Tekur ríkisstjórnin aldrei mark á landslögum?

Steingrímur J. upplýsti á Alþingi í dag, að ríkissjóður hefði alls ekki haft efni á því að greiða út þá vexti til Breta og Hollendinga, sem greiða hefði átt núna í vikunni, hefði ríkisstjórnin fengið sínu framgengt og þjóðin samþykkt þrælasamninginn um Icesave.

Hortugur eins og venjulega, svaraði Steingrímur því til, að hugmyndin hefði verið að nota eignir Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta til að greiða vextina, eftir því sem þær hefðu hrokkið til og ríkissjóður svo greitt mismuninn.

Tryggingasjóðurinn hefði hins vegar alls ekki haft lagalega heimild til að greiða þessa vexti, enda á hann að borga lágmarkstryggingu hvers innlánsreiknings, eftir getu sinni og annað ekki. Því er í raun furðulegt að eignir sjóðsins skuli ekki nú þegar hafa verið greiddar upp í kröfu Breta og Hollendina og þannig grynnkað á höfuðstól skuldarinnar á meðan beðið er eftir uppgjöri á búi Landsbankans.

Lögin um tryggingasjóðinn taka af allan vafa um hvað má og skal greiða úr sjóðnum, en vextir eru ekki þar á meðal, samkv. eftirfarandi grein laganna um sjóðinn:

10. gr.

Fjárhæð til greiðslu.

Nú hrökkva eignir viðkomandi deildar sjóðsins ekki til þess að greiða heildarfjárhæð tryggðra innstæðna, verðbréfa og reiðufjár í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum og skal þá greiðslu úr hvorri deild skipt þannig milli kröfuhafa að krafa hvers þeirra allt að 1,7 millj. kr. er bætt að fullu en allt sem umfram er þessa fjárhæð skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir hvorrar deildar hrökkva til. Fjárhæð þessi er bundin við gengi evru (EUR) miðað við kaupgengi hennar 5. janúar 1999. Sjóðurinn verður ekki síðar krafinn um frekari greiðslu þótt tjón kröfuhafa hafi ekki verið bætt að fullu. Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum. Komi til greiðslu úr sjóðnum yfirtekur hann kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi.

Það verður að teljast með ólíkindum, hve frjálslega ráðherrar telja sig geta farið eftir lögum landsins og halda að auki að þeir geti ráðstafað eignum sjálfstæðra stofnana eftir sínu höfði, burtséð frá þeim lögum sem um þær gilda.

 

 


mbl.is Á ekki 26 milljarða inni á bankabók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Þessi ríkisstjórn hefur alltaf talið sig yfir lög hafna nema því aðeins að það henti þeim sérstaklega að fylgja lögunum. Þetta hefur blasað við alveg frá því að þau settust að völdum.

Magnús Óskar Ingvarsson, 11.4.2011 kl. 18:51

2 identicon

 Axel. Steingrímur hefur örugglega leitað ráða hjá sérstökum ráðgjafa sínum, Indriða nokkrum Þorlákssyni, en sá maður les Íslensk lög með nokkuð öðrum gleraugum en flestir, að ég hygg.

 Ég rakst á þessa speki téðs Indriða eftir að lokað hafði verið fyrir athugasemdir, og þær reyndar verið þurrkaðar út, en þetta veitir mjög góða innsýn í hugarheim þessa manns, og þá ekki síður þeirra sem velja svona mann sem málssvara okkar í þessari tilteknu deilu.

Hér er svo grein sú er um ræðir, (athugasemdir innan sviga eru mínar).

Indriði H. Þorláksson

Stúdent:   MA 1960

Dipl. rer. pol:   Freie Universität Berlín 1969

Störf:

70 - 80 Menntamálaráðuneytið

81 - 98 Fjármálaráðuneytið

99 - 06 Ríkisskattstjóri

07 - 08 Ráðgjafi

07 -      Leiðsögumaður

Kennslustörf:

Tækniskóli Íslands

Menntaskólinn við Hamrahlíð

Háskóli Íslands

Kennslufyrirlestrar:

Háskóli Íslands

Háskólinn í Reykjavík

Háskólinn á Bifröst

Sérlegur ráðgjafi núverandi Fjármálaráðherra

Einn af aðal samningamönnum Íslands í Icesave málinu

 

http://www.smugan.is/pistlar/fastir-pennar/nr/3012

Að borga ekki skuldir einkaaðila og hver er tilgangur innstæðutrygginga?

31.3.2010 14:53

Indridi_H_Thorlaksson

 

Íspistill 2

,,Við borgum ekki skuldir einkaðila“ er vinsæl röksemd gegn því að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart breskum og hollenskum sparifjáreigendum á Icesave reikningunum og greiði þeim lágmarkstryggingu. Hver skyldi þá vera tilgangurinn með innstæðutryggingum sbr. lög nr. 98 frá 1999 sem kveða skýrt á um að ætíð skuli greiða tiltekna lágmarksfjárhæð?

(Ágætis spurning svosem, en Það hefði kannske verið sniðugt trix hjá Indriða að lesa lög nr.98 frá 1999 http://www.althingi.is/lagas/137/1999098.html til að komast að því hver tilgangur þeirra er, en það hefur hann greinilega aldrei gert. Kannske bara ekki læs? Veit ekki. Allaveganna er hvergi kveðið á um lágmarksfjárhæð í þessum lögum. Það er kveðið á um hámarksupphæð  þeas. Upp að hvaða marki eigi að bæta innistæðueigendum í jafnri krónutölu óháð því hversu háar upphæðir þeir áttu á reikningum sínum

það má að vísu hugsanlega draga þá ályktun af orðalaginu að sjóðurinn ATH EKKI RÍKIÐ sé skyldugur til að gera greiða þessa upphæð ef hann hyggst halda áfram að vera til, þeas. greiði hann ekki þessa upphæð teljist hann gjaldþrota.)

“10. gr. Fjárhæð til greiðslu.
Nú hrökkva eignir viðkomandi deildar sjóðsins ekki til þess að greiða heildarfjárhæð tryggðra innstæðna, verðbréfa og reiðufjár í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum og skal þá greiðslu úr hvorri deild skipt þannig milli kröfuhafa að krafa hvers þeirra
allt að 1,7 millj. kr.
er bætt að fullu en allt sem umfram er þessa fjárhæð skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir hvorrar deildar hrökkva til. Fjárhæð þessi er bundin við gengi evru (EUR) miðað við kaupgengi hennar 5. janúar 1999. Sjóðurinn verður ekki síðar krafinn um frekari greiðslu þótt tjón kröfuhafa hafi ekki verið bætt að fullu.”

Einnig vek ég athygli á því neðar í sömu grein, að sjóðnum er greinilega ekki lögð á hendur skylda til að taka lán ef að fé sjóðsins hrekkur ekki til, heldur er honum veitt heimild til þess ef stjórn sjóðsins telur það rétt. 

“10. gr. Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum”.)

Í mörgum tilvikum hefur samfélagið ákveðið að tryggja þegnana gegn vá og skaða með löggjöf. Stundum vegna þess að óviðráðanalegar aðstæður geta valdið tjóni sem ekki þykir rétt að einstaklingurinn beri einn eða að ekki sé eðlilegt að tjónþolinn eigi rétt sinn undir því að geta dregið tjónvaldinn til ábyrgðar og fengið tjón sitt bætt. Dæmi um það er skyldutrygging ökutækja. Í henni felst viðurkenning á því að ökutæki sé hugsanlegur skaðvaldur og að ekki sé réttmætt að tjónþoli eigi sitt undir því að tjónvaldurinn geti og vilji borga það tjón sem hann olli.

 

(Þetta þykir mér stórundarleg samlíking.  Heldur Indriði að það sé Ríkisábyrgð á bílatryggingum. Í fyrsta lagi hefur samfélagið ekki ákveðið að tryggja fólk fyrir bílslysum, heldur hefur samfélagið eingöngu skyldað bílaeigendur til að kaupa sér tryggingu, hjá sjálfstæðu tryggingarfélagi.  Fari það félag í þrot bakar það Ríkinu ekki á nokkurn hátt skaðabótaábyrgð.) 

Passað uppá banka

Bankar eru hugsanlegir skaðvaldar og sagan geymir mörg dæmi þess að þeir hafa ekki getað greitt til baka það fé sem þeim hefur verið trúað fyrir. Vitneskja um þetta er ekkert nútímafyrirbæri. Á árinu 1802 skrifaði Thomas Jefferson einn svokallaðra stofnfeðra Bandaríkjanna og þá forseti þeirra eftirfarandi:

„I believe that banking institutions are more dangerous to our liberties than standing armies. If the American people ever allow private banks to control the issue of their currency, first by inflation, then by deflation, the banks and corporations that will grow up around the banks will deprive the people of all property until their children wake up homeless on the continent their fathers conquered.“

(Þetta er mjög fræg tilvitnun en kemur þessu tiltekna máli nákvæmlega ekkert við.  Ég hélt satt að segja að allir sem gegnt hefðu embætti Ríkisskattstjóra í vestrænu lýðræðisríki, vissu að Jefferson var þarna að vara við þeirri ógn sem hann taldi, að sjálfstæði þjóða stafaði af því að gefa sjálfstæðum aðila leyfi, til að reka Seðlabanka og prenta gjaldmiðil viðkomandi Ríkis, og stjórna vöxtum og skuldabréfaútgáfu eins og reyndin er í USA í dag)   

Starfsemi banka er nauðsyn hverju samfélagi og vitneskja um þessa hættu af bankastarfsemi leiddi til öryggisráðstafana af tvennum toga. Annars vegar er bönkum settur þrengri starfsrammi en fyrirtækjum almennt og hins vegar voru teknar upp tryggingar fyrir þá sem fela bönkunum fé til varðveislu. Fyrra atriðið kemur fram í lögum um starfsemi fjármálastofnana, stofnun seðlabanka og því valdi sem honum er falið og reglulegu eftirliti með því að starfsemin fari fram með réttum hætti. Þessa þætti má rekja aftur til starfsemi Bank of England á 18. og 19. öld. Hið síðara er trygging sem eigendum sparifjár er heitið þess efnis að þeir fái fé sitt eða a.m.k. hluta þess til baka hvernig sem fer með rekstur bankans. Fyrstu tryggingar af þessum tagi komu fram í Bandaríkjunum í kreppunni miklu en hafa síðan breiðst út um allan heim.

(Þarna ruglar Indriði saman Bandarísku FDIC tryggingunni sem er Ríkistryggð upp að ákveðnu lágmarki og þeim Evrópsku þar sem Ríkistrygging er bönnuð af samkeppnisástæðum.)

Hlutverk tryggingasjóða

Hlutverk innstæðutryggingar er að greiða innstæðueigendum út sparifé þeirra að hluta eða öllu fari svo að banki þeirra sé ekki fær um það. Skiptir þá yfirleitt einu hvort um er að ræða tímabundna greiðslufall eða að eignir bankans séu uppurnar. Af þessu má sjá að sú röksemd sem nefnd er í upphafi að ekki eigi að að greiða skuldir einkaaðila fær ekki staðist fremur en það að tryggingafélag geti vísað tjónþola á tjónvald og sagt honum að rukka hann.

(Hér hreinlega veit ég varla hvað maðurinn er að fara, skilur Indriði ekki Íslensku.  Einkaaðilinn sem við viljum ekki að borga skuldirnar fyrir er ekki tjónvaldurinn, Einkaaðilinn er Tryggingasjóður innistæðueigenda og iðgjadagreiðendur hans í nútið og framtíð. Við skattgreiðendur erum möo. að vísa tjónþola á réttan aðila þas.tryggingarfélagið.)  

Þvert á móti er tryggingasjóði innstæðna beinlínis ætlað að greiða sparifjáreigendum innstæður þeirra þegar einkaaðilinn, þ.e. bankinn, bregst. Það er eini tilgangur sjóðanna og án þessa hlutverks eru þeir þarflausir og menn hafa vaðið í villu um tilgang þeirra vítt um lönd síðan í kreppunni miklu.

(Hárrétt hjá Indriða Tryggingasjóði, ekki Ríkissjóð, er beinlínis ætlað að greiða þetta.)  

Er ábyrgðin engin?

Nú kunna einhverjir að halda því fram að ábyrgð viðkomandi ríkis takmarkist við það fé sem sjóðurinn á þegar á reynir. Sú röksemdafærsla er hliðstæð því að segja að ábyrgð ríkis á lélegu fjármálaeftirliti og lélegri bankalöggjöf sé engin. Sé svo eiga viðskiptavinirnir rétt á því að vita að tryggingakerfið sé bara plat og hinu gagnstæða á ekki að halda fram. Myndi þá líklega fara lítið fyrir sparifé landsmanna nema undir kodda þeirra eða í erlendum bönkum sem bjóða alvörutryggingu á innstæðum. (Evrópsk tryggingarkerfi eru ekkert öflugri en það Íslenska, og geta heldur ekki staðist fjármálaárás af þessari stærðargráðu.  Fáfræði þessa manns er ævintýraleg í ljósi ferils hans.)

Sé litið til þess hvernig staðið hefur verið að þessu í reynd sést að á Vesturlöndum eru varla þess dæmi að sparifjáreigendur hafi verið látnir sitja uppi með tap á sparifjáreign sinni. Þekkasta dæmið um björgun er líklega „Savings and loan crisis“ í Bandaríkjunum 1989 og 1990 þegar alríkisstjórnin kom nærri 750 innlánsstofnunum til bjargar með 160 milljarða dollara framlagi úr vösum skattgreiðenda. (Sambærilegt við 160 milljónir USD á Íslenskum skala.  Aftur ruglar maðurinn saman Ríkistryggðu kerfi Bandaríkjanna og þeim Evrópsku sem ekki eru Ríkistryggð, og þess utan var þetta mjög umdeild björgunaraðgerð, sem var framkvæmd til að koma í veg fyrir algjört kerfishrun. Þeas. neiðaraðgerð.) Fjöldi annarra dæma frá síðustu árum eru um inngrip tryggingasjóða og ríkisins ef fjárþörfin var umfram getu þeirra. Segja má að íslensk stjórnvöld hafi lifað samkvæmt þessu því þegar hrun bankanna blasti við í október 2008 var ákveðið að tryggja allt sparifé landsmanna í þeim.(Sambærilegt við Bandarísku aðgerðirnar hér að ofan þeas. neiðaraðgerð “force majeure” til að hindra frekara áfall, Bretar og Hollendingar gerðu nákvæmlega það sama hjá sér af sömu ástæðu.) Var það gert með því að ríkið tók eignir gömlu bankanna af þeim og setti þær til tryggingar innstæðum landsmanna sem færðar voru í nýja banka. Með þessu viðurkenndi ríkið de facto skyldu sína til að tryggja innstæður þegar eignir tryggingasjóðsins dugðu ekki til. Af einhverjum óskýrðum ástæðum var hluti sparifjáreigenda skilinn eftir í þessari aðgerð, þ.e þeir sparifjáreigendur sem notað höfðu netbanka Landsbanka Íslands í Bretlandi og Hollandi.(Rakalaus della. Engin viðurkenning á einu eða neinu hefur nokkrusinni verið talin felast í neiðarlögum neinstaðar, þessvegna heita þau neiðarlög. Indriði veit greinilega heldur ekkert um alþjóðlega lagahugtakið Force Majeure http://www.library.yale.edu/~llicense/forcegen.shtml en neiðarlögin hafa fengið viðurkenningu Evrópudómstólsins sem slík.)

Reynt hefur verið að halda því fram að innstæðutryggingakerfinu sé ekki ætlað að virka í svokölluðu allsherjarbankahruni. Eru það aðalrök talsmanna svokallaðrar dómstólaleiðar. Verður þeirri röksemdafærslu gerð skil í næsta Íspistli.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 19:41

3 identicon

Smá hugleiðing:  Hvernig væri að gera kröfu um það, að boðorðin 10 væru á töflu á vegg í Alþingishúsinu. Þar stendur m.a.- Þú skalt ekki ljúga- og - Þú skalt ekki stala- og - Þú skalt ekki drýgja hór-. Nei, annars, það samræmist ekki hugsunarhættinum, sem viðgengt í því húsi. Því miður.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 21:14

4 Smámynd: Jón Sveinsson

Ef ríkisstjórnin segði sannleikan þá dyttu þau dauð niður.

Jón Sveinsson, 12.4.2011 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband