5-10 flokka ríkisstjórnir?

Rúmlega 70% þjóðarinnar telja mikla, eða frekar mikla, þörf fyrir nýja stjórnmálaflokka á Alþingi til viðbótar við núverandi flokka, eða í staðinn fyrir þá, ef marka má nýja skoðanakönnun MMR.  Það er auðvitað sjálfsagt og eðlilegt í lýðræðisríki að fólk með líkar skoðanir á málefnum stofni með sér samtök eða flokka til að vinna skoðunum sínum fylgis og koma sínu fólki í valdastöður til þess að þessar skoðanir og lífsviðhorf fái að njóta sín við lagasetningar á Alþingi og í stjórn landsins.

Það sem er þó heldur kvíðavænlegt við að flokkar á Alþingi skipti jafnvel tugum er, að erfitt gæti orðið að mynda starfhæfa meirihluta á þinginu, því fram að þessu hafa þriggja flokka meirihlutar aldrei náð að starfa saman heilt kjörtímabil og eins og allir vita, hangir núverandi tveggja flokka stjórnarsamstarf varla saman, nema á valdafíkninni og gerir meira ógagn en gagn, t.d. í atvinnumálum.

Því fleiri flokkar sem bjóða fram til Alþingis, því líklegra er að margir þeirra verði myndaðir um fá, eða jafnvel einstök hagsmunamál, að líklegt verður að telja að afar erfitt gæti orðið að mynda starfhæfa meirihluta á þinginu, enda er það reynsla þeirra þjóða þar sem fjöldi stjórnmálaflokka er mikill.

Þyki fólki vera losarabragur á Alþingi núna, hvernig halda menn að ástandið verði þegar t.d.  tuttugu flokkar eiga þar fulltrúa?  Hvað sem því líður er það sjálfsagður lýðræðislegur réttur að stofna sem flesta stjórnmálaflokka og bjóða þá fram í þingkosningum.


mbl.is 70% vilja ný framboð til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Stærsta vandamál þingsins, er líklega það að frá lýðveldisstofnun, hefur sú þróun verið í gangi að Framkvæmdavaldið, hefur smám saman rænt Löggjafavaldið völdum.

 Eitt dæmi sem að sýnir fram á að svo sé, er Fjárlagafrumvarpið.  Ríkisstjórnin hefur unnið það frumvarp og lagt það fram fyrir þingið. Með öðrum orðum, þá er þingið komið með Fjárlagafrumvarpið til umfjöllunar.  Það breytir því ekki að ráðuneytum eru sagðir vera starfshópar í þeirri vinnu að skoða þá gagnrýni, sem á frumvarpið er komið og mögulegar leiðir til annarra leiða. Þarna er Framkvæmdavaldið í rauninni með bein afskipti af störfum þingsins.  Hafi eitthvað verið lagt fyrir þingið, þá er það þingsins að ákveða breytingar og þess háttar og þinginu á að vera séð fyrir nægum fjölda fagmanna til þess að geta unnið úr tillögum ríkisstjórnarinnar.   Þegar þingið hefur svo farið með frumvarpið í gegnum þrjár umræður í þinginu, fær ríkisstjórnin frumvarpið aftur í hendurnar, með öllum þeim breytingum sem að í því eru og ber að framkvæma samkvæmt, samþykktu frumvarpinu.

Á sama hátt ber að vinna öll þau mál sem að frá ríkisstjórninni koma. Ríkisstjórn á hverjum tíma, hvorki semur né samþykkir lögin í landinu. Hlutverk ríkisstjórnar er eingöngu að leggja fyrir þingið, frumvörp og þingsályktunartillögur.  Þingið tekur svo frumvörpin og tillögurnar til efnislegrar meðferðar og samþykkir eða synjar.  Svo tekur ríkisstjórnin við að hrinda samþykkt Alþingis í framkvæmd.

 Það nefnilega ekki nóg að setja upp einhvern sparisvip og tala um skýrslu Atlanefndar sem einhverja sjálfstæðisyfirlýsingu þingsins og samþykkja 63-0, ef að öll vinnubrögð, hrökkva strax daginn eftir í sama farið.

Kristinn Karl Brynjarsson, 13.10.2010 kl. 11:59

2 identicon

Ef að kerfið styður ekki 20, 30 eða 100 flokka kerfi, þá er eitthvað að kerfinu frekar en hitt.

Stjórnmál eru ekki stöðluð, einstaklingurinn er ekki staðlaður, og þar af leiðandi er kerfi sem miðar við það að einstaklingurinn geti valið á milli 5-6 staðlaðra lausna dæmt til að feila.

Falli kerfið vegna þess 30 mismunandi flokkar komast á þing, þá er það augljóslega úrelt kerfi sem átti hvort eð er skilið að falla

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 12:01

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rúnar, hvaða kerfi á þá að koma í staðinn fyrir þingkosningar?  Einræði?

Axel Jóhann Axelsson, 13.10.2010 kl. 13:09

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Fjölflokkastjórnir virka í nágrannalöndum okkar.  Ef/þegar fjölflokkastjórnir verða eðlilegar hérna munu þingmenn læra að vinna betur saman þvert á flokkslínur og verða tilbúnari til málamiðlana.

Axel Þór Kolbeinsson, 13.10.2010 kl. 13:25

5 identicon

Er það ekki dálítið mikið gamaldags hugsunarháttur að krefjast þess að gagnrýni þurfi að fylgja lausn.

Ég er á móti stöðluðum lausnum og ég mun því ekki bera hana fram. Komi ég með hugmynd að lausn um betra kerfi þá efa ég það ekki að sú hugmynd sé jafn dæmd til að falla og kerfi sem getur ekki stutt meira en 5 staðlaðar stefnur í stjórnmálum fyrir heila þjóð.

Þess vegna stendur gagnrýnin mín ennþá óhrakin óháð því hvort ég komi með tillögu að einhverju öðru eða ekki.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 15:23

6 identicon

og auk þess Axel. Gagnrýnin mín beindist aldrei að þingkosningum. Einungis útfærslu sem styður ekki fleiri en x mörg stöðluð stefnumál

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 15:26

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rúnar, ég verð að lýsa mig heimaskítsmát gegn svona röksemdum.

Axel Jóhann Axelsson, 13.10.2010 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband