Skattahækkanabrjálæðinu ætlar aldrei að linna

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur hækkað alla skatta sem fyrirfundust í kerfinu, þegar hún tók við völdum og fundnir hafa verið upp nýjir skattar af öllum tegundum, sem sýnir svart á hvítu að skattahækkanabrjálæði stjórnarinnar er algerlega ólæknandi.

Kristján Möller geystist fram á völlinn, þegar hann var samgönguráðherra og boðaði að færa ætti skattheimtu af bíleigendum úr bensínsköttum yfir í vegatolla, þannig að heildarskattheimtan yrði óbreytt, en einungis í breyttu formi og þannig myndu þeir borga mest sem notuðu vegina mest.  Reyndar kaupa þeir sem nota vegina mest miklu meira bensín en hinir, sem nota þá lítið, þannig að þessi röksemd ráðherrans fyrrverandi virtist nú ekki vera mjög djúphugsuð.

Kristján boðaði að vegtollarnir yrðu innheimtir í gegn um gerfitungl sem myndu fylgjast með ferðum hverrar einustu bifreiðar í landinu og færa skuld á eiganda hennar í hvert skipti sem bíllinn færi yfir tollalínu, en þær myndu verða með jöfnu millibili um allt vegakerfi landsins.

Eins og áður, þegar einhver skattaleiðarhugmynd kemur upp í kollinn á vinstri mönnum, líður ekki á löngu þar til hugmyndinni er hrundið í framkvæmd og nýjum og nýjum sköttum skellt á fólk, auðvitað án þess að lækka nokkurn annan skatt í staðinn.

Þetta sannast átakanlega núna, þegar Kristján, nú fyrrverandi ráðherra, en formaður samgöngunefndar boðar nýja vegtolla til að fjármagna vegaframkvæmdir, þó innifalið í bensínverðinu séu einmitt sérmerkt gjöld til slíkra framkvæmda og allir bifreiðaeigendur greiða nú þegar.

Þessari viðbót skattahækkanabrjálæðinganna verða bifreiðaeigendur að hrinda af höndum sér.  Láti þeir ekki heyra duglega í sér, mun þessum viðbótarsköttum verða dembt á þá og hvorki þeir, né nokkrir aðrir bifreiða- og bensínskattar munu lækka aftur. 


mbl.is Mótmælir vegtollum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Núverandi stjórnarbrjálæðingar eru sannarlega skattahækkanabrjálæðingar.  Og með ólíkindum hvað þau halda að við séum rík og þolum miklar hækkanir og okur og rán í öllu.  Held oft þau hafi kannski ekki heila.  Veistu að 70-75% af bensínverði í landinu fer beint í ríkiskassann?  Það er þessvegna sem bensínið í landinu er svona hrottalega dýrt.  Í Bandaríkjunum eru ekki eða nánast engir skattar af bensíni, enda kostar það um 1/4-1/3 miðað við (gengi) af okkar verði og lang-vegtollar notaðir Í STAÐINN, EKKI MEÐ VEGTOLLUM. OG ÞUNGASKATTI Í ÞOKKABÓT.

Elle_, 12.12.2010 kl. 21:03

2 Smámynd: Elle_

Meinti lang-vegtollar notaðir Í STAÐINN FYRIR SKATTINN.

Elle_, 12.12.2010 kl. 21:09

3 identicon

Það gat nú verið að landsbyggðarþingmanninum K. Möller findist það gráupplagt að setja sérstakan vegskatt sem Höfuðborgarbúar eiga að stærstum hluta að greiða.

Þetta lið virðist vera vakið og sofið yfir því að finna leiðir til að leggja á nýja skatta.

Hver vill fá tvöfalda hraðbraut til Selfoss ef það þarf að greiða fyrir framkvæmdina með vegskatti?

40 milljarða segja þeir að þetta muni kosta. Þar af fara 90% beint í útlanda í formi kaupa á vélum, varahlutum og eldsneyti. 10% fara í mannalaun í svona framkvæmd.

Var nú ekki hægt að velja einhverjar framkvæmdir sem skapa fleiri störf og geta staðið undir lámarks kröfum um arðsemi svo lífeyrissjóðirnir treysti sér til að taka þátt í þeim?

Gæfuleysi þjóðarinnar með þessa þingmenn sína er með ólíkindum.

Pési (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 22:26

4 identicon

Það er komin tími til að endurvekja bensínmótmælin.Það á að loka öllum leiðum að Ráðaneytum,bensínstöðum og skattinum.loka liðið inni þangað til það fær einhverja smáglóru í kollinn aftur(Efast samt um að það muni nokkurn tíman koma glóra í kollinn á þessu skattabrjálæðingum)Enn það er komin tími til að mótmæla þannig að Ráðamenn finni fyrir því á eigin skinni

sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 07:36

5 identicon

Skatttekjur ríkisins, sem hlutfall af landsframleiðslu!  Hvort telja menn að þetta hlutfall sé að hækka eða lækka síðan Steingrímur "hin skelfilegi" tók við embætti?  Lækka.  Allir vita hvernig útgjaldaþróunin hefur verið.

Það sem ég fæ ekki skilið er af hverju VG valdi að fara í stjórn?  Ég hefði leyft stjórnarandstöðunni, ásamt Samfylkingunni að sjá um að taka til og fá reikninginn frá "þakklátum" kjósendum í höfuðið.  Til að hafa það á hreinu, þá kaus ég alltaf stjórnarandstöðuflokkana síðustu árin.  Ég mun seint kjósa VG.

Ef ég gerði jafn eftirminnilega í brók, þá myndi ég líka sitja á girðingunni, benda á það sem betur mætti fara, kannski gefa góð ráð, bíða þangað til tiltektinni væri lokið og minna svo alla hversu skemmtilegt partíið var, hversu leiðinleg tiltekt hinna var og benda svo að lokum á það hver bauð í partíið.  

 Það  má margt betur gera, en útgjöld dagsins í dag á ekki að greiða að stórum hluta af skattgreiðendum framtíðarinnar.  Benda frekar á það hvar menn vilja skera niður, í stað þess að horfa bara á tekjuhliðina.

BJ (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 13:25

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

BJ, það er rétt, að það ætti að líta meira á útgjaldahliðina og spara og skera niður á öllum mögulegum sviðum áður en farið er yfirleitt að hugsa um tekjuhliðina.  Þegar kemur svo að því að áætla tekjurnar og kemur í ljós að þær munu ekki duga á að spara og skera ennþá meira niður.  Það gera allir í sínu heimilisbókhaldi ef tekjur minnka og ríkissjóður er bara samansafn af heimilisbókhanldi þjóðarinnar og lýtur sömu lögmálum.

Markaðir tekjustofnar og þjónustugjöld sem lögð eru á ákveðnar vörur og merktar ákveðnum verkefnum eiga skilyrðislaust að ganga til þess sem þeir eru ætlaðar, t.d. bensínskattarnir sem að stórum hluta eiga að fara í vegagerð, en er stolið til annarra þarfa ríkisins.  Því er óþolandi að stela fyrst vegafénu og leggja síðan nýja skatta á bifreiðaeigendur til að fjármagna þjófnaðinn úr framkvæmdasjóðnum.

Axel Jóhann Axelsson, 13.12.2010 kl. 14:12

7 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það er rætt um eldsneytisgjald hér, borið saman við verð á eldsneyti í BNA.  Einkennilegt með BNA þar kostar lítrinn af bensíni 2,35/2,83 eða 83 cent.  Þar eru flestir vegir all allsæmilegir, án þess að til þurfi jafn þétt net tollheimtustöðva og eru á vegakerfi Evrópu.

Ég er sammála því að gripið verði til kröftugra mótmæla sem allra fyrst, eftir að búið verður að semja við lífeyrissjóði eða aðra um fjármögnun á verkinu verður ekki aftur snúið.

Á skal að ósi stemma.

Kjartan Sigurgeirsson, 13.12.2010 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband