Lýðræði fylgir ábyrgð

Ábyrgðin á Icesave liggur nú hjá þjóðinni, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri atvinnulífsins, og líta verður á það sem raunsærri afstöðu en ríkisstjórnin hefur sýnt, en hennar fyrstu viðbrögð við höfnun forsetans á staðfestingu Icesavelaganna einkenndust af fumi, fáti, hroka, klaufaskap og forundran, alveg eins og þegar forsetinn neitaði hörmungarniðustöðu stjórnarflokkanna staðfestingar í janúarbyrjun 2010.

Sjálfur mælir Vilhjálmur með því að þjóðin samþykki Icesave III, vegna þeirrar óvissu sem hann og aðrir þeir sem eru á sömu skoðun og hann telja að við taki, hafni þjóðin þessari þriðju tilraun til að þröngva málinu upp á þjóðina. Ekki síst er látið að því liggja að ekki fáist erlendir fjárfestar til landsins, eða erlent lánsfé, þrátt fyrir að hið gagnstæða hafi komið í ljós oftar en einu sinni og oftar en tvisvar undanfarna mánuði.

Ríkisstjórnin skelfist ekkert eins mikið og þjóðina og getur því ekki hugsað sér að spyrja hana álits á einu eða neinu og trú þeirri stefnu sinni er hún algerlega miður sín yfir afgreiðslu forsetans og treysta sér engan veginn til að útskýra fyrir kjósendum nauðsyn þess að þeir staðfesti gerðir hennar.

Kjósendur eru alveg fullfærir til að taka skynsamlega ákvörðun í þessu efni, sem öðrum, og nú er skylda stjórnarflokkanna að vinna sinni niðurstöðu fylgis og reyna að fá meirihluta þeirra til fylgis við sinn málstað.

Aðrir munu svo halda áfram að kynna sín sjónarmið í þeirri von að þau verði ofan á í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þannig á sannkallað lýðræði að virka.


mbl.is Ábyrgðin liggur hjá þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er í mínum huga ekki spurning um það hvort þessir Icesave samningar verða samþykktir eða ekki. Þetta er frekar spurning um það hvernig lítur framtíð okkar út.

Fortíðin snýr að því að búið er að gera þráfaldlega samninga við erlend ríki, sem síðan hafa verið felld á þingi og svo vísað til þjóðarinnar sem felldi þá samninga, eftir að þeir voru samþykktir á Alþingi. Núna hafa samningar um þessi mál enn og aftur verið samþykkt á Alþingi og þá samningar sem menn virðast almennt vera sammála um að séu mun hagstæðari en þeir sem áður hafi verið uppi á borðinu. Og þar að auki samþykktir af 2/3 hluta Alþingis. Í ljósi þessa er dálítð forvitnilegt að líta á þessa samninga út frá viðsemjendunum.

Ef þú gerir samning við einhvern og síðan hættir hann við, og hættir við og hættir við. Hvernig myndir þú meta mögleikana á að hægt sé yfir höfuð að semja við þennan aðila???

Ef þú ætlar að semja við einhvern um eitthvað sem þú síðan færð fréttir af að samningar við hann séu ekki pappírsins virði, hversu áfjáður værir þú í að gera samning við hann??

 Enda skilst mér að í flestum siðmenntuðum löndum þar sem þjóðhöfðingi hefur möguleika á að synja lögum um staðfestingu og skjóta til þjóðarinnar þá gildi almennt sú regla að viðkomandi geti ekki skotið lögum sem lúta að skattlagningu og milliríkjasamningum til þjóðaratkvæðar. Skyldi það kannski vera af því að engar líkur eru á að lög um skattlagningu yrðu samþykktar af þeim sem borga eiga skattana og að öll óviss í milliríkjasamningum væru það varasamar að jafnvel þótt komið væri í veg fyrir kostnað af einum samningi þá myndi hann koma samt sem áður í formi aukins kostnaðar í öðrum samningum?? Nú leikur manni forvitni á að vita ef fyrri samningar hefðu verið samþykktir hefðum við þá náð hagstæðari samningum á öðrum sviðum en okkur stóð til boða??? Spyr sam sem ekki veit en getur ekki látið vera að velta því fyrir sér.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 22:36

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er eitt sem nýlendukúgararnir þurfa að hafa í huga. Þeir eru að semja við íslensku þjóðina, ekki ríkisstjórn Íslands...

Steingrímur og Jóhanna þurfa líka að átta sig á því að tími þeirra er liðinn, tími er til að skipta um fólk í brúnni. Fáum ungt og ferskt fólk í störfin þeirra...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 21.2.2011 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband