Jón Gnarr borginni til skammar í Vín

Jón Gnarr mun vera staddur í Vínarborg til að fylgja eftir og kynna sýningu á heimildarmyndinni um framboð hans og Besta flokksins til borgarstjórnar Reykjavíkur á síðasta ári og sýnir enn og sannar óhæfni sína til þess að gegna borgarstjóraembættinu og að koma fram fyrir hönd borgarbúa, að ekki sé talað um þegar hann fer að tjá sig um landsmálin og mesta deiluefni undanfarinna missera.

Eftirfarandi eru tilvísanir til svara hans í viðtali við austurrísku fréttastofuna APA, þegar hann var spurður um Icesave:  "Ég ætla að greiða atkvæði með því, ekki vegna þess að ég skilji það eða ég telji að það sé rétt, heldur er ég einfaldlega orðinn frekar leiður á málinu. Ég ætla að kjósa það í burt." 

Jafn gáfulega lét sá óhæfi hafa eftir sér um gjaldmiðil þjóðarinnar:  "Krónan okkar er Mikkamúsarpeningur,“ sagði Jón og bætti við að hann væri persónulega hlynntari því að taka upp dollara. „Ekki þarf að ganga í Bandaríkin til þess."

Á meðan að tekist er á um stefnu meirihluta borgarstjórnar í mennta- og uppeldismálum fer "leiðtoginn" af landi brott til að kynna bíómynd um sjálfan sig og verður borginni, íbúum hennar og þjóinni allri til háborinnar skammar með fáránlegum yfirlýsingum um landsins gagn og nauðsynjar, sem hann segist sjálfur ekki hafa hudsvit á, en sé bara svo leiður á þeim.

Það er ekkert minna en stórskandall, þegar svokallaðir ráðamenn haga sér á þennan hátt.

Hvers eiga Reykvíkingar að gjalda, að þurfa að sitja uppi með þessi ósköp í þrjú ár í viðbót?


mbl.is Bölsýnn borgarstjóri í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur maðurinn ekki rétt á því að svara þessu skv. sinni sannfæringu.

Hver er að segja það að þú og aðrir mbl.is rausarar hér hafir meira rétt fyrir þér en hann í þessum málum?

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 15:19

2 identicon

Sammála síðasta ræðumanni. En það er gott að þið Moggabloggarar fáið útrás fyrir eitthvað.

Svenni (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 15:27

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón og Svenni, ef ykkur finnst ekkert athugavert við svona gjörsamlega geggjaðar yfirlýsingar frá "ráðamönnum", þá segir það ákaflega mikið um ykkar eigin dómgreind, sem er semsagt á sama plani og dómgreind Jóns Gnarr.  Það eru áreiðanlega ekki margir sem vilja láta bendla sig við það plan lengur.

Axel Jóhann Axelsson, 15.3.2011 kl. 15:31

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Aumingjans maðurinn hefur ekki gert neitt annað en að halda áfram að fylgja þeirri stefnu sem hann fékk kosningu út á. Ég held ekki að hann sé að skandalisera neitt. Álítur fólk að hann taki sig bara til og hoppi í sama farið og allir þeir sem voru andstæðingar Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum og bregðist þar með kjósendum sínum? 

Þetta er enginn skandall og bara skemmtilegt nýjabrum, sem gerir engum verra. Það hvetur meira að segja velhugsandi  menn, sem eru æfir út í hann til að hneikslast og ná ekki upp í nefið á sér

Meðan bankarnir, tryggingafélögin, stórverslanir og og og  .......... eru virkilegt hneyksli finnst mér bara gaman að borgarstjórinn skuli hafa húmor, hann er ekkert að gera af sér sem er svona hræðileg skömm fyrir okkur hin. Hann er í fríi og vonandi skemmtir hann sér vel, en það verður varla á okkar kostnað.

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.3.2011 kl. 15:32

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bergljót, það fer ekki fram hjá neinum að þú ert sérlega aumingjagóð kona og snýst ávallt til varnar fyrir smælingjana.  Það er virkilega fallega gert og í þessu tilfelli veitir manngarminum ekki af allri þeirri vorkunn og hjálp, sem möguleg er.

Axel Jóhann Axelsson, 15.3.2011 kl. 15:36

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jón Gnarr1

Þeir hafa þá sannreynt Narrið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2011 kl. 15:37

7 identicon

Axel.

Þú ert fyrir löngu orðin þér til skammar með öllum þessum fáráðlegum níðskrifum um alla sem ekki tengjast sjálfstæðisflokknum og svo lofi á þennan auma flokk sem kom okkur í þetta ástand sem við erum í.
Fólk tekur þig orðið jafn alvarlega og Bingó Bjössa sem stjórnar ÍNN. það flissar bara og hristir hausinn og tekur ekki mark á honum og hans öfgakenndu skoðunum.

Guðmundur Freyr Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 15:43

8 identicon

Þið sem kallið ykkur "ræðumenn" hér fyrir ofan í Guðanna bænum farið nú að venja ykkur á að segja eitthvað af viti, en þessar háfleigu ræður um svokallaða Moggabloggara eru kannski skiljanlegar í ljósi þess hvað kröfur þið gerið til borgarstjóra höfuðborgar Íslands !

Ómar (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 15:51

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðmundur, lestu viðbrögð annarra bloggara við þessari frétt.  Ég sé ekki betur en að þeir séu stuðningsmenn ýmissa flokka og þó algerlega sammála um þessa nýjustu uppákomu borgarstjórans.  Ef þú talar einhverntíma við einhverja aðra en sjálfan þig, þá hlýtur þú að hafa heyrt fólk tala um hvað það er farið að skammast sín mikið fyrir þennan "fulltrúa" sinn og á það ekki síður við um kjósendur Besta flokksins en aðra.

Þar að auki er hlegið og gert grín að borgarstjórn Reykjavíkur og borgarstjóranum um allt land, enda hafa allir tilfinningar til höfuðborgarinnar sinnar og sárnar sú niðurlæging sem Jón Gnarr og hans lið veldur henni.

Axel Jóhann Axelsson, 15.3.2011 kl. 15:59

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú ert alveg hreint óskaplega mikill foraldargripur Axel min. ;)

Má Jón Gnarr ekki koma á framfæri að hann vill ekki og hefur engan áhuga á að taka þátt í þessari leiksýningu sem þú ert að kalla skandal?

Mikið er ég fegin að þessi kynslóð af fólki sem er svona hryllilega leiðinlegt og vill að fólk hagi sér eins og aðallinn í englandi dagin út og dagin inn, er að deyja út og hverfa af sjónarsviðinnu.

Jón Gnarr er ferskur blær á opinberum vettvangi og það er virkilega sorglegt að hann vilji ekki vera í framboði í alþingiskosningum Ég held að það sé rétt hjá honum að þetta er mannskemmandi og beinlínis heilsuspillandi að vera opinber persóna á Íslandi. Ég sé engan pólitíkus eða nenn opinberan starfsmann sem getur borið nafnbótina "normal", nema þá Jón Gnarr.

Axel Jóhann yrði fínn sem Alþingismaður. Hann er akkúrat hæfilega leiðinlegur maður og neikvæður til að stýra landinu. Leiðinlegt fyrir hann að megnið af þjóðinni er fyrir löngu komið með upp háls af svona flækjufótum eins og honum...

Óskar Arnórsson, 15.3.2011 kl. 15:59

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, til að sanna fyrir þér að húmorsleysið er ekki algert hérna megin, þá þótti mér lokaklausan í fréttinni alveg drepfyndin, en hún er svona:  "Jón segir að síðustu í viðtalinu að þrátt fyrir vinsældir sínar myndi hann ekki bjóða sig fram til þings. „Ég mun ekki fara fram, hef ekki áhuga á því. Ég verð í Reykjavík.""

Þetta vinsældatal byggir hann auðvitað á stuðningi húmorista ein og þú segist vera og annarra grínara, sem finnst sjálfsagt að trúður stjórni hirðinni.

Axel Jóhann Axelsson, 15.3.2011 kl. 16:09

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er að verða hálf dapurt og vandræðalegt, vægast sagt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.3.2011 kl. 16:11

13 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hefurðu sé Lé konung, þar stjórnar nú trúðurinn ansi miklu.

 En annars ætla ég ekkert að tjá mig meira um þetta mál hér, því ég hef nú þegar komið því sem ég vildi sagt hafa á framfæri. Stál í stál er ágætt milli bloggvina á stundum.  Þakka þér fyrir kommentið um aumingjagæskuna, en í þessu tilviki á hún ekki við, því borgarstjótinn er bara alls enginn aumingi, nema síður sé, en það létthvarflar að mér hvort þið hatrammir andstæðingar borgarstjórans þurfið nokkuð á henni að halda.

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.3.2011 kl. 16:31

14 identicon

Ekki það er það nú gæfulegt þetta samansafn af hálfvitum sem er að svara þér hérna Axel,þeim finnst allt í lagi að borga Narrinum laun fyrir að gera ekkert,og hafa fullt af fólki á launum við að vinna vinnuna hanns,af því þetta er allt svo erfitt og leiðinlegt eins og hann segir sjálfur.,Og þeim finnst það bara findið þegar hann þegar hann talar landið  niður í skítinn obinberlega,.Nei þessu skeri verður ekki bjargað á meðan fólk er svona veruleika firrt.

Casado (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 16:56

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú getur alveg verið rólegur Axel Axel Jóhann Axelsson. Þú þarft ekkert að sanna betur fyrir mér að húmorleysið þitt sé algjört. Ég er sannfærður...hehe...

Óskar Arnórsson, 15.3.2011 kl. 17:39

16 identicon

Hann er bara svara spurningunum eins og hann sér málin..... Þarft ekki að missa þig....

Kristófer (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 17:42

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bergljót, í því frábæra leikriti um Lé konung sagði trúðurinn hug sinn um alvöru hluti á gamansaman hátt, eins og trúða var siður við hirðir konunga og annarra ráðamanna.

Trúðum hirðanna leyfðist að segja hlutina á sinn hátt og orða þá allt öðru vísi en þeir leyfðu sér að gera, sem þurftu að bera ábyrgð á orðum sínum og gerðum.

Ég man ekki eftir neinu öðru tilfelli en hjá Reykjavíkurborg, þar sem trúðurinn var sjálfur aðalstjórnandi.

Axel Jóhann Axelsson, 15.3.2011 kl. 18:19

18 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Honum mun samt seint takast að drulla jafn rækilega upp á bak og vanvitunum sem hér stjórnuðu landinu áratugina fyrir hið hrun, algerir kjánar er alltof veikt orð um þá aulabárða og glæpanauta siðblindra fjárglæframanna, gloríur Gnarr eru hjóm eitt við hliðina á tröllslegum skaðanum sem sú snautlega hjörð kostar okkur...og Gnarr er þó allavegana ærlegur og talar hreint út en ekki tungum tveim sem er vissulega hressileg nýbreytni.

Georg P Sveinbjörnsson, 15.3.2011 kl. 18:34

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Georg, þau banka- og útrásargengi sem ollu hruninu voru ekki kosin í neinum kosningum, en voru hinsvegar dyggilega studd af almenningi og forsetanum í stríði þeirra við ríkisstjórnina sem hér sat á þeim tíma.

Annars er er ekki mikið um þetta innlegg þitt að segja, enda á sömu nótum og vejulega frá þér.

Axel Jóhann Axelsson, 15.3.2011 kl. 19:04

20 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég man ekki betur en að Jón Gnarr hafi sagt að hann ætlaði að "haga sér vel" í Vínarborg. Það er náttúrlega magnað að borgarstjóri skuli þurfa að taka það fram áður en hann lagði af stað og þetta er að "haga sér vel" að hans mati.

Sigurður I B Guðmundsson, 15.3.2011 kl. 19:45

21 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

En spilltu pólitíkurnar sem voru í vasa banka og útrásargengisins voru kosnar og reyndust ekki traustins verðar, langan veg frá.

Georg P Sveinbjörnsson, 15.3.2011 kl. 19:52

22 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Georg, þú þyrftir að skilja þá einföldu staðreynd að ríkisstjórnin sem var í stríði við banka- og útrásargengin getur alls ekki hafa verið í vasa þeirra á sama tíma.

Þú ert þá auðvitað að tala um stjórnarandstöðuna á þessum árum og þá sérstaklega Samfylkinguna. Þú verður að tjá þig nógu skýrt til að fólk skilji hvað þú ert að meina.

Axel Jóhann Axelsson, 15.3.2011 kl. 20:02

23 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Axel! Nú eruð þið ekki yfirvaldið ( þ.e. kóngurinn) mér sýnist það á öllu, en þið virðist ekki skilja trúðinn ykkar. Þið gáfuð honum nafnbótina og svo tryllist þið í hvert einasta, ég tek fram í hvert einasta skipti sem hann opnar munninn. Ég þykist vita hverju þú vilt svara Axel minn, en það þýðir ekki að setja mann í svo háa stöðu að kalla hann trúð og tryllast svo í hvert sinn sem það heyrist í honum.

Hvernig væri að staðsetja hann annarsstaðar en í trúðshlutverkinu, þá gæti verið að þið skilduð hvert hann er að fara. Málið er nefnilega að hann er greinilega svo greindur að hann hrekkir ykkur stanslaust á meðan þið látið svona.

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.3.2011 kl. 20:43

24 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Aldrei nokkurn tíma hef ég dregið í efa að Jón Gnarr gæti verið greindur. Ég hef eingöngu verið að ætlast til að hann sýndi það í störfum sínum fyrir borgarbúa.

Ekki tók ég þátt í að koma honum í trúðshlutverkið, en hafa verður í huga að trúðarnir hérna í þá daga þurftu oft að þola högg og aðrar kárínur, þegar húsbændunum mislíkaði vitleysan sem upp úr þeim vall.

Enginn skyldi samt taka þessu svo að ég líti á mig sem húsbónda þessa trúðs, þó ég leyfi mér að láta það í ljós, þegar vitleysan gengur alveg fram af mér. Viðbrögðin við fréttinni, bæði hér og á Facebook, sýna að fólki blöskrar sífellt meira og meira hvernig þessi farsi er að þróast.

Axel Jóhann Axelsson, 15.3.2011 kl. 20:52

25 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

"Vale!"

Maðurinn er í fríi að sinna einkamálum, en engri opinberri heimsókn eða þvíumlíkt. Leyfum honum bara að njóta þess.

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.3.2011 kl. 21:51

26 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Samkvæmt því sem fram hefur komið í fréttum er hann í Vín til að sitja ráðstefnu um tengsl lista og stjórnmála og er því í opinberum erindagjörðum, þó honum hafi þótt sæma að nota tækifærið til að fylgja eftir sýningum á bíómyndinni um sjálfan sig.

Það er auðvitað mjög hagkvæmt að samnýta ferðalögin, sama hver ber svo kostnaðinn af þeim.

Axel Jóhann Axelsson, 15.3.2011 kl. 22:08

27 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hann talaði um að hann bæri allan kostnað sjálfur, utan ferðarinnar, sem var boðsferð samkv. frétt mbl..

Bergljót Gunnarsdóttir, 16.3.2011 kl. 00:06

28 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gott mál, en það breytir ekki því að hann mætti a.m.k. í þetta fréttaviðtal og tjáði sig í krafti embættis síns, þ.e. sem borgarstjóri Reykjavíkur, ekki sem Jón Gnarr ferðamaður frá Íslandi.

Hann var að láta ljós sitt skína sem stjórnmálamaður og gefa erlendum lesendum innsýn í hugarheim sinn sem slíks og þvælan sem vall upp úr manninum er ekki einu sinni til heimabrúks og hvað þá útflutnings.

Axel Jóhann Axelsson, 16.3.2011 kl. 01:22

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

AJA. Ertu að leggja til að ef hann talaði til fólks með sama steindauða innatómu þvælunni sem maður hefur heyrt frá embættisfólki síðasliðin 30 ár, þá yrði hann ekki bara eins og allir aðrir, þá yrði engin breyting frá því sem það er núna.

Við þurfum að koma fólku frá völdum sem fórnar sjálfum sér og stuðningsfólki sínu á altari hræðslunnar við álit annara. Jón Gnarr gerir það ekki og það ættir þú að taka til fyrirmyndar Axel. Þá gætir þú orðið ráðherra á Íslandi. Halldór k. Laxness sagði að hann vildi ekki hafa fólk með tannpínu á þingi og ég vil ekki sjá fýlustrumpa neinstaðar í embættum...

Óskar Arnórsson, 16.3.2011 kl. 09:55

30 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það skiptir máli að hann er að tjá sig um mestu hitamál á Íslandi, þar sem fólk skiptist í tvo hópa og er hatrömm umræða á báða bóga.  Menn verða að hafa vit til að greina á milli þess að vera eins og flón í málum sem varða fólk alla framtíðina, og svo sannarlega ekki til að grínast með. 

Þetta hefur ekkert með kjark að gera heldur hreina heimsku.  Ég er farin að halda að hann sé ekki eins vel gefinn og margir halda. 

Í mínum huga er fólk að verja hann af því það kaus hann og getur ekki viðurkennt að hann hagar sér eins og álfur út úr hól í öllum viðtölum. 

Þetta er svona keisarinn er ekki í neinu dæmi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2011 kl. 10:04

31 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta keisaradæmi er að verða dálítið þreytt og til upplýsingar, þá kaus ég ekki Besta flokkinn. Mér finnst menn einfaldlega leggja Borgarstjórann í einelti. Mér er ekki alveg sama þegar ég sé svona hatrammt gengið að manninium, á meðan allir þykjast vera á móti einelti. Axel sagði að ég væri alltaf svo aumingjagóð, því er ég stolt af, en mér finnst það bara ekki koma heim og saman við Jón Gnarr, því hann er enginn aumingi. En þegar farið er að kalla fólk heimskt og öðrum ónefnum, af því það er öðruvísi en við, get ég orðið fjári grimm.

Bergljót Gunnarsdóttir, 16.3.2011 kl. 11:01

32 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bergljót, að sjálfsögðu er ekki hægt að flokka umræður um stjórnmálamenn, störf þeirra og yfirlýsingar undir einelti. Einelti er alvarlegur hlutur og ofnotkun á því hugtaki verður til þess að eyðileggja baráttuna gegn því og það er það versta sem fórnarlömbum raunverulegs eineltis yrði gert, þ.e. að þynna svo út hugtakið að það missti í raun merkingu sína.

Óskar, ég hef marg sagt að ég áliti Jón Gnarr skynsaman mann og að ætlast mætti til að hann sýndi það í störfum sínum, gerðum og ekki síst orðum. Yfirlýsingarnar sem oft koma frá honum ýta a.m.k. ekki undir þá skoðun að mikill hugsuður sé þar á ferð.

Bæði þú og ekki síður hann sjálfur verða að fara að gera sér grein fyrir því að Jón Gnarr gegnir einni mestu valdastöðu landsins og reiknað er með því að eitthvað sé að marka það sem maður í því embætti lætur frá sér fara.

Þó fólk sé óánægt með einhverja stjórnmálamenn fortíðarinnar og þeirra störf, þá réttlætir það ekki fíflagang núverandi stjórnmálamanna og fáránlegar yfirlýsingar, bara til að vera öðruvísi og segja svo að gagnrýnendur fíflalátanna séu bara fýlupúkar og leiðindaseggir.

Axel Jóhann Axelsson, 16.3.2011 kl. 11:23

33 Smámynd: Mofi

Ég er sammála þér Axel.  Aðal skandallinn að mínu mati felst í því að segja að ástæðan fyrir hans afstöðu er að hann er þreyttur á málinu. Ef það er þannig sem Jón Gnarr er að taka ákvarðanir fyrir hönd borgarbúa þá eigum við ekki von á góðu. Ef að einhver veit ekki hvort sé gáfulegra, já eða nei við Icesave þá ætti viðkomandi að sitja heima og ekki kjósa og viðurkenna að hann bara hefur ekki kynnt sér málið og þar af leiðandi er ekki í aðstöðu til að hafa vitræna afstöðu til þess.  Jón Gnarr kann að vera fyndinn svo ég vona að hann gerir sér grein fyrir því að svona hegðun er ekkert fyndin.

Mofi, 16.3.2011 kl. 11:35

34 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

" ....og reiknað er með því að eitthvað sé að marka það sem maður í því embætti lætur frá sér fara. "

Ekki man ég eftir neinum forvera hans, froðusnökkum sem eitthvað var að marka, lygar standardinn ef eitthvað var...svona eins og flestra pólitíkna er siður.

Georg P Sveinbjörnsson, 16.3.2011 kl. 19:04

35 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Georg, er þér ekki alveg sjálfrátt með þetta endemis rugl sem þú sendir endalaust frá þér? Hefur þú virkilega alls ekkert til nokkurs máls að leggja?

Axel Jóhann Axelsson, 16.3.2011 kl. 19:16

36 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

" Ef hann kann ekki að ljúga, hvað verður um hann þá? " - (Fjöllin Hafa Vakað - Egó)

Er lítil eftirspurn eftir heiðarlegu og einlægu fólki í pólitík og hælbítarnir láta ekki að sér hæða.

Georg P Sveinbjörnsson, 16.3.2011 kl. 20:05

37 Smámynd: Ragnar Einarsson

Betra einn einlægur en tveir flokkshagsmunamenn.

Ragnar Einarsson, 17.3.2011 kl. 21:20

38 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ragnar! Flott!

Bergljót Gunnarsdóttir, 17.3.2011 kl. 22:34

39 Smámynd: Ragnar Einarsson

Sannarlega snýst pólitík um það að lofa öllu fögru og verða kosinn til 4 ára,,,,gera erfiða hluti fyrstu 3 árinn og síðan gera allt sem gefur atkvæði síðasta árið,,(kostningaárið) þá tel ég með ísbjörn í húsdýragarð og allt sem gefur atkvæði,,

Grei maðurinn verður að ná atkvæðum með öllum ráðum eins og allir hinir, annar er grínið búið.

Hann þorir meiru en flestir,,met hann fyrir það.

Betra Bull enn hitt BULLIÐ.

mín einlæga skoðun á málinu.

Ragnar Einarsson, 17.3.2011 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband