Skríllinn mættur á Austurvöll

Samkvæmt fréttum eru nokkur hundruð manns á Austurvelli að mótmæla við þingsetninguna og í hópnum eru greinilega nokkrir upphlaups- og ofstopamenn, því strax í upphafi mótmælanna voru rúður brotnar í Dómkirkjunni og eggjum, tómötum og einhverju fleiru var kastað í þingmenn á leið þeirra frá Alþingishúsinu í kirkjuna.  DV segir frá því, að m.a. hafi eggi verið kastað í höfuð Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og eins mun hafa verið púað á forsetann, sem a.m.k. til skamms tíma var einn allra vinsælasti maður þjóðarinnar.

Jafn sjálfsögð og friðsöm mótmæli eru, á að fordæma með öllu skrílslæti, uppþot og ofbeldi tengd þeim, en ofstopamenn eru gjarnir á að nýta sér slíkar aðstæður til óhæfuverka og reyna að réttlæta ofbeldishneigð sína og ribbaldahátt með því að illvirkin séu framkvæmd í mótmælaskyni við eitthvert málefni, ríkisstjórn á hverjum tíma, eða bara hverju sem mótmælt er hvert sinn.

Sem betur fer er óþjóðalýðurinn sem fyrir skrílslátunum stendur aðeins lítið brot þeirra sem mæta til mótmæla, en setja hins vegar ljótan svip á ástandið, hvar sem hann blandar sér í fjöldann.


mbl.is Eggjum kastað í alþingismenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg hárrétt hjá þér. En þau mega telja sig heppin að vera við stjórn hér á Íslandi. Nánast allstaðar í heiminum er tífalt meira ofbeldi þegar mótmæli eru.

Og þrátt fyrir að ég sé ekki trúaður, þá finnst mér alveg fráleitt að valda skemmdum á Dómkirkjuna. Það er ekkert annað en virðingarleysi.

Aron Ívars. (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 14:10

2 identicon

Útvarp Lygasaga er búin að æsa Hægri Græna og Sjálfstæðismenn til þessara ofbeldisverka. Þar hefur verið róið undir með endalausum lygum og blekkingum í garð stjórnvalda.

Doddi (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 14:30

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Skrílslætin eru jafn viðurstyggileg, hverjir sem að þeim standa.  Útvarp Saga hefur ekki látið sitt eftir liggja í hvatningunni til fólks að mæta í mótmælin og þar var verið að spá því að 10-20 þúsund manns myndu mæta á Austurvöll í dag.  Samkvæmt fréttum vantar 9-20 þúsund manns, til að sú spá rætist.

Það er með ólíkindum að hlusta á þann hatursáróður, sem stöðugt er ausið yfir hlutsendur á þessari útvarpsstöð, í garð allra stjórnmálamanna landsins, sem og allri stjórnsýslunni og embættismönnum þjóðarinnar og virðist enginn vera þar undanskilinn, nema forsetinn.

Axel Jóhann Axelsson, 1.10.2010 kl. 14:47

4 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Endalausum lygum og blekkingum í garð stjórnvalda, (trúirðu þessu eða er þetta kaldhæðni). Tek fram að ég hef ekkert álit á útvarpi lygaSÖGU (ágæt útfærsla á nafninu) en það þarf sko ekkert að ljúga upp á stjórnvöld hér á landi. Sannleikurinn er alveg nógu ömurlegur og til marks um hvers konar pakk situr í ríkisstjórn og til þessa að gera á alþingi án þess að það þurfa að skálda eitthvað um þetta lið.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 1.10.2010 kl. 14:48

5 identicon

Fólkið getur ekki horfst í augu við raunveruleikann, það heimtar 2007 aftur. Þarna var t.d. konan sem er með 3 flatskjái heima hjá sér, einn í hverju herbergi. Hún vill eflaust að aðrir borgi reikninginn. Hún hefur það ágætt að eigin sögn, við þá iðju að safna peningum fyrir fátæka í útlöndum. Líklega fer lítið af söfnunarfénu til þeirra sem safnað er fyrir.

Doddi (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 14:58

6 identicon

Hægri Grænir virðast vera hérlenda útgáfan af Tea Party liðinu í Bandaríkjunum. Útvarp Lygasaga fær út í skoðanakönnun að 35% þjóðarinnar ætli að kjósa Hægri Græna í næstu kosningum.

Doddi (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 15:04

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er nú ekki fyrir ofbeldið en skil að ég held reiði fólksins - þetta virðist líka vera eitt af því fá sem þingmenn sem og þessi ríkisstjórn tekur mark á.

það mundi róa landsmenn alla mjög mikið ef þeir ráðherrar og þingmenn sem voru hvað mest áberandi fyrir ekki svo löngu hreinlega gæfu sæti sitt eftir og vikju alfarið frá þingsetu/stjórnmálum - lagar kanski ekki orðin hlut en flýtti fyrir byggingu nýrrar umgjarðar fyrir alla þá sem virkilega eru í nauðum og þurfa einróma aðstoð sem og skilning, þetta er fók á öllum aldri úr sem kemur allstaðar frá.

Jón Snæbjörnsson, 1.10.2010 kl. 15:07

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég veit ekki hvað skal segja - hér er bloggfélaga gert að yfirgefa "skútuna" sem hann hefur lagt rækt við í mörg misserinn, mætti skilningleysi, viljaleysi, áhugaleysi - er hann reiður, lesið þetta sjálf .......

http://magnuss.blog.is/blog/magnuss/#entry-1101121

Jón Snæbjörnsson, 1.10.2010 kl. 15:15

9 identicon

Komið þið sælir !

Axel Jóhann og Sveinn Rosenkranz Pálsson !

Kynnuð þið; að hafa einhvern snefil, af meðaumkun, með því fólki, sem glæp samleg valdastéttin traðkar á, ættuð þið, nú þegar; að draga ykkar illgirnislegu orð, til baka.

Ykkur er aðeins; minnkun, að málflutningi hrokans og steigurlætisins, ágætu drengir.

Hafið mín ráð; og ígrundið dapurleg örlög, þorra samlanda okkar, á þessum ógnartímum.

Með; öngvu að síður, beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 15:17

10 identicon

Alveg sammála Jóni. Hrunþingmenn þurfa að víkja.

Margir eru í miklum vanda. Þann vanda þarf að greina skynsamlega. Ég tel að vandinn liggi í því að hér var mesta húsnæðisbóla sögunnar. Fólk var að kaupa fasteignir á þreföldu verði með aðeins 10% eiginfé. Það var útilokað annað en að eiginféð tapaðist. Er það hlutverk ríkisins að bæta það?

En gefa þarf fólki möguleika á að ganga út úr eignunum og byrja upp á nýtt, án frekari eftirmála. Það mun gerast á endanum, en stjórnvöld eru ekki tilbúin til að stíga það skref strax vegna þess hve fjármálakerfið er viðkvæmt.

Doddi (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 15:18

11 Smámynd: kallpungur

Sveinn er greinilega ekki með öllum mjalla eins og gera má ráð fyrir. Dylgjur eru hans ær og kýr. Flesti þeir sem niðri á Austurvelli eru í dag eru eflaust sömu stjórnlausu vitleysingarnir og pottlokaliðið forðum daga. Að minnstakosti þeir sem grýta eggjum og öðru lauslegu. Enginn með snefil af sjálfsvirðingu beitir ofbeldi ef hægt er að komast hjá því í lengstu lög nema vinstrimenn og anarkistar. Eins og vera ber eru allir sem ekki skrifa upp á sömu skoðanir og Sveinn lygarar og glæpamenn. Þetta voru jú viðbrögð vinstrimanna og eru enn. Enda hafa skoðanabræður hans í kommúnistaríkjum heimsins murkað lífið úr tugum milljóna manna fyrir litlar sakir og stórar, og gera enn, oft fyrir það eitt að vera ósammála valdhöfum. Skoðanakúgun er helsti fylgifiskur vinstrimennsku, öfugt við frjálslyndi hægristefnunnar sem helst vill að menn fái að segja það sem þeir vilja án þess að í kjölfarið fylgi fangelsun eða eitthvað þaðan af verra. Það er nefnilega engin ástæða til að þagga niður í fólki þó það sé vitlaust, því að í allri vitleysu felst einhver snefill af lærdómi. Þó má jú alltaf krefjast velsæmis í málflutningi manna.  Þeir einu sem uppvísir hafa orðið af beitingu ofbeldis í pólitískum tilgangi á Íslandi eru, svo ég viti til, öfgafullir vinstrimenn og nasistar (ef einhver veit betur má sá hinn sami leiðrétta mig og benda á annað) enda tvær hliðar á sama peningnum. Skoðanakúgun og ofbeldi eru ljóti blettir á lýðræðislegri umræðu og þeir ættu síst að mótmæla mótmælum sem sjálfir komust til valda með mótmælum og ofbeldi.

kallpungur, 1.10.2010 kl. 15:21

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þessi saga Magnúsar er því miður í sama dúr og svo ótal margra á undanförnum mánuðum.  Ríkisstjórnin er algerlega ráða- eða viljalaus til að gera eitthvað sem gæti komið snúningi á atvinnumálin, en ef á að bjarga þessari þjóð frá allsherjargjaldþroti, verðu að koma vinnufúsum höndum til starfa að verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið.

Á meðan ekkert er gert í þeim efnum, verður allt annað unnið fyrir gíg.

Axel Jóhann Axelsson, 1.10.2010 kl. 15:25

13 identicon

Nú, ég sé að Óskar Helgi er kominn hér inn í umræðuna. Sem betur fer mætti hann ekki með mykjudreifara niður á Austurvöll í dag, eins og hann hvatti til. Honum vill ég benda á ágæta ræðu forseta Íslands, þar sem hann benti réttilega á, að miklu betur horfði nú í þjóðarbúskapnum en áður. Þau Jóhanna og Steingrímur hafa unnið þrekvirki í endurreisninni. Aðrar þjóðir horfa með aðdáun á þann árangur sem hér hefur náðst.

Útvarp Lygasaga er stóra meinvarpið í þjóðarlíkamanum. Þar er alið á hatri og illsku í garð stjórnvalda. Þau höfðu uppi stór hvatningarorð varðandi setningu Alþingis.

Þeim varð að ósk sinni. Ofbeldið sem þar átti sér stað í dag er þeim að þakka.

Doddi (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 15:26

14 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Því miður er það þannig að þetta er réttlát reiði.

Aðgerðarleysingjarnir geta ekki árum seinna alltaf bent afturfyrir sig.... sérlega ekki aðilar eins og Nágrímur og Nornin sem legið hafa á þingi í 30 ár hvort.

Óskar Guðmundsson, 1.10.2010 kl. 15:37

15 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Sveinn Rosenkranz !

Hræsni þinni; sem yfirdrepsskap, er ekki við bjargandi.

Þú ''gleymir'' að nefna; 2600 Milljóna kr. GJÖF Steingríms J. Sigfússonar, til handa einum alversta þorpara okkar lands; Halldóri Ásgrímssyni  - eins; og ekkert hefði verið sjálfsagðara.

Lengst af; hugði ég þig, meiri mann, en þú hefir að geyma, greinilega - og þætti mér vænt um, þyrðir þú, að mæta á Austurvöll núna, og mæra þau JS og SJS, upp í opið geðið á því fólki, sem misst hefir allt sitt, dreng tetur.

Hvað; eru sporzlur AGS / Jóhönnu og Steingríms, og annarra þjóðsvikara háar, í þinn vasa, Sveinn minn ?

Hafir þú; þann manndóm til að bera, að svara þeirri einföldu fyrirspurn minni, okkur hinum, til fróðleiks !

Nema; þú sért endanlega, genginn af vitsmunalegum göflum þínum, drengur ?

Með; samt, sömu kveðjum - og áður /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 15:46

16 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Ég hélt að þessi Sveinn Páls væri að kasta fram slæmum bröndurum en það er lyginni líkast hann trúi þessu.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 1.10.2010 kl. 16:21

17 Smámynd: Pétur Harðarson

Sveinn, er það ekki fullmikil einföldun að reiðin sem er hvað augljósust á Austurvelli sé útvarpi Sögu að kenna en ekki aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar? Ég held að þú eigir erfitt með að horfast í augu við raunveruleikann. Þessi ríkisstjórn er svo vanmáttug og hugmyndasnauð að hver sá sem lítur á með opnum hug sér það strax. Það gerir lítið fyrir íslenska borgara þó að erlendir þjóðir horfi á okkur með blindri aðdáun sem er líklegast til komin vegna raunveruleikafyrrtra Excel útreikninga ríkisstjórnarinnar.

Pétur Harðarson, 1.10.2010 kl. 16:22

18 Smámynd: Linda

Yndislegur dagur fyrir mótmælendur, nokkrir sem voru kannski með svona frekju, en langflestir sýndu stillingu, enginn rauðst fram, hægt og rólega mjakaðist fólkið í átt að Alþingishúsinu. Þarna var fátt um skríl, eins orðað er hér, heldur fólk sem hafði hugrekki til að standa saman og berjast með orðum.  Það eru þeir sem sátu heim og skrifa svo blogg og krítisera, lýðræðislegan rétt fólksins til að mótmæla sem láta ljótayrði falla og voru ekki á staðnum,sem eru heyglar og skríll, skammist ykkar.  Við stóðum saman, fyrir þá sem eru að missa allt. Hvar voru þið.

Linda, 1.10.2010 kl. 16:24

19 identicon

Óskar: sporslur hef ég engar, nema gott og réttsýnt fólk við stjórnvölin, sem að sjálfsögðu er allra hagur.

Jón Snæbjörnsson: segja má að byggingariðnaðurinn hafi rekið skipulagða sjálfseyðingarstefnu með því að framleiða miklu meira en þörf var fyrir. Það gat ekki annað en endað með ósköpum. Þeir sem enga skatta vilja borga til ríkisins, heimta nú að ríkið komi og bjargi sér úr  sjálfskaparvítinu.

Doddi (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 16:34

20 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Honum vill ég benda á ágæta ræðu forseta Íslands, þar sem hann benti réttilega á, að miklu betur horfði nú í þjóðarbúskapnum en áður. Þau Jóhanna og Steingrímur hafa unnið þrekvirki í endurreisninni. Aðrar þjóðir horfa með aðdáun á þann árangur sem hér hefur náðst.

Jóhanna og Steingrímur hafa ekki gert neitt til að endurreisa þjóðarbúskapinn, þau hafa ef eitthvað unnið gegn því að þjóðarbúskapurinn rétti sig af, það má þakka forsetanum fyrir að hafa hlustað á landann og sent Icesave ruglið sem þessir 2 einstaklingar hafa unnið við á vegum erlendra ríkisstjórna að troða upp á almenning, eitthvað væri eflaust öðruvísi í þér hljóðið hefði það tekist hjá þeim.

sporslur hef ég engar, nema gott og réttsýnt fólk við stjórnvölin, sem að sjálfsögðu er allra hagur.

Það er fátt um gott og réttsýnt fólk við stjórnvölina þessa dagana, Steingrímur er illa haldinn lygaáráttu og Jóhanna snýst í hringi við að bjarga egin skinni.

Aldrei hafa verið jafn margar vina ráðningar, aldrei hefur pólitískum þrýstingi verið jafn oft beint í málum sem stjórnmálastéttin á að láta vera og aldrei hefur verið unnið jafn mikið gegn uppbyggingu. Fyrirtækin og fólkið í landinu eru að reyna að rétta úr kútnum en stjórnvöld eru að gera öllum það mjög erfitt.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 1.10.2010 kl. 17:39

21 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sveinn, það má vel vera en ill meðferð á fólki réttlætir það ekki einhverjar afleiðingar sem ekki sáust fyrir - munum að margir sem lenda í svona raunum að missa fyrirtæki sín eru líka að missa heimili sín - fáir klókir eða illa innrættir eins og margir sem messt hefur verið rætt um

Jón Snæbjörnsson, 1.10.2010 kl. 17:40

22 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Sveinn !

Skæklatog þitt; rökstyður aðeins, þann grun minn um, að þér sé öngvan veginn sjálfrátt, í skynsamlegri hugsun/ eða þá, veruleika firru  - og verður þar við, að sitja, því miður.

Með; þeim sömu kveðjum samt, sem fyrri /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 21:22

23 identicon

Merkilegt að þú skulir vitna í D.V. Þú skinhelgi bjáni sem vitnar alltaf bara í moggann.

NEMA NEMA NEMA. Hefur ekkert fram að færa skilur enga byltingu skilur ekkert nema staðlað, segi ekki meira

Leifur (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 02:50

24 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ofstopi og skrílslæti eru engum málstað til framdráttar og ættu þeir sem að því standa að gera sér grein fyrir, hversu auðvelt er fyrir þá sem var mótmælt, að spyrða alla sem mótmæltu undir þann hatt.

 Ef skríllinn hefur haldið að þetta væri rétta leiðin að heiðarlegum og réttlátum mótmælum hafa þeir skotið langt yfir markið. Anarkismi er ekki rétta leiðin til að mótmæla þessu mjög svo fótum troðna stjórnkerfi okkar til margra ára.

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.10.2010 kl. 08:08

25 identicon

Sæll Axel

ég sé að þú kommentar á mína ATH en eiðir henni líka

Afhverju? ef ég má vera svo ósífinn að fá að vita

Kveðja úr 3ja 

Magnús Ágústsson 

Magnús Ágústsson (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 09:21

26 identicon

Með illu skal illt út reka

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 18:04

27 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Magnús, ég hef ekki eytt neinni færslu frá þér, en vitna hins vegar í þína sögu á blogginu, sem Jón Snæbjörnsson vitnar til og birtir vefslóðina, aðeins ofar í athugasemdalistanum.

Axel Jóhann Axelsson, 2.10.2010 kl. 18:20

28 identicon

Eini skríllinn sem ég sá á Austurvelli þennan dag var lúalegur hópur sem laumaðist sem þjófar að nóttu, bakdyrameginn. Inn á Alþingi.

Til að halda áfram ránum þeim og loddaraskap sem sami hópur hefur viðhaft, í forsvari fyrir AGS og bankstera mafíuna sem ræður öllu hér.

Sömu þjófar og loddarar og minnst er á í Skýrslu Rannsóknarnefndar. Og fékk þar ærlega á baukinn. Og hefur því glatað umboði sínu.

Sér í lagi eftir að hafa á sérlega óheiðarlegan hátt "Bjargað fyrrum Hrunráðherrum" frá réttlátri rannsókn og sýkn eða sekju Landsdóms. Með dyggri hjálp Þess viðurstyggilega fólks sem fer með FRAMKVÆMDAVALDIÐ í dag, en var jafnframt sam(sekir) Ráðherrar viðkomandi.

Hvergi nema á okkar spillta Íslandi gæti svona skuespil svívirðileikans á kosnað fólksins í landinu hent. Og sama dag fær fjölskilda fyrrum Ráðherra, annars stærsta kvóta þjófsins. Niðurfelldar skuldir upp á 2.6 MILJARÐA.

ISG sagði þið eruð ekki fólkið. En ég fullyrði: Fólkið á Austurvelli þennan dag ER fólkið i landinu. Og eins og sagt var hér ofan Með yllu skal yllt út reka.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband