Að fæðast er stórhættulegt

Fræðingar af öllum gerðum og tegundum verða aldrei þreyttir á að rannsaka og upplýsa alþýðuna um hvað hættulegt sé að gera hitt og þetta og jafnvel gæti verið stórhættulegt að láta suma hluti ógerða.

Allir hafa heyrt af rannsóknum þar sem mýs voru látnar éta hangikjöt í alla mata mánuðum saman og niðurstaða rannsóknarinnar leiddi svo í ljós, að hangikjötsát gæti valdið krabbameini. Á sama hátt hefur verið sýnt fram á alls kyns heilbrigðishættur af nánast hverju sem er og sýnt hefur verið fram á að lífið er stórhættulegt.

Nýjustu rannsóknir merkra vísindamann hafa nú sýnt að ákveðin tegund kynmaka getur verið krabbameinsvaldandi, en þeirri spurningu er ósvarað hvort þeir sem algerlega sniðganga þannig kynlífsathafnir séu þá í bráðri hættu af því sem þeim dytti í hug að gera í staðinn.

Niðurstöður nákvæmra rannsókna, sem flestar eru kostaðar af opinberu fé, er að allt sem gott er sé stórhættulegt og eins er allt sem er skemmtilegt harðbannað. Það verður reyndar að teljast undarlegt að hræða líftóruna úr fólki með öllum þessum viðvörunum, því aðrir uppástanda að þá fyrst fari fólki að líða vel, þegar það er dáið.

Þessar rannsóknir sýna og sanna að langhættulegast af öllu er að fæðast í þennan heim og líklega væri bara langbest að fæðast steindauður.


mbl.is Valda munnmök krabbameini?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður punktur hjá þér

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 20:24

2 identicon

Það mætti ætla að öruggast sé bara að liggja uppi í rúmi alla ævi og sleppa því að neyta matar. Tölfræðin hins vegar sýnir að hættulegast af öllu sé að liggja uppi í rúmi, enda látast lang flestir þannig.

Jón Flón (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 21:39

3 identicon

Svo er hægt að líta á þessa rannsókn á aðeins fordómalausari hátt en þú gerir og skoða hvað hún er í raun að segja okkur. Ekki að fólk eigi að sleppa munnmökum, heldur frekar að kannski höfum við góða ástæðu til að bólusetja drengi jafnt sem stúlkur (eins og samþykkt var á alþingi nýlega) við HPV veirunni sem veldur leghálskrabbameini...

Bylgja (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 22:34

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bólusetningar eru góðar og blessaðar og að sjálfsögðu ætti að bólusetja við sem flestum hættulegum sjúkdómum.

Eftir sem áður er hægt að færa sönnur á að allt sem gert er og allt sem látið er ofan í sig, leiði fyrr eða síðar til dauða.

Ekki hefur frést ennþá af nokkrum einasta manni sem hefur lifað algerlega heilbrigðu og áhættulausu lífi og lifað það af.

Axel Jóhann Axelsson, 21.2.2011 kl. 00:01

5 Smámynd: Anna Guðný

Virkilega skemmtileg lesning.

Anna Guðný , 21.2.2011 kl. 00:07

6 identicon

Öryggi er aðeins til í móðurkviði, og þar jafnvel aðeins í ófullkominni mynd, en óþroskaða veran þar inni hefur engan samanburð og heldur sig ranglega vera örugga, því hún er þekkir ekki umhverfi sitt, heldur lifir þarna í hjúpi sem takmarkar veruleika hennar.

 Margir þroskast ekki meira en svo að sækja stanslaust aftur í fals-öryggið. En öryggi er ekki til í lífinu. Hið illa hefði engin völd nema afþví það höfðar til þarfar mannanna fyrir öryggi. Ofsatrú vekur til dæmis mikla öryggiskennd. Þú þarft ekki að hugsa, því bækur og kenningar hugsa fyrir þig, þarft ekki að taka ákvarðanir, bara að kíkja á hvað trúbók eða predikari skyldi segja um málið, og lífið einkennist af mikilli reglufestu og trúarsiðum sem færa þér öryggiskennd. Sama með öfgafull stjórnmál. Hitler sigraði með að höfða til þarfar fólks fyrir öryggi.

Lífið er stríð. Friður er ekki til. Allt sem við berjumst ekki fyrir, eignumst við aldrei, og allt sem við höldum svo ekki áfram að berjast fyrir, missum við. Þetta gildir alveg sérstaklega um frelsið.

Eins og Benjamin Franklin sagði : "Those who would give up essential liberty to purchase a little temporary safety, deserve neither liberty nor safety, and will lose both."

Segjum Nei við Icesave (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 01:40

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Á dauða mínum átti ég von, segir fólk, eins og allir vita, svona þegar það á við, en gleymir að hann bíður þarna ligeglad einhversstaðar í framtíðinni og sleppir engum. Alveg er ég hissa að hálft mannkynið skuli ekki vera dautt nú þegar, af hræðslu við alla þessa sjúkdóma og hættur sem okkur er talin trú um að kræki í okkur við hvert fótmál, og núna síðast við beðmálin að auki.

Maður lifir ekki nema einu sinni og því þá að lifa lífinu hálfdauður af hræðslu við allt og alla. Enginn veit hvenær kemur að því stóra augnabliki að maður vaknar dauður, og þá er nú eins gott að hafa lifað óhræddur og almennilega.

Bergljót Gunnarsdóttir, 21.2.2011 kl. 02:03

8 Smámynd: Riddarinn

Það er einfaldlega miklu auðveldara að gefa skít í svona viðvaranir og svo miklu skemmtilegra að geta hleypt Skjóna út á víðan völl og ríða stjórnlaust þar til dagur rís ........

Þar til að viðkomandi fær kannski eitthvað af þessum leiðinlegu kvillum því það breytist tóninn í fólk.

Þegar óþægindin gera vart við sig og fara að skemma líf viðkomandi þá minnkar nú heldur betur fjörið í honum Skjóna og  og laufin falla af limgerðinu, mesta fjörið sem fæst þá dagana er að taka upp gluggapóstinn og rífast við nágrannana og ekki má gleyma að  urra á hundinn á móti sem skeit í garðinn þinn daginn áður.

En mikið gott að maður fékk ekki þær fréttir fyrir 30 árum að þessi skemmtun sem kynlífið er skuli vera svona stór hættuleg,þá ungur að árum hefði maður nú misst af all nokkrum könnunar ferðum um miðjur alheimsins,allavega voru þessar "miðjur alheimsins"það sem lífið virtist snúast á þeim árum um og margar veiðiferðirnar í fullum herklæðum farnar í skjóli nætur og bráðin borin í hús þar til hún spratt upp haugþunn næsta morgun rangeygð eftir átök næturnar

Guði sé lof að þessar óskapa hættur kynlífsins voru ekki skjalfestar á þeim árum og maður gat leikið sér og lært af mistökunum, sumum hefur maður reyndar aldrei lært af og er alltaf að endurtaka þær, ekki getur maður verið fullkominn og ekkert gaman af því ef fullkomnunin þýðir að maður verður að lifa skýrlífi það sem eftir er svo held bara áfram og hef gaman af mistökunum

Riddarinn , 24.2.2011 kl. 10:58

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Lífið er allt einn leikur, "you loose some and win some", en með sæmilegri bjartsýni og áræði kemst maður í gegnum þetta allt.

Afi minn  sagði t.d. að amma mín væri aldrei ánægð nema hún gengi með minnst sjö sjúkdóma í einu, og hún hló bara að honum enda eilíft sárkvalin af hinni ýmsu óáran. Ég hef stundum stært mig af því að hafa trompað gömlu, sem er ekki alltaf það skemmtilegasta í heimi. En það vera ti,l er  svo endaleust gaman, ef maður nennir bara að hafa svolítið fyrir því.

Þetta kemur að vísu ekkert mismunandi áhugamálum fólks og hegðun um lendur kynlífsins við, en Björn Birgisson skrifaði blogg ekki margt fyrir löngu sem hét "Leggöng eru fjölförnustu gönga veraldarinnar og oft greiddur vegatollur." Svo er auðvitað er niðurstaðan af þessu öllu, að við eigum bara að leyfa fólki að gera það sem það vill, þegar það vill, meðan það er löglegt og setur engan á hausinn, auðvitað að því tilskyldu að fólk hafi bæði gott og gaman að, og helst með leyfi beggja foreldra, eða þannig!

Bergljót Gunnarsdóttir, 24.2.2011 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband