Undirferli Ögmundar og Jóns Bjarna gegn eigin ríkisstjórn

Mbl.is er að velta því fyrir sér með Einari Mar Þórðarsyni, stjórnmálafræðingi, hvort VG muni klofna í tvo flokka EF Steingrímur J. tæki upp á því að draga sig í hlé og hætta þátttöku í stjórnmálum.  Eins og við var að búast frá stjórnmálafræðingi voru svörin í ýmsar áttir og niðurstaðan engin, enda forðast slíkir að láta nokkuð frá sér fara, sem ekki væri auðvelt að snúa sér útúr síðar, þegar í ljós kemur að umsögnin var hvort sem er þannig að hún gaf vísbendingar í allar áttir.

Eina spurningin um klofning VG er hvenær flokkurinn klofnar formlega, en engin spurning er um að flokkur ER klofinn og skiptist í tvær algerlega andstæðar fylkingar, sem varla eru sammála um nokkurn skapaðan hlut og það eina sem heldur flokknum saman, er von beggja fylkinga til að ná undirtökunum og fullri stjórn á honum.  Þetta er einfaldlega valdabarátta tveggja fylkinga, sem eru svolítið mismunandi skattabrjálaðar, en að öðru leyti er ekki um mikinn stjórnmálalegan ágreining að ræða, heldur snýst þetta mestmegnis um persónulegt framapot.

Sexmenningarnir, Ögmundur, Atli, Ásmundur, Lilja, Jón og Guðfríður Lilja, funduðu sameiginlega og skipulögðu hjásetu Atla, Ásmundar og Lilju við afgreiðslu fjárlaganna og mun það aldrei hafa gerst fyrr að þingmenn stjórnarliðsins hafi ekki tekið þátt í slíkri atkvæðagreiðslu og ekkert annað en hrein undirferli og svik við samstarfsmenn, að ráðherrar skuli taka þátt í skipulagningu á slíku undirferli gegn eigin ríkisstjórn og fjármálaráðherra úr eigin flokki.

Það þarf ekkert að velta því fyrir sér að VG er flokkur sem er klofinn í herðar niður.  Spurningin er frekar um það, hvenær formlegt uppgjör muni eiga sér stað milli flokksbrotanna.


mbl.is VG gæti klofnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er reyndar villa hjá þér að vera tala um vinstrimenn sem skattabrjálæðinga, því hægrimenn eru snillingar í að búa til skattflokka og álögur á þá sem minnst mega sín og monta sig síðan af því að lækka skatta á hátekjufólk.

Valsól (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 17:49

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er nú varla hægt að slengja svona fullyrðingum fram, nema bera saman skattaprósenturnar sem voru við lýði í tíð hægrimanna og svo hvernig þær er núna og telja líka saman alla nýju skattana, sem búið er að finna upp á síðustu tveim árum.

Fyrr má nú vera blindan á raunveruleikann sem fólk býr við.

Axel Jóhann Axelsson, 20.12.2010 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband