Siðblinda á Facebook og víðar

Frétt um að ungmenni í Kanada hafi sett myndir af nauðgun inn á Facebook og víðar um vefinn vekja upp ýmsar hugrenningar um hvernig siðferði fer hrakandi og glæpalýður er jafnvel farinn að hreykja sér af illverkum sínum og fá jafnvel klapp á bakið frá almenningi fyrir athafnir sínar.

Í þessu máli er fyrsti glæpurinn auðvitað nauðgunin sjálf, en hún fór fram í rave-partýi að viðstöddum fjölda manna, sem skemmtu sér við að taka ljós- og kvikmyndir af glæpnum og hafa þá greinilega haft hina bestu skemmtan af þessu hroðalega athæfi gagnvart 16 ára stúlku.

Að glæpnum loknum rauk fjöldi viðstaddra til og setti myndir sínar af "skemmtuninni" inn á Facebook og fleiri samskiptavefi og þrátt fyrir að myndirnar hafi verið fjarlægðar af vefjunum síðar, var fjöldi siðleysingja búinn að hlaða þeim niður á tölvur sínar og birta þær svo reglulega á vefnum síðan, þannig að þær munu fylgja stúlkunni ævilangt til upprifjunar á þessum hroðalega glæp sem á henni var framinn.

Það sem þó er allra furðulegast við þessa frétt er eftirfarandi:  " Stúlkan, sem varð fyrir árásinni, hefur í kjölfarið sætt einelti og þurfti nýlega að skipta um skóla vegna þessa. "   Að fórnarlamb nauðgunar skuli í kjölfarið sæta einelti og ekki vera vært í skóla lýsir slíku siðleysi og mannvonsku að ekki er hægt að líkja slíku við neitt annað en nauðgunina sjálfa og að gerendur eineltisins séu þar með orðnir beinir þátttakendur í glæpnum og nánast jafnsekir hinum, sem upphaflega beittu stúlkuna ofbeldi.

Ekki er langt síðan svipað mál kom upp hérlendis, en í því tilfelli varð kona sem nauðgað hafði verið að flýja heimabæ sinn vegna eineltis af hálfu ættingja og vina glæpamannsins.   

Allt sýnir þetta að siðferðisvitund fólks virðist fara verulega þverrandi.  Með sama áframhaldi á þessu sviði er lítil tilhlökkun til framtíðarinnar, því ef fer sem horfir verður alger upplausn á siðferissviðinu a.m.k. í mannlegum samskiptum á næstu áratugum. 


mbl.is Settu myndir af nauðgun á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Er þetta ekki í stíl við "lífsskoðun" hins nýja meðeiganda facebook. Sá er ekkert annað en ótíndur glæpamaður af verstu tegund, og einn af stórsvindlurum Kaupþings heitins. Þessi maður metur líf og æru samborgaranna lítils, meðan einn af hans "aðalatvinnuvegum" er að vera eiturlyfjabarón.

Rave partýum fylgir mikil eiturlyfjaneysla, en það kemur baróninum, hinum nýja meðeiganda facebook vel, og hann getur því nærst á viðbjóðnum sem fylgir því að selja fyrst dópið, og hlakka síðan yfir afleiðingunum, á eigin milðli. Maður gæti haldið að þarna væri kölski sjálfur á ferð.

Það er von að þér lítist ekki á blikuna, fremur en öðru siðfáguðu fólki !.

Bergljót Gunnarsdóttir, 7.1.2011 kl. 14:49

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ótrúlegt hvað þessi glæpamaður og nýji meðeigandi í Facebook fær að vaða uppi hér á vesturlöndum og skuli umgenginn eins og hver annar "viðskiptamaður".  Hins vegar ná sér um líkir alltaf saman og því eru viðkipti hans og Kaupþings svo sem ekkert sérstakt undrunarefni, enda átti hann að manni skilst 1,8% í bankanum, sem hann hefur væntanlega keypt af glæpabankanum með láni frá sama glæpabanka og ekki með veði í neinu, nema bréfunum sjálfum og orðspori sínu, sem eigendur og stjórnendur Kaupþings hafa kunnað vel að meta.

Rave partíin eru, eins og þú segir, yfirleitt miklar dópveislur og því má svo sem reikna með að allur andskotinn viðgangist í slíkum "mannfagnaði" og sjálfsagt hafa myndbirtingarnar verið framkvæmdar í einhverri dópvímu, en varla hefur eineltið verið allt verið af völdum eiturlyfjanna.

A.m.k. kosti er ekki vitað til að slíkt hafi rekið fólk áfram í eineltinu gegn íslensku konunni sem nauðgað var og þurfti síðan að flýja heimabæ sinn vegna eineltis ættingja og vina nauðgarans. 

Með sama áframhaldi verður Úsbekinn kannski bara dæmigerður fyrir það siðferði sem kemur til með að verða ríkjandi í samfélögunum í framtíðinni.

Axel Jóhann Axelsson, 7.1.2011 kl. 15:25

3 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll Axel og takk fyrir að vekja athygli á þessu. Ég var miður mín þegar ég las fréttina. Þetta sannar enn og aftur að "tíðarandinn" eða "tækniöldin" eru ekki endilega réttur siðferðismælikvarði. Þetta unga fólk virðist hafa mjög brenglaða siðferðisvitund. Jesús Kristur sagði, að þegar kærleikur manna kólnaði, þá myndi lögmálsbrotum fjölga.

Vandinn liggur hins vegar ekki bara hjá þeirri kynslóð sem er að koma, heldur jafnt hjá okkur sem höfum á s.l. áratugum fært úr stað ákveðin siðferðisleg gildi og höldum að það hafi síðan engar afleiðingar. En takk aftur og gleðilegt ár.

Kristinn Ásgrímsson, 7.1.2011 kl. 15:37

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Sammála síðustu þrem málsgreinunum þínum Axel, það er skelfilegt að sjá hversu siðferðinu hefur hrakað, hversu margir eru blindir á það, en alverst þegar fólki er alveg sama og tekur þátt í óréttlætinu og andstyggðinni þar með.

Það er ekkert vinátubragð að standa með dæmdum glæpamanni, sýnir í besta falli herfilega glámskyggni og nánast þáttöku í glæpnum, og það er líka langt frá að vera nokkrum til sóma.

Að taka þátt í einelti fullorðinna, er ekkert nema hræðsla. Enginn veit hver kann að verða næstur, því eins gott að ganga bara frá síðasta fórnarlambi í von um að vera svo töff að maður verði ekki tekinn fyrir líka.

Bergljót Gunnarsdóttir, 7.1.2011 kl. 15:55

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

að standa með dæmdum glæpamanni, á þennan hátt, átti að koma þar á eftir.

Bergljót Gunnarsdóttir, 7.1.2011 kl. 16:00

6 identicon

Kristinn, ég er sammála Jesús Kristi. En vilt þú meina að trú sé forsenda fyrir góðum siðferðislegum gildum?

Björn (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband