Iðnó þar sem að næsta setning á eftir "Guð blessi Ísland" var "það síðasta sem við þurfum nú er stjórnarkreppa".

Þá hjlóp Jóhrannar út og kallaði í 500-600 manns sem að var nóg í lýðræðisríkinu þá til að velta stjórninni.

7000 manns voru síðan "bara í skoðunarferð" að mati Jóhrannars þegar þingið var víggirt og púað á hana.

Nú verður fróðlegt að sjá.

Ef að órólegadeildin styður stjórnina skria þeu undir egin dauðadóm í pólitík. Ef þau afneita henni skrifa þau undir dóðadóm flokks síns.

Ef hreyfingin styður stjórnina verður hún kannski til áfra, annars þurrkast húnút í kosningum.

Sjallarnir gætu klofnað og Bændaflokkurinn líka og Jóhrannar gæti hlegið sig máttlausa af öllu ruglinu og setið áfram við pottinn sem borðið er niðri í.

Óskar Guðmundsson, 12.4.2011 kl. 17:19

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi hroki ef þetta á ekki að vera brandari forsætisráðherra, kemur úr hörðustu átt, þegar búið er að kasta Guðfríði Lilju fyrir ljónin, og þar í ranni liggja Ásmundur Daðason, Jón Bjarnason Ögmundur Jónasson.  Þetta fólk gæti séð sér betra tækifæri að fella þessa ríkisstjórn, og fá þar með betra tækifæri í nýjum flokki í nýjum kosningum.  Þau hafa mikla möguleika á að snúa vörn í sókn og sýna að það er hægt að gefa þessari vesælu ríkisstjórn langt nef. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2011 kl. 18:14

7 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Nú vantar okkur foristu í Sjálfstæðisflokknum. þessi Ríkisstjórn er að drepa alt niður í þjóðfélaginu.

Vilhjálmur Stefánsson, 12.4.2011 kl. 19:54

8 identicon

Er ekki hægt að vísa þessari vantrauststillögu beint í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikið væri það nú annars gaman. Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 21:01

9 Smámynd: Elle_

Hortug og hrokafull, já, ótrúleg. 

Elle_, 12.4.2011 kl. 21:08

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Vilhjálmur, öll forysta er betri en sú sem nú er við völd í landinu. Bjarni Ben. er alveg fær um að leiða nýja ríkisstjórn, þó hann hafi tekið vitlausan pól í hæðina í Icesavemálinu.

Það væri nú ekki á aðra vitleysu bætandi, að ætla að fara í einhverjar nornaveiðar vegna afstöðu manna til Icesave. Í lýðræðisþjóðfélagi eru allar skoðanir jafn réttháar og maður hefur þá líka rétt til að vera á móti hvaða skoðun sem er án þess þó að ofsækja þá sem hafa þær.

Axel Jóhann Axelsson, 12.4.2011 kl. 21:40

11 Smámynd: Elle_

ICESAVE var það alvarlegt að persónulega hef ég vantraust á öllum sem nokkru sinni sættust á kúgunarsamningana.  Og þó það væri ekkert nema það. 

Elle_, 12.4.2011 kl. 23:01

12 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þess ber að geta að í Icesavemálinu, sem og öðrum málum eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem og annarra flokka, fyrst og fremst bundnir 47. og 48. grein stjórnarskrárinnar.  Landsfundarsamþykktir eru þeim ekki æðri.

47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ... 1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 1)L. 56/1991, 16. gr. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. ... 1) 1)L. 56/1991, 17. gr.

 Auk þess sem að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins stóð einhuga að baki þeirri tillögu að lögin færu í þjóðaratkvæði, áður en þau tækju endanlegt gildi, eða ekki, eftir atvikum.

 Hins vegar liti málið allt öðruvísi við, ef  ríkisstjórn annað hvort með þátttöku eða forystu Sjálfstæðisflokksins, hefði komist að samkomulagi, líkt þessir þrír Icesavesamningar hljóða upp á.  

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.4.2011 kl. 23:19

13 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hún hefur nú alltaf haft munninn fyrir ofan nefið, eins og einhver sagði.

  "Í lýðræðisþjóðfélagi eru allar skoðanir jafn réttháar og maður hefur þá líka rétt til að vera á móti hvaða skoðun sem er án þess þó að ofsækja þá sem hafa þær."

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.4.2011 kl. 10:20

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Elle, við öll sem sögðum NEI við þrælalögunum eigum ættingja og vini sem trúðu heimsendaspánum og sögðu því JÁ í kosningunum. Við verðum að fyrirgefa þeim trúgirnina og halda áfram samskiptum við þá alla, eins og ekkert hafi í skorist.

Bergljót, ég þykist skilja sneiðina, þar sem þér finnst ég nánast ofsækja Gnarrinn, en því er ég nú reyndar ekki sammála. Sú skoðun þín er nú eftir sem áður jafn rétthá og hver önnur.

Axel Jóhann Axelsson, 13.4.2011 kl. 10:40

15 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Elle, við öll sem sögðum NEI við þrælalögunum eigum ættingja og vini sem trúðu heimsendaspánum og sögðu því JÁ í kosningunum.

Fyrir mínar sakir þá er ég tilbúinn að fyrirgefa vinum og ættingjum fyrir að trúa heimsendaspám frá ríkisstjórninni og þá sérstaklega miðað við hversu mikil áróðurinn við Já-inu en þingmenn eiga að vita betur og vera betur í málunum, því er ég ekki tilbúinn að fyrirgefa þeim jafn auðveldlega..

Halldór Björgvin Jóhannsson, 13.4.2011 kl. 12:44

16 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Fyrirgefðu Axel, þetta var ekki meint til þín í þetta sinn, mér fannst þetta svo prýðilega orðað hjá þér að ég ákvað að nota það. Ég hrekk bara í kút þegar ég les eitthvað í þeim dúr sem þessi corvus skrifar, jafnt þó svo að hann vitni í haturssamband forseta vors og Davíðs Oddssonar.

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.4.2011 kl. 13:18

17 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Og svo auðvitað Elle! Fyrirgefning er besta lyfið, hressir, bætir og kætir, og langræknin er eitt af því versta

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.4.2011 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband