Saksóknari Alþingis hirtir forseta Landsdóms

Geir H. Haarde hefur mótmælt þeirri lögleysu forseta Landsdóms að draga það í tvo mánuði að skipa honum verjanda, þrátt fyrir skýr fyrirmæli í lögunum um dóminn, en þar segir að sakborningum skuli skpipaður verjani svo fljótt sem mögulegt sé. 

Þessa einföldu grein laganna virðist forseti Landsdómsins ekki hafa skilið og sendi því erindi til saksóknara Alþingis með fyrirspurn um hvort skipa mætti verjandann og þá þann verjanda sem sakborningurinn hafði valið sér sjálfur, samkvæmt fyrirfælum laganna.

Saksóknari Alþingis hefur nú svarað hinu fáránlega erindi dómsforsetans á þann einfalda og fyrirséða hátt, að verjandann skuli skipa umsvifalaust og samkvæmt beiðni sakborningsins.  Í svari dómsforetans er samkvæmt féttinni vísað:  "m.a. til þess að þó ákæruskjal hafi ekki verið gefið út, þá sé búið að bera Geir sökum um refsiverða háttsemi með ákvörðun Alþingis um málshöfðun gegn honum fyrir landsdómi. Skv. lögunum um landsdóm fari Alþingi með ákæruvaldið."

Ólíklegt er að nokkur forseti dómstóls hafi verið niðurlægður á jafn auðmýkjandi hátt áður.


mbl.is Ekki mótfallin skipun verjanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband