Hvar liggur áhættan?

Nú, þegar forsetinn hefur vísað lögunum um Icesave III til endanlegrar afgreiðslu þjóðarinnar, sem annars löggjafaraðila landsins, verður þjóðin að fá að kynna sér allar upplýsingar sem Alþingi hafði undir höndum við sína umfjöllun um málið.  Upplýsingum hefur kerfisbundið verið haldið frá þjóðinni og jafnvel hluta þingmanna, þ.e. alls kyns upplýsingar hafa verið lagðar fram í nefndum þingsins, sem stimplaðar hafa verið sem trúnaðarmál og þingmenn utan nefndanna ekki einu sinni fengið að sjá þær.

Strax eftir undirskrift Svavarssamningsins hroðalega í júní 2009 átti að keyra þann samning óséðan í gegnum þingið með þeim skýringum að Ísland yrði Kúba norðursins eða önnur Norður-Kórea yrði samningurinn ekki samþykktur samstundis á Alþingi, upplýsinga- og umræðulaust.  Sem betur fer tóku þingmenn stjórnarandstöðunnar í taumana í það skiptið og í annarri tilraun, árið eftir, felldi þjóðin þrælasamninginn, sem þá lá fyrir lítillega mildaður.

Því var haldið fram á þessu bloggi strax 22. júní 2009 að ríkisábyrgð ætti ekki og mætti ekki vera á tryggingasjóðum innistæðueigenda og fjárfesta og mun það líklega vera í fyrsta skipti sem sú skoðun var sett fram opinberlega, en það blogg má sjá Hérna og stóðu deilur um það efni lengi framan af, en nú viðurkenna allir að ekki hafi verið gert ráð fyrir ríkisábyrgðinni í lögum og tilskipunum ESB og meira að segja hafa fulltrúar Framkvæmdastjórnar ESB viðurkennt það.

Icesavelögin snúast fyrst og fremst um ríkisábyrgð á Icesave, sem auðvitað þyrfti ekki að samþykkja sérstaklega núna, hefði verið gert ráð fyrir henni áður í lögum og reglum ESB og Íslands og þar sem allir viðurkenna núna að um ólögvarða kröfu sé að ræða, á alveg eftir að útskýra í hverju hættan við dómstólaleiðina er fólgin.

Talsmenn þess, að þjóðin sem annar hluti löggjafarvaldsins, staðfesti lögin um Icesave hljóta nú að útskýra í hverju hættan af dómstólaleiðinni sé fólgin og hvort eitthvað hangi þar á spýtunni annað en Icesavereikningarnir sjálfir.  Kjósendur verða að fá ALLAR upplýsingar upp á borðið og þá er átt við ALLAR upplýsingar sem Alþingismenn reistu sínar ávarðanir á.

Boltinn er alfarið hjá þeim sem vilja að lögin verði staðfest í þjóðaratkvæðagreiðslunni væntanlegu.


mbl.is Þjóðin kýs að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Rétt Axel! sönnunar og upplýsingaskyldan um "ágæti" þessa samnings, liggur alfarið hjá þeim sem stóðu fyrir því að þetta var samþykkt á þinginu, það er ekki nóg að koma með "dylgjur" um "andóf" og að dómstólaleiðin sé "þyrnum" stráð eins og ASÍ Gylfi afrekaði að glopra útúr sé í mogganum í dag, nú verður allt að koma upp á borðið, fólk er upplýstara en "hrokagikkirnir" halda, þó "hjarðhópurinn" sé því miður nokkuð stór, þ.e. þeir sem fylgja forystudýrunum fyrir björg, afþví þau segja "afþvíbara".

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 21.2.2011 kl. 15:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er bæði sjálfsögð og eðlileg krafa kjósenda að fá ALLAR upplýsingar um málið, kosti og galla þess að samþykkja lögin og kosti þess og galla að hafna þeim.

Fólk verður að vera upplýst um þá fjárhagslegu áhættu sem fylgir báðum leiðum og þeim sem óska eftir að fá lögin staðfest, þ.e. ríkisstjórninni, ber skylda til þess að útbúa upplýsingabækling um báða kostina í stöðunni og dreifa honum inn á hvert heimili í landinu.

Öðru vísi getur stjórnin ekki reiknað með vitrænni umræðu í þjóðfélaginu, án upphrópana og slagorða.

Axel Jóhann Axelsson, 21.2.2011 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband