Ingibjörg sýnir fram á fáránleikann

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur sent öllum þingmönnum greinargerð vegna fyrirhugaðrar stefnu á hendur henni fyrir Landsdóm og verst hún fimlega öllum ásökunum, sem á hana eru bornar og gagnrýnir fulltrúa Samfylkingarinnar í Atlanefndinni harðlega.

Í ákæru Atlanefndarinnar er Ingibjörg ásökuð um að hafa leynt því sem rætt var á fundi þann 7. febrúar 2008 með seðlabankastjórum fyrir Björgvini G., fyrrv. viðskiptaráðherra, en Ingibjörg upplýsir í bréfi sínu, að hún hafi ekki eingöngu upplýst Björgvin um fundinn, heldur allan þingflokkinn og síðar hafi hún, Björgvin, Geir H. og Árni Matt. fundað um það sem þar hefði komið fram, ekki einu sinni, heldur tvisvar, þannig að Björgvini var fullkunnugt um allt sem var verið að ræða um þessi mál, á þessum tíma.

Ekki er nóg með að Björgvin hafi vitað um efni fundarins, heldur vissu Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson allt um málið og raunar þingflokkurinn allur, eins og áður sagði.  Hafi eitthvað verið saknæmt við viðbrögð, eða viðbragðsleysi í kjölfar fundarins, þá eru Jóhanna og Össur algerlega samsek Ingibjörgu og jafnvel þingmennirnir allir, því hafi þurft að koma til einhverra lagabreytinga, hefur það verið á ábyrgð þingsins.

Allt sýnir þetta í hnotskurn á hve veikum grunni ákærurnar á ráðherrana eru byggðar og líkur á sýknu fyrir Landsdómi miklu meiri en að sekt yrði sönnuð og dómur felldur yfir ráðherrunum.

Þingmenn, sem hugsanlega ættu að teljast samsekir, ef einhver sekt er fyrir hendi, geta varla verið í aðstöðu til að ákæra aðra fyrir hluti, sem þeir hefðu sjálfir átt að bregðast við, ekki síður en ráðherrarnir.


mbl.is Hefði farið gróflega út fyrir valdsviðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég hef haft það á tilfinningunni síðan þessar kærur komu fram og umræður um þær hófust að frekar væri ákærugrunnurinn veikur.  Fyrst átti þingið ekki að fá aðgang að öllum gögnum er málið varðaði og tók það nærri viku, að toga það út úr Atla Gíslasyni yfirkæruliða, með töngum, að skjölin voru höfð til sýnis í leyndarmálamöppu.  Allri málefnalegri gagnrýni svarað með skætingi, án málefnalegra raka á móti.

 Ofan á þetta bætist svo yfirlýsingar nokkra nýliða á þingi, sem þangað inn skoluðust í kjölfar búsáhaldabyltingar um að komandi réttarhöld væru pólitíkst uppgjör við markaðshyggjuna og að þingmönnum bæri pólitísk skylda til að ákæra ráðherrana.  

 Eins og margir eldri þingmenn gætu talist vanhæfir til atkvæðagreiðslu vegna tengsla við fyrrverandi ráðherrana, sem kæra skal, þá eru nú einhverjir nýliðar á þingi vanhæfir til ákvarðanatöku, sökum þess að þeir eru greinilega enn það blindaðir af reiði búsáhaldabyltingarinnar, að þeim virðist það ómögulegt að taka yfirvegaða og skynsama ákvörðun í málinu.

 Að lokum má svo benda á að heyrst hefur að með hjásetu Atla við tillögu um rannsókn á einkavæðingu bankana,  hafi Atli verið að kaupa fylgi Framsóknar við kærunum.

 Það má svo spyrja, fari svo að kært verði og líklega komist landsdómur að þeirri niðurstöðu, sem flestir þeir sérfræðingar er þora að láta nafns sins getið, þ.e. að málin verði einfaldlega látin falla niður vegna slælegs málatilbúnaðar eða ráðherrarnir einfaldlega sýknaðir, hvað þessir kæruliðar, sem berja sér á brjóst með tárin í augunum, yfir þeirri ábyrgð sem þeir sýndu með því að trufla dómstóla landsins með þessari landsdómsvitleysu.  Ætli þeir hugleiði þá stöðu sína sem þingmenn?

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.9.2010 kl. 21:01

2 identicon

Sem sagt: Útrásarvíkingarnir voru með allt liðið í vasanum! Vonandi springur stjórnin á þessu, þannig að hægt sé að fara að huga að endurreisn fyrir almenning. Þessi stjórn stefnir að því að koma sem flestum á götuna.

Hrúturinn (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband