Fáránlegar hugmyndir um rafmagsútflutning

Bretar eru farnir að seilast eftir raforku frá Íslandi, sem seld yrði til þeirra í gegn um 1.600 kílómetra rafstreng, sem lagður yrði milli landanna. Virðist áherslan aðallega vera lögð á rafmagn sem framleitt yrði með jarðhitaorku.

Reikna má með að áhugi á slíkum sæstreng aukist á næstunni vegna aukinnar eftirspurnar eftir mengunarlítilli raforku, sérstaklega þar sem trú og traust á kjarnorkuknúnum raforkuverum fer nú ört þverrandi í kjölfar þeirra slysa sem orðið hafa í slíkum verum og ekki síður vegna fyrirhugaðra lokana gamalla kjarnorkuvera í Evrópu.

Hér á landi hafa alls kyns afturhalds- og úrtöluseggir fundið því allt til foráttu að virkjað verði til atvinnuuppbyggingar í landinu og sjá ekkert svartara í hugskoti sínu en virkjanir og stóriðju. Sumt af þessu sama fólki sér hins vegar ekkert athugavert við að virkja og selja rafmagn til iðnaðar í öðrum löndum, sem þar með skapaði atvinnu fyrir fjölda manna annarra en Íslendinga.

Margar fáránlegar hugmyndir hafa litið dagsins ljós varðandi orkumálin, en að láta sér detta í hug að fara að selja rafmagn úr takmörkuðum orkuauðlindum landsins til notkunar erlendis, er sú allra vitlausasta sem litið hefur dagsljósið.

Allt rafmagn, sem framleitt er í landinu núna dugar ekki einu sinni til að sjá borg eins og Hamborg í Þýskalandi fyrir nauðsynlegri orku og öll raforkuframleiðla Íslands er á við 10% þess rafmagns sem framleitt er í kjarnorkuverum Evrópu, en slík ver framleiða þó aðeins lítinn hluta þess rafmagns sem notað er á meginlandinu.

Allar hugmyndir um raforkuframleiðslu á Íslandi til atvinnusköpunar í Bretlandi, eða annarsstaðar í Evrópu verður að kveða niður í fæðingu.


mbl.is Rafstrengur til Bretlands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valbjörn Steingrímsson

Til upprifjunar þá er rétt að minna á dreifikerfi raforku á suðurnesjum. Deilur voru um möstur og jarðstreng.     Ekki var hægt að leggja rafstreng í jörðu nokkra kílómetra vegna kostnaðar.  ERGÓ,  kaupandi orkunnar var ekki tilbúinn að greiða þennan "litla" aukakostnað.  Þarf að hafa fleiri orð um þetta mál.............held ekki

Valbjörn Steingrímsson, 18.3.2011 kl. 18:55

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Á sama tíma og menn virðast vera að ræða í alvöru um að flytja rafmagn út "óunnið" er farið að ræða aðgerðir til að koma í veg fyrir útflutning á "óunnum" fiski.

Samtök fiskerkana hafa krafist þess að allur fiskur verði fullunninn í landinu, en nú munu vera fluttur út um 35.000 tonna afli, sem ekki fer til fiskvinnslunnar hér á landi. Þetta finnst mönnum ekki gott, þar sem hægt væri að skapa vinnu við vinnslu þessa afla innanlands.

Því gegnur fram af manni þegar svona geggjaðar hugmyndir koma fram um útflutning "óunnins" rafmagns. Nær væri að nota það til atvinnusköpunar innanlands.

Axel Jóhann Axelsson, 18.3.2011 kl. 19:13

3 identicon

Gera okkur að eilífðarnýlendu Evrópu, það virðist vera markmiðið.  Missa allann virðisaukann úr landi.  Hver skyldi svo ætla að eiga strenginn?  Gæti verið feitur biti í einkavæðinguna og eini hluti ferlisins sem græðir á tá og fingri.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 19:34

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er svona eins og að slá í folann áður en knapinn er kominn í hnakkinn. Hvaða háhitaorka bíður eftir kaupendum hér?

Árni Gunnarsson, 18.3.2011 kl. 23:07

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

...enn íslenska rokið? Er það ekki upplagt til útflutnings? Tappa roki á dósir, flöskur og vindbelgi og selja í London...

Óskar Arnórsson, 19.3.2011 kl. 02:37

6 identicon

Svo mun rafmangsverð íslendinga verða það sama og í evropu þegar strengurinn er kominn yfir. Sem sagt íslendingar munu fá 10 faldaðan rafmangsreikninginn sinn sama dag og strengurinn verður tekinn í notkun. 

Magnus (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 07:32

7 identicon

Ég er nú búinn að stúdera þetta mikið, og sé mikinn kost við þetta.

Fyrir það fyrsta er þetta tæknilega framkvæmanlegt. Ég reyndar undrast vegalengdina sem þeir vilja fara, hún hlýtur að vera frá vestanverðu landinu yfir Írlandshaf og inn í England. Það eru ekki nema rúmir 800 km frá Austurlandi til Skotlands.

600 mW er ein Kárahnjúkavirkjun takk fyrir. Það er kapall sem norðmenn selja um, 700 mW. Og kapallinn gefa kost á báðum áttum, - það má leyfa sér að keyra á fullu þegar hátt er í lónum, en taka straum frá hinum uppí ef vantar. Orkutap er um 5% á skottinu (600 km). Kostnaður lætur ef ég man rétt, nærri 90 milljörðum@1000 km, og mér skilst að samið hafi verið þannig að kaupandi fjármagni, það ætti alla vega að vera geranlegt

En aðalkosturinn er verðið. Það er einfaldlega langtum hærra en til stóriðju. Í dag lætur nærri að munurinn sé 5 kr. á kWst, og þessi tala er ekki á leið með að skreppa saman. (Altso, verðið hefur verið að dingla á þreföldu til fjórföldu verði til álbræðslu.

600 mWst eru þá hvað? 3 millur á klst,  x 24 x 365 = 26.2 milljarðar umfram það sem færi í að setja upp bræðslu sem skaffar kannski svona 400 störf. Það mætti sem sagt segja að hvert starf í álinu gegnt þessu kosti 65 milljónir Á ÁRI. Þessi tala til atvinnuuppbyggingar myndi gera næstum því 500 millur á viku, eitthvað er hægt að gera fyrir það...

Nú myndi maður vilja sjá svona set-up, þar sem svona nokk væri notað til atvinnuuppbyggingar, og svo til að lækka orkuverð til landsmanna. Það var jú alltaf hugmyndin þótt öfugt hafi farið. Og atvinnuuppbyggingar er þörf, því að bæði vantar vinnu, og svo skilur kapallinn ekki nein störf eftir ólíkt álveri.

En þá kemur megin-gallinn!

Ef við ösnumst inn í ESB verður okkur ekki heimilt að sitja á þessu eins og púki og niðurgreiða af gróðanum oní sjálf okkur. Orkan tengd á net fer á hæstbjóðendamarkað. Það myndi þýða stórfellda hækkun á neytendur.

Trixið í þessu er því það að ríkið þyrfti að eiga strauminn, eignast skottið, og halda sér utan ESB.

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 08:16

8 identicon

p.s. Með "ríkið" á ég auðvitað við "Þjóðin". Bendi svo á góða grein hér:

http://askja.blog.is/blog/askja/entry/1131931/

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 08:18

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Logi, ekki er hægt að gera ráð fyrir því að Landsvirkjun myndi fá sem nemur hæsta útsöluverði á rafmagni í Evrópu, þar sem hér yrði væntanlega um heildsölu á raforku að ræða og ekki víst að dreifingaraðilinn erlendis myndi greiða mikið hærrra verð en stóriðjan hér á landi greiðir, þó sjálfsagt eitthvað hærra.

Ekki má heldur gleyma að sú atvinna sem skapaðist í iðjuverunum hér á landi myndi vara til áratuga, þannig að tekjur ríkissjóðs eru gríðarlegar á starfstíma þessara fyrirtækja, bæði af fyrirtækjunum sjálfum, afleiddum fyrirtækjum og starfsfólkinu.

Til viðbótar verður að reikna með að orkuverð til stóriðju hér á landi stórhækki á næstu áratugum, eins og það mun auðvitað líka gera annars staðar í heiminum.

Axel Jóhann Axelsson, 19.3.2011 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband