1.2.2011 | 21:03
Besti flokkurinn er einungis bestu vinir Gnarr
Á borgarstjórnarfundi í dag upplýsti Jón Gnarr að Besti flokkurinn væri í raun ekki flokkur annarra en nokkura vina sinna, þannig að miðað við það ætti "flokkurinn" líklega frekar að heita "Bestu vinir aðal" og alls ekki að kenna nafnið við flokk, fyrst þetta er alls ekki flokkur.
Jón Gnarr sagði, samkvæmt fréttinni "að Besti flokkurinn hefði enga stefnu og væri ekki flokkur, hefði enga starfsemi, engar nefndir og engin ráð full af fólki til að móta einhverja stefnu." Þessu hefur oft verið haldið fram hér á þessu bloggi og alltaf verið uppskornar athugasemdir um að verið væri að níða niður Besta flokkinn og stefnu hans, að ekki sé talað um Jón Gnarr, sem jafnoft hefur verið haldi fram að væri gjörsamlega óhæfur til að gegna borgarstjórastarfi.
Nú þarf ekki fekari vitnanna við þar sem Jón Gnarr staðfestir þetta allt saman sjálfur og það verður að virða honum til tekna, að játa það svona hreinskilninslega á opnum borgarstjórnarfundi hverskonar plat "Besti flokkurinn" væri og að hann hefði verið að draga kjósendur sína á asnaeyrunum allan tímann.
Sennilega er Jón Gnarr byrjaður að undirbúa brottför sína úr borgarstjórastólnum, því hann hefur nú þegar ráðið sig til að stjórna sjónvarpsþætti á Stöð 2, sem þó mun örugglega ekki verða langlífur, ef mið má taka af fyrstu tveim þáttunum.
Jón Gnarr er góður leikari og mun vafalaust ekki skorta verkefni á þeim vígstöðvum og með brotthvarfi "Besta flokksins" úr borgarstjórn mun skapast grundvöllur fyrir vitræna stjórnun á þeim vígstöðvum.
Sagði Besta flokkinn líkjast lítilli strákaklíku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll. Það var fullt af fólki þarna í dag AFÞVÍ að það hefur TRÚ á JÓNI GNARR og PROPPE og VEIT að þeir MUNU leysa þetta mál. Þetta eru listamenn og menningarfólk og að sjálfsögðu mun þeir ekki gera tónlistinni mein, þegar hægt er að skera niður á fullt af LEIÐINLEGUM stöðum! Eins og með því að reka allt þetta gagnslausa skrifstofufólk. Fólki í einfaldri innivinnu hjá skólunum, ráðunum eða ÍTR, og alla hina. Eða fækka í ráðum og nefndum, jafnvel fækka í borgarstjórn! Reka til dæmis alla aðstoðamenn og ritara! Þetta lið getur sjálft hitað sitt kaffi og sent sína eigin tölvupósta! Það þarf engan aðstoðarmann til þess! Come on strákar! Þið eruð skapandi og skemmtilegir! Sýnið hvað í ykkur býr! Og skerið bara niður á leiðinlegum stöðum! Ég hef trú á ykkur! Þið rúlið! Ég VEIT þið lagið þetta! Og þá verða allir glaðir :D
X BEST (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 22:22
Það var full af fólki þarna enda var Júlíus Vífill búinn að fara fram á þessa umræðu um skólana. Fólk treysti á reynslu hans og væntumþykju í garð tónlistarskólanna - enda er þar á ferðinni alvöru listamaður.
Þetta sama fólk gerði hróp að jóni narr. Eðlilega. Það var EKKI traustsyfirlýsing.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 1.2.2011 kl. 23:31
Jón Gnarr er alvöru listamaður. Ég þekki persónulega fullt af fólki sem var þarna í dag, næstum allir vinir mínir og kunningjar voru þarna. Og sirka 85% þeirra kaus Besta Flokkinn síðast. Það púuðu ekki allir á Gnarr, nei...Flestir komu þarna bara til að hvetja hann til aðgerða. Jón er rithöfundur, heimspekingur, leikari af Guðsnáð og einn sá besti í heimi, og svo er maðurinn sjálfur bara listaverk. List verður ekki lærð í skólum og skólar gera mest ógagn. En listaskólar eru undantekning þar á, þeir reyna ekki að temja fólk eins og hunda, eða segja því hvernig á að hugsa, heldur efla með fólki frelsi og sköpunargáfu. Og maður eins og Jón vill ekki taka slíkt frá fólkinu, það er bókað mál. Annað verður sagt um "vin" hans Dag B. Eggertsson, tilbúinn með rýtinginn til að stinga "vin" sinn í bakið...Ekki treysta honum Jón! Hann er EKKI vinur þinn!!! Við treystum á listamanninn Jón til að bjarga þessu máli!
Hafsteinn (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 23:47
Auðvitað er það ekki traustsyfirlýsing að púa á ræðumenn, ef maður má nota svo fínt orð yfir eins málstirðan mann og Jón Gnarr.
Axel Jóhann Axelsson, 1.2.2011 kl. 23:48
Það að nokkrir af þeim hátt í 2000 manns sem voru þarna hafi púað þýðir ekki að flestir þarna hati Jón. Jón á ekki fleiri kjósendur úr neinum hópi manna en listamanna. Hann er jú listamaður, það er ekkert skrýtið. Ég þekki persónulega afarfáa listamenn sem kusu hann EKKI, og þeir örfáu sem ekki gerðu það gerðu það flestir af einhverjum ástæðum eins og að vera giftir einhverjum ofstækisfullum Samfylkingarmanni eða annað slíkt eða að sonur þeirra væri í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Listamennirnir sem kusu hann gerðu það aftur á móti af hreinni sannfæringu og líka með heitri von í brjósti um betri tíma fyrir listina á Íslandi. Að segja að allir hafi púað á Jón, og þú heyrir það á vídeóinu þetta er ekki einu sinni hátt og mikið hljóð, er jafn sjúklegt og mikil lygi og segja allir sem mótmæltu við Ráðhúsið kringum hrunið eða gera það nú séu einhverjir hryðjuverkamenn sem hendi steinum í hausinn á ráðherrum og brjóti rúður. Þú ættir að vera meiri maður en svo að fara með dylgjur og lygar.
Gnarristinn (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 23:53
Hann er ekki "málstirður". Hann er einstakur. En í raun mjög feiminn þegar hann er ekki að leika einhvern annan, og þegar menn verða feimnir fara þeir að stama og svo framvegis. Þetta er eðalsmerki allra góðra leikara. Næstum allir frægustu leikarar heims voru feimnir menn. Og það eru líka margir aðrir snillingar.
Jóhannes (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 23:55
Þó þið, þessir tveir síðustu sem hafið sett inn athugasemdir hér að framan séuð greinilega miklir húmoristar, þá er nú ekki fallegt af ykkur að hæðast svona að Jóni Gnarr, þó hann sé óhæfur með öllu til að gegna borgarstjórastarfinu.
Hann er góður leikari og ágætis húmoristi og það ættuð þið að virða við manninn.
Axel Jóhann Axelsson, 2.2.2011 kl. 00:57
Mér er fúlasta alvara. Ég er listmenntaður listamaður og ég og nánast allir mínir vinir og skólafélagar studdu þennan mann til valda...Þeir örfáu sem ég þekkti sem ekki gerðu það gerðu það ekki út af fjölskylduböndum eða voru svo algjörlega hæfileikalausir þeir teljast ekki með. Ég skal lofa þér því sá þjóðfélagshópur sem hlutfallslegar flestir kusu Besta Flokkinn eru starfandi listamenn, eða í Listaháskólanum eða nýkomnir heim frá nám. Jón nýtur mjög mikillar og djúprar virðingar sem listamaður. Lærðir leikarar hér á Íslandi líta til dæmis flestir á hann sem mikið meira en jafningja sinn. Frægasta leikkona allra tíma lærði reyndar aldrei að leika heldur. Jón kenndi sér þetta sjálfur frá því hann var barn, bæði af innsæi og eðlisávísun og með markvissum hætti. Skrif hans eru líka mjög frumleg og einlæg, og hafa sérstakan tón sem enginn hefur nema Jón, og því hef ég heyrt ófáa rithöfunda tala um að þeir sakni þess að sjá ekki meira eftir hann á prenti. Hann er ótrúlega hæfileikaríkur og velgreindur maður, en einmitt dálítið sérstakur og því misskilinn af sumum, afþví hann talar hægt og svona, en flestir góðir listamenn eru líka dálítið sérstakir eða sérvitrir, og það er bara hluti af sköpunargáfunni. Da Vinci var það líka! :)
Jóhannes (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 02:20
Jón! Farðu í landspólítíkina og breyttu og umbyltu menntamálum!!! Það er þitt hlutverk! Ekki að taka við plebbalegum fyrirskipunum Dagsins dimma Eggertssonar. Ekki hlusta á neitt sem hann segir!
Jóhannes (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.