24.11.2010 | 21:36
Eru Bretar að búast við sundrungu ESB?
Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, hefur boðið leiðtogum Norður- og Eystrasaltslandanna á fund í Janúar n.k. til viðræðna um styrkari efnahags- og félagslega tengsl þessara landa í Norður Evrópu.
Varla getur tímasetning fundarboðsins verið alger tilviljun einmitt núna, þegar mikil umræða fer fram um framtíð ESB og evrunnar, en að margra mati er hvort tveggja komið að fótum fram og eigi sér ekki langra lífdaga auðið úr þessu.
Bretar hafa alla tíð verið hálfgert vandræðabarn innan ESB, þó ríkisstjórn Verkamannaflokksins hafi verið tiltölulega stillt innan sambandsins og ekki látið sverfa þar til stáls, eins og nýja ríkisstjórnin virðist tilbúin til að gera.
Afleiðingar bankakreppunnar 2008 eru nú að bíta æ fastar í ríkjum ESB og þá sérstaklega þeirra sem nota evruna sem gjaldmiðil, en hún hentar alls ekki hagkerfum annarra ESBríkja en Þýskalands, enda upphaflega byggð á þýska markinu og skilyrðum Þjóðverja um aðild að myntsamstarfinu.
Athyglisvert er að Írum er ekki boðið til þessa fundar, enda efnahagur Írlands hruninn, eins og Grikklands og fleiri ríki eru komin að hruni með sitt efnahagslíf og myntsamstarf.
Greinilega vilja Bretar vera vel undirbúnir ef/þegar ESB sundrast endanlega og vera þá búnir að koma á vísi að nýrri ríkjasamvinnu í norðurhöfum, enda miklir hagsmunir í húfi á þeim slóðum í framtíðinni.
Vill styrkja tengsl við Norðurlönd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já og þá geta þeir farið í þorskastríð við íslendinga og Dani og Færeyinga og Grænlendinga og Norðmenn og Kanadamenn og Jólasveininn og........
Eyjólfur Jónsson, 24.11.2010 kl. 22:52
Þegar ég las fréttina Axel þá var þetta það fyrst sem kom upp í huga minn, Bretar reikna með að ESB sundrist eða liðist að einhverju leiti í sundur.
Mér finnst ríkjasamvinna eins og lagt er upp með hér mjög eðlileg og sammála að skrítið að Írland skuli ekki vera með.
Björn (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 06:54
Væri það eðlilegt að við tækjum upp svona samstarf við breta ( sérstakt samband ) eftir 1.þorskastríðin - 2.beitingu hryðjuverkalaganna -3. Icesave -4. esb þvinganirnar -
Þessir þættir - - eru dæmi um félagslegu tengslin - sem og þau efnahagslegu - getum við sinnt frekara félagsstarfi??? Höfum við efni á frekari fjárhagslegum tengslum ??
Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.11.2010 kl. 11:06
Ólafur, svarið við öllum spurningunum er NEI. Framtíðarsamskipti og samvinna við Breta verður að byrja á afsökunarbeiðni af þeirra hálfu og bótum fyrir þann skaða, sem þeir hafa valdið íslensku þjóðarbúi í gegnum tíðina.
Axel Jóhann Axelsson, 25.11.2010 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.