Nauðgun eða ekki, þar liggur efinn

Í fréttinni á mb.l.is "Konurnar sem ásaka Assange" er sagt frá nokkuð skrýtnum ásökunum tveggja sænskra kvenna á hendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks, um nauðganir hans gegn sér og segir í fréttinni  frá því sem fram kemur í sænskum blöðum vegna ákæranna og þar má sjá þetta m.a:  "Fröken A og Assange höfðu margoft kynmök í eins herbergis íbúð hennar í Stokkhólmi, samkvæmt sænskum götublöðum sem greindu frá smáatriðum sem voru yfirstrikuð í afritum af vitnisburði sem fröken A gaf lögreglunni.Fulltrúar sænska saksóknarans sögðu við yfirheyrslu breska dómstólsins að „ólögleg þvingun“ hafi farið fram 14. ágúst því þá hafi Assange haldið fröken A fastri á kynferðislegan hátt.Tilvik sem varð 18. ágúst er flokkað sem „kynferðisleg áreitni“ því þá hafði Assange kynmök við fröken A án þess að nota verju, þrátt fyrir „skýran vilja hennar“ um að verja væri notuð. Breski rétturinn fékk líka að heyra að Assange hafi „viljandi áreitt“ fröken A sama kvöld sem braut gegn henni kynferðislega.Þrátt fyrir þetta dvaldi Assange áfram í íbúð frökenar A til 20. ágúst og fylgdi henni í samkvæmi 15. ágúst."

Lýsingin á nauðgun hinnar konunnar er ekki eins skrautleg, enda um eitt tilvik að ræða, sem lýst er svona:  "Ásökunin um nauðgun er rakin til atviks sem varð síðar þetta kvöld í heimili frökenar W. Hún sagði breska réttinum að Assange hafi haft kynmök við hana þegar hún var sofandi og notaði hann ekki verju.Þau borðuðu saman morgunmat morguninn eftir og „í tilraun til að af-dramatísera það sem gerðist“ gerði hún „kaldhæðnar athugasemdir“. Hún fylgdi honum síðan á brautarstöðina og hann lofaði að hringja til hennar."

Í báðum tilvikum virðist vera um að ræða konur með að minnsta kosti meðalgreind og því vekur það nokkra furðu, að þær skuli ekki einu sinni sjálfar hafa uppgötvað að um nauðgun hafi verið að ræða, heldur hafi lögreglukona þurft að benda þeim á það og kæra þessar "nauðganir" til dómstóla fyrir þær, en samkvæmt fréttinni fóru þær til lögreglunnar vegna ótta við að hafa smitast af Alnæmi.  Í flestum tilfellum leitar þó fólk til heilbrigðisstofnana til að fá úrskurð um sjúkdómasmit, en í Svíþjóð virðist það vera hlutverk rannsóknarlögreglu sænska ríkisins að upplýsa um slíkt.

Ef hægt er að dæma karlmenn fyrir nauðgun á forsendum svipuðum þeim sem hér koma fram, geta konur hér eftir kært karlpeninginn vegna nauðgunuar fyrir hvað sem er og hægt er að tengja kynlífi, eða "kynferislegri áreitni", jafnvel bara óánægju með að ekki hafi allt farið fram eins og þær "hefðu viljað eða verið vanar".

Ef til vill kemur fljótlega fram kæra um nauðgun, vegna þess að karlmaður hafi átt kynmök við konu án þess að fullnægja henni og þar með hafi samfarirnar verið niðurlægjandi fyrir hana og eingöngu til þess fallnar að karlinn "næði sínu fram".

"Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?" spurði Jón Hreggviðsson í Íslandsklukkunni.  Svipaðar spurningar gætu farið að vakna um fleiri mannanna gerðir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er það sama og hefur verið að brjótast um í mínum kolli. Hef bara ekki getað skilið þessar ákærur þar sem aðalatriðið snýst um notkun á smokk eða ekki. Er það nóg til að fangelsa mann???

Heiða (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 17:07

2 identicon

Svona er ástandið orðið í kommaríkinu svíþjóð (femínistaríkinu, nema þegar kemur að glæpum múslima gegn konum, femínistar sjá einungis liti í glæpum vestrænna hvítra karlmanna).

Nú getur hvaða kona sem er farið inn á lögreglustöð og kært nýlegan elskuhuga fyrir allar og engar sakir, jafnvel of lítil kynfæri (það hlýtur að vera möguleiki fyrst hægt er að kæra verjulaus mök).

Nú skil ég af hverju "sænska leiðin" var svona vinsæll frasi hjá vinstra stóðinu þegar vændisumræðan var sem heitust... nefnilega því sænska leiðin gerir ekki ráð fyrir því að konur hugsi.. þær eru alltaf fórnarlömb, meira að segja í eigin kynlífi.

runar (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 19:18

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

En bíddu, ef þú bíður gæja heim og tekur skýrt fram að þú viljir nota smokk, og svo vaknarðu snemma morguns með hann á þér á fullu, smokkalausan, er það bara í lagi?

Skeggi Skaftason, 19.12.2010 kl. 21:09

4 identicon

Svíjar hafa alltaf þótt vera leiðinleg og ferköntuð þjóð og það er mín reynsla af þeim fáu Svíum sem ég hef kynnst.Enn ég held að það sé best að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá Sænskum stelpum ef hægt er að túlka allt sem nauðgun

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 07:38

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ekki ætla ég að verja nauðgara hvort sem það eru kvenn/karlmenn  sem nauðga, nauðgun er viðurstiggilegur glæpur, en nota bebe það eru til kvennmenn sem ljúga upp á menn, gera það af mörgum ástæðum, til að fá athygli, peninga, eyðileggja mannorð og eða hefna sín því maðurinn vill jafnvel ekki sinna þeim.

Það er frekja, yfirgangur og virðingaleysi á báða bóga í þessum málum sem öðrum og hvernig væri að við færum að endurskoða hvernig við ölum upp börnin okkar, þetta allt byrjar við fæðingu.

Takk fyrir mig

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.12.2010 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband