24.2.2011 | 19:42
Endurnýting kosningaúrslita
Meirihluti hefur nú myndast á Alþingi fyrir því að endurnýta svokölluð úrslit ólöglegu kosninganna til Stjórnlagaþings með því að skipa þá 25 sem taldir eru hafa fengið flest atkvæði til setu í ráðgefandi Stjórnlagaráði.
Þetta verður að teljast stórmerkilegt og frjótt hugmyndaflug, því aldrei fyrr hefur frést af því að úrslit ólöglegra kosninga hafi verið látin standa óhögguð og það með tilvísun til peningalegs sparnaðar og þess, að kjósendur hafi margt betra við tímann að gera en að vera sífellt að flækjast á kjörstaði.
Einnig er vitnað til þess að þessir 25, sem taldir eru að hafi fengið flest atkvæði í Stjórnlagaþingskosningunum njóti þar með trausts til að setjast í Stjórnlagaráð og því þurfi alls ekki neinar nýjar kosningar, eða nýja frambjóðendur af þessu tilefni.
Með sömu rökum verður hægt að sleppa öllum kosningum næstu áratugi með vísan til þess að hægt verði að endurnýta Stjórnlagaþingskosningarnar, t.d. við val á Alþingismönnum, enda voru frambjóðendur á sjötta hudraðið og flestir notið trausts einhverra kjósenda og þar með væri fullkomlega eðlilegt að skipa 63 þeirra í sérstakt Alþingisráð.
Svona endurnýting kosninga verður að teljast algerlega frábær hugmynd, nú á tímum sjálfbærrar þróunar og hagkvæmni á öllum sviðum þjóðlífsins.
Hugmyndin er svo frábær, að hún ætti að geta orðið verðmæt útflutningsvara til annarra þróunarríkja, jafnvel þeirra sem lengra eru á veg komin en Ísland.
Fær sama verkefni og þingið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:44 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er langsótt að jafna kosningunum til stjórnlagaþings við kosningar til alþingis á einhvern hátt. Eiginlega er það ekki á færi annara en hæstaréttar og sanntrúaðra Flokksmanna sem kæra sig ekki um svona lyktandi lýðræði.
En fjandi var nú gaman að geta gefið hæstarétti langt nef í þessu máli. Hver hefði staðist þá freistingu?
Árni Gunnarsson, 24.2.2011 kl. 20:40
Maður verður hreinlega klökkur við að verða vitni að svona fölsvalausri og barnslegri gleði fólks með lífið.
Svo eru margir hissa á því að Íslendingar skuli aftur og aftur, í ýmsum könnunum, teljast hamingjusamasta þjóð í heimi.
Axel Jóhann Axelsson, 24.2.2011 kl. 21:09
Það er samt erfitt að ímynda sér gagnið af, ráðgefandi þjóðaratkvæðis um frumvarp að nýrri stjórnarskrá, áður en Alþingi tekur málið til efnislegrar meðferðar og afgreiðslu. Þingmanni ber að greiða atkvæði samkvæmt sinni eigin samvisku, en ekki annarra. Á þá þingmaður að rjúfa drengskaparheit sitt og kjósa eins og ,,þjóðin" um nýja stjórnarskrá?
Svo er það auðvitað spurning hvort að þeir þingmenn sem segja að Alþingi sé ekki fært að semja nýja stjórnarskrá eða breyta þeirri gömlu, séu ekki bara að tala fyrir sjálfa, en ekki þingið sem slíkt.
Kristinn Karl Brynjarsson, 24.2.2011 kl. 23:01
Sjálfum finnst mér þessi niðurstaða nefndarinnar vera skýrt dæmi um álit þeirra alþingismanna sem standa að þessari niðurstöðu fyrir lögum landsins. Þegar Hæstiréttur er búinn að komast að þeirri niðurstöðu að framkvæmd laganna stæðist ekki þau lög sem Alþingi setti um framkvæmd þeirra, þá er bara allt í lagi að festa þessa lögleysu í sessi með því að skipa viðkomandi aðila.
Margir hafa talað um að hér hafi Hæstiréttur verið að dæma eftir flokkslínum Sjálfstæðisflokksins og þess vegna sé allt í lagi að sniðganga hann með þessu móti. Og það eru Alþingismenn sem mest viðra þessa skoðun. Bíddu getum við þá bara ekki sagt þessum Alþingismönnum upp. Þeir telja hvort eð er allt í lagi að fara bara eftir því sem hverjum og einum finnst og þá hlýtur það að fylgja að það er óþarfi að vera að setja einhver lög. ERGO: Alþingi er þá óþarft.
Einn einn vinkill í þessu máli hefur hins vegar aldrei verið ræddur. Finnst þessum Alþingismönnum og öllum þeim sem eru sama sinnis og þeim að skipa eigi bara þessa ólöglega kosnu 25 menninga í þetta hluverk, þá allt í lagi að gefa okkur kjósendum þessa lands langt nef sem ekki sáu villurnar í framkvæmdinni fyrir kosningar og hættu þess vegna við þátttöku í þessum skrípaleik. Sjálfur hef ég þá skoðun að maður á að mæta á kosningum og láta skoðuns sína í ljós. Og í þeim anda ætlaði ég að mæta og skila auðu, þar sem mér finnst þessum peningum sem þetta apparat á að kosta mun betur varið í að viðhalda grunnþjónustu þjóðfélagsins á þessum síðustu og verstu tímum. Að mínu mati er það alger fásinna að draga saman í heilbrigðisþjónustu og menntun bara okkar til að geta haldið eitthvert stjórnlagaþing sem hvort eð er er valdalaust og hægt að fá sömu niðurstöðu miklu ódýrari með einfaldri skoðanakönnun. Hins vegar þegar ég fór að sjá framkvæmdina á þessu útlistanirnar á því hvernig atkvæðin voru stokkuð upp, þannig að þeir sem greiddu atkvæði gátu ekki verið vissir um það hver fengið atkvæðið þeirra, stangaðist það þvílíkt á við það sem ég tel að eigi að vera í kosningum í lýðræðisríki, að mér fannst mínu atkvæði í þessu sambandi best varið í að taka ekki þátt í þessari vitleysu.
Ég veit að það voru fleiri en ég sem hættu við að taka þátt í þessu af þessum sökum og það er greinilegt að viðkomandi Alþingismönnum sem standa að þessu áliti finnst ekki bara allt í lagi að lögfesta lögleysuna og á sama tíma gefa okkur kjósendum sem ekki sættum okkur við þessa lögleysu langt nef í leiðinni. Eitt er víst að það langa nef mun ná að næstu kosningum.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.