Lilja flytji vantrauststillögu á ríkisstjórnina

Lilja Mósesdóttir hefur undanfarna mánuđi talađ eins og harđasti stjórnarandstćđingur og hefur marg lýst ţví yfir ađ ríkisstjórnin sé á algerum villigötum og vinni í raun gegn hagsmunum almennings í landinu.

Allt er ţetta rétt og satt hjá Lilju og ţví er alveg óskiljanlegt ađ hún skuli ennţá segjast vera stuđningsmađur ríkisstjórnarinnar og hefur passađ vandlega upp á ađ frumvörp ríkisstjórnarinnar komist klakklaust í gegn um ţingiđ og allar hinar ómögulegu ađgerđir, ađ áliti Lilju, hafa orđiđ ađ lögum, sem eins og hún segir hafa stórskađađ hag heimilanna í landinu.

Einnig gefur Lilja sig út fyrir ađ vera algjöran andstćđing fjárlagafrumvarpsins og niđurlćgir formann flokks síns međ ţví ađ segjast vera fylgjandi einhverju óljósu bulli í Jóhönnu Sigurđardóttur um ţau, en eins og allir vita segir Jóhanna eitt í dag og annađ á morgun.

Flytji Lilja ekki vantrauststillögu á ríkisstjórnina á fyrsta ţingfundi eftir helgi, stimplar hún sig endanlega inn í ţingsöguna sem einn mesti lýđskrumari sem ţar hefur setiđ og aldrei verđur tekiđ mark á einu orđi sem frá henni kemur framar.


mbl.is Líkjast kommúnistaflokkunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóhanna skorađi á stjórnarandstöđuna ađ gera ţađ en Lilja ţorđi ekki.

Lilja og fleiri hafa veriđ í stjórnarandstöđu ansi lengi.

Samt lifir stjórnin og ţađ međ stjórnarandstćđing innanborđs. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráđ) 21.11.2010 kl. 20:47

2 identicon

Sú sérstaka stađa er í íslensku stjórnmálalífi ađ ţótt flestir vilji ekki ţessa ríkisstjórn ţá vill enginn ţađ sem býđst í stađinn.

Reynir Trausti (IP-tala skráđ) 21.11.2010 kl. 22:47

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Allt sem kćmi í stađinn fyrir ţessa ríkisstjórn yrđi til mikilla bóta fyrir ţjóđina og gćti komiđ henni upp úr ţeim hjólförum sem hún spólar í núna.

Axel Jóhann Axelsson, 21.11.2010 kl. 23:39

4 identicon

Ţú hefur greinilega mikla trú á henni heyri ég.  Mér finnst ég hafa heyrt ţetta lýđskrumstal áđur hér á moggablogginu, eyjunni og á fleiri stöđum og finnst ţađ frekar ţreytt.  Hvernig fyndist ţér ef einhver ţingmađur í ţínum flokki (xD vćnti ég) myndi ţora ađ gagnrýna flokkinn aftur og aftur og myndi svo koma međ vantrauststillögu gegn honum ef hann vćri í ríkisstjórn?  Yrđir ţú ánćgđur međ ţađ? Ađ sjálfsögđu myndi ţađ aldrei gerast ţví xD er mjög samheldinn flokkur, svo ekki sé meira sagt!  Myndirđu kalla ţennan ţingmann "einn mesta lýđskrumara sem hefur setiđ á ţingi" ef hann myndi ekki bera fram vantraust?  Af hverju skiptir ţetta vantraust ţig svona miklu máli?  Lilja hefur sínar hugmyndir og henni leiđist ţessir flokkadrćttir eins og mörgum öđrum.

Skúli (IP-tala skráđ) 24.11.2010 kl. 00:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband