Ómennsk framkoma Besta flokksins

Allir geta verið sammála um að hagræðingar og sparnaðar hafi verið þörf í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur og jafnvel að þurft hafi að fækka starfsmönnum, fyrst stjórnarmeirihlutinn treysti sér ekki til að dreifa þeim sparnaði á sem flesta starfsmenn með minnkuðu starfshlutfalli hvers og eins, eins og tillaga kom fram um að gera.

Aðferðin við þessa harkalegu sparnaðaraðgerð Besta flokksins og þeirra, sem samábyrgir eru fyrir gjörðum hans, er hins vegar algerlega óviðunandi, enda ómannúðleg í alla staði, eða eins og Júlíana Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður hjá OR lýsir aðgerðinni:  "Okkur var smalað saman og sagt að okkur væri öllum sagt upp störfum. Einn starfsmaður lá að vísu á sjúkrahúsi, en honum var líka sagt upp. Öðrum, sem er 62 ára gamall og búinn að vinna hjá OR í 37 ár, var þá sagt upp." 

Þessi mannvonskulega smölun átti sér stað um eittleytið í gær og fólkið fékk þrjá tíma til að kveðja samstarfsfólk sitt og ganga frá sínum málum á vinnustaðnum og klukkan fjögur síðdegis hættu öll aðgangskort þessa fólks að vinnustaðnum að virka og verður engum þessara starfsmanna hleypt inn í húsið framar, nema undir eftirliti, þó á fjórða mánuð sé í að uppsagnarfresti þess ljúki.

Svona stendur enginn að uppsögnum starfsmanna, sem snefil hefur af mannlegum tilfinningum og skilning á því hvílíkt áfall það er fyrir starfsfólk að vera sent út á guð og gaddinn eftir áratugastarf hjá sama vinnuveitanda.

Hafi Besti flokkurinn og aðrir stjórnendur OR skömm fyrir framkomu sína.


mbl.is „Fólkið auðvitað bara grét“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála þér Axel.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.10.2010 kl. 08:24

2 identicon

Sammála.

Og Helgi Þór forstjóri er bara voða ánægður með þetta fyrirkomulag alltsaman og segir að nú þurfi bara að "ná upp stemmningu á nýjan leik..."

Ja svei.

Sigrún G. (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 08:57

3 identicon

Ég skil ekki afhverju það er svona mikið í fréttum um uppsagnir í Orkuveitunni, það eru uppsagnir á mikið fleiri stöðum en þetta.

Snjokaggl (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 09:04

4 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Vissulega eru þetta ómannúðlegar aðferðir við að segja fólki upp en varla að stjórnamálaflokkar ákveði hvernig því er háttað. En ef menn vilja endlega gagnrýna flokkana fyrir þetta fíaskó þá skulum við ekki gleyma því að sjálfstæðismenn sem voru við stjórnvölin fyrir kosningar ýttu þessu á undan sér svo þetta kæmi sér ekki illa fyrir þá. Þar var nú fullkominn heigulsháttur sem réði gjörðum og núverandi flokkar eru að þrífa upp skítinn sem síðasta stjórn á undan lét eftir liggja.

Tek það fram að ég er ekki að réttlæta þessar aðgerðir en mér finnst bara bloggarar iðulega einfalda hlutina um of. Staðreyndin er að besti flokkurinn er eini flokkurinn í borgarstjórn sem hefur það ekki á samviskunni hvernig komið er fyrir OR.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 22.10.2010 kl. 09:06

5 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Eitt enn, ef gömlu flokkarnir hefðu haft bein í nefinu til að taka á þessu fyrr þá hefðu þessar aðgerðir kannski ekki þurft að vera svona stórtækar og færri þurft að missa vinnuna.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 22.10.2010 kl. 09:08

6 identicon

Ekki svona málflutning Axel.

Það er alveg sama hvað form er haft á svo fjöldauppsögnum, þær eru alltaf sársaukafullar.

Hefðir þú viljað að þetta fólk hefði fengið bréf inn á borð til sín og búið?

Það er algengasta aðferðin.

Þarna lögðu stjórnendur það þó á sig að hitta hvern og einn persónulega. Það er meira en margir gera.

Gætum fyllstu sanngirni í málflutningi okkar.

Pétur (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 09:19

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Allir flokkar í síðustu borgarstjórn, bæði í meiri- og minnihluta, voru sammála um að verja störf borgarstarfsmanna og reyna allar aðrar leiðir til sparnaðar í rekstri, aðrar en uppsagnir.  Um þá stefnu má alveg deila, en að kalla það heigulshátt og útskitu, sem aðrir þurfi að þrífa upp, eru ekkert nema stóryrði, sem engin innistæða er fyrir.

Meirihlutaflokkarnir hverju sinni bera ábyrgð á stofnunum borgarinnar og í þessu tilfelli var búið að ræða leiðir til sparnaðar án uppsagna starfsmanna, bæi í stjórn OR og í borgarstjórn og línurnar um hvað gera átti voru lagðar af pólitískum fulltrúum Besta flokksins og Samfylkingarinnar, borgarstjóranum óhæfa og fulltrúum þeirra í stjórn OR.

Besti flokkurinn, sem leiðandi flokkur í meirihlutanum, ber því meginábyrgðina og getur ekki komið sér undan henni.

Enginn var að fordæma það, að til uppsagnanna hafi verið gripið, það var ákvörðun meirihlutans, væntanlega eftir að hafa útilokað alla aðra möguleika til að ná samsvarandi árangri með öðrum leiðum. 

Aðferðin við að segja fólkinu upp er hins vegar forkastanleg og hana getur enginn siðaður maður varið.

Axel Jóhann Axelsson, 22.10.2010 kl. 09:30

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Pétur, þessi setning lýsir ekki vönduðum eða nærgætnum vinnubrögðum:  "Okkur var smalað saman og sagt að okkur væri öllum sagt upp störfum. Einn starfsmaður lá að vísu á sjúkrahúsi, en honum var líka sagt upp. Öðrum, sem er 62 ára gamall og búinn að vinna hjá OR í 37 ár, var þá sagt upp." 

Almennilegir stjórnendur kalla viðkomandi starfsmenn á sinn fund, einn í einu, og útskýra fyrir þeim hvers vegna gripið er til uppsagna og hvers vegna hver og einn sé í þeirri stöðu, að þurfa að sæta uppsögn.  Síðan er þeim rétt uppsagnarbréfið og fá þakkir og klapp á bakið um leið og yfirmaðurinn kveður starfsmanninn og þakkar honum góð störf, jafnvel í áratugi.

Að fleygja starfsfólki, eins og hverju öðru ónothæfu rusli er ekki nokkrum yfirmanni sæmandi, né nokkrum starfsmanni bjóðandi.

Axel Jóhann Axelsson, 22.10.2010 kl. 09:39

9 Smámynd: Margeir Örn Óskarsson

Sammála Pétri...

Eins held ég að þeir sem misst hafa vinnuna séu ekkert endilega reiðir út í það hvernig þeim var sagt upp (þó svo að einhverjir séu það og kjósi að fara með það í fjölmiðla) heldur frekar að fyrirtækið hafi verið mergsogið síðastliðin ár sem gerði það að verkum að nú þurfi svo að segja upp fólki. Aðferðin verði alltaf álitin slæm eins og Pétur segir.

Svo það að kenna Besta flokknum um er auðvitað út í hött ... en einhvernveginn mátti alveg búast við þessum málflutningi frá þér Axel. Þú nýtir hvert tækifæri...

Margeir Örn Óskarsson, 22.10.2010 kl. 09:47

10 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Þetta er mjög klasísk aðferð í dag við að segja fólki upp. Hefur verið algeng í áratugi.

Hún er uppruninn í USA og er talið að fólk sem sagt sé upp verði það biturt,

að það eigi ekki eftir að skila neinni vinnu sem heitir getur og mögulega geti valdið tjóni fyrir fyrirtækið.

Ég er ekki sammála þessari Ameriku aðferð, því hún er niðurlægjandi og ég hef heirt að hún sitji mjög lengi í þeim sem upplifa hana. 

Þessi aðferð er kanski frekar kapitalísk en svona er Ísland í dag, við förum því miður ekki aftur í persónulega gamlasamfélagið það var lagt niður með smáþorpunum sem enginn man lengur hvað hétu. 

Ég persónulega aðhlinnist þeirri aðferð að í stað þess að segja upp 10 mans að setja þá frekar 20 í 50%. Við það heldur starfsfólkið virðingu sinni.

En hvernig var þetta annars með fyrirtækið, voru topparnir ekki með eitthver risalaun mig minnir að hafa heirt eitthvað í þá veru?

Annars eru margir sem unnu hjá hálfopinberum stofnunum sem héldu að þeir fengu öriggið frá því opinbera en launinn úr eiknageiranum. Því miður þá er það ekki svo. Fólki er sagt upp á hverjum einasta degi og ekki kemur það í neinum fréttum.

Ég er sjálf án vinnu og átti von á uppsagnarbréfinu í 6 mánuði áður en það kom, og er yfirmannimínum bara þakklát að hafa reynt að halda mér þetta lengi. 

Ég hef bara eitt ráð handa þeim, drífið ikkur strax á námskeið, bætið við ykkur mentun, haldið áfram að borga í stéttarfélag því þar fáið þið stuðning námskeið og fl. og ekki hætta að sækja um vinnu. Ekki líta á uppsagnarfrestin sem frí, farið á fætur á hverjum morgni og í bakaríið eða eitthverja fasta rútínu. Ekki búast við neinum fríum leikhúsferðum eða lúxus, það er bara í fréttum en hefur ekkert með raunveruleikan að gera. 

Matthildur Jóhannsdóttir, 22.10.2010 kl. 09:50

11 identicon

Störf sem verða til þar sem einhverja vantar vinnu, en ekki vegna þess að það vanti vinnukrafta, eiga auðvitað að hverfa. Í langan tíma litið er fólki, sem er í slíkum störfum, gerður greiða með því að segja því upp. Slík störf eru flestum sálardrepandi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 09:58

12 Smámynd: Einhver Ágúst

Þú mátt nú alveg fara rétt með elsku Axel minn, rangfærslur og rógur er litur sem klæðir þig illa....

 http://www.or.is/UmOR/Fjolmidlatorg/Frettir/Lesafrett/2109

http://www.or.is/UmOR/Fjolmidlatorg/Frettir/Lesafrett/2107

Aðrir flokkar tóku þá ákvörðun að blóðmjólka OR og verja jeppadíla og rugl framá síðustu stundu til að forðast óvinsældir og tryggja sér kosningu, allt það mistókst og sprakk framaní þá, nú sitja þeir uppi með okkur sem erum alveg til í að vera óvinsæl og taka óþægilegar og erfiðar ákvarðanir um hagsmuni Reykjavíkur og fyrirtækja hennar til lengri tíma.

Það er kannski ekki langtíma metnaður okkar að vera í stjórnmálum og þrasi, við höfum ÖLL verið vinnandi fólk hingað til og höldum því flest áfram og þau fáu sem eru í þessu "ful time" stefna á að snúa til annara starfa þegar frammí sækir....við einfaldlega erum hér til að skera á hnútinn sem atvinnupólitíkusarnir í öllum flokkum eru algjörlega ófærir um.

Meðvirknisvinsældahnútinn sem þetta allt snýst um og svo ekki sé talað um leikina og búllýismann sem líðst í þessu stjórnmálakerfi.......það er alveg sérkapítuli, hver tildæmis talar um að vinna saman alla daga og öskrar svo á fólk og uppnefnir á fundum? Á hvaða vinnustað líðst svoleiðis framkoma og bull?

Og að ein skipun nái yfir alla að ganga óháð ráðum, menn EIGA að vera svona og bregðast svona við, þvílíkt rugl, auðvitað getur fólk ekki hegðað sér eins í velferðarráði og OR, þetta eru algjörlega 2 aðskildir hlutir. En svo það sé sagt gengur mér mjög vel að vinna með fólkinu í velferðarráði hingað til, það er bara svolítið fyndið að sjá frétt á mbl.is rétt fyrir fund og á fundinum koma fram orðréttar spurningar úr fréttinni.

En mbl.is sem og allur moggin er algjörlega ómarktækt blað þegar kemur að innlendum fréttum, enda er ég einn af örfáum ekki-sjálfstæðismönnum sem ekki hefur yfirgefið moggabloggið, þó að ég hafi reyndar farið í felur lengi og í raun hætt leni vel þá ákvða ég að vera hér inni til að fylgjast með, og þetta er algjörlega ótrúlegur staður.....ef við eigum að tala um ómanneskjulegar uppsagnir og harðræði, eigum við á ekki að tala um miðilinn sem við erum að tjá okkur á? Þarsem fólki er sagt upp ef það faglega neitar að flytja fréttir á ákveðinn hátt eða hefur skoðanir sem ekki hugnast stjórnanda moggans? Er tildæmis timian bannað í mötuneyti moggans í dag?

Við erum með nokkurra milljarða gat í fjárlögum Reykjavíkur, það er meira leiðinlegt framundann, gangi þér vel með að skjóta allt niður og níða af okkur skóinn einsog sönnum hælbít sæmir(smá grín), en vittu það Axel að með hverju orðinu sem þú eyðir í þetta illa ígrundaða rugl þá verðurðu marklausari og kjánalegri.

En þér er kannski sama? Þú ert nottla að predika fyrir kórinn.....

Kv Gústi

Það er tildæmis ekki verjandi að taka út allann þann hagnað sem tekinn var út í OR alveg fram til 2009....og við erum þau fyrstu til að hætta því....sildið svona einsog að hætta að reykja, heimskuleg iðja sem mun koma manni í koll, en erfitt að hætta fyrir suma.

Einhver Ágúst, 22.10.2010 kl. 10:09

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ágúst minn, oft hefur þér nú tekist betur upp í vörn þinni fyrir Besta flokkinn, þann óhæfa (borgarstjórann) og þann metnaðarfulla (formann stjórnar OR), en núna veður þú úr einu í annað, úr Velferðarráði í OR, Moggann og bloggara almennt og úr þessu verður nánast óskiljanlegur hrærigrautur, nema þegar þú segir að ég sé hlægilegur.  Það er alveg auðskilið.

Ég var að gagnrýna aðferðina við uppsagnirnar.  Þú minnist ekkert á það umfjöllunarefni.  Hvernig ætli að standi á því? 

Axel Jóhann Axelsson, 22.10.2010 kl. 10:38

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fyrirgefðu Ágúst, við nánari skoðun sá ég að þú hafðir ekki sagt að ég væri hlægilegur, bara marklaus og kjánalegur.  Það er svosem jafn auðskilið og hitt.

Axel Jóhann Axelsson, 22.10.2010 kl. 10:51

15 identicon

Hverjar eru framtíðarhorfur þessa fyrrverandi starfsmanna OR?

Agla (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 11:07

16 Smámynd: Einhver Ágúst

Svona uppsagnir eru ömurlegar...rétt er það, ég nefndi það að þetta er okkur enginn leikur eða gamanmál, okkur finnst ekkert gaman að segja upp fólki....tók það alveg fram...en er bréfsaðferðin einhverju skárri, enginn viðvörun enginn aðdragandi bara bréf og bless? Var ekki reynt að gefa fólki fyrirvara, var ekki talað við fólk?

Ég er ekkert að segja annað en að það eina sem hefði verið eitthvað betra en þetta fyrir fólkið er að missa ekki vinnuna en það einfaldlega gékk ekki þarsem fyrirtækið er í miklum skuldum og þarf að draga harkalega saman seglin, áhersla var lögð á hluti einsog fjölmiðlafulltrúa sem voru þarna alltof margir og aðra starfsemi ótengda kjarnastarfsemi Orkuveitunnar...

Tíminn mun svo bara sýna þér og öðrum hve vel var að þessu staðið....og seint munt þú viðurkenna það Axel.....en svo er nú það......

Vörn þín fyrir flokkin er náttúrulega mun eldri og gáfulegri en þessar "varnir" mínar fyrir það sem ég er að standa í, mér finnst nú bara gaman að reyna að benda á að við erum ekki gerendurnir hérna, við erum hið margumtlaða slökkvilið en í viðkvæmu og reiðu samfélagi í upplausn reyna poppúlistar og öfgamenn að æsa fólk upp með þvælu....veðri þeim að því.

Ég sinni mínu og þá sérstaklega nýfæddri dóttur sem kallar nú....

KV Gústi

Einhver Ágúst, 22.10.2010 kl. 14:08

17 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Vissulega eru þetta ómannúðlegar aðferðir við að segja fólki upp en varla að stjórnamálaflokkar ákveði hvernig því er háttað. En ef menn vilja endlega gagnrýna flokkana fyrir þetta fíaskó þá skulum við ekki gleyma því að sjálfstæðismenn sem voru við stjórnvölin fyrir kosningar ýttu þessu á undan sér svo þetta kæmi sér ekki illa fyrir þá.

Eigum við nokkuð að gleyma því að samfylkingin var í stjórn þar á undan og því voru sjálfstæðismenn að ýta "þeirra því" á undan sér!!!

Staðreyndin er sú að í dag eru Besti flokkurinn og Samfylkingin í stjórn, það gengur ekki að benda alltaf á þann sem var á undan og kenna honum um eigin misgjörðir og vanhæfni, eins og stefnan virðist vera hjá VG og SF þ.e. allt hinum að kenna, það er bara sorglegt að vera með fólk í stjórn sem getur ekki tekið ábyrgð á eigin verkum!!!

Það er rétt hjá þér Axel að mjög illa var farið að þessu máli, en það kemur í raun samt ekkert á óvart með þennann mann sem nú er ráðandi í OR, maðurinn sem er hvað frægastur fyrir að keyra annað félag í þrot og skilja marga starfsmenn þar eftir út í kuldanum með ógreidd laun.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 22.10.2010 kl. 14:33

18 identicon

Það væri nú óskandi að maður hafi fengið svona indæla framkomu þegar mér var sagt upp í hópuppsögn. Fékk nú enga 3 kls til að pakka niður mínum hlutum né fékk ég að segja bless við neina einustu manneskju. Var bara fylgt til dyra og fékk að sækja kassa með dótinu mínu utan vinnutíma. Fólk frá Securitas á svæðinu svo til að passa að enginn væri með vesen. Þeim sem var sagt upp hjá Flugleiðum sama dag fengu ekki einu sinni að sækja sitt dót heldur var það sent í pósti til þeirra.

Ekki það að það skipti nokkuð einasta máli. Það að vera sagt upp er stóra sjokkið. Eflaust svipað og þegar manni sagt að einhver nákominn hafi látist að það hvernig fréttin er sögð fellur í skugga af fréttinni sjálfri.

En annars sé ég ekki hvað Besti Flokkurinn tengist því hvernig fólki var sagt upp. Efast um að aðferðin hafi verið eitthvað ákveðin í borgarráðsfundi heldur eru væntanlega starfsreglur um þetta skráðar niður einhversstaðar í bókum eins og yfirleitt hjá svona stórfyrirtæki. En mig grunar að þér sé sama um það enda er þetta hérna hjá þér lítið en afsökun til að segja eitthvað slæmt um BB ef ég má segja hvað ég held. Bara standard issue political blogging.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 15:08

19 identicon

Ekki það að ég vilji gera lítið úr því fólki sem var sagt upp og er núna atvinnulaust. Been there.

Ég sé bara ekki hvernig þetta er eitthvað "Besta Flokknum" að kenna. Hvorki það að það þurfi að segja fólki upp hjá fyrirtækinu né því hvernig fólkinu var sagt upp. Eru bara þeir sem eru í stjórn þegar að það þarf að gera það. Og aðferðin er bara þessi klassíska bandaríska aðferð við uppsagnir sem að ofur hægri sinnaðir hafa dýrkað og unnið hörðum höndum að koma hér upp. Það að tala um "fjölskyldu" og "allir saman" þegar það kemur að því að reyna fá fólk til að vinna harðar og svo segja upp eins og það sé bara verið að leiðrétta Excel skjal. Þessi nýskapnaður að tala um "starfseiningar" og "vinnuafl" í stað þess að tala um fólk.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 15:23

20 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Jón Grétar þú er mjög málefnalegur og með rök. Ég vildi að margir hér að ofan færu að þínu fordæmi.

Matthildur Jóhannsdóttir, 22.10.2010 kl. 15:39

21 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lifandis skelfing eiga sumir bágt með að skilja skrifaðan texta.  Það þýðir ekkert að reyna að komast undan því, að það var búið að ræða lengi um það innan og milli meirihlutaflokkanna í borgarstjórn hvernig ætti að spara í rekstri OR, hvað mörgum þyrfti að segja upp og hvernig standa skyldi að því.

Að gera það þannig að tilkynna að "bráðum" þyrfti að segja upp áttatíu manns, varð til þess að á sjötta hundrað starfsmanna varð óttasleginn um störf sín og rétt er hægt að ímynda sér hvernig andrúmsloftið hefur verið á vinnustaðnum eftir þær fregnir.

Þetta er ómennsk aðferð við uppsagnir starfsmanna og skiptir þá engu hvort hún er tíðkuð víðar en hjá OR.

Axel Jóhann Axelsson, 22.10.2010 kl. 16:12

22 identicon

Þannig að Besti Flokkurinn(hér eftir BF) átti að taka ákvarðanir í baktjöldunum og svo átti allt í einu bara að segja upp 80 manns án umræðna? Þá held ég að þú hafir fyrst byrjað að blogga um málið. Væntanlega um "baktjaldamall" BF og fleira í þannig dúr.

En eins og raunverulegt point mitt var. Hvað var það sem að BF gerði rangt? Þú talaði ekki um yfirmenn í OR hafi gert eitthvað eða stjórn OR eða neitt þannig. Þú talar beint um BF og "samábyrga". Það að BF hafi tengst málinu var jafnvígt hjá þér og það sem gerðist.

Þess vegna verð ég að segja það að þessi blogg póstur hjá þér hér snérist minnst um hvað gerðist eða hvað sé rétt eða rangt heldur sástu leið til að tala um ömurlegt mál og flokk sem þú hefur ekki samþykkt í sömu setningu. Vegna þess að allt þetta hefur gerst margoft áður án þess að þú talir um það einu orði og þetta er fyrst vandamál hjá þér þegar að þú náðir að blogga um þetta með tengingu við "óvininn". Þess vegna skrifa ég þetta ekki sem leiðindi eða reiði þinna vegna aðstæðna og þess sem að gerðist heldur er þetta rammpólitískur bloggpóstur um að klækja á "óvininum" þínum.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 16:33

23 identicon

SVona bloggpóstur er lýsandi dæmi um það sem er að pólítískri umræðu á Íslandi og ein af stærstu ástæðum þess að stjórnamál eru í þeim hænsnaskít sem þau eru í dag...

Þú og þínir líkir Axel eruð krabbamein heilbrigðrar þjóðfélagsumræðu..

ÞEssi tenging þín við Besta flokkinn er algjörlega út í hött, og sömuleiðis tilraunir þínar til að bendla þá við það hvernig nákvæmlega er staðið að uppsögnum..

Eins og búið er að benda þér á hérna þá er Besti flokkurinn eini flokkurinn í borgarstjórn sem hefur ekkert með það að gera í hvaða stöðu OR er í dag..

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 17:43

24 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Alveg ótrúlegt að sjá þetta innlegg frá Elínu krabbameinsfræðingi, því ég hef hvergi sagt að staða OR í dag sé BF að kenna.  Meira að segja tekið það fram, að mér sé alveg gjörsamlega ljóst, að staða OR fór að mestu í þetta erfiðleikafar í tíð R-listans, sem var við völd í fyrirtækinu, undir forystu Alfreðs Þorsteinssonar, alveg til ársins 2006.

Enn og aftur ítreka ég, fyrst lesskilningur er svon takmarkaður hjá sumum, að ég var eingöngu að fjalla um þá aðferð sem beitt var við uppsagnir starfsmanna Or og sú aðferð er alfarið á ábyrgð Besta flokksins og Samfylkingarinnar, undir forystu borgarstjórans óhæfa og stjórnarformannsins metnaðarfulla hjá OR.

Þessi aðferð við uppsagnirnar voru hreint og beint ógeðsleg og engum bjóðandi, hvorki fyrirtækinu né starfsmönnunum.  Vonandi verður henni aldrei beitt aftur, hvorki af hendi Besta flokksins eða annarra.

Axel Jóhann Axelsson, 22.10.2010 kl. 18:34

25 identicon

HEfur þú einhverjar heimildir fyrir því að Besti flokkurinn hafi eitthvað haft með það að gera hvernig var staðið að þessum uppsögnum?

VEist þú eitthvað nema þetta sé sú aðferð sem hefur alltaf verið notuð hjá OR, þessi aðferð er notuð þar sem ég vinn og í fjölmörgum öðrum fyrirtækjum...

Heldur þú að BF hafi eitthvað haft með það að gera hverjum var sagt upp?

AFHVERJU er þessi póstur þinn um BEsta Flokkinn?

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 18:41

26 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Elín krabbameinsfræðingur, þú hefur greinilega ekki í heiðri þá göfugu reglu að rannsaka meinin vel, áður en þú kveður upp sjúkdómsgreiningar þínar, því greinilega hefur þú ekkert verið að hafa fyrir því að lesa það, sem á undan fór, áður en þú fórst að láta ljós þitt skína um þetta mál.

Það vita það ALLIR sem vilja vita, að borgarstofnanir fara ekki í stórar og miklar aðgerðir án þess að málin séu áður rædd innan meirihlutaflokkanna og niðurstaða mótuð með samþykki þeirra.  Í þessu tilfelli hlýtur meira að segja þú að vita að Besti flokkurinn og Samfylkingin eru í meirihluta í borgarstjórn og þessir flokkar skipuðu meirihluta stjórnar OR.  Jafnvel þú ættir líka að vita, að það var búið að ræða sparnaðaráætlanir vegna OR vikum saman innan meirihlutaflokkanna og niðurstaðan varð að hækka gjaldskrár, skera niður í rekstri allsstaðar þar sem það væri mögulegt og að segja upp starfsmönnum. 

Aðferðin við uppsagnirnar eru teknar af þessum borgarstjórnarmeirihluta og meirihluta hans í stjórn OR og ef þú skyldir ekki muna það, þá er andlit og forystumaður þessa sama meirihluta trúðurinn Jón Gnarr, sem margsýnt hefur að hann er algerlega óhæfur til að gegna starfi sínu, enda búinn að koma mestu af því yfir á skrifstofustjóra borgarinnar.

Að endingu vil ég bara biðja þig að kynna þér málin, áður en þú sendir frá þér sjúkdómsgreiningar þínar í framtíðinni.

Axel Jóhann Axelsson, 22.10.2010 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband