Lýðskrum af grófasta tagi

Enginn hefur stundað annað eins lýðskrum undanfarna mánuði og Lilja Mósesdóttir, nema ef vera skyldi þingmenn Hreyfingarinnar, með þvaðrinu um að hægt sé að gera allt fyrir alla, þurrka nánast út skuldir hvers einasta manns og láta eins og aldrei hafi orðið neitt bankahrun.

Nú er Lilja farin að tala eins og það sé einfalt val fyrir fólk að "fara í gjaldþrot" og verða laust allra skuldamála eftir tvö ár, þegar það er staðreynd, að  lánadrottnar geta vel haldið kröfum sínum vakandi áfram, þó það verði meiri skilyrðum háð en nú er, ef frumvarp til breytinga á gjaldþrotalögum nær fram að ganga á Alþngi.

Lilja segir marga sem nú séu með yfirveðsettar eignir munu telja "að það sé best að fara í gjaldþrot" þegar staðreyndin er sú að ef fólk á ekki fyrir skuldsetningum sínum, þá ER það gjaldþrota og þó þær leiðir til skuldaniðurfellinga sem fyrir hendi eru, hreinsi fólk ekki af skuldamistökum sínum, þá gera þær fólki kleyft að halda eignum sínum og sleppa við að ganga í gegn um gjaldþrotauppgjör, sem er eitt það versta sem nokkur maður þarf að upplifa og enginn hefur gert að gamni sínu fram að þessu.

Lilja er svo óforskömmuð að segja að til standi að "bjóða fólki upp á" að fara í gjaldþrot með tveggja ára fyrningartíma krafna.  Þetta er versta og grófasta lýðskrum og blekkingar, sem lengi hafa sést frá nokkrum stjórnmálamanni.

 


mbl.is Kjósa að fara í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"með þvaðrinu um að hægt sé að gera allt fyrir alla, þurrka nánast út skuldir hvers einasta manns og láta eins og aldrei hafi orðið neitt bankahrun."

Kynntu þér tillögur Hreyfingarinnar og Hagsmunasamtaka heimilanna í leiðinni.

Svona blaður þar sem þú virðist ekki einusinni hafa kynnt þér það sem þú ert að setja út á er þér til minnkunar.

Og að kalla þá lýðskrumara sem benda á óréttlætið og ranglætið sem á sér stað hjá fjármálafyrirtækjunum með stuðningi ríkisstjórnarinnar er orðið þreytt. Er þetta það eina sem þið flokksdindlarnir getið sett fram í staðin fyrir rök.

Fólk eins og þú eruð hlægileg.

Einar (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 12:55

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Einar, það er gleðilegt að geta komið þér til að hlæja í öllum þessum leiðindum, sem greinilega hrjá þig þessa dagana.

Getur þú nokkuð upplýst nánar um hvaða flokk þú meinar, þegar þú talar um flokksdindla eins og mig?

Axel Jóhann Axelsson, 6.12.2010 kl. 13:05

3 Smámynd: Björn Birgisson

Lilja gengur eiginlega fram af manni í hvert sinn sem hún opnar munninn. Svo segir almenningur að hún sé vinsælasti þingmaðurinn. Fyrsta sætið í þeirri "keppni" er greinilega orðið aðalatriðið. Kaldur raunveruleikinn orðinn að aukaatriði. Hann er fyrir einhverja aðra að fást við.

Björn Birgisson, 6.12.2010 kl. 13:53

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er greinilegt að vinsældir í stjórnmálum ávinnast með nógu miklu skrumi og afbökunum staðreynda.  Þess vegna þorir ríkisstjórnin ekki að segja umbúðalaust hvað hægt er að gera og hvað ekki og svo ganga einstaka þingmenn stjórnarliðsins fram með ótrúlegu falsi um staðreyndir, eins og t.d. Lilja og þingmenn Hreyfingarinnar.  Lilja lætur eins og foringi í stjórnarandstöðuflokki og ætti, ef hún væri samkvæm sjálfri sér, að segja sig úr VG og stofna sinn eigin flokk, sem fengi væntanlega mikið fylgi, miðað við trúnaðinn sem fólk leggur á bullið sem vellur upp úr henni. 

Axel Jóhann Axelsson, 6.12.2010 kl. 14:12

5 identicon

Það er ekki að sjá að þið félagarnir Björn Birgis og Axel Jóhann hafið verið á Íslandi sl. 2.ár. Í það minnsta virðist ekki sem kreppan hafi leikið ykkur grátt. Þið eruð uppfullir af skilningsleysi og örlar ekki á að þið getið sett ykkur í spor þeirra sem eiga um sárt að binda. Þeir eru margir hverjir fastir í skuldafeni fyrir þær einar sakir að hafa í góðri trú ætlað að koma sér þak yfir höfuðið og látið glepjast af gylliboðum bankanna í tíð hins meinta góðæris. Þið ættuð að sjá sóma ykkar í að skammast ykkar fyrir að kalla Hreyfinguna og Lilju Mósesdóttir lýðskrumara. Þau eru þó fær um að sjá það sem ykkur félögunum virðist fyrirmunað að sjá, að nýkynnt lokaúrræði ríkisstjórnarinnar eru afskaplega rýr og munu ekki bjarga neinum.

Vissulega leikur sér enginn að því að verða gjaldþrota en þegar valið snýst um tvo afarkosti, að verða gjaldþrota (burt séð frá hve mörg ár maður kann að verða sem slíkur). Eða að festa sig í botnlausri skuldahít og geta aldrei leyft sér eitt eða neitt fastur, í fasteign sem þú átt ekkert í og getur ekki selt, þá held ég að þorri fólks velji fyrri kostinn.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 17:32

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Innleggið frá Sigurði sýnir glögglega að lýðskrum Lilju og fleiri svínvirkar og fólk trúir þvælunni um að hægt sé að þurrka út áhrif kreppunnar með einu pennastriki og hægt sé að færa klukkuna aftur til áramótanna 2007/2008.

Aumasta yfirklór yfir eigin lántökur er að reyna að halda því fram, að ekki einn einasti maður hafi hundsvit á fjármálum og hafi því látið ljúga inn á sig svo háum lánum að nú ráðist ekki neitt við neitt.

Sá, sem hér skrifar hefur gengið í gegn um nákvæmlega það sama og aðrir með sitt húsnæðislán og lækkun íbúðarverðs, en hvoru tveggja var stillt svo í hóf við kaup og lántöku á árinu 2005 að hægt yrði að standa undir skuldbindingunum, þó ekki yrði sífelldur uppgangur í þjóðfélaginu, enda var vitað þá þegar að á eftir uppsveiflu í efnahagslífinu kemur niðursveifla. Hefði fólk bara hugsað fyrir niðusveiflunni væri það í skárri málum í dag, en raun ber vitni.

Margir þeirra sem svona lítið vit þykjast hafa haft á sínum eigin fjármálum, þykist nú þess umkominn að segja fyrir um hvernig eigi að stjórna fjármálum heillar þjóðar svo vel fari. Traustvekjandi er það nú samt ekki.

Axel Jóhann Axelsson, 6.12.2010 kl. 18:59

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Fólk sem að tók 100% lán fyrir húsnæði 2007, er eftir að hafa fengið 110% úrræðið, nánast í sömu sporum og 1. jan 2008, sé tillit tekið til hækkun láns og lækkun fasteignaverðs.

 Fólk sem sýndi ráðdeild á sama tíma og tók ekki hærra lán en 50% -70 % af kaupverði eignar, hefur tapað því fé sem það lagði sjálft í eignina, þó svo að veðsetningin, sé ekki komin upp í 110% + hjá því.   Ráðdeildarfólkið, fær ekki niðurfellt og ekki það til baka sem það átti 1. jan 2008.

Samt er í rauninni ekki meiri munur á þessum hópum en svo, að ráðdeildarfólkið tapar sparnaði (tekjum) undangengna ára, en fólkið sem að tók 100% lánin, er forðað frá því að ,,tapa" meira af framtíðartekjum í afborganir, en 110% leiðin býður því. 

 Hvort ætli það sé verra að vera rændur því, sem að maður á, eða rændur því, sem að maður eignast hugsanlega í framtíðinni?

Kristinn Karl Brynjarsson, 6.12.2010 kl. 20:25

8 Smámynd: Björn Birgisson

Ég vil taka undir sérhvert orð í svari félaga míns í #6 til Sigurðar. Mér dettur í hug að næsti kröfuhópur á ríkið, verði kannski þeir, sem hafa átt þrjá miða í happdrætti HHÍ í fimmtán ár og aldrei fengið neinn vinning. Sem er auðvitað ekkert réttlæti! En mér dettur svo margt vitlaust í hug, eins og mér hefur oft verið bent á!

Björn Birgisson, 6.12.2010 kl. 20:49

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég lít svo á að ég hafi TAPAÐ eignarhlut mínum í íbúðinni vegna kreppunnar en honum hafi ekki verið RÆNT.

Þetta er allt spurning um hugarfar, því með því að taka á þessu sem tapi, þá er maður búinn að komast yfir áfallið og hættur að lifa og hrærast í svekkelsinu yfir því og tilbúinn til að halda áfarm lífinu og baslinu sem því fylgir.

Með því að líta á áfallið sem RÁN þá snýst öll tilveran um að elta þjófinn og þar sem ekki er hægt að nafngreina þjófinn, þá eru menn að kenna öllum öðrum en sjálfum sér um allt sem illa fór. Meira að segja kennir fólk öðrum en sjálfum sér um að hafa tekið lánin og heldur því statt og stöðugt fram að það hafi ekki haft hundsvit til að stjórna fjármálum heimilisins og glæpamenn hafi svikið allt of háum lánum inn á það.

Það verður hægt að halda bófahasarnum áfram til eilífðar, en það mun aldrei finnast neinn til að borga lánin fyrir mann og enn síður einhver til að bæta tapið, sem maður hefur orðið fyrir og því eins gott að hætta öllu væli og snúa sér að alvöru lífsins.

Þetta er allt spurning um hugarfar.

Axel Jóhann Axelsson, 6.12.2010 kl. 21:10

10 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ákvað viljandi að nota orðið RÁN í staðinn fyrir TAP, þar sem það liggur nánast refsing við því að hafa sýnt ráðdeild og sparnað í aðdraganda hrunsins og fjármögnuðu sín fasteignakaup að töluverðum hluta með sparnaði sínum.

En auðvitað er eðlilegast að kalla þetta TAP, þar sem eignin er enn til staðar sem slík, en bara ekki jafn verðmæt og áður.

Kristinn Karl Brynjarsson, 6.12.2010 kl. 21:24

11 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hvað er það kallað þegar maður semur um 10 kr lán en er svo rukkaður um 25 kr? Og hvað er það kallað þegar maður tekur gengistryggt lán og maður getur borgað samt, þá eru sett lög um að öll gengistryggð lán séu ógild og settir á einhverjir vextir sem gera afborganirnar hærri en þær voru fyrir. Ég kalla það rán, sama hvað þið segið, lántakandi hefur aldrei skrifað undir þessa nýu vexti eða lánakjör!

Eyjólfur G Svavarsson, 7.12.2010 kl. 00:22

12 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

ÆÆ Axel - ég var að vona að ég fengi að komast inn í jólaandann án þess að þú þyrftir að nefna Hreyfinguna - lýðskrumið þar er búið að vera ótrúlegt og svo nær slepjan hærra en sést hefur áður þegar einhver Einar setur samasemmerki á milli Hreyfingarinnar og Hagsmunasamtaka heimilanna.

Að tala af léttúð um gjaldþrot ber vott um yfirgripsmikla vanþekkingu - að halda að þetta sé fyrsta kreppan hér er álíka vanþekking -

Hér fór verðbólga hátt á annað hundraðið fyrir rúmum 20 árum. Þótt við sem lentum illa í henni þá greiddum skuldir þvers og kruss var einn aðili sem ekkert var hægt að eiga við - það er ríkið -

ríkið hefur haldið stórum hópi í helgreipum öll þessi ár -

Ha? hver var í stjórn þá ? 

1989 ?

Þau skyldu þó ekki hafa leikið stór hlutverk þar - Jóhanna Sigurðardóttir -Steingrímur J Sigfússon - Svavar Gestsson og Ólafur Ragnar Grímsson ásamt framsókn og nokkrum liðhlaupum úr Sjálfstæðisflokki undir merkjum Borgaraflokksins.-

Alþýðubandalagið (forveri VG og að hluta til forveri  Sf ) var burðarásinn ásamt Alþýðuflokknum sem er hinn hlutinn af grunni Sf. Og Framsókn leiddi hjörðina.

Stjórnina sem tók við 1988 mynduðu Framsókn - Alþýðuflokkur ( þar með Jóhanna S ) og Alþýðubandalag ( þar á meðal Ólafur Ragnar - Steingrímur og Svavar Gestsson ) .

Vinnubrögðin í dag eru þau sömu - þá skyldu þau við þjóðfélagið í rúst.

Sama er að gerast í dag -

Þetta er gróf yfirferð - bendi á bókina Íslandssaga til okkar daga.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.12.2010 kl. 05:30

13 identicon

Lýðskrum segir þú Axel minn.......... en hvað er það kallað þegar menn sjá ekki munin á réttu og röngu? Eru svo heilþvegnir að búið er að taka frá mönnum þann hæfileika að greina rétt frá röngu, sjá ekki munin á réttlæti og ranglæti. Svei mér þá þér er ekki viðbjargandi og svo leyfir þú þér að segja að Lilja og fl. vilji bara fella niður skuldir hægri vinstri sem er hreinlega ósannindi og það er ljótt að ljúga upp á fólk. Þetta fólk er bara að fjalla um að rangt er að mismuna fólki við þessar aðstæður.  Kreppa og kreppa er ekki það sama, þetta er kreppa búin til af þjófum sem þessi ríkisstjórn mærir endalaust og passar upp á að tapi ekki neinu, sem gerir hana meðseka í gjörningnum um það snýst málið. Þetta er þjófnaður og ekkert annað enda á þetta ástand nú ekkert sameiginlegt við aðrar "kreppur" undanfarinna áratuga. Þetta var rán örfárra aðila sem notfærðu sér lagagloppur í EES samningi sem kratar neyddu upp á landið með Jón Baldvin í fararbroddi og þessi ríksstjórn gerir allt til þess að verja þann hóp sem stal frá okkur og gerist þar með samsek.

(IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 09:45

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurlaug, þú segir í upphafinu:  ".......... en hvað er það kallað þegar menn sjá ekki munin á réttu og röngu? Eru svo heilþvegnir að búið er að taka frá mönnum þann hæfileika að greina rétt frá röngu, sjá ekki munin á réttlæti og ranglæti. Svei mér þá þér er ekki viðbjargandi........"

Með þessum orðum hlýtur þú að vera að gefa í skyn að þú sjálf sért svo miklu fullkomnari, skilningsríkari og auðvitað skynsamari en þeir sem þú ert að skammast útí og einhver hefði kallað slík viðhorf dramb og yfirlæti, jafnvel mikilmennsku, en ég segi nú bara eins og skáldið, að þú megir þakka Guði fyrir að vera ekki eins og annað fólk, þ.e. á sama lága planinu og við hinir.

Axel Jóhann Axelsson, 7.12.2010 kl. 13:16

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eyjólfur, ef þú vilt ekki borga lánin útreiknuð á löglegan hátt, vegna þess að þú hafir ekki skrifað undir slíka lánaskilmála, viltu þá borga lánin með þeim skilmálum, sem þú skrifaðir undir sjálfur, óstuddur, ótilneyddur og væntanlega með fullri meðvitund?

Axel Jóhann Axelsson, 7.12.2010 kl. 13:19

16 identicon

Ég er ekkert að gefa í skyn Axel minn, í þessi máli VEIT ég fyrir víst að hef rétt fyrir mér og því fylgir engin hroki bara einföld staðreynd. Þjófnaður er ranglæti og verður alltaf ranglæti sama hvað samfylkingin segir. Vona að þú eigir gleðilega hátíð og að sem fyrst sjáir þú villu þíns vegar , góðar stundir.

(IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband