19.1.2011 | 15:38
Grímurnar segja margt um hugarfarið
Héraðsdómur úrskurðar innan ekki langs tíma um sekt eða sakleysi "níumenninganna" svokölluðu, sem ákærðir hafa verið fyrir líkamsmeiðingar og árás á sjálfstæði Alþingis þann 8. desember 2008.
Ekkert skal hér fullyrt um niðurstöðu dómsins, sem auðvitað hlýtur að byggjast á þeim sönnunargögnum sem saksóknari leggur fyrir dóminn ásamt framburði ákærða og vitna, sem bæði sækjandi og verjandi munu leiða fram fyrir dómarann.
Eitt atriði bendir þó til ills ásetnings af hálfu sumra sem við sögu komu í þessum atburðum, en það eru andlitsgrímurnar sem sumir þátttakendur báru til að reyna að leyna því hverjir þeir væru. Fólk, sem mætir til fundarhalda klætt í búninga sem glæpamenn nota yfirleitt við sína iðju, gefur fyllilega til kynna að það sé ekki mætt á staðinn til friðsamlegrar þátttöku í þeim viðburðum sem það sækir og tekur þátt í.
Grímuklætt fólk, sem ryðst í hópum inn í opinberar byggingar, heimili manna eða fyrirtæki og stympist við lögreglumenn sem reyna að stugga þeim í burtu, gefur síður en svo í skyn að um kurteisisheimsóknir sé að ræða og verður því að búast við að á móti því sé tekið eins og glæpamönnum, enda erfitt að skera úr um að slíkir séu ekki á ferðinni.
Sá sem ekki þorir að sýna andlit sitt á almannafæri, ætti ekki að sækja á staði þar sem líklegt er að lenda í fjölmenni.
Skýrslutökum lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:39 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir sem ekki þora að sýna andlit sitt í mótmælum eru annaðhvort með eitthvað illt í huga eða algerir hugleysingjar.Nema að þetta sé svo herfilega ljótt fólk að það þori ekki að sýna andlitið á sér.Ef þú þorir ekki að sýna á þér andlitið í mótmælum þá skalu ekki mæta.Annars hélt ég að það væri bannað að hylja andlit sitt á almannafæri að óþörfu
Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 16:33
Já nákvæmlega... skil ekki af hverju lögreglan er með þessar grímur.
Leifur (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 17:03
Það er nákvæmlega af ótta við svona lágkúrulegar ofsóknir eins og þessir nímenningar hafa orðið fyrir, sem sumt fólk kýs að hylja andlit sín við mótmælaaðgerðir. Meðal þess sem þetta þetta mál hefur sýnt fram á er að full þörf er á slíkum úrræðum vilji menn forðast óréttmæta fordæmingu valdastéttarinnar. Þar fyrir utan þá mæta mótmælendum ávallt lögreglumenn, sem eru ekki bara grímuklæddir sjálfir heldur líka vopnaðir, og eins og Stefán Eiríksson lögreglustjóri sýndi með tilþrifum í nýlegu sjónvarpsviðtali, þá eru þau vopn ekki eingöngu ætluð til sjálfsvarnar. Það eru ekki mótmælendur sem hafa skapað þetta hættulega fordæmi, heldur yfirvöld sjálf.
Starfsmenn Alþingis hafa játað við réttarhöldin að hafa spillt sönnunargögnum. Slíkt gerir enginn nema hafa óhreina samvisku, og ætti það eitt og sér að vera næg forsenda til frávísunar málsins. Stjórnvöld sem starfa í skjóli vopnavalds eru ekkert annað harðstjórn, og níumenningarnir eru fórnarlömb pólitískra ofsókna af þeirra hálfu. Hinir seku eru skrifstofustjóri Alþingis í umboði forseta Alþingis, og saksóknari er meðsekur fyrir að vanvirða þrískiptingu valdsins. Í steininn með landráðamennina!
Guðmundur Ásgeirsson, 19.1.2011 kl. 17:52
Oft hefur maður nú séð fáránlegar fullyrðingar á blogginu, en þessar nr. 2 og 3 hér að ofan eru algerlega stórkostlegar og slær þó þessi nr. 3 öll met í bjálfaganginum.
Til hamingju með þessa athugasemd, Guðmundur, hún er alger perla.
Axel Jóhann Axelsson, 19.1.2011 kl. 18:26
Þakka þér fyrir Axel, og sömuleiðis. Ég held að ég slái þér samt seint við í bjálfagangi.
(Ef þú tókst þetta alvarlega þá hefur áróðurinn hitt í mark.)
Guðmundur Ásgeirsson, 20.1.2011 kl. 12:55
Hafi þetta átt að vera grín hjá þér Guðmundur, verð ég að viðurkenna að ég var algerlega "tekinn" með því. Ekkert í færslunni benti til að þetta væri ekki meining þín, en ég verð líka að viðurkenna að ég skellihló þegar ég las færsluna, svo bjálfaleg fannst mér hún.
En hafi þetta verið gabb, þá tókst það algerlega, a.m.k. gagnvart mér.
Axel Jóhann Axelsson, 20.1.2011 kl. 13:56
Það eru ótal ástæður fyrir því að einhver kjósi að hylja andlit sitt. Prufaðu að ganga um götur London í 15 mínútur, venjulegt íbúðarhverfi, ekki verslunargötu, og reyna að ná tölu af öllum þeim "grímuklæddu" konum sem fyrir augun ber, í skósíðum svörtum kuflum. Eru þær glæpamenn upp til hópa?
Kallinn (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 03:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.