Önnur fjármálakreppa framundan?

Deutsche Bank hefur tapað máli sem höfðað var á hendur bankanum vegna vaxtaskiptasamnings sem viðskiptavinur bankans tapaði 100 milljónum króna á, en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að bankinn hefði haft þá skyldu að sinna eingöngu hagsmunum viðskiptavinarins, en hafi ekki gert það með því að leyna hann áhættunni sem samningnum fylgdi og þess gróða sem bankinn myndi njóta, ef illa færi fyrir viðskiptavininum.

Samkvæmt fréttinni vofir yfir þessum banka og öðrum, röð málaferla vegna sambærilegra mála og gæti slíkt haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér, eða eins og segir í fréttinni:  "Financial Times segir að fjöldi sambærilegra málaferla vofi yfir Deutsche Bank í kjölfar úrskurðarins. Blaðið hefur eftir lögfræðingi bankans að úrskurðurinn kunni að hafa meiriháttar afleiðingar fyrir fjármálakerfið þar sem hann felur í sér að bankar þurfi að færa til bókar hagnað af slíkum samningum og það gæti leitt til málaferla þar sem að milljarðar evra væru undir. Að mati lögfræðingsins gæti slíkt leitt til annarrar fjármálakreppu."

Ýmis teikn hafa verið á lofti undanfarið um að ný fjármálakreppa sé um það bil að skella á, a.m.k. á vesturlöndum og er þessi dómur enn eitt hættumerkið um það sem framundan gæti verið í efnahagslífinu.  Íslendingar myndu ekki fara varhluta af slíkri fjármálakreppu, fremur en aðar þjóðir og jafnvel ennþá verr, vegna þess að hér varð bankakreppan enn verri en víðast annarsstaðar á árinu 2008.

Varla dettur nokkrum manni í hug að setja íslenskan fjárhag í enn meiri tvísínu með því að samþykkja að taka á sig skuldir fjárglæframanna vegna Icesave, sem almenningur á ekki að bera nokkra ábyrgð á.


mbl.is Úrskurður hristir upp í þýska bankakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frekar eina kreppuna enn, eða tvær, en að leifa þessum kauðum að arðræna löndin.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 11:47

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég er hræddur um að ný hremmingarbylgja skelli á fjármálakerfi í ESB.  Þessi hremming mun styrkja stoðir þeirra stjórnmálaafla sem vilja losna frá ESB kerfinu. Ófriður mun magnast og háværar kröfur í hverju landi að nú hugsi hver um sig. ESB hrinur innanfrá.

Eggert Guðmundsson, 22.3.2011 kl. 12:28

3 identicon

Því miður dettur nokkrum flokksbræðrum þínum og foringjanum sjálfum í hug að segja já og skuldsetja okkur í þessu foraði enn frekar.

Hvað helduru að honum gangi til?????

Sigurður Haraldsson

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 12:53

4 identicon

svo er verið að væla um nokkrar krónur sem Ólafur hefur notað erlendis hvað með allt sukkið hjá Össuri og allt esb kjaftæðið.

gisli (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 13:11

5 identicon

engar áhyggjur ef að þjóðin samþykkir Icesave þá er hún hvort eð er orðinn gjaldþrota, gerumst bara hippar og elskum heiminn og leyfum heiminum að elska okkur he he

valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 13:41

6 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Sem betur fer erum við Íslendingar þaulvanir öllum tegundum af kreppum eins og landinu hefur verið stjórnað undanfarin 50 ár. Við segjum að sjálfsögðu nei við Icesave því það er skuld sem kemur okkur almenningi ekkert við. Það verður fróðlegt að hvert bankaheimurinn fer þegar við vinnum Icesave fyrir dómi.

Tryggvi Þórarinsson, 22.3.2011 kl. 15:39

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sjálfur útskýrt sína afstöðu til málsins, eins og aðrir flokksforingjar.

Hann, ásamt þeim Sjálfstæðismönnum sem ætla að samþykkja þrælasamninginn tala fyrir sig sjálfir og ég tala fyrir mínum skoðunum. Þær fara ekki alltaf saman við skoðun forystusveitar Sjálfstæðisflokksins, en þó er það þannig afar oft.

Þrátt fyrir allt ber Sjálfstæðisflokkurinn höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálaflokka hérlendis og stefna hans sú langbesta sem í boði er.

Axel Jóhann Axelsson, 22.3.2011 kl. 18:20

8 identicon

Já Axel

Stefna sjálfstæðisflokksins er sú langbesta það kennum við bara á okkar eigin skinni núna. Og auðvitað talar Bjarni fyrir sig, en ég er alveg hissa hvað það eru margir sjálfstæðismenn óánægðir með að foringinn þeirra gerir það. Ég hélt í einfeldni minni að það væru bara kommúnistar sem gerðu það eftir að hafa lesið bloggið þitt um Lilju í gær. Þá öfundaði ég þig á sannfæringarkrafti sjálfstæðismanna um eigin samstöðu og svo kemur bara í ljós að foringinn talar bara fyrir sig sjálfan. Svo bregðast krosstré sem önnur tré.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 20:44

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, hafi þetta síðasta innlegg þitt átt að vera fyndið, verð ég bara að viðurkenna að einhver mismunur er á mínum húmor og þínum, því ekki finnst mér svona útúrsnúningar og della vera merkileg og hvað þá að ég skilji samanburð þinn á Bjarna Ben. og Lilju Mós.

Að líkja saman frjálslyndum stjórnmálamanni og sótsvörtum kommúnista, er svipað og að líkja saman gulli og kúadellu.

Axel Jóhann Axelsson, 22.3.2011 kl. 20:56

10 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Kúadellan hefur bjargað Íslendingum gegnum aldirnar, ekki gullið Axel.

Aðalsteinn Agnarsson, 22.3.2011 kl. 22:05

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það eina sem almennilega þrífst á fjóshaugnum, Aðalsteinn, er arfinn.

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2011 kl. 00:22

12 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Forfeður þínir Axel, sáu gullið í fjóshaugnum.

Aðalsteinn Agnarsson, 24.3.2011 kl. 11:14

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Til að nýta fjóshauginn þurfti að hreinsa af honum illgresið.

Axel Jóhann Axelsson, 24.3.2011 kl. 11:21

14 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Sótsvartir kommúnistarnir voru látnir hreinsa arfann og ganga frá fjóshaugnum.

Aðalsteinn Agnarsson, 24.3.2011 kl. 18:39

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þessir "bráðfyndnu" útúrsnúningar eru komnir algerlega á leiðarenda, því eina raunverulega illgresið eru sótsvörtu kommúnistarnir sjálfir.

Axel Jóhann Axelsson, 24.3.2011 kl. 19:39

16 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur Axel!

Aðalsteinn Agnarsson, 25.3.2011 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband