Skattahækkanabrjálæðinu linnir ekki

Starfshópur Steingríms J., undir forsæti Indriða, skattaóða, hefur skilað tillögum sínum til frekara skattahækkunarbrjálæðis, sem greinilega ágerist með hverju árinu sem núverandi ólánsríkisstjórn situr.  Í þeim úrdrætti úr tillögum nefndarinnar, sem birtist á mbl.is rekur maður strax augun í nokkrar fullyrðingar, sem ekki standast og nægir að benda á t.d. þetta:

"Þá verði fjármagnstekjuskattur og skattur á hagnað lögaðila enn lægri en í flestum öðrum löndum. Skattur á arð á Norðurlöndunum sé frá 28% (Finnland, Noregur) upp í 43% (Danmörk) og meðaltalið í OECD‐ ríkjunum tæp 30% en yrði miðað við þessar hugmyndir 20%."  Viða þetta er það að athuga, að hér á landi er fjármagnstekjuskattur lagður á verðbætur, sem er engin raunveruleg ávöxtun fjármuna, til viðbótar við vaxtatekjur, en erlends er eingöngu lagður skattur á raunverulegar vaxtatekjur og sums staðar eru vaxtagjöld frádráttarbær, sem ekki er hérlendis.

Einnig má benda á þessa klausu:  "Auðlegðarskattur, 1,25% skattur á eignir einstaklinga yfir 90 milljónir og hjóna yfir 120 milljónir, var tekinn upp á síðasta ári. Starfshópurinn telur mögulegt að hækka núverandi skatthlutfall auðlegðarskattsins eitthvað eða lækka fríeignamarkið. Hækki auðlegðarskattur í 1,5% myndi það skila ríkinu um 800 milljónum króna í tekur.

Segir hópurinn, að bent hafi verið á að hækkun auðlegðarskatts kynni að leiða til þessa að efnafólk kæmi fé sínu fyrir erlendis eða flytti jafnvel úr landi. Þá þurfi að hafa í huga að vistun eigna í öðrum löndum sé engin trygging fyrir lægri skattgreiðslum, enda skattar á fjármagnstekjur víðast hvar hærri en á Íslandi."  Hér er nánast um hreinar blekkingar að ræða, þar sem auðlegðarskattur leggst á hreina eign, en ekki tekjur af eigninni.  Því getur fólk búið í dýru, en skuldlitlu húsi, án þess að hafa af því neinar tekjur, en greiðir auðlegðarskatt engu að síður.  Ef eignin er í formi eigna sem gefa af sér tekjur, eru þær skattlagðar eins og fjármagnstekjur og þá bæði greiddur auðlegðarskattur og fjármagnstekjuskattur af slíkum tekjuskapandi eignum.  Eignaskattar tíðkast ekki víða í nágrannalöndunum, ef þá nokkursstaðar.

Til viðbótar á svo að hækka fyrirtækjaskatta, áfengis- tóbaks- og kolefnisskatta, en allir skattar á fyrirtæki fara beint út í verðlagið, þannig að allar slíkar hækkanir eru óbeinar skattahækkanir á einstaklinga, en dulbúnar til þess að reyna að blekkja almenning til að sætta sig betur við þessar brjálæðislegu skattpíningarhugsun.

Ofan á allt saman fara allar þessar skattahækkanir beint út í neysluverðsvísitöluna, magna verðbólguna og hækka öll verðtryggð lán í landinu.  Finnst einhversstaðar einhver, sem styður þessa stefnu?

 


mbl.is Tillögur um hærri skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Auðvitað styðja menn þessa stefnu það er þeir sem að græða mest á þessu öllu það er orðið óviðunandi fyrir þá sem að eiga fé í bönkum að verbólga sé að hjaðna og hvað er betra til að skrúfa hana upp en svona aðgerðir . Steingrímur svíkur aldrei hina raunverulegu vini sína

Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.9.2010 kl. 14:23

2 Smámynd: Gunnlaugur Ásgeirsson

Fólk mun einfaldlega laga sig að breyttum aðstæðum.

Það er „mögulega“ erfitt fyrir fólk að verja sig gegn eignaskatti, þótt raunar hafi verið fundnar leiðir hér áður fyrr, á meðan eignaskattar voru rukkaðir.

En það er auðvelt að vinna svart, kaupa smygl og þetta allt sem var stundað mikið hér áður fyrr.

Þetta er afturhvarf til fortíðar að miklu leiti held ég. Margir farmenn höfðu einu sinni mestar sínar tekjur í „aukabisness“. Þeir tímar eru bara að koma aftur.

Gunnlaugur Ásgeirsson, 24.9.2010 kl. 14:34

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kannski er þetta rétt, Jón Aðalsteinn, en varla eru "fjármagnseigendur" æstir í að skrúfa upp verðbólguna, einungis til þess að þurfa að borga aukna skatta af verðbótunum.

Samkvæmt því sem Indriðanefndin segir um væntanlegan bankaskatt, gerir hún sér grein fyrir því, á hverjum þessir skattar lenda að lokum, en um bankaskattinn segir:  "Starfshópurinn segir, að álagning sérstaks skatts á fjármálastofnanir hér á landi eftir hrun þessara stofnana hafi að sjálfsögðu vakið spurningar um getu þeirra til að greiða þennan skatt. Búast megi við, að honum verði velt yfir á viðskiptavini bankans, þ.e. lántakendur í formi hærri vaxta og innstæðueigendur í formi lægri innlánsvaxta."

Það þarf ekki að vera sleipur í stjarneðlisfræði til að skilja það, að allir fyrirtækjaskattar, í hvaða formi sem er, lenda ekki á neinum nema viðskiptavinunum í hærra vöruverði og eru því greiddir af launþegunum, þegar upp er staðið.

Axel Jóhann Axelsson, 24.9.2010 kl. 14:37

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðlaugur, það er rétt sem þú segir um "aukabisness" farmanna hérna áður fyrr.  Maður man þá tíma þegar margur farmaðurinn leit á fastakaupið eins og hverja aðra vasapeninga, enda komu aðaltekjurnar frá allt öðru "starfi".

Axel Jóhann Axelsson, 24.9.2010 kl. 14:40

5 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hert um einn hring á skatta-skrallinu.

Hörmungur (Ögmundur), Nágrímur (Steingrímur) og Handriði (Indriði) fengju engin atkvæði frá RR (reknum ríkisstarfsmönnum) og forðast því niðurskurð hjá fólki sem er í "fullri vinnu" á náttfötum með koddaför í andlitinu....

Óskar Guðmundsson, 24.9.2010 kl. 14:41

6 identicon

Þetta er engan vegin tæmandi.Hvað með skrefamæla á alla skó og rukka fyrir hvert skref(Gangstéttir slitna þegar á þeim er gengið.Setja upp gjaldhlið í allar opinberar byggingar,Setja sjálfsala á gönguljós(100 kall að kveikja á grænu ljósi)Skattur fyrir að hafa vinnu.ÞAð er endalaust hægt að ná í peninga í kassan því allir vita að ríkið á að sjá um að láta fólk fa´það sem það þarf.

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 15:46

7 identicon

Það eru rangfærslur í þessari svonefndu "skýrslu".

"Rökin" að baki tillögunum standast ekki. Það verða einhverjir að bretta upp ermarnar, draga fram staðreyndir, reikna og leggja fyrir Alþingi.

Valborg Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 10:51

8 identicon

Já það fer tími í að finna upp nýja skatta og ný nöfn á gamla skatta og passað að setja þetta allt í réttan felubúning. Langar að bæta við varðandi hækkun skatthlutfalla á fyrirtæki að þá þýðir það líka seinkun á launahækkunum hjá starfsmönnum þessara fyrirtækja og seinkun í fjárfestingu margra þeirra til að búa til frekari verðmæti í framtíðinni.

Svo langar mig að spyrja. Af hverju tryggingargjald? Er ekki rétt að launfólki sé sýnt svart á hvítu hversu mikill skattur er greiddur af laununum þeirra. 9% tryggingarskatt af heildarlaunum greiða ALLIR launþegar óháð efnahag. Fólk ætti að hafa það í huga þegar skatthlutföll launa eru rædd eða borin saman við önnur lönd eða á milli tímabila.

Björn (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband