Nennir Jón Gnarr ekki að sinna borgarstjórastarfinu?

Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hyggst breyta stjórnkerfi borgarinnar á næstunni og stofna ný og breytt embætti, sem eiga að taka mest alla vinnu af borgarstjóranum og gefa honum þannig tíma til að sinna sínum eigin áhugamálum, sem eins og allir vita snúa aðallega að leiklist og fíflagangi.

Nú vill Jón Gnarr losna við allt stúss í kringum sviðsstjóra og aðra sem að verklegum þáttum koma hjá borginni og þar með þarf borgarstjórinn ekki lengur að vera að setja sig inn í þau mál, eða sitja á leiðinlegum fundum um verkefni borgarinnar.  Hann hefur marg sagt að hann sé hundleiður á allri þeirri fundarsetu, sem starfinu fylgir og fái þar að auki höfuðverk af því að þurfa að hlutsta á umræður mjög lengi og þar að auki detti hann bara út og umfjöllunarefnið festist honum ekki í minni.

Í sjónvarpsþætti nýlega sagði Jón Gnarr að hann væri alltaf að skrifa handrit að uppistandi og sjónvarpsþáttum og nú þegar væri hann búinn að safna að sér talsverðu efni í nýja gamanseríu í borgarstjórastarfinu og vonaðist eftir að fá tækifæri að kjörtímabilinu loknu til að vinna það efni fyrir sjónvarp, enda yrði hann að þeim tíma liðnum kominn með ógrynni af efni til að moða úr.

Þar sem Jón Gnarr hyggst hætta að skipta sér að mestu af daglegum rekstri borgarinnar og ætlar þá væntanlega að snúa sér af meiri krafti að handritsskrifum fyrir væntanlega sjónvarpsseríu, ætti líklega að hætta að titla hann sem borgarstjóra og nefna hann frekar borgarlistamann.

Þá yrðu borgarstjóralaunin væntanlega kölluð sínu rétta nafni eftir það, eða listamannalaun.


mbl.is Ný staða eða aukin verkefni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Það er erfitt að vera sjálfstæðismaður í dag, valdalausir bæði hjá ríki og borg.

Hamarinn, 13.10.2010 kl. 16:09

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Bölvað kjaftæði er þetta í þér Axel.

Sigurður Sigurðsson, 13.10.2010 kl. 16:21

3 identicon

Júlíus gagnrýndi um daginn Jón Gnarr fyrir að vera í bleikum jakkafötum sem hann var í til að vekja athygli á baráttu gegn brjóstakrabbameini. Hvert var Júlíus að fara þar? Mér finnst líka mjög mikilvægt að Jón Gnarr sé á Facebook enda felst aukið lýðræði í því þar sem maður getur komið með ábendingar til Jóns. Er Júlíus kannski líka á móti lýðræðinu?

B.V.G. (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 16:43

4 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Stóð fyrir framan Alþingi kl.13.00. með spjald, Fátæk þjóð á handfæra veiðar, og þokulúður til að

vekja Jóhönnu,þá kom borgarstjóri gangandi. Hann var mjög elskulegur og tók vel í ósk mína,

sem er, að Borgarstjóri, komi með móralskan stuðning við, Frjálsar Handfæraveiðar!!!

Nú er bara að bíða,10.000 manneskjur er atvinnulausar í R.vík, frjálsarhandfæraveiðar

gæti verið frábær lausn.

1.000.000.Krónur!!!  Hvar getur venjulegt fólk haft þetta kaup á einum degi ?

Jú, litlum handfæra bát.

Fáið þið Jóhönnu til að standa við orð sin, Frjálsar Handfæra Veiðar!!!

Aðalsteinn Agnarsson, 13.10.2010 kl. 16:58

5 identicon

Af hverju sækir þú ekki um Axel , þú ert alltaf svo "jákvæður og skemmtilegur"

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 17:01

6 identicon

Hvernig ættu frjálsar handfæraveiðar að bjarga fólki sem er atvinnulaust og skuldum vafið? Það geta ekki allir unnið á sjó og svo eru einvherjir sem vilja ekki vinna á sjó. Handfæraveiðar eru ekki nein alsherjarlausn.

Eiríkur Barkarson (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 17:19

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Eiríkur, margir mundu hætta í sinni vinnu og fá sér bát, atvinnulausir fengju þá þeirra vinnu.

Þetta mundi líka skapa mikla vinnu í landi.

Aðalsteinn Agnarsson, 13.10.2010 kl. 18:24

8 identicon

Súrir Sjálfstæðismenn eru bara krúttlegir!

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 18:30

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

B.V.G., ég er ekki hugsanalesari frekar en þú, þannig að ekki get ég sagt þér hvað annað fólk er að hugsa.

Axel Jóhann Axelsson, 13.10.2010 kl. 18:48

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Aðalsteinn, það mun engu breyta hvort Jón Gnarr muni einhversstaðar segjast styðja frjálsar handfæraveiðar, því ákvörðun um það mál er hjá Alþingi.

Axel Jóhann Axelsson, 13.10.2010 kl. 18:49

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Súrpungunum í athugasemdum nr. 1,2,5 og 8 þarf ekki að svara, enda engu til að svara, þar sem þær lýsa eingöngu galtómum huga skrifaranna.

Axel Jóhann Axelsson, 13.10.2010 kl. 18:51

12 identicon

Súrir pungar eru lostæti, en súrir Sjálfstæðismenn eru sorglegir. Samhryggist þér að vera áhangandi þessa sértrúarsafnaðar með Hannesi Hó og félögum.

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 19:10

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sá naggrís, sem kallar sig Jón Ágúst, ítrekar enn og aftur að hann hefur ekkert til málanna að leggja, en heldur að skítkast hans sé fyndið og er sjálfsagt að reyna að líkjast átrúnaðargoði sínu með þessu "gríni".

Axel Jóhann Axelsson, 13.10.2010 kl. 19:19

14 Smámynd: Hamarinn

Eru sjálfstæðismenn ekki valdalausir hjá ríki og borg?

Hamarinn, 13.10.2010 kl. 19:37

15 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Axel, það kostar ekkert að reyna.

Aðalsteinn Agnarsson, 13.10.2010 kl. 20:24

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hafi það farið fram hjá einhverjum hvílíkir brandarakallar stjórna borginni má benda á ÞESSA frétt um opnunartíma vínveitingastaða borgarinnar.

Fréttin endar á tilvitnun í bókun frá "snillingum" Besta flokksins:  "Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins létu bóka á fundinum, að það vanti áfengisstefnu í Reykjavíkurborg, og benda á að um bann við reykingum á vínveitingastöðum ríki almenn ánægja. „Liggur því við að næsta rökrétta skref verði að banna áfengi inni á þessum stöðum, þar sem áfengisneysla hefur margar og alvarlegar afleiðingar í för með sér," segir í bókuninni."

Önnur eins snilldarbókun hefur ekki verið gerð í nokkru sveitarfélagi síðan að tillaga var lögð fram í ónefndu bæjarfélagi um að í sparnaðarskyni skyldi eingöngu leggja gangstéttar sólarmegin við göturnar.

Axel Jóhann Axelsson, 13.10.2010 kl. 20:29

17 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

það yrði nú upplit á Alþingi, kæmi yfirlýsing frá Borgarstjóra, þess efnis,

það eru mannréttindi allra Reykvíkinga að róa til fiskjar og fénýta aflann,

skora hér með á Alþingi að breyta lögum.

Aðalsteinn Agnarsson, 13.10.2010 kl. 20:35

18 identicon

Sjaldan er ég sammála pistlum Axels,en í þetta sinn er eg sammála honum(ekki er ég X D maður)Þessi aumkunarverði borgarstjóri Reykjavíkur Jón Gnarr á verulega bágt og einsog alþjóð veit nú þegar að þá ræður hann ansi litlu hjá borginni,því honum er fjarstýrt af landráðaflokknum Samfylkingunni.Sorglegt að hann skyldi verða borgarstjóri.

Númi (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 20:54

19 identicon

Mikið væri nú gott ef Ræfillinn hann Jón Narr hefði vit á því að hætta að leika borgarstjóra og hleypti einhverjum að sem hefur einhvern snefil af hæfileikum og getu til að sinna starfinu .En því miður fyrir Reykvíkinga þá gerir hann sér  ekki grein fyrir hversu mikill ónytjungur hann er

casado (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 21:11

20 Smámynd: Hamarinn

Eins og sjálfstæðismanna er siður, og einkum þeim sem stjórna fréttaflutningi á MBL.is, þá yfirleitt rangtúlka þeir allt eða segja fréttina þannig að vel er hægt að misskilja hana,

Axel.

Þú hefur ekki réttar upplýsingar um þessa bókun, enda hentar það ekki sjálfstæðisflokknum að hún komi fram í heild. Nú skora ég á þig að fara inn á DV.IS og lesa þar frétt undir fyrirsögninni. Besti flokkurinn vekur athygli á ástandinu með bókun um áfengisbann.

Þegar þú hefur lesið þessa frétt, segðu þá álit þitt á bókuninni.

Þessi bókun Besta flokksins er snilld, og segir allt um ástandið eins og það er nákvæmlega.

Ég held að þú hafir verið aðeins of fljótur á þér að gagnrýna þessa bókun, eða þá að þú misskilur hana herfilega.

Hamarinn, 13.10.2010 kl. 21:21

21 identicon

Bíddu,,,, hvað er Jón Gnaaarrr að gera svona yfirleitt nema að setja statusa á fésið um alla þá fundarsetu daginn inn og út, en segir mér aldrei neitt um neina niðurstöðu, né öðrum sem eru þó að reyna að fylgjast með. So sorry,, eða er þetta bara innansveitarkrónika sem er svo móðins í Íslensku samfélagi.

kalla (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 22:34

22 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Til að stunda handfæraveiðar þarf bát efa að margir atvinnulausir geti snarað út fyrir bát nema þá að þeir sem að eiga pening geti þá skroppið út og fengið miljón á dag til að bæta í auðin. Miðað við þann skilning sem að ég lagði í jakkafatadæmið þá finnst mér skrytið ef rétt er sagt frá í fréttum að félagasamtök sem eru í landsöfnun skuli nota peninga til að láta sérsauma jakkaföt á einstakling í stjórnunarstöðu. Ef að það er auglysingatrikk þá finnst mér að umræddur félagskapur hafi litla trú á okkur landsmönnum sem að hingað til höfum gefið pening til málefnisins án þess að þurft hafi að hvetja okkur til þess með bleikum jakkafötum.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 13.10.2010 kl. 22:35

23 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Jón Aðalsteinn, það eru til hundruðir ef ekki þúsundir af litlum bátum í landinu, það er heldur ekki

mikið mál fyrir laghenta menn að smíða sér lítinn bát til að geta startað sér.

þú getur þess vegna byrjað smátt, árabátur kemur alveg til greina, þá færðu líka frýja líkamsrækt.

Aðalsteinn Agnarsson, 13.10.2010 kl. 23:35

24 identicon

Besti! er hvort eð er klofningur þeirra klikkuðustu úr Samspillingunni....

Óskar G (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 23:36

25 identicon

Umfjöllunin sem ég hélt að væri um störf Borgarstóra , er komin út í smábátaútgerð... Þetta lýsir Íslendingum í hnotskurn,, kolruglaðir.

KALLA (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 23:50

26 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Ef frjálsar handfæraveiðar verða leyfðar, þá verða bankarnir æstir, í að lána peninga, út á

nýja báta, því þeir munu mala gull fyrir bankana.

Aðalsteinn Agnarsson, 13.10.2010 kl. 23:52

27 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Heyrðu mig aðeins.

Var ekki átrúnaðargoðið þitt Davíð Oddsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, borgarstjóri og seinna forsætisráðherra virkur rithöfundur. Allavega liggja eftir hann sjónvarpsþættir textar o.fl. Ég man ekki betur en hann hafi glatt geð almennings með þessu og jafnvel harðsvíruðustu andstæðingar listamanna innan flokksins létu ekki í sér heyra til mótmæla. Hafði hann einhverja undanþágu sem borgarstjórinn í dag hefur ekki?  Mega menn ekki, sérstaklega þessir skapandi, sinna því sem þeir vilja í frístundum? Mér finnst þetta hreint ofstæki.

Ég vona bara að Jón Gnarr haldi ótrauður áfram að vera skemmtilegur, klár og skapandi borgarstjóri, í friði fyrir svona illskurausi.

Bergljót Gunnarsdóttir, 14.10.2010 kl. 03:31

28 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

www.heimur.is/heimur/timarit/sky/stjornmal/?cat_id...ew...

Sendi hérmeð smá upplýsingar  um fyrrverandi forsætisráðherra D. O. og áhugamál hans.

Þarna er talað um afkastagetu hans sem var rómuð, en Axel hann er bara ekkert einn um það, sem betur fe.r

Bergljót Gunnarsdóttir, 14.10.2010 kl. 04:31

29 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Biðst innilega afsökunnar á þessum tengli sem ég setti inn hérna fyrir ofan. Hann á ekkert skylt við umræðuna og kom fyrir alger mistök. Því miður er kunnáttan ekki meiri en svo að rétti tengillinn neitar að birtast. Greinin er að vísu ekki alslæm, en flallar um allt aðra hluti í allt öðrum tíma sem betur fer.

Bergljót Gunnarsdóttir, 14.10.2010 kl. 05:43

30 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

http://www.heimur.is/heimur/timarit/sky/stjornmal/?cat_id=52274&ew_0_a_id=218443

  Fyrigefðu! Aldrei að gefast upp! Þetta á að vera slóðin þó ég komi henni ekki inn sem tengli. 

Bergljót Gunnarsdóttir, 14.10.2010 kl. 06:04

31 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Aðalsteinn hvet þig til að lesa sjóslysasögu Íslands áður en þú sendir skulduga út á árabáta til handfæraveiða. Síðan eru lög og reglurgerðir tilkynningaskylda og annað sem þarf að fullnægja

Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.10.2010 kl. 06:53

32 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Axel - svarið við spurningunni í upphafi pistils - jú en hann ræður ekki við það - mér finnst það virðingarvert af honum að viðurkenna þá staðreynd og setja aðra í það starf þótt hann gegni því formsins vegna.

Axel - ekki drekk ég áfengi - en ég vona að það sem þú birtir varðandi bókun esta listans um áfengismálin sé á misskilningi byggt - ef ekki - ja þá verða einhverjir fúlir - mjög fúlir.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.10.2010 kl. 07:39

33 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Blelssuðum borgarstjóranum finnst hann greinilega ekki valda starfinu, sem hann bauð sig fram til að gegna og líkir því við borgarstjórastörfin í London, New York og öðrum heimsborgum á stærð við Reykjavík.  Þessi klausa er úr viðtali við Jón Gnarr í blaðinu í dag, þar sem hann er spurður nánar út í breytinguna sem er verið að gera á starfi borgarstjóra:  „Það hefur alltaf verið einn borgarstjóri í Reykjavík, alveg sama hversu margir íbúarnir hafa verið. Er kannski kominn tími á tvo borgarstjóra?“ segir Jón og svarar spurningunni: „Ég tel það alveg mögulegt. Í borgum víða um heim eru margir borgarstjórar. Mér finnst þetta vera úreltur hugsunarháttur sem við erum að takast á við.“

Axel Jóhann Axelsson, 14.10.2010 kl. 09:22

34 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bergljót, það er enginn að agnúast út í hvað Jón Gnarr gerir í frístundum sínum.  Samkvæmt dagbók hans á hann engar frístundir og eins og sést á klausunni hér fyrir ofan, hefur hann ekki nógan tíma til að sinna ritstörfunum í vinnutímanum og vill því ráða fleiri borgarstjóra, væntanlega til að hver um sig hefði rýmri frítíma. 

Ég tek alveg undir með þér, að vonandi heldur Jón Gnarr áfram að vera skemmtilegur, klár og skapandi.  Á meðan hann gegnir starfi borgarstjóra væri æskilegast að þessir eiginleikar nýttust í því starfi, en svo hefur alls ekki verið fram að þessu og reyndar hefur hann hvorki nýtt þá hæfileika eða aðra í því starfi.

Axel Jóhann Axelsson, 14.10.2010 kl. 09:29

35 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég fer að hallst að því aftur að húmor sé ansi lengi inn í skelina á þér.

Bergljót Gunnarsdóttir, 14.10.2010 kl. 10:05

36 Smámynd: Hamarinn

Axel.

Hefur þú lesið fréttina inni á DV.IS sem ég benti þér á?

Eða villt þú bara ekki svara?

Hamarinn, 14.10.2010 kl. 10:09

37 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hamarinn, yfirleitt eru þínar athugasemdir ekki þess eðlis að þær séu svaraverðar, en svona í undantekningarskyni skal ég segja það um ítrekaða spurningu þína, að það er sama í hve góðum tilgangi bókun er gerð í sveitarstjórnum, þær verða að innihalda lágmarksvit og ekki nóg að þær séu eingögngu settar fram til að láta hlægja að þeim.  Brandarakallar verða að vita hvenær þeir eiga að tala í alvöru og hvenær í gríni.

Fíflagangur og alvörumál fara illa saman.

Axel Jóhann Axelsson, 14.10.2010 kl. 10:43

38 Smámynd: Hamarinn

Semsagt.

Þú misskilur þessa bókun algerlega.

Hún er ekki sett fram til að vera fyndinn, heldur þvert á móti, hún er grafalvarleg.

Hamarinn, 14.10.2010 kl. 11:23

39 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Auðvitað,  en með ísköldum gálgahúmor.

Bergljót Gunnarsdóttir, 14.10.2010 kl. 11:49

40 identicon

Jón Gnarr hringir í Hönnu Birnu.

Jón Gnarr: Hurðu Hanna. Þetta gengur ekki lengur. Það verður eitthvað að fara að gerast. Ertu til í að funda núna um helgina og finna lausn sem allir geta sætt sig við?

Hanna Birna: Já, ég er til í það.

Jón Gnarr: Ókei, fínt. Sjáumst á mánudag.

Hólímólí (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 13:07

41 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

ÞESSI frétt af einstaklega skemmtilega hallærislegu samtali og fordæmingu innan Gnarrfjölskyldunnar, sem í fljótu bragði er bæði eldri og yngri deild flokksins í heild sinni, toppar allt sem mér hefði getað dottið í hug að gæti komið frá þessum fáráðlega stjórnmálaflokki.

Er fólk virkilega ekki búið að fá upp í kok af vitleysunni sem meirihluti borgarstjórnar býður uppá um þessar mundir?

Skyldi stuðningsmönnum þvælunnar ekkert vera að fækka?

Axel Jóhann Axelsson, 14.10.2010 kl. 13:16

42 Smámynd: Hamarinn

Þú misskilur þessa fordæmingu og frétt , rétt eins og bókunina, svo einfalt er það.

Þetta er algerlega ný nálgun á st+óru vandamáli, því það sem aðrir hafa gert í þessum málum áður, hefur leitt okkur út í þá vitleysu sem þessi mál eru nú í dag.

Svo er annað.

Einhver heimskasta og vitlausasta aðgerð til að stemma stigu við drykkju fólks í miðbænum á daginn var framkvæmd af einum mesta snillingi sem stjórnað hefur borginni hingað til.

Hver var sú aðgerð? Manst þú það? Örugglega vilt þú ekki muna það.

Villi borgarstjóri lét ATVR taka vínkælana í vínbúðinni í Austurstræti úr sambandi

Líklegt til árangurs?

Hamarinn, 14.10.2010 kl. 13:37

43 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jóni Gnarr tókst það sem enginn hefði trúað að honum tækist,- og meira en það.

Hann er hálfu vitlausari en hann lofaði að verða.

Árni Gunnarsson, 14.10.2010 kl. 19:01

44 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Jón Aðalsteinn, vertu ekki fastur í gömlum hjólförum, frjálsar handfæraveiðar mundu þýða

mikinn fjölda báta, þá er auðvelt að fá aðstoð, öfugt í dag, fáir bátar= erfitt að fá aðstoð.

Menn á Árabátum hafa aldrei þurft að hugsa um lög og reglugerðir hvað þá tilkynningarskylduna.

Aðalsteinn Agnarsson, 14.10.2010 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband