Nýr kommúnistaflokkur í fæðingu?

Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason hafa sagt sig úr þingflokki VG og hljóta því að vera á leið út úr flokknum sjálfum og þá hlýtur að liggja beinast við að álykta, að þau séu að undirbúa stofnun nýs stjórnmálaflokks lengst til vinstri á væng stjórnmálanna, eins og slíkt er oft orðað á hátíðlegan hátt.

Lilja Mósesdóttir hefur undanfarið boðað sótsvartasta kommúnisma sem á sér enga hliðstæðu, nema ef vera skyldi í Norður-Kóreu, þó spurning sé hvort stjórnarfarið þar eigi í raun nokkuð skylt við kommúnisma, en sé ekki bara heimatilbúin mannhaturs- og ofríkisráðstjórn.

Atli Gíslason hefur ekki látið frá sér fara eins öfgafullar og mannfjandlegar hugmyndir og Lilja hefur gert, þannig að spurnig vaknar hvort þau tvö séu algerlega sammála um þá vægast sagt skelfilegu stjórnarhætti sem Lilju dreymir um að koma á hérlendis. 

Atli og Lilja hafa tilheyrt hinni svokölluðu órólegu deild innan VG, ásamt Jóni Bjarnasyni, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur og Ögmundi Jónassyni, en ekki er víst að þau eigi öll samleið inn í nýjan öfgaflokk til vinstri við VG, þar sem áherslur þeirra í pólitík eru nokkuð mismunandi, þó andstaðan gegn Steingrími J. og hans félögum innan VG hafi verið sameiginleg.

Dagar VG, í þeirri mynd sem sá flokkur hefur verið í, eru taldir og spurning um hvort þetta sé einnig upphaf endaloka ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Segja sig úr þingflokki VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vonandi og um leið flokksræði á landinu líði undir lok og lýðræðið tkai við!

Sigurður Haraldsson, 21.3.2011 kl. 11:28

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mun flokksræðið líða undir lok með stofnun sótsvarts kommúnistaflokks?  Er líklegt að slíkur flokkur muni efla lýðræði?

Axel Jóhann Axelsson, 21.3.2011 kl. 11:30

3 identicon

Þú gleymir Ása greyinu

Skúli (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 11:37

4 identicon

Starfandi er Kommúnistaflokkur á Íslandi,sá flokkur ber nafnið: S a m f y l k i n g i n

Númi (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 11:39

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rétt, Skúli, Ásmundur Daði gleymdist alveg í upptalningunni á þeim órólegu.

Axel Jóhann Axelsson, 21.3.2011 kl. 11:40

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þetta er nærri því bara ,,kennitöluflakk".  Þau ætla bara ekki að bera ábyrgð á ,,ljótu" málunum, en líklegast styðja stjórnina í flestu öðru.   Þau setja t.d. skilyrði við stuðning vantrauststillögu, að þeim líki ástæða hennar eða tilefni.

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.3.2011 kl. 11:53

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já hún er algjör kommi þessi Lilja, hún er t.d. sammála hugmyndum Sjálfstæðismanna í skattamálum og fullveldismálum. Argasti kommúnismi, heyr á endemi!

Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2011 kl. 11:56

8 identicon

Þú ættir að skammast þín fyrir að rægja grandvara og heiðarlega þjóna réttlætisins. Það mun enginn nema þú fella tár þegar þau hafa komið ríkisstjórn mestu hræsnara Íslandssögunnar frá völdum. Það er nóg af góðu fólki hér á Íslandi sem ekki hefur tekist að brjóta niður með markvissum heilaþvotti í boði ríkisstjórnarinnar, sem ekki hefur tekist að slæva og svæfa savisku þess og mun gera það sem rétt og gott er.

Til hamingju með rétta ákvörðun, Frú Forsætisráðherra Lilja Mósesdóttir!

Kjósandi (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 12:00

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðmundur, hvar fara hugmyndir Lilju saman við hugmyndir Sjálfstæðisflokksins, eða nokkurs annars flokks, ef út í það er farið?

Axel Jóhann Axelsson, 21.3.2011 kl. 12:04

10 identicon

Það er enginn sótsvartur hér nema heilinn í þér sjálfum og hér er enginn kommúnisti nema í geðsjúkum ofsóknarbrjáluðum huga ofsóknarbrjálaðra McCarthista.

Það mætti þó halda að einhverjir öfgahægri menn borgi ríkisstjórninni hér fyrir hverja ákvörðun sína. Svo langt frá því er þetta að vera nein vinstristjórn, ekki hefur hún mannúð né réttlæti að leiðarljósi, því verk tala hærra en orð, og mál eins og Lýsingarmálið gleymast aldrei og um þessa hræðilegu ríkisstjórn verða skrifaðir þvílíkir doðrantar af háði og sálgreiningum í framtíðinni.........að allt sem skrifað hefur verið um Jörund hundadagakonung eru háalvarlegar lofrullur í samanburði. En þessu fólki mun ekki framar leyft að sverta nafn vinstrihugsjónarinnar og nú skal það hrakið frá völdum af betra fólki sem enn geymir loga hugsjónanna í hjörtum sér!

Magnús Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 12:04

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Magnús, það er hægt að taka undir hvert orð sem þú segir um núverandi ríkisstjórn, en ekki myndi ástandið lagast með því að skoðanir Lilju næðu yfirhöndinni í stjórnmálunum.  Það mun auðvitað aldrei verða, því þjóðin er nú skynsamari en svo.

Axel Jóhann Axelsson, 21.3.2011 kl. 12:07

12 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Lilja tekur undir hugmyndir Sjálfstæðisflokks varðandi skattlagningu lífeyrissparnaðar, en ekki þeim tilgangi að nota þá skattlagningu til að létta skattbyrði af öðrum, heldur til viðbótar öllu öðru skattabrjálæðinu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.3.2011 kl. 12:09

13 Smámynd: Starbuck

Ég held nú að Sjálfstæðismenn séu nú kannski mestu kommúnistarnir.  Stóðu þeir ekki fyrir ríkisvæðingu bankanna í hruninu, ásamt Samfylkingu?  Sú stefna sem Lilja og Atli standa fyrir er miklu heilbrigðari og betri sá kommúnismi andskotans sem þessir flokkar stóðu fyrir.

Þú talar um mannfjandsamlegar hugmyndir, það er algjört bull.  Lilja hefur stöðugt verið að reyna að verja venjulegt fólk fyrir því að þurfa að taka á sig skuldir fámenns hóps fjárglæframanna!  Hún er ein af örfáum stjórnmálamönnum á Íslandi sem ekki eru gjörspilltir og/eða hafa enga dýpri sannfæringu heldur en að koma sínum eigin rassi sem lengst í valdabrölti og peningagræðgi.  Hún er líka samkvæm sjálfri sér, annað en flest af hinu liðinu.  Að líkja skoðunum hennar við kommúnistastjórnina í Norður-Kóreu er argasta þvæla og ég hvet þig til að rökstyðja þetta.

Starbuck, 21.3.2011 kl. 12:17

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er afskaplega ánægð með Lilju og Atla, ég er nokkuð viss um að þau muni enda með að vinna með Hreyfingunni.  Sem er eina fólkið fyrir utan þessa "villiketti" í VG sem hafa virkilega borið hag almennings í landinu fyrir brjósti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2011 kl. 13:12

15 identicon

Ef Ásmundur fylgir á eftir, þá er það Þráinn Bertellsson sem heldur ríkisstjórninni saman og hann er að eigin sögn klárari en 95% þjóðarinnar. Það ætti að gera myndina ríkistjórnarlíf, í anda gömlu nýtt líf myndanna. svo er hægt að bjóða borgarstjóranum hlutverk og svo er Tryggvi Herbertsson sem svartálfur af því hann er svo myndarlegur he he.

valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 14:58

16 identicon

ég er nú ekki vg en verð að viðurkenna að Ögmundur, Lilja og Ásmundur eru fólk sem ég virði mjög vel fyrir að vera hreinskilið og gott fólk

valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 15:10

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Valgeir, auðvitað er þetta allt saman gott fólk, það eru hins vegar skoðanir þess ekki allar og sumar meira að segja stórvarasamar.

Axel Jóhann Axelsson, 21.3.2011 kl. 15:17

18 identicon

Hver er fréttin? 

 "Rottur flýja sökkvandi skip"?

"Vinstri-grænir of langt til hægri"?

"Ég, um mig, frá mér, til mín"

"Grípum atkvæðin og hlaupum"?

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 16:52

19 Smámynd: Elle_

Vil benda Ásthildi í no. 14 á að Atli hefur viljað ICESAVE nauðungina yfir okkur: Hann sagði aldrei NEI, heldur JÁ.  Líka þið sem hælið Ásmundi: Hann sagði JÁ við ICESAVE 1 + 2. 

Elle_, 21.3.2011 kl. 18:07

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég var ekki að tala um afstöðu hans til Icesave, heldur að halda í sín prinsipp og vilja ekki vera klappstýrur ríkisstjórnarinnar. Svo er ég að vona að hann muni komast að því að Nei er betri kostur en já.  Þó hann segi það ekki beint.  Hann sagðist hafa jánkað samningnum MEÐ SEMINGI.  Hvað segir það manni?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2011 kl. 18:23

21 Smámynd: Elle_

Ásthildur, ég veit þú varst ekki að tala um ICESAVE, en málið er grafalvarlegt og hættulegt og ég vildi benda á þetta.  Það afsakar engan fullorðinn mann sem á að vera í vinnu fyrir þjóðina að sættast á kúgun eftir að hann vissi að um kúgun var að ræða og þó honum hafi verið hótað pólitískt séð eða beittur þrýstingi.  Hann og allir hinir hefðu átt að segja NEI. 

Elle_, 21.3.2011 kl. 18:47

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er sammála því, það borgar sig alltaf á endanum að vera samkvæmur sjálfum sér.  En þrátt fyrir það er ég ánægð með þessi skref þeirra Lilju og Atla.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2011 kl. 19:33

23 identicon

HAH! vá hvað þú ert sorglegur gamall maður.

Eftirfarandi villur komu upp:

Þér er ekki heimilt að skrá athugasemdir

Þú ert innskráð(ur) sem isspiss.

Athugasemd

Sjaldan hef ég lesið eins vitlausa og bitra færslu lengi, hefuru vindverki með þessu Axel Jóhann Axelsson?

Sævarinn (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 06:01

24 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sævarinn, þegar þér finnst einhver ummæli vitlaus og bitur, finnur þú þá enga þörf hjá þér til að leggja eitthvað gáfulegt til?  Að minnsta kosti eitthvað skiljanlegt?  Eitthvað sem benti til þess að ekkert alvarlegra en vindverkir væru að hrjá þig?

Axel Jóhann Axelsson, 22.3.2011 kl. 08:39

25 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Lilja hefur barist hvað mest fyrir almenningi og heimilum í landinu. Hún styður ekki AGS sem vinnur fyrir kröfuhafa og hafa fyrirskipað skattahækkanir sem hagkerfið ræður ekki við. Það væri gott ef þú, Axel, rökstyddir þessa umsögn þína. Hvað hefur Lilja gert svona slæmt? Nákvæmlega hvaða stjórnarhætti ert þú að tala um?

Svör og rök vinsamlegast þegin.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.3.2011 kl. 22:22

26 identicon

Axel, mín skrif eru í takt við þína færslu, þetta eru ómakleg skrif um Lilju og Atla sem hafa ekki látið flokksræðið draga sig niður í svaðið, ef einhver á það skilið í VG eru það Steingrímur og Svandís.

p.s. Axel, ég kemst í nokkur hundruð ip tölur svo það er tilgangslaust að læsa á ip tölur

"Eftirfarandi villur komu upp: Ekki er leyfilegt að skrifa athugasemdir úr þessari tölvu."

Sævarinn (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 03:13

27 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þrátt fyrir algert skattahækkanabrjálæði ríkisstjórnarinnar hefur Lilju aldrei þótt nóg að gert og lagt fram tillögur um svívirðilegar skattahækkanir þar til viðbótar. Nægir að nefna skattlagningu á inngreiðslur viðbótarlífeyrissparnaðar, ekki til að lækka aðra skatta eins og Sjálfstæðismenn lögðu til, heldur til viðbótar við aðra skatta og 70-80% skattþrep á laun yfir 1.200 þús. á mánuði.

Nýjasta skattahugmyndin er svo sú að gera upptæka í ríkissjóð alla peningalega eign landsmanna yfir 5 milljónum króna, þ.e. að skipta yfir í "nýkrónur" og nota tækifærið til mesta þjófnaðar á eignum almennings, sem nokkrum stjórnmálamanni hefur dottið í hug.

Fleira mætti telja upp af þjóðhættulegum málflutningi Lilju, en þeir sem fylgjast með fréttum hljóta að hafa heyrt af þeim flestum.

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2011 kl. 07:19

28 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sævarinn, það segir allt um þig og þinn málflutning að þú skulir þurfa að flakka á milli mörg hundruð tölva til að sniðganga þann siðaða hóp bloggara, sem ekki kæra sig um þínar heimsóknir.

Þetta framferði þitt er jafn siðlaust og að mæta í allar veislur óboðinn og jafnvel þó gestgjafar hafi marg beðið þig að halda þig í fjarlægð.

Slík framkoma segir auðvitað ekkert um neinn, nema þann sem slíkt ástundar.

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2011 kl. 07:24

29 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Axel - viðbótarlífeyrissparnaður er skattlagður eftirá núna. Það ætti litlu að breyta fyrir þann sem leggur inn viðbótarlífeyrissparnað hvenær hann er skattlagður, þar sem hlutur einstaklingsins sjálfs ávaxtast á sama hátt og áður. Þetta er bara tilfærsla á skatttekjum ríkissins og ekkert annað. Líkt og að ríkið tæki lán hjá sjálfu sér.

Að skipta út krónunni í nýja mynt er svipað og gert var í Þýskalandi þegar ríkismarki var skipt út fyrir Þýsk mörk. Já - það gæti komið eitthvað við þá sem hafa náð að moka inn fé, jafnvel á ósiðlegan hátt. Vonandi ertu ekki í þeirra hópi.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.3.2011 kl. 08:48

30 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er mikill munur á því að skattleggja inngreiðslur í séreignarsjóði Í VIÐBÓT við skattahækkanabrjálæði ríkisstjórnarinnar, eða að skattleggja inngreiðslurnar Í STAÐINN FYRIR aðra skatta, sem myndu þá lækka í staðinn.

Tillaga Lilju um "nýkrónu" á ekkert skylt við skiptin á Ríkismarki og Þýsku marki, enda aðstæður í íslensku þjóðfélagi ekkert í líkingu við það, sem var í Þýskalandi á þeim árum.  Samanburður á þessu tvennu er algerlega út í hött, enda aðaltilgangur Lilju að gera upptækan helming af sparnaði þjóðarinnar, umfram fimm milljónir króna.  Þetta á bara að vera einn ofurskatturinn enn, enda þykir Lilju aldrei nóg komið af skattaáþjáninni.

Það er auðvelt að rekja allar færslur inn og út af bankareikningum og hafi fólk eignast innistæður sínar á ósiðlegan hátt, en þó löglegan er lítið hægt að gera í því, en hafi peningaeignirnar myndast vegna ólöglegra aðgerða, þá á að sjálfsögðu að sækja fólk til saka fyrir slíkt athæfi og sannist slíkt, er hið ólöglega fengna fé gert upptækt.  Ekki þarf neina breytingu yfir í "nýkrónur" til þess.

Síðasta setningin þín lýsir undarlegu innræti þínu, þ.e. að gefa í skyn að mínar skoðanir myndist vegna peninga sem ég hafi eignast á ósiðlegan hátt.  Ég get alveg upplýst þig um það að ég hef alltaf verið launþegi og á ekki neitt sem ég hef ekki unnið mér inn með launavinnu og ekki myndi ég tapa krónu þótt brjálæðislegar hugmyndir Lilju um "nýkrónu" næðu fram að ganga, því mínar peningalegu eignir eru langt innan markanna sem Lilja setur um inneignir sem hún ætlar ekki að stela af ráðdeildarfólki.

Hins vegar mynda ég mínar skoðanir út frá víðari sjóndeildarhring en mínum eigin nafla og væri betur að fleiri gerðu slíkt.

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2011 kl. 09:10

31 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það eina sem ég get sagt þér með fullvissu er - viðbótarlífeyrissjóður ER skattlagður við úttekt hans eins og staðan er í dag. Þetta er því ekki viðbótarskattur. Þeir sem eru að taka út sinn viðbótarsparnað borga þessa skatta. Ef þeir væru hinsvegar skattlagðir fyrirfram yrði ekki tekinn af þeim skattur við úttekt líkt og nú. Eina tapið yrði væntanlega ríkisins því þá fengu þeir ekki hagnað af ávöxtun viðbótarlífeyris - eingöngu lífeyrisþeginn.

Svo hér er ekki verið að fara með rétta mál. Takir þú út þinn viðbótarlífeyrisssjóð í dag (líkt og margir hafa þurft að gera) er hann sko skattlagður í botn. Enginn er að tala um tvísköttun í þessu tilfelli, einungis tilfærslu sem gæti gagnast þjóðinni á erfiðum tímum.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.3.2011 kl. 12:03

32 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lísa, ég held að ég verði að biðja þig að lesa upphafið að athugasemd nr. 30 aftur: "Það er mikill munur á því að skattleggja inngreiðslur í séreignarsjóði Í VIÐBÓT við skattahækkanabrjálæði ríkisstjórnarinnar, eða að skattleggja inngreiðslurnar Í STAÐINN FYRIR aðra skatta, sem myndu þá lækka í staðinn."

Það er algerlega auðskilið að það er ekki það sama að bæta sköttun á lífeyrissparnaðinn ofan á annað skattahækkanabrjálæði, eða skattleggja inngreiðslurnar Í STAÐINN FYRIR aðra skatta.

Ég veit alveg að útgreiðslurnar eru skattlagðar núna og verða það auðvitað, þangað til breytingar verða gerðar á því kerfi. Umræðan um hvort inngreiðslurnar verða skattlagðar til þess að lækka aðra beina skatta núna, er allt annað mál, að ekki sé nú talað um að skattleggja þær ofan á alla aðra skatta.

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2011 kl. 18:05

33 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Meiningin hjá Lilju og fleirum var að lækka aðra skatta, enda er skattkerfið ofþanið og hefur neikvæð áhrif á hagvöxt. Þetta veit ég alveg fyrir víst, en formaður flokks hennar hlustaði ekki á hana. Þeir ÁTTU AÐ KOMA Í STAÐINN. Ekki sem viðbót.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.3.2011 kl. 18:49

34 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég sat með henni í nefnd Axel, sem var svæfð enda á móti skattaálagninu ríkisstjórnarinnar.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.3.2011 kl. 18:50

35 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lilja sagði margoft í fjölmiðlum að hún vildi BÆTA þessari skattlagningu við aðrar skattaálögur, til þess að verja velferðarkerfið, eins og hún sagði.

Sjálfstæðismenn lögðu þessar tillögur fram upphaflega til þess að þessi skattlagning kæmi Í STAÐINN FYRIR beinar skattahækkanir á launafólk.

Lilja tók EKKI undir að þessi skattlagning kæmi í staðinn fyrir aðra skatta, þver á móti átti að bæta henni við.

Lilja hlýtur að vera besti heimildarmaðurinn fyrir sínum eigin tillögum og hún hefur ekkert legið á útskýringum sínum á þeim, t.d. á Facebook.

Um þetta þarf ekkert að deila.

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2011 kl. 18:59

36 Smámynd: Dexter Morgan

LOKSINS er komið svigrúm fyrir alvöru KOMMUNISTA flokk á Íslandi. Ekki þessa miðræpu sem VG bjóða uppá. Heldur alvöru FLOKK sem er langt-langt til VINSTRI. Eitthvað í anda Kúbu eða Norður Kóreu. Þá væri loksins komið tilefni til þess að fara á kjörstað (eftir tæp 50 ár á kjörskrá á Íslandi). Eitthvað sem myndi rúma mínar skoðanir og eitthvað sem veitt gæti Íslendingum trú á framtíðina. Það mætti jafnvel orða það svona: "Eitthvað sem íslendingar eiga skilið".

Því er hér með komið á framfæri við: Atla, Lilju, Ögmund, Ólaf Ragnar, Ásmund, Jón Bjarna, Svavar Gests og fleiri góðra manna að hefjast handa við þetta verkefni sem allra-allra fyrst, það eru jú bara tæp 2 ár í kosningar. STÓRT X - við alvöru kommúnistaflokk á íslandi.

Dexter Morgan, 23.3.2011 kl. 21:41

37 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Alltaf jafn fyndinn, Dexter Morgan, a.m.k. dettur manni ekki augnablik í hug að eitt einasta orð þarna sé sagt í fullri alvöru.

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2011 kl. 21:45

38 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Axel - þú mátt alveg trúa mér í þessu. Hún gerði sitt besta í ómögulegri aðstöðu innan VG. Þetta var það sem hún barðist fyrir, ásamt lækkun annarra skatta til að koma hagkerfinu í gang. Það voru örfáir sem mæltu með þessu - í stað annarra skatta. Ætla ekki að nefna nema tvö nöfn núna, Lilja Móses og Pétur Blöndal. Mundu - þingmenn mega ekki alltaf segja það sem þeir vilja segja útávið - en ég var vitni að þessu og þeirri baráttu sem var háð vegna ofurskattlagningar sem er hér í boði AGS.

Ég skal glöð núna vitna í skipunarbréf mitt frá Fjármálaráðuneytinu.

".....starfshópurinn skal leita samráðs við sérfræðinga á ýmsum sviðum eftir því sem hann metur æskilegt, auk þess að njóta ráðgjafar sérfræðinga í skattamálum frá AGS og eftir atvikum OECD."

Lilja Móses og Lárus Blöndal voru meðal þeirra sem settu sig á móti núverandi skattahækkunum, en vildu frekar sjá séreignarlífeyrissjóð skattlagðan fyrirfram í staðinn. Það kæmi ekki við neyslu fólks og færi ekki inn í vísitöluna. Einnig var sett útá hækkun tryggingargjalds.

Þessi nefnd var svæfð af forystu Fjármálaráðuneytis. Sem samkvæmt nýjum siðareglum á að upplýsa fólk um störf sín.

Það væri óskandi - að fólk hefði alvöru innsýn í það sem sumir, en afar fáir, eru að reyna að gera fyrir þjóð sína.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.3.2011 kl. 22:09

39 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eins og ég sagði áður, þá túlkar Lilja þetta öðruvísi, t.d. á ótal Facebookfærslum frá henni. Þar hefur hún marg sagt að hún vilji skattleggja inngreiðslurnar í séreignarsjóðina sem viðbót við aðra skatta.

Nýjasta útspil hennar er svo "nýkróna", sem á að hafa þann tilgang helstan að skattleggja peningalegar eignir fólks, umfram 5 milljónir um 50%. Hún er sem sagt að leggja til að hátt í helmingur sparifjár landsmanna verði gerður upptækur.

Hugmyndir hennar eru ekki bara mannfjandsamlegar, heldur hreinlega þjóðhættulegar. Gegn svona geggjuðum hugmyndum verður allt heiðarlegt fólk að berjast og kæfa í fæðingu.

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2011 kl. 22:23

40 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Lína mín ekki reyna að segja sannleikann við fólk sem er þegar búið að mynda sér skoðun og vill ekki láta sannleikann þvælast fyrir sér. Með leppa fyrir augum og tappa í eyrum heldur það áfram endalaust með "sína sannfæringu" hversu rétt eða röng hún er.  Og þar er ekki tekið tillit til neins sem gæti raskað "sannfæringunni"

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2011 kl. 00:24

41 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Axel - ég hef komið hreint fram og sagt með sanni að þessi fjandskapur þinn er ekki á rökum reistur.

Síðan er það þitt mál að berjast við þá djöfla sem búa í þínu höfði og túlka það sem þú villt á þinn hátt. Því getur enginn breytt.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 24.3.2011 kl. 00:28

42 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eftir að hafa sjálfur staðið í þvargi við Lilju á Facebooksíðu hennar vegna beggja atriðanna sem hér hafa mest verið rædd, er alveg furðulegt að verða var við annan eins hroka og merkilegheit og birtast í athugasemdum Lísu og Ásthildar, sem leyfa sér að halda því fram að þessir stórhættulegu öfgar Lilju séu einhverjir djöflar sem búi í höfðinu á mér.

Því fer víðs fjarri og þessir djöflar búa í allt öðrum höfðum og það eina sem ég get ráðlagt þessum stöllum er að hætta að berja höfðinu endalaust við steininn, því slíkt athæfi getur haft alvarlega langtímaáhrif.

Svo má benda á að lágkúrulegasti og ómerkilegasti málflutningur sem hugsast getur við rökþrot, er að gefa í skyn að viðmælandinn sé bæði heimskur og geðveikur, eins og þær leyfa sér að gera hér að framan. Slíkt segir ekkert um neinn, nema þann sem slíkt stundar.

Axel Jóhann Axelsson, 24.3.2011 kl. 07:03

43 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það eru nú eiginlega meiri rökþrot að hengja sig í einhvera setningu sem viðkomandi setti á facebook síðu sína, og búa allan sinn málflutning á því um hve óttaleg manneskja hún er, þó bent sé á annað margoft.  Það eru rökþrot Axel minn.   Þá fær maður á tilfinninguna að maður sé að berja hausnum við stein.  Þess vegna ætla ég að hætta að fylgjast með þessum þræði, sen sendi þér góðar kveðjur, um leið og ég kveð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2011 kl. 09:27

44 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ásthildur, það er ekki hægt að kalla það að setja einhverja setningu inn á Facebook, að standa í þrasi í fleiri en eitt skipti vegna skoðana sinna á Facebooksíðu sinni.  Það hefur Lilja gert margsinnis vegna þessara tveggja atriða sem hér hefur verið til umræðu, þannig að þetta er ekkert sem hefur dottið inn á síðu hennar óvart.

Um þetta þarf ekkert að bollaleggja, hver sem er getur lesið skrif Lilju um þessi mál bæði á Facebook og annarsstaðar og því er alveg tímabært að setja hér Amen, vegna þessa máls.

Sendi þér sömuleiðis bestu kveðjur og óska þér alls hins besta, án þess að ætlast til að við verðum endilega sammála um alla hluti.

Axel Jóhann Axelsson, 24.3.2011 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband