3.4.2011 | 23:28
Vinstri villan á undanhaldi
Nýjasti þjóðarpúls Gallup opinberar þau stórkostlega ánægjulegu tíðindi að vinstri villan í íslenskum stjórnmálum er á hröðu undanhaldi.
Stjórnarflokkarnir missa stöðugt meira af því fylgi sem þeir fengu í síðustu Alþingiskosningum og kemur auðvitað engum á óvart eftir tveggja ára óstjórn og nánast baráttu fyrir framlengingu kreppunnar og stöðnun atvinnulífsins, réttara sagt herferð gegn allri þeirri atvinnuuppbyggingu sem þó hefði verið völ á, ef ekki væri fyrir andstöðu ráðherranna við þá fjárfesta, sem bíða á hliðarlínunni og vilja stofna hér og reka mannaflsfrek fyrirtæki.
Því miður er kjörtímabilið aðeins hálfnað og því á þjóðin á hættu að þurfa að búa við ríkisstjórnina í heil tvö ár í viðbót, gerist ekki eitthvert kraftaverk sem kemur henni frá völdum. Reyndar er ósamkomulagið milli flokkanna og innan þeira svo mikið, að væntanlega springur ríkisstjórnin fljótlega af sjálfsdáðum, þannig að engin yfirnáttúruleg kraftaverk þurfi til.
Kjörtímabilið munu kjósendur hins vegar láta verða sér víti til varnaðar og í næstu kosningum mun ríkisstjórninni verða refsað að verðleikum, fari svo að hún hangi út tímabilið.
Litlar breytingar á fylgi flokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mikið sé ég eftir því að hafa ekki fengið að sjá hvað íslendingar hefðu verið ánægðir með aðgerðir íhaldsins í þessu ástandi ... núna fáum við ekkert að vita hvernig þeir hefðu komið skemmtilega á óvart í þessari stöðu :D bjargað okkur, og jafnað okkur hækkað laun okkar lægstu, verndað okkur smáfólkið, með regni af peningum frá þeim æðri, þarna hæst uppi í fæðu-, eh meina efnahagskeðjunni ...
Jonsi (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 10:58
Þeir hefðu að minnsta kosti ekki barist með kjafti og klóm gegn hvers konar atvinnumöguleikum.
Axel Jóhann Axelsson, 4.4.2011 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.