ASÍ ætti að styðja dómara í launamálunum

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, gagnrýrir Kjararáð harðlega fyrir að samþykkja auknar launagreiðslur til dómara vegna aukins vinnuálags á þá vegna efnahagsglæpanna sem um þessar mundir hrúgast inn til dómstólanna og fyrirsjáanlegt er að fjölgi mikið á næstu mánuðum og misserum.

Þar sem þetta er ekki hækkun fastra launa dómaranna, heldur greiðsla fyrir aukna yfirvinnu, verður þessi afstaða forseta ASÍ að vekja furðu, því varla ætlast hann til þess að launafólkt taki á sig að vinna lengri vinnudag, án þess að fá greitt fyrir það.  Það er furðuleg kjarabarátta fulltrúa launafólks og varla myndir Alþýðusamband Íslands samþykkja að á almennum vinnumarkaði yrði fólk skikkað til að vinna einn til tvo yfirvinnutíma, daglega, án þess að fá greitt fyrir þá yfirvinnu.

ASÍ ætti að fagna því að sanngirni sé sýnd og fólk í opinberri þjónustu fái greitt fyrir vinnu sína og ef það þarf að leggja á sig lengri vinnudag, þá sé sjálfsagt að greitt sé fyrir þá aukavinnu.  Á almennum vinnumarkaði hefur starfsfólk misst vinnuna þúsundum saman og flestir þurft að taka á sig algert yfirvinnubann og enn aðrir þurft að sætta sig við skert starfshlutfall og svo eru stórir hópar sem flúið hafa land í atvinnuleit. 

Engum myndi detta í hug og allra síst ASÍ, að samþykkja að starfsfólk á almenna markaðinum hefði verið skikkað til að vinna óskerta yfirvinnu áfram, en fá aðeins greidd laun fyrir dagvinnuna.

Einhver hefði nú talið, að samræmi ætti að vera í málflutningi forystumanna launþega, að þessu leyti og í staðinn fyrir að kvarta yfir þessum yfirvinnugreiðslum, hefði Gylfi átt að fagna því að þetta fyrirkomulag á vinnutíma ætti að leiða til þess að hraðar gengi að koma lögum yfir gengin sem efnahagshruninu ollu.

Þegar aftur dregur úr álagi á dómstólana, verður jafn sjálfsagt að minnka þessa yfirvinnu aftur og fækka dómurum.


mbl.is Forseti ASÍ gagnrýnir kjararáð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Engum myndi detta í hug og allra síst ASÍ, að samþykkja að starfsfólk á almenna markaðinum hefði verið skikkað til að vinna óskerta yfirvinnu áfram, en fá aðeins greidd laun fyrir dagvinnuna.

Þú ert ur takti,,,, þetta er að gerast alstaðar minni laun meiri viðvera.

Sigurður Helgason, 18.2.2011 kl. 12:59

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, þá er það brot á kjarasamningum og ASÍ ætti að berjast gegn slíku með kjafti og klóm.  Það er akkúrat vettvangur ASÍ og víglína að verja, að láta ekki troða svoleiðis á réttindum sinna félagsmanna.

Hafi ASÍ látið þetta viðgangast baráttulaust, þá er það ekki fögur mynd sem þú dregur upp af þessum hagsmunasamtökum launafólks.

Axel Jóhann Axelsson, 18.2.2011 kl. 13:04

3 identicon

Stundum hef ég á tilfinningunni Axel að þú reynir meðvitað að stuða almenning. Sérðu ekki óréttlættið í þessum gjörningi? Áttar þú þér virkilega ekki á því sem er að gerast í samfélaginu? Óréttlætið hægri og vinstri hvert sem litið er. Snýr vilji þinn að því að lifa í sundruðu og óheilbrigðu samfélagi? Ég bara spyr. Flest allur þinn málflutningur ýtir einmitt undir svona samfélag. Þínar skoðanir verða ekki fótum troðnar af minni hendi, allir eiga rétt á sínum skoðunum. Hins vegar þykir mér margar hugmyndir þínar um eðlilegt samfélag vera í meira lagi undarlegar. Þetta er mín skoðun.

Doddi (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 13:22

4 Smámynd: Hjalti Tómasson

Spurning hvort starfsfólk t.d. sjúkrastofnanna njóti sama skilnings vegna aukins álags í störfum sínum ?

Að auki er búið að bregðast við auknu álagi á dómstólana með fjölgun dómara og aðstoðarmanna, öfugt við það sem hefur verið að gerast annarstaðar þar sem sífellt er verið að fækka fólki og auka vinnu á aðra án þess að hærri laun komi fyrir. Við vitum jafnvel um dæmi að fólki er sagt upp og boðin nýr ráðningarsamningur á strípuðum taxta án þess að starfssvið þess breytist.

Maður veltir fyrir sér í hverju þessi aðstöðumunur liggur.

Hjalti Tómasson, 18.2.2011 kl. 13:26

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Axel: Það eru margar stéttir sem vinna undir auknu álagi í dag, ekki síst þær stéttir sem sinna félags og velferðarmálum.

Þar hefur álagið aukist gríðarlega frá hruni.

Þessi gjörningur er gjörsamlega glórulaus, hrein ögrun við hinn almenna launamann og undirstrikar að það búa tvær þjóðir í þessu landi. Ennfremur undirstrikar hann það að leggja ætti kjararáð niður. Það er ekki og hefur aldrei unnið í takti við raunveruleikann.

hilmar jónsson, 18.2.2011 kl. 13:27

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta ætti einmitt að vera öðru hvatning í baráttu sinni fyrir bættum kjörum og viðurkenningu á því að það sé óþolandi að auka álag og vinnu fólks, án þess að endurgjald komi fyrir.  Það á ekki bara við um dagvinnutímann, heldur ekki síður og jafnvel miklu frekar við yfirvinnuna.  Enginn á að láta bjóða sér að bæta við daglegan vinnutíma, án þess að greiðsla komi fyrir.

Þess vegna á ekki að hneykslast á þessu og láta það fara í taugarnar á sér, heldur benda á þetta sem fyrirmynd þess sem menn vilja sjá annarsstaðar í þjóðfélaginu. 

Heilbrigðisstéttir og aðrar sem hafa þurft að taka á sig aukið álag án launahækkana ætti frekar að þurfa stuðning ASÍ og BSRB í baráttu sinni fyrir sanngjarnara vinnuálagi og hærri launum, í stað þess að horfa upp á þessa forystumenn bölsótast út af því að einhversstaðar sé aukinn vinnutími metinn til hærri launa.

Það er furðuleg kjarabarátta að berjast alltaf gegn hvers konar kauphækkunum og öðrum kjarabótum annarra en sjálfs sín.  Fólk þarf að standa saman í kjarabaráttunni ef einhver raunhæfur árangur á að nást, en ekki sífellt naga skóinn hvert af öðru.

Axel Jóhann Axelsson, 18.2.2011 kl. 13:51

7 Smámynd: hilmar  jónsson

"Þetta ætti einmitt að vera öðru hvatning í baráttu sinni fyrir bættum kjörum og viðurkenningu á því að það sé óþolandi að auka álag og vinnu fólks, án þess að endurgjald komi fyrir "

Axel ertu bara að leika þér með þessu bulli, eða ertu ekki betur gefinn ?

Finnst þér aðstæður í þjóðfélaginu í dag bjóða upp á 100000 kr launahækkanir. Hefur hinn almenni launþegi eitthvert kjararáð upp á að hlaupa til að bæta sín kjör ?

Blessaður hættu svona dómadags rugli maður ef þú vilt láta taka mark á þér...

hilmar jónsson, 18.2.2011 kl. 13:57

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er ekki verið að tala um 100.000 króna launahækkun á grunnlaun.  Það er verið að tala um greiðslur fyrir aukna yfirvinnu.  Það er alls ekki það sama og bein launahækkun.

Ekki hef ég verið að leggja neinn dóm á upphæðir, heldur skyldur launagreiðanda til að greiða fólki fyrir yfirvinnu, en komast ekki upp með að auka dagvinnutíma fólks án þess að endurgjald kæmi fyrir.

Maður hefði búist við að vinstri menn gætu jafnvel skilið muninn á þessu.  Hilmar, ertu nógu vel gefinn til að skilja þetta, eða þarftu enn meiri útskýringar.

Axel Jóhann Axelsson, 18.2.2011 kl. 14:05

9 Smámynd: Sigurður Helgason

Ég vildi fá svona launahækkun á ská.

en reyndin er sú að þeir þarna á efri hæðunum fá svona launahækkanir sem ekki eru hækkanir :)

það skiptir engu máli Axel hvort það eru félagshyggjustjórn eða sjálfstæðismenn stétt gegn stétt :)

ég var lækkaður um 600 kr á tímann. þar sem ég sætti mig ekki við það fékk ég uppsögn og einhverjir útlendingar fengu djobbið :)

Sigurður Helgason, 18.2.2011 kl. 15:40

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, það er gegn öllu svona sem verkalýðshreyfingin á að berjast og standa vörð um sína félagsmenn og réttindi þeirra. 

Varðandi yfirvinnuna, þá á það auðvitað hvergi að líðast að fólk sé ráðið upp á ákveðin laun fyrir að vinna t.d. 40 tíma vinnuviku og heimta svo að það vinni 50-60 tíma án viðbótargreiðslu.  Þetta á að gilda um alla, sama í hvaða launaþrepi þeir eru og fólk á að standa saman um þessi réttindi, en ekki snúast gegn því að einhverjir njóti þeirra, þó maður geri það ekki sjálfur.

Axel Jóhann Axelsson, 18.2.2011 kl. 15:50

11 identicon

Axel, þetta er vonlaust hjá þér að reyna að verja þennan skandal kjararáðs.

Númi (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 01:37

12 identicon

Er engin að lesa það sem Axel skrifar?Hann er að benda á að jafnt skal yfir alla ganga og allir þeir sem hafa aukið við sig vinnu skuli fa´hærri laun.ég veit um fólk sem er að vinna mun meiri vinnu nú enn fyrir ári síðan á minni launum enn var þá.

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband