Jóhanna og Icesavegrýlan

Jóhanna Sigurðardóttir hélt ræðu á Alþingi í dag aldrei þessu vant, og talaði bæði í eigin nafni og stöllu sinnar, Icesavegrýlunnar, og lofaði 2.200 störfum á næstu mánuðum gegn því að þjóðin samþykki fjárkúgunarkröfur Breta og Hollendinga. Geri þjóðin það ekki, gaf Jóhanna í skin að í refsingarskyni yrði áfram haldið af hálfu ríkisstjórnarinnar í baráttunni gegn hvers kyns atvinnuuppbyggingu í landinu.

Samkvæmt fréttinni voru skilaboð Icesavegrýlunnar í gegn um Jóhönnu m.a. þessi: "Þá sagði hún að ef litið væri til þeirra framkvæmda, sem væru í undirbúningi og ef sátt næðist um fjármögnun þeirra, svo sem í vegamálum, þá yrðu fljótlega sköpuð 2.200-2.300 ársverk og 500-600 bein varanleg störf við framtíðarrekstur. Nefndi Jóhanna aukna afkastagetu álversins í Straumsvík, framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun, byggingu kísilmálmverksmiðju í Helguvík, hreinkísilverksmiðju í Grindavík og natríumklóratverksmiðju á Grundartanga."

Þessi tilvísun Jóhönnu til sáttar um fjármögnun vegaframkvæmda er vægast sagt einkennileg, þar sem stutt er síðan að Innanríkisráðherra voru nýlega afhentar yfir 40.000 undirskriftir kjósenda, sem mótmæltu harðlega öllum fyrirhuguðum nýjum vegasköttum, sem boðaðir voru vegna nýrra vegaframkvæmda.

Engar af nefndum framkvæmdum tengjast Icesave á nokkurn hátt og ekki mun standa á fjármögnun þeirra vegna, sýni hagkvæmisreikningar að borgi sig að fara í þær á annað borð, því fjármagn leitar ávallt í góða ávöxtun og erlendum fjárfestum stendur nákvæmlega á sama um líf eða dauða Icesavegrýlunnar.

Það sem aðalalega vantar til að koma þessum framkvæmdum í gang er að ríkisstjórnin hætti að flækjast fyrir þeim. 


mbl.is Boðar 2.200 ársverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ef hún sleppti Icesave alveg og notaði aurinn sem á að fara út við fyrstu útborgun þá gæti hún búið til vel á 15.000 ársverk, líklegast væri þetta hægt á hverju ári sem átti að vera notað í að greiða Icesave , það góða við það væri að þessi peningur myndi skila sér beint inn í hagkerfið í staðin fyrir að fara út úr því eins og gerist ef Icesave er samþykkt..

Halldór Björgvin Jóhannsson, 15.3.2011 kl. 19:40

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er rétt Halldór, að farið er með það eins og ríkisleyndarmál að verði fjárkúgunarkrafan samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 9. apríl, þá þarf að greiða rúma 26 milljarða króna strax mánudaginn 11. apríl sem fyrstu innborgun til kúgaranna.

Enginn stuðningsmaður þess að samþykkja, hefur nokkurs staðar svo ég hafi séð minnst einu orði á hvaðan þeir peningar eigi að koma. Þó er sífellt klifað á blankheitum ríkissjóðs vegna allra annarra málefna og eins og þú segir, þá munu þessir rúmu 26 milljarðar einfaldlega hverfa út úr íslensku hagkerfi og þar með lengja og dýpka kreppuna, til viðbótar við allan annan skaða sem ríkisstjórnin hefur og er að valda efnahagslífi landsins.

Axel Jóhann Axelsson, 15.3.2011 kl. 19:54

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það hefur líka enginn viljað skýra út, af hverju ósköpunum þessi ,,gullkista" sem þrotabú Landsbankans ku vera, þurfi ríkisábyrgð.

Það er nú líklegast bara vegna þess, að alveg óháð áreiðanleika spár skilanefndar og samninganefndar, þá þorir enginn að nefna neyðarlögin og dómsmál í sömu setningunni. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 15.3.2011 kl. 22:54

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það hefur líka enginn viljað skýra út, af hverju ósköpunum þessi ,,gullkista" sem þrotabú Landsbankans ku vera, þurfi ríkisábyrgð.

Það er rétt hjá þér Kristinn, það vill enginn útskýra þetta, en maður hefur heyrt margar getgátur frá gestum og gangandi ásamt því að vera með kenningar eða 2 sjálfur.

Hér eru nokkrir hlutir sem gætu passað.

  1. Með Icesave samningi þá fá bretar og hollendingar vexti fyrir skuldinni sem ekki er til, þessvegna vilja menn ríkisábyrgð.
  2. Ef svo ólíklega vildi til að neyðarlögin haldi ekki fyrir dómsstólum þá vita bretar og hollendingar það að þeir fá sama og ekki neitt upp í ólögvörðu kröfuna sína úr þrotabúinu og því vilja þeir ríkisábyrgð, þá þurfum við að borga allann pakkann plús vexti, (upp að 100þús evrur?)
  3. Bretar og hollendingar vilja fá ríkisábyrgðina (þ.e. Iceasave 3) því þá hafa þeir allann réttinn sín megin þar sem Icesave 3 kveður upp á það að allt sem kemur þessum samningi við kemur til með að verða dæmt í hollandi eftir breskum lögum.
  4. Með Icesave 3 þá geta bretar og hollendingar gjaldfellt skuldina í raun að mestu hvenær sem þeir vilja, þá hafa þeir ótakmarkaðan aðgang að eignum Íslenska ríkissins (Sjá lið 3 hér ).

Ég gæti eflaust tínt til nokkra hluti í viðbót en læt þetta nægja í bili.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 15.3.2011 kl. 23:36

5 identicon

"

Axel Jóhann Axelsson

Áhugamaður um lífið og tilveruna"

Ég held að þú sért bara áhugamaður um að vera á móti ríkisstjórnini, Jóhönnu og að vera með almenna neikvæðni. Reyndu nú að stíga uppúr þessum forarpitt maður og reyndu að fara að horfa framávið.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 09:14

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég sé á skrifum þínum á Blogginu, Helgi, að þú er mikill aðdáandi Jóns Ásgeirs og annarra banka- og útrásargengja, ásamt því að vilja ólmur selja Íslendinga í skattaþrældóm til Breta og Hollendinga.

Í dýpri forarpytti er varla hægt að vera og maður sem er með hausinn á kafi í slíku sér ekki langt framávið.

Það er hins vegar fallegt af þér að gefa öðrum ráð um að forðast foraðið.

Axel Jóhann Axelsson, 16.3.2011 kl. 09:27

7 identicon

Ríkisstjórnin ætlar að afsala sér allri ábyrgð á dauðastríðinu sem við erum í og koma því yfir á almenning ef við höfnum Icesave...

En það er merkilegt hvað margt gott er að gerast hér þrátt fyrir Steingrím og Jóhönnu

Skjöldur (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 09:41

8 identicon

Axi,

ég verð að minnstakosti seint aðdáandi þinn og félögum þínum á hægri kantinum.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 10:16

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Skjöldur, það er alveg rétt hjá þér að hér væri allt farið að blómstra á ný í hagkerfinu, bara ef ríkisstjórnin hætti að berjast gegn öllu því jákvæða sem þó hefur verið reynt til að koma atvinnulífinu af stað á ný.

Um leið og ríkisstjórnin snýr af þeirri braut sinni, mun aftur sjá til sólar í efnahagslífi landsins og atvinna fara að aukast.

Axel Jóhann Axelsson, 16.3.2011 kl. 11:09

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Helgi, þú ert varla svo gamall maður að þú eigir ekki einhverja von um að öðlast eðlilega sýn á tilveruna.

Axel Jóhann Axelsson, 16.3.2011 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband