19.1.2011 | 20:33
Árás á réttarkerfið
Einhverjir félagar "níumenninganna" boða til aðgerða gegn réttarkerfinu í landinu í fyrramálið og segir í tilkynningu þeirra að "ætlunin sé að sýna níumenningunum samstöðu fyrir utan eða inni í Héraðsdómi á morgun, fimmtudag, kl 11:00 og fram eftir degi."
Ekki er hægt að líta á svona herútboð öðruvísi en sem hvatningu um árás á dómstólinn og tilraun til að kúga hann til að kveða upp dóm sem "stuðningsmönnunum" líkar og annars megi dómarinn búast við hverju sem er af hálfu þessara óeirðaseggja.
Svona árás á Héraðsdóm og dómara hans getur enginn heiðvirður borgari stutt, burtséð frá skoðunum á því hvort sakborningarnir séu sekir eða saklausir. Það er hlutverk dómarans að komast að niðurstöðu um hvort er og kveða upp dóm í samræmi við það. Aðrir en sækjandi og verjandi eiga ekki að reyna að hafa áhrif á niðurstöðuna og allra síst einhverjir óeirðaseggir.
Verður næst boðað til útifundar við dómshúsið til stuðnings morðingjum eða nauðgurum?
Boða til mótmæla við Héraðsdóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna verður reynt að hafa áhrif á störf dómstólanna. Þetta er fullkomið brot á öllum grundvallarreglum réttarríkisins. Hvaða afstöðu sem menn kunna að hafa til málsins verða allir þjóðhollir Íslendingar að fordæma þetta ofstopaverk.
Baldur Hermannsson, 19.1.2011 kl. 22:03
Mikið eigið þið bágt Baldur og Axel,að vera komnir með níumenningana á heilann. Eru þeir að ykkar mati rót þeirra vandamála er þjóðin baslar við nú? það mætti halda það miðað við bloggskrif ykkar hér og þar um þá. Ég styð níumenningana.
Númi (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 23:04
Númi, ég styð réttarríkið.
Axel Jóhann Axelsson, 19.1.2011 kl. 23:57
Númi, ert það ekki þú sjálfur sem kominn er með níumenningana á heilann? Ég hugsa sjaldan til þeirra og vorkenni þeim, þetta eru auðnuleysingjar og þurfa að fara í atferlismótun sem allra fyrst. Fangelsisvist mun ekki hjálpa þessum kjánum.
Baldur Hermannsson, 20.1.2011 kl. 09:36
Enn vorkenni ég þér, Baldur.
Númi (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 11:14
Takk fyrir það Númi. Það er gott að vita af manni eins og þér úti í myrkrinu, sívorkennandi döprum sálum.
Baldur Hermannsson, 20.1.2011 kl. 12:05
Réttaríkið hefur það hlutverk að verja hagsmuni hina ríku.
Lögin eru samin fyrir og af þeim sem hafa alla peningana og völdin.
f.v (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 14:39
f.v., þegar svona speki er dengt inn í umræðuna getur maður ekki gert neitt annað en staðið upp og hneigt sig í auðmýkt.
Axel Jóhann Axelsson, 20.1.2011 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.