Frelsi til glæpaverka eru ekki mannréttindi

Flest eða öll ríki veraldar halda ýmsum viðkvæmum upplýsingum leyndum, t.d. þeim sem varða þjóðaröryggi, glæparannsóknir, fjármál einstklinga og annað slíkt og er ekkert við það að athuga, þvert á móti.

Wikileaks, eða fólk á vegum þess fyrirtækis hefur stundað það að stela slíkum upplýsingum, jafnvel viðskvæmum hernaðarleyndarmálum, og birta opinberlega á vef sínum og hugsanlega valda þar með ýmsum einstaklingum skaða og lífshættu.

Forsvarsmenn Wikileaks eru nú að falast eftir opinberum stuðningi íslenskra yfirvalda við slíkan upplýsingaþjófnað frá öðrum löndum og hljóta allir að sjá hvílik firra það er að láta sér detta í hug að nokkur ríkisstjórn í heiminum myndi veita slíkan stuðning.  Líklega er sú ólánsstjórn sem við völd er á Íslandi þó sú eina líklega til slíkra heimskupara og því er auðvitað leitað til hennar með svo fráleita maálaleitan.

Innbrot í tölvukerfi og upplýsingaþjófnaður er ekkert minni glæpur en hver annar og þeim sem slíkt stunda ber að refsa fyrir slíka glæpastarfsemi.  

Það er skylda hverrar ríkisstjórnar að handtaka glæpamenn, en ekki styðja þá við glæpina. 

 


mbl.is Skorar á Össur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Axel Jóhann !

Ef það eru nú orðin glæpaverk; að fletta ofan af hættulegustu hryðjuverka ríkjum Vesturlanda; og það, í öðrum Heimshlutum, okkur óviðkomandi - að þá er nú stungin tólgin, ágæti drengur.

Hugmyndafræði þín; sem annarra þinna líka, er áþekk óhugnanlegum viðhorfum gömlu Sovét valdhafanna (1922 - 1991), og varla telst það til góðrar eftir breytni, ágæti drengur.

Með kveðjum undrunar; en kveðjum þó, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 14:44

2 identicon

Heldur þú að þú stelur einhverju frá leyniþjónustum? Hvað er eiginlega að fólki ... eru þið almennt vangefinn?

Hvernig getur ykkur dottið það í HUG, að þeir hjá WikiLeaks eru að stela einhverju frá leyniþjónustum.  Eru þetta Tom Cruise og Kompaní, sem eru með "Mission Impossible" hér á ferðinni? Þetta er svo aumkunnarvert, að það er ekki einu sinni hjákátlegt.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 14:53

3 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Af hverju eru þeir sem standa á bak við Wikileaks glæpamenn?
Nú hefur það áður gerst í sögunni að menn hafa birt "viðkvæm skjöl" og verið úthrópaðir fyrir, en fengið síðar hrós og lof fyrir kjarkinn, samanber Daniel Ellsberg sem fjallað er um í myndinni The Pentagon Papers.
Af hverju er það glæpur að upplýsa heimsbyggðina um glæpi og óstjórn fyrirtækja og/eða stjórnvalda?
Nú hefur heimurinn, með tilstilli Wikileaks, m.a. fengið að sjá óhæfuverk bandaríkjamanna í miðausturlöndum og skjöl sem sýna hversu rotið fjármalakerfið var hér á landi.
Það er hinsvegar ansi kaldhæðið að bandaríkjamenn sem þykjast öllum fremri í mannréttindum og málfrelsi, vilja nú flokka Wikileaks sem hryðjuverkasamtök fyrir þær sakir einar að koma illa við kauninn á þessu stórveldi.
Það væri mikið gæfuspor ef að málið yrði klárað á alþingi, eins og Kristinn talar um, og lagasetningin kláruð.
Ég þekki persónulega nokkra aðila sem að aðstoðuðu Wikileaks hér á landi við að undirbúa myndbandið sem sýndi hvernig lífið var murkað úr saklausum vegfarendum í Írak, og ég get með sanni sagt að þeir aðilar eru ekki glæpamenn eins og þú vilt halda fram.
Þess má líka kannski geta að það myndband og skjöl sem fylgdu eru ekki tilkominn vegna þess að Wikileaksmenn stálu einhverju heldur vegna þess að Bradley Manning blöskraði svo framferði bandaríkjahers að hann kaus að koma þessum upplýsingum til almennings. Fyrir þær sakir hefur Daniel Ellesberg kallað Bradley hetju.

Með vinsemd og virðingu.

Aðalsteinn Baldursson, 12.12.2010 kl. 15:11

4 Smámynd: Jakob Jörunds Jónsson

Axel, ég er alveg hjartanlega sammála þér.

Ótrúlegt að fylgjast með barnaskap margra íslendinga í þessu máli!

Jakob Jörunds Jónsson, 12.12.2010 kl. 15:21

5 identicon

Wikileaks eru ekki að STELA neinu, þetta eru ekki njósnasamtök heldur uppljóstra þeir skjölum sem er lekið til þeirra, það er stór munur þar á.

Unnar (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 15:50

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Öll viðskiptamál og önnur samskipti manna fara meira og minna fram í gegnum tövusamskipti og í felstum tilfellum er það um einkamál ríkja, fyrirtækja og einstaklinga að ræða.

Að stela slíkum gögnum og birta þau er ekkert annað en glæpur og að verja slíkt er meðvirkni með glæpaverkum.

Hvor er meiri eða minni glæpamaður, sá sem fremur upprunalega glæpinn eða hinn sem fremur annan glæp til að fletta ofan af fyrri glæpamanninum.

Innbrot í tölvur og stuldur á gögnum úr þeim er glæpur og í framtíðinni mun stór hluti löggæslunnar snúast um að góma tölvuþrjóta og gagnþjófa.

Axel Jóhann Axelsson, 12.12.2010 kl. 16:00

7 identicon

Að stimpla Wikileaks sem njósnasamtök eða hryðjuverkahóp er svona álíka rétt og fara stimpla fjölmiðlana sama stimpli.  Wikileaks birtir flest það sem lekið til þeirra s.s. lánabók Kaupþings og myndband af skotárást bandarískra þyrluflugmanna á saklausa óvopnaða borgara, o.fl. o.fl. og sumt af því frekar ómerkilegt og líkara dægurmálafjasi.

Fjölmiðlarnir hér á landi hafa endurbirt það sem hefur verið birt hjá Wikileaks, ætti þá ekki að brenna þá því marki að þeir séu njósnasamtök?

Jóhannes (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 16:07

8 Smámynd: Jónas Jónasson

ja og þú villt þá líka meina að betra hefði verið að skýrsla um bankana og PWC hefði ekki átt að koma fram?

... Og að rétt sé að leyna samningum eins og reynt var með Icesave fyrir almenningi??

Mín skoðun er þessi að ef Leyniþjónustur geta ekki haldið sínum skýrslum eða upplýsingum frá dagsljósi þá eru þær ekki lengur Leyniþjónustur.

Jónas Jónasson, 12.12.2010 kl. 16:36

9 identicon

Eftir að hafa lesið um höfund síðunnar þá skil ég alveg að hann mislíki við WikiLeaks þar sem hann sjálfur ritskoðar innihald athugasemdanna, finnst þetta reyndar vera hálfgert skítkast á hendur WikiLeaks að kalla þá glæpasamtök, mig vantar kannski meiri vitneskju um málið en ég hélt að wikileaks sæi bara um að koma upplýsingunum á framfæri án ritskoðunnar, hefðu ekki átt beinan þátt í þjófnaðinum???

Ómar (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 16:48

10 Smámynd: Sigurður Hrellir

Axel, það eru meira að segja Repúblikanar á fulltrúarþinginu í BNA sem sjá ljósið í Wikileaks. Hlustaðu á Ron Paul sem reyndi að ná útnefningu sem forsetaframbjóðandi 2008 og reyndu að víkka aðeins sjóndeildarhringinn:

http://www.youtube.com/watch?v=FNNFVjBVEtQ&feature=related

Sigurður Hrellir, 12.12.2010 kl. 17:32

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þvílíkt rugl sem getur oltið upp úr fólki, eins og að Wikileaks hafi eitthvað að gera með upplýsingar um bankana og PWC eða Icesave. Bankarnir og PWC eru til rannsóknar hjá Sérstökum saksóknara og þaðan verður málunum væntalnega vísað ti löglegra dómstóla, en ekki dómstóls götunnar.

Það er mikill tvískinnungur að fordæma suma glæpi og réttlæta aðra. Það ber nú ekki vott um mikið siðferði hjá fólki, sem það gerir.

Axel Jóhann Axelsson, 12.12.2010 kl. 17:36

12 identicon

Axel skrifar: "Að stela slíkum gögnum og birta þau er ekkert annað en glæpur og að verja slíkt er meðvirkni með glæpaverkum."

Nei, að stela þeim kann að vera glæpur en það er bara af því að jakkafataklæddir apar ákváðu að gera uppljóstranir á myrkraverkum sínum gegn öðrum öpum af sömu tegund að glæp. Þeir treysta síðan á það að enn aðrir apar verji sig með kjafti og klóm, alveg sama hverju þeir taka upp á.

Með sömu rökum væri hægt að segja að þú sért meðvirkur um fjöldamorð og pyntingar á fólki af arabískum og persnerskum uppruna, einfaldlega af því að þú ert mótfallinn því að slíkt verði gert opinbert.

Að birta þessar upplýsingar er síðan ekki glæpur, a.m.k. ekki í BNA enda er tjáningarfrelsið tryggt þar í einum af viðaukunum við stjórnarskrá þeirra. Það sést hvað best á því að núna keppast aparnir í BNA við að þvertaka fyrir það að Assange sé fréttamaður, og enn aðrir eru farnir að kalla hann "enemy combatant", væntanlega í þeirri von að það verði hægt að kasta honum í eitthvert Gúlagið svo að hann finnist alveg örugglega aldrei aftur, síðuhöfundi væntanlega til mikillar gleði?

"Hvor er meiri eða minni glæpamaður, sá sem fremur upprunalega glæpinn eða hinn sem fremur annan glæp til að fletta ofan af fyrri glæpamanninum."

Það fer eftir því hver glæpurinn er hverju sinni. Glæpur á einum stað á þessari jarðkringlu er fullkomlega löglegur á öðrum stað.

"Frelsi til glæpaverka eru ekki mannréttindi"

Mér finnst eiginlega ótrúlegt að einhver sem fór í gegnum sögu í grunnskóla geti látið slíkt frá sér.

Maynard (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 17:49

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Grímuklæddi bloggarinn Maynard er greinilega ennþá á sama stigi og hinir aparnir af hans ættboga, en hinir sem komnir eru í mannheima fara eftir allt öðrum og þróaðri siða- og lagareglum en Maynardaparnir.

Axel Jóhann Axelsson, 12.12.2010 kl. 18:17

14 identicon

Apinn Maynard fer einungis eftir einni siðareglu, og það er að honum sé frjálst að gera hvað sem er svo lengi sem að hann skaðar ekki annan apa af tegundinni homo sapiens. Hann gerir sér fullkomlega grein fyrir því að frelsi hans er heft af frelsi annarra til að ráða yfir eigin sál og eigin líkama. Þessi regla er ekki umsemjanleg í huga apans Maynards.

Siðferði apans sem hefur hlotið nafnið Axel Jóhann Axelsson er síbreytilegt virðist vera og fer algjörlega eftir því hvað er leitt í "lög" hverju sinni. Siðferði hans miðast semsagt ekki af eigin tilfinningum og rökhugsun, heldur fer það algjörlega eftir því hvað aðrir segja honum að sé rétt og rangt hverju sinni. Slík hugsun hræðir apann Maynard, enda telur hann að slík hugsun liggi að baki flestum voðaverkum í sögu mannkynsins.

Apinn Maynard vill líka taka það fram að hann er ekki partur af neinni spes apategund, hann tilheyrir sömu breysku apategundinni og síðuhöfundur.

Maynard (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 18:31

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki man ég hvar ég las það, eða hver sagði mér að virðingu skyldi bera fyrir lögum, ekki bara sumum lögum heldur landslögunum yfirleitt. Þó ég muni ekki nákvæmlega hvaðan þetta siðferðismat kemur, þá er það ekki umsemjanlegt. Lögbrjótar eru lögbrjótar og það er hreint ekki siðferðislega verjandi að segja að lögbrot sé stundum eðlilegt, bara af því að maður sé ekki sammála innihaldi einhverra laga. Í lýðræðisríki berst maður þá fyrir því að lögunum sé breytt, en tekur þau ekki einfaldlega í sínar eigin hendur.

Það er algerlega óafsakanlegt að réttlæta einn glæp með því að einhver annar hafi framið glæp. Ætti þá almenningi að vera heimilt að drepa morðingja hvar sem til hans næðist, án rannsóknar og dóms, nema fyrir dómstóli götunnar?

Það er alveg sama hvað menn reyna að réttlæta svona glæpi, þeir verða ekki betri fyrir það og passa ekki inn í samfélag manna, þó svoleiðis geti kannski viðgengist í frumskógunum og öðrum samfélögum andlega óþroskaðra villidýra og Maynardapa.

Axel Jóhann Axelsson, 12.12.2010 kl. 18:59

16 identicon

Af því að ég sé ekki tilganginn:

http://en.wikipedia.org/wiki/Civil_disobedience

Virðing er áunnin.

"Ætti þá almenningi að vera heimilt að drepa morðingja hvar sem til hans næðist, án rannsóknar og dóms, nema fyrir dómstóli götunnar?"

Nei.

Ég mæli hiklaust með ritgerð Henry David Thoreau sem að ber einnig heitið "Civil disobedience", það ætti að gefa þér aðeins betri innsýn inn í það hvaðan ég kem í þessari umræðu. Það er hægt að nálgast hana á Project Gutenberg.

Virðingarfyllst, óþroskaða villidýrið Maynard.

Maynard (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 19:29

17 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Við skulum ekki gleyma því að fæstir hafa lesið uppljóstranir Wikeleakes af síðu samtakanna. Flestir hafa lesið þær í fjölmiðlum, sem hafa farið yfir síðuna og tínt þar út það, sem þeim finnst fréttnæmast. Ef það, sem Wikileakes hefur gert er glæpur þá eru það líka glæpur, sem fjölmiðlarnir hafa verið að gera.

Það hafa tveir ráherrar lýst yfir stuðningi við Wikeleakes, annar í Ástralíu og hinn Brasilíu. Það er því ekki ólíklegt að einhver ríksistjórn eigi eftir að lýsa yfir stuðningi við samtökin og fordæma framferði Bandaríkjanna.

Það að þyrluáhafnirnar, sem frömdu þau fjöldamorð, sem Wikileakes gerði opinber hafa ekki verið dregnir fyrir dóm fyrir glæpaverk sín sýnir mikilvægi samtaka eins og Wikileakes. Herveldi munu hugsanlega vera varkárari í fratíðinni vegna þessa og ekki láta hermenn sína komast upp með eins mikil glæpaverk eins og þau myndu annars gera. Það á væntanlega eftir að bjarga mörgum mannslífum. Hvað varðar uppljóstranir Wikileakes þá tóku samtökin út allar þær upplýsingar, sem geta skapað mönnum hættu og birtu ekki þann hluta. Hugsanlegt er að ef þessar upplýsingar hefðu farið til almennings eftir öðrum leiðum hefðu þær upplýsingar farið út líka.

Það er því rangt að það séu einhverjir glæpir, sem Wikileakes eru að gera. Þetta er þvert á móti mjög þörf þjónusta við almenning og stuðlar að opnara og upplýstara þjóðfélagi auk þess að hræða spillta menn frá því að fremja glæpaverk eða taka þátt í spillingu af hræðslu við að verk þeirra verði gerð opinber.

Ég tek því heils hugar undir áskorun til Össurar um að lýsa yfir stuðningi við Wikileakes og fordæma þær galdraofsóknir, sem Bandaríkjastjórn stendur fyrir gagnvart samtökunum. Það að tvö stór krekitkortafyirtæki hafi lokað fyrir möguleika korthafa sinna til að nota kort sín til að styrkja samtökin er með ólíkindum og þarf að taka hart á of fordæma harðlega. Einnig þarf að styðja samtökin í málsólkn þeirra gegn korafyrirtækjunum svo þetta gerist ekki aftur. Það er hægt að styrkja Ku Kux Klan með þessum kreditkortum en ekki Wikileakes og það segir allt, sem segja þarf um þessa ákvörðun kreditkortafyrirtækjanna.

Sigurður M Grétarsson, 12.12.2010 kl. 19:34

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, jafnvel þó þú finnir siðlausa ráðherra og stjórnmálamenn í útlöndum, þá er það engin réttlæting fyrir glæpastarfsemi á borð við rán á tölvugögnum. Enginn hefur leyfi til að brjótast inn í annarra tölvu og stela þaðan upplýsingum, frekar en að brjótast inn á heimili manna og stela þaðan tölvunni sjálfri og öðrum verðmætum.

Framtíðin er í tölvunum og glæpamenn eiga ekki að fá að valsa um þá veröld og stela þar öllu steini léttara, af því að siðferði almennings sé svo brenglað að hann sjái ekki mun á réttu og röngu, nema þegar honum sjálfum dettur í hug.

Það er hreint ekki verið að réttlæta glæpaverk Bandaríkjamanna eða annarra, þó mótmælt sé annars konar glæpum annarra. Glæpaverk eins réttlætir ekki glæpaverk annarra.

Axel Jóhann Axelsson, 12.12.2010 kl. 19:50

19 Smámynd: Ómar Þ. Árnason

Ef Wikileaks stal ekki viðkomandi upplýsingum eða átti beinan þátt í þjófnaðinum, þeir hafi engöngu fengið upplýsingarnar sendar, lesið og ákveðið að birta þær í ljósi þess að þær innhéldu glæpsamlegt athafi annarra. Geturðu þá verið sammála birtingunni eða ertu alfarið á skjön við tjáningafrelsi?  

Ómar Þ. Árnason, 12.12.2010 kl. 21:19

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ómar, ef einhver stelur tölvunni þinni, finnst þér þá sjálfsagt að hún sé gefin eða seld næsta manni?

Málfrelsið er eitt það dýrmætasta sem hægt er að búa við, en það er ekki þar með sagt að maður eigi að blaðra öllum leyndarmálum sem maður kemst að í lífinu og allra síst stolnum upplýsingum, sem einhver laumar að manni og maður veit fullvel að eru stolin.

Að hylma yfir með þjófum, eða taka á annan hátt þátt í glæpum, gerir menn samseka og litlu betri en sjálfan höfuðpaur glæpanna.

Axel Jóhann Axelsson, 12.12.2010 kl. 21:33

21 Smámynd: Starbuck

Axel, værirðu sömu skoðunar ef Wikileaks hefði fyrst og fremst verið að birta kínversk leyniskjöl en ekki bandarísk?

Starbuck, 12.12.2010 kl. 21:37

22 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Starbuck, þetta innlegg þitt er nú svo barnalegt, að maður getur ekki ályktað annað en að þú sért að stelast í tölvuna, en ættir að vera farinn að sofa.

Axel Jóhann Axelsson, 12.12.2010 kl. 21:41

23 identicon

Hverjum er þessi leki hættulegur?

Reyndu að stöðva vopnasölu

Bandaríkjastjórn reyndi að koma í veg fyrir að yfirvöld í Venesúela fengju afhent loftvarnarflugskeyti og önnur vopn sem þau höfðu keypt frá Rússlandi og Spáni. Bandaríska blaðið Washington Post greinir frá þessu í dag og vitnar í leyniskjöl frá WikiLeaks. Óttuðust Bandaríkjamenn að flugskeytin yrðu seld áfram til marxískra skæruliða í Kólumbíu og til eiturlyfjabaróna í Mexíkó. Fram kemur í leyniskjölunum að bæði George Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Barack Obama, núverandi forseti, hafi reynt að stöðva vopnasöluna.

Tilraunir Bandaríkjamanna til að koma í veg fyrir vopnasöluna eru sagðar hafa orðið til trufla samskipti þeirra við Rússa og Spánverja. Rússar sökuðu þá um að reyna að takmarka viðskipti þeirra með vopn. Ráðamenn í Venesúela svöruðu engu vangaveltum Bandaríkjamanna um að vopnin yrðu seld áfram.

frettir@ruv.is

Guðjón Guðvarðarson (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 21:48

24 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðjón, og...??????

Axel Jóhann Axelsson, 12.12.2010 kl. 23:53

25 Smámynd: Dexter Morgan

Hvernig er það með þig Axel, hefur þér aldrei dottið í hug að menn sem vinna sem innstu koppar í búri hjá Bandaríska hernum, séu einfaldlega komnir með upp í kok af bullinu og þvælunni og hreinlega VILJI að þetta komi fyrir almenningssjónir, s.s. afhendi Wiki-mönnum þessi leyniskjöl. Þeir eru mataðir á þessi gögmi, og þurfa aldrei að brjótast inn í neitt tölvukerfi hjá CIA.

P.S. það hugsa ekki allri eins og þú og Bush

Dexter Morgan, 13.12.2010 kl. 00:26

26 identicon

Eins og hefur margoft komið fram hefur wikileaks ekki stolið neinu, þeir fengu upp í hendurnar upplýsingar og birtu þær.

Sem svo flest allar fréttastofur í heiminum lásu og birtu síðan hluta af þessum upplýsingum. Eru þá allar þessa fréttastofur einnig að fremja glæp?

Orðum þetta á annan veg, ef þessir menn sem sendu wikileaks upplýsingarnar hefðu sent 10 stærstu fjölmiðlum í heimi þessar upplýsingar og þeir hefðu birt þær, væru þeir þá einnig glæpamenn?

Tryggvi (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 04:42

27 Smámynd: Egill

ég er búinn að mynda mér skoðun, henni verður ekki breytt, ég kalla þá sem eru mér ósammála nöfnum og fer niðrandi orðum um þá og þeirra hugsjónir, ekkert sem nokkur maður segir mun fá mig til að skipta um skoðun, ég heimta að þið virðið skoðun mína sem er greinilega byggð á þéttum rökum og sönnunargögnum þó slíkt sé ekki eitthvað sem ég gert fært öðrum, og mér fannst ég knúinn til að segja ykkur frá minni skoðun.

eða eitthvað svoíeiðis.

Egill, 13.12.2010 kl. 04:43

28 Smámynd: Kommentarinn

Wikileaks er bara fjölmiðill sem vinnur vinnuna sína. Ef ég fer í moggann og segji frá einhverju leyndarmáli sem ég kemst að í vinnunni er mogginn þá að stela upplýsingum?

Kommentarinn, 13.12.2010 kl. 13:58

29 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kommentari, í þínu tilviki værir þú upplýsingaþjófurinn og Mogginn sá samseki.  Annars er merkilegt að sjá hversu margir sem setja hér inn athugasemdir virðast vera gjörsamlega sneiddir siðferðiskennd og tilbúnir til að verja þjófnað, ekki síst ef þeir telja sig hafa gagn af þýfinu sjálfir.  Það sýnir svart á hvítu, að óhætt er að taka undir með manninum, sem sagði í mikilli einlægni hérna um árið:  "Guð blessi Ísland".

P.S. Dexter, þú ættir a.m.k. að reyna að hugsa og ef þú næðir að hugsa, þó ekki væri nema eins og Bush, þá er það þó áfangi.

Axel Jóhann Axelsson, 13.12.2010 kl. 14:17

30 identicon

Komið þið sælir; að nýju !

Axel Jóhann !

Þú átt; í vök að verjast mjög, ágæti drengur - enda málstaður þinn vondur, að verja.

Ég er ekki viss um; að þú hefðir tekið upp hanskann, fyrir Múllah Ómar, leiðtoga Talibana (námsmanna; þýð. úr Pashtú, þjóðtungu þeirra) austur í Baktríu (Afghanistan), hefði Barack Obama,, hryðjuverkamanni Vesturlanda nr. I, tekist að komast yfir einhver skjöl, til birtingar, frá þeim Ómari, Axel minn.

Get ekki að því gjört; en mér finnst gæta all mikils tvískinnungs, í þinni mála fylgju allri, ágæti drengur, í tilsvörum.

Með; þeim sömu kveðjum samt, sem fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 15:17

31 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

" A law that has no basis in justice is a no law and is entitled to no obedience "

Georg P Sveinbjörnsson, 13.12.2010 kl. 16:37

32 Smámynd: Kommentarinn

Axel miðað við þessa röksemdarfærslu þína eru allir fjölmiðlar á Íslandi þjófar eða samsekir eins og þú orðar það fyrir að birta greinar wikileaks. Ert þú á þeirri skoðun að mogginn sé þjófur (eða samsekur)?

Kommentarinn, 13.12.2010 kl. 18:18

33 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Einmitt, fjölmiðlar eru samsekir gagnaþjófunum fyrst þeir tóku að sér að birta þýfið og í raun fénýta það sjálfum sér til framdráttar, þ.e. í von um aukna sölu fjölmiðlanna með stolnu upplýsingunum.

Haldi fjölmiðlar áfram að styðja gagnaþjófa og aðra tölvuþrjóta mun þessum glæpum fjölga mikið í framtíðinni. Það gæti komið í bakið á ýmsum, sem núna eru meðvirkir þjófunum.

Axel Jóhann Axelsson, 13.12.2010 kl. 18:40

34 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Meiri leka, meira gegnsæi, minna pukur og vafasamar yfirhilmingar takk fyrir. Stundum eru lögbrot nauðsyn til að fletta ofan af umfangsmiklum blekkingum og stríðsglæpum, bíð spenntur eftir næsta leka þar sem bankar og auðhringir verða teknir fyrir, efast ekki um að fnykurinn sem gýs upp þegar lokinu verður svipt ofan af þeirri ormagryfju verði mörgum illbærilegur...en þarfaverk engu að síður eigi eitthvað að breytast til batnaðar og stöðva gegndarlaust arðránið, opna svikamylluna upp á gátt fyrir alla að sjá sem hafa lyst.

Georg P Sveinbjörnsson, 13.12.2010 kl. 22:49

35 Smámynd: Kommentarinn

En ef N-kóreskur herforingi læki upplýsingum í fjölmiðla um að N-Kóreumenn hefðu pyntað S-kóreska fanga. Núna væru þessi gögn augljóslega N-kóreskt hernaðarleyndarmál og kolólöglegt að leka upplýsingunum. Væri rangt af þessum fjölmiðli að birta fréttina og þá hugsanlega vídjóum af pyntingunum?

Kommentarinn, 13.12.2010 kl. 23:00

36 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kommentari, það er alveg sama hvað þú heldur bullinu lengi áfram, þú getur aldrei réttlætt eitt glæpaverk þannig að með því sé verið að upplýsa annan glæp.

Ef þú fremur glæp til að koma upp um annan glæpamann, ert þú engu betri en sá sem þú þykist vera að koma upp um. Það er alls ekki þitt verk að upplýsa glæpi og allra síst með því að fremja glæpi sjálfur. Með því ertu sami óþverinn og hinn.

Axel Jóhann Axelsson, 14.12.2010 kl. 01:00

37 identicon

Vildi að lífið mitt væri jafn svart og hvítt eins og hjá Axel

Skemmtilega svona staðhæfingar "Ef þú fremur glæp til að koma upp um annan glæpamann, ert þú engu betri en sá sem þú þykist vera að koma upp um"

Ég sé þetta ekki svona svart og hvítt eins og þú. Ertu að segja mér að það séu ekki til neinar aðstæður þar sem þér fyndist í lagi að brjóta lög til að koma í veg fyrir annan glæp?

Mér finnst siðferðiskennd þín mjög umhugsunarverð

Tryggvi (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 02:57

38 Smámynd: Kommentarinn

Axel færi greinilega ekki yfir á rauðu ljósu þó það myndi bjarga heiminum...

Kommentarinn, 14.12.2010 kl. 07:48

39 identicon

Fyrir utan það að ekkert af því sem að Assange eða Wikileaks hafa gert er ólöglegt, þrátt fyrir "siðferðiskennd" Axels:

http://www.visir.is/serstok-log-sett-fyrir-assange-i-bandarikjunum-/article/2010829133900

"Lögspekingar hafa bent á að erfitt sé að finna stoð í núgildandi lögum fyrir ákæru á hendur honum. Jafn kaldhæðnislegt og það kann að vera virðist sem sjálf stjórnarskrá Bandaríkjanna verndi hann og það sem hann er að gera. Það er klausan um tjáningafrelsi sem yrði erfitt að yfirvinna í málaferlum."

En ekki láta það stoppa þig Axel, haltu áfram að berjast gegn tjáningarfrelsi einstaklinga og fjölmiðla.

Virðingafyllst, andlega óþroskaða villidýrið Maynard

Maynard (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 17:35

40 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ef að mér eru afhentar upplýsingar um stórkostlega glæpi, jafnvel gegn mannkyni, þá set ég ekki fyrir mig þó að gögnin séu tekin í leyfisleysi, stolin. Stundum brýtur nauðsyn lög og ég geri mikinn greinamun t.d á skjalaþjófi sem vill afhjúpa stórtæka spillingu og glæpi stjórnmálamanna og auðhringja og t.d morðingja, hvort sem að hann er klæddur í herbúning eða ekki, fólk sem rænir banka innanfrá og lætur almenning borga brúsann etc. etc. Glæpamaður er ekki sama og glæpamaður, glæpir eru allt frá léttvægum stuldi á á gögnum sem reynt er að fela fyrir almenningi til glæpa gegn mannkyni, sum lög er raunar þess eðlis þegar nánar er gáð að vera eingöngu sett til að verja vafasama sérhagsmuni gegn almenningi og slíkum lögum ber ekki að bera nokkra virðingu fyrir. Lög sem eiga sér enga stoð í réttlæti eru ólög, til óþurftar. En enginn skyldi samt stela nema þegar ríkir almannahagsmunir eru í húfi sem knýja á um slíkt athæfi. Það ganga mun stærri þjófar en skjalaþjófar lausir.

Georg P Sveinbjörnsson, 14.12.2010 kl. 17:52

41 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þjóðfundurinn sem haldinn var í aðdraganda kosninganna til Stjórnlagaþings lagði einna mesta áherslu á siðgæði í ályktunum sínum. Sjá HÉRNA

Þeir sem hugsa eins og glæpamenn geta hins vegar alltaf réttlætt gerðir sínar, enda finnst glæpamönnum yfirleitt ekkert athugavert við gerðir sínar.

Axel Jóhann Axelsson, 14.12.2010 kl. 18:27

42 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eitthvað gengur illa að koma þessu inn, en vonandi gengur það svona http://www.thjodfundur2010.is/nidurstodur/tre/

Axel Jóhann Axelsson, 14.12.2010 kl. 18:30

43 Smámynd: Jón Ragnarsson

"Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsann"

Jón Ragnarsson, 15.12.2010 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband