22.3.2011 | 09:02
Hefur Össur umboð til stríðsaðgerða
Í tilefni af því að kynnt hefur verið bresk könnun um afstöðu almennings þar í landi til þátttöku Breta í hernaðaraðgerðum í Líbíu vaknar sú spurning hvort ekki væri ástæða til að kanna afstöðu Íslendinga til hvatningar og stuðnings íslensku ríkisstjórnarinnar við hernaðinn.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, var einn harðasti stuðningsmaður hernaðar á hendur Gaddafi, Líbíuleiðtoga, og var afar óánægður með seinagang og takmarkaðan áhuga annarra verstrænna þjóða á því að blanda sér í átökin. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í útvarpsviðtali að þetta væru algerlega bráðnauðsynlegar hernaðaraðgerðir og því miður væri mannfall óbreyttra borgara óhjákvæmilegur fórnarkostnaður til þess að koma Gaddafi frá völdum.
Í átta ár hafa ýmsir, þá ekki síst þingmenn núverandi stjórnarflokka, býsnast mikið yfir stuðningi þáverandi ríkisstjórnar við innrásina í Írak, sem hafði það að meginmarkmiði að koma Saddam Hussein frá völdum og einnig hefur þeirri gagnrýni verið haldið mjög á lofti, að þá hafi Utanríkismálanefnd Alþingis ekki verið með í ráðum, áður en ákvörðun var tekin.
Hverjir komu að ákvörðun um hvatningu og stuðning við árásirnar á Líbíu? Var ríkisstjórnarsamþykkt á bak við athafnir og orð Össurar vegna málsins? Var Utanríkismálanefnd Alþingis með í ráðum, eða var gerð formleg samþykkt um málið á Alþingi?
Þessu öllu hljóta Össur, ríkisstjórnin og Alþingismenn að svara.
Bretar styðja ekki aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef meginástæðan fyrir árásinni í Írak var að koma Saddam Hussein frá völdum (sem er lygi), af hverju héldu USA, Davið og Halldór þá ekki áfram og losuðu okkur við alla aðra illa einræðisherra (t.d. Gaddafi) strax? Hefði það ekki verið rökrétt framhald? Af nógu er að taka.
Bjarki (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 14:04
Er það eitthvað atriði hjá Hr.Össuri?
Brynja S. (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 18:12
Bjarki, hafi Davíð og Halldór ekki haft umboð Alþingis, eða Utanríkisnefndar Alþingis, hvaðan kemur þá Össuri umboð núna til stríðsæsinga, en hann hefur sjálfur sagt að hann hafi viljað ganga lengra en NATO gagnvart Gaddafi og miklu fyrr.
Axel Jóhann Axelsson, 22.3.2011 kl. 18:34
Sem betur fer er ég enginn stuðningsmaður Össurar Skarphéðinssonar og þarf því ekki að hvorki að réttlæta vitleysuna í honum né neinum öðrum stjórnmálamanni. Hann hlýtur að þurfa að svara þessu sjálfur, þar er ég fullkomnlega sammála. Eftir stendur að stríðið í Írak var ekki háð til að koma Saddam frá völdum, heldur voru Bandaríkjamenn að tryggja sér yfirráð yfir olíu á svæðinu, flestir sáu í gegnum það á augabragði. Meðal annars hefur repúblikaninn Alan Greenspan lýst yfir að í Írak hafi fyrst og fremst verið barist um olíu. Þess má geta að í því tiltekna stríði (sem stendur enn 8 árum síðar) var farið framhjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, hvers vegna ættu Íslendingar að styðja slíkt (burtséð frá vitleysunni í Össuri)?
Til ítrekunar: Ég hef aldrei stutt neinn stjórnmálaflokk. Ég tel Össur ekkert betri en Davíð, Halldór, Jóhönnu eða Steingrrím.
Bjarki (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 10:48
Bjarki, það er olía í Líbíu og þar eru stríðsaðgerðir í gangi, en lítið um olíu í Jemen enda engin hernaðaríhlutun þar. Getur verið að olíuhagsmunir ráði ferðinni núna, eins og stundum áður?
Axel Jóhann Axelsson, 24.3.2011 kl. 10:54
Það er vafalítið rétt hjá þér.
Bjarki (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.