Grátbrosleg viðbrögð við Hæstaréttardómi

Þegar Hæstiréttur dæmdi gengisviðmiðun íslenskra krónulána ólögmæta mærði þjóðin Hæstarétt fyrir réttsýni sína og að hann skyldi dæma skuldurum "í hag", en hinum hræðilegu fjármagnseigendum "í óhag".  Hæstiréttur á auðvitað ekki að dæma eftir tilfinningum dómaranna eða skapi þeirra í það og það skiptið, heldur eingöngu eftir lögum landsins og engu öðru.

Núna þegar rétturinn dæmir fjármagnseigendunum "í hag" og skuldurum "í óhag" snýst almenningsálitið umsvifalaust gegn Hæstarétti og hann sakaður um að láta stjórnast af bönkunum, ríkisstjórninni eða jafnvel einhverri mafíu spillingarafla.  Þó ekki sé búið að birta allan rökstuðning dómsins opinberlega, er greinilegt af fyrstu viðbrögðum að hjarðhegðun þjóðfélagsins er komin á fullan skrið, frá því að elska Hæstarétt og dýrka, í áttina að hatri á honum og fyrirlitningu.

Þetta voru algerlega fyrirséð viðbrögð, enda hjarðhegðun oftast alveg fyrirséð og því lítið óvænt í þeim efnum.  Þessi viðsnúningur almennigsálitsins verður þó að teljast grátbroslegur, þar sem afstaða er eingöngu tekin út frá eigin hag og öðrum aðstæðum eða rökum alls ekki.

Fyrr í dag var fjallað um hvort Hæstiréttardómararnir yrðu dæmdir skúrkar eða hetjur af almenningsálitinu og spunnust um það nokkrar umræður.  Þær má sjá HÉRNA


mbl.is Óbreytt vaxtakjör stóðust ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með þessari færslu þinni sannast að bloggheimurinn er ekki samansafn af tuðurum og mannleysingjum.

Gæti ekki hafa orðað þetta betur herra Axel

Tóti (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 17:09

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel Jóhann. Hvort snýst þessi dómur um peninga eða mannslíf ?

Á hvernig villimanna-landi vill fólk búa?

Er virkilega reiknað með að fólk borgi fyrir þjófa og lögbrjóta? Hvers vegna ætti fólki að detta slík vitleysa í hug? Er ekki eins gott að horfast í augu við staðreyndir núna?

Ísland er greinilega ekki fyrir heiðarlegt og löghlýðið fólk heldur svikara, þjófa og gerspillta embættismenn!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.9.2010 kl. 17:10

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er með ólikindum hvað þú heldur mikið með kúgurunum. var forsendubresturinn bara hjá lánveitendum, áður en dómurinn féll héldu lánveytendur því fram að fólk hefði skrifað undir samning, og það gildyr sögðu þeyr, en núna gildyr það ekki. Nei þetta eru ótíndir .........!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 16.9.2010 kl. 17:18

4 identicon

Sæl Jóhanna.

 Að mínu mati hlýtur þessi dómur, eins og þeir líklega allir, að snúast um túlkun íslenskra laga.

Guðmundur (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 17:19

5 identicon

Sem betur fer munu stjórnvöld tryggja að lántakendum með fasteignalán verði gert kleift að velja:
a. Verðtryggt lán í ISK

b. Óverðtryggt lán í ISK

c. Halda erlenda láninu (aöl óbreyttu) en með löglegum skilmálum

Stærstur hluti lántakenda mun velja möguleika c.

Einungis þeir sem eru að selja íbúð og þurfa (og geta) greitt upp lán munu þiggja möguleika b. 

Fáir (ef nokkrir) munu velja möguleika a.

Það er nefnilega svo að þegar lán eru uppreiknuð miðað við tilmæli FME og Seðlabanka þá lækkar höfuðstóllinn yfirleitt nokkuð en þó minna en flestir halda enda er gríðarleg uppreiknuð skuld vegna ógreiddra vaxta (og vaxtabóta ef um verðtryggt lán er að ræða). Miðað er við breytilega vexti þannig að þeir rokka upp og niður á milli mánaða á því tímabili sem liðið er frá að lánið var tekið.

Það er því svo að í flestum tilfellum (90-95%) munu lántakendur væntanlega greiða meira á hverjum gjalddaga heldur en þeir mundu gera með óbreytt löglegt erlent lán.

Í raun er þessi dómur blessun fyrir fjármálafyrirtækin enda verða þau betur sett með lánin í íslenskum krónum heldur en gengistryggð lán

En enginn ...ekki nokkur maður ...fjallar um þann raunveruleika, fyrr en Árni Páll gerði það núna áðan. thank god

Ragnar (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 17:25

6 Smámynd: Páll Jónsson

Þetta er klárlega besta bloggið hér á mogganum í tilefni af þessum dómi.

Páll Jónsson, 16.9.2010 kl. 17:25

7 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég heyri að  fólk segir að þetta sé það sem ríksstjórnin vildi. Ég skil ekki af hverju vill ríkisstjórnin fólkinu í landinu illt? Verðum við þá ekki að fá ríkisstjórn sem er velviljug þjóðinni.

Sigurður I B Guðmundsson, 16.9.2010 kl. 17:38

8 identicon

Það hafa aldrei verið skráðir Liborvextir af íslenskum krónum stendur í dómnum.   Hversu oft hafa lán verið dæmd ólögleg?  Hvernig getur eitthvað verið dæmt ólöglegt en síðan dæmt eins og það sé löglegt eftirá?  Getur einhver skýrt það út fyrir mér?  Kannski þú Axel.   Hvernig á að reikna höfuðstól á ólöglegum lánum sem hækka fyrirvaralaust um helming?   Hvað er löglegt og hvað er ólöglegt í þessu öllu saman.  Lánin eru dæmd ólögleg...en samt má skrúfa þau upp um helming...reikna löglega leyfilega vexti á þau.  Hvernig er hægt að tala um einhver fordæmisgildi hér...þegar það eru engin.   Það er greinilega ekki sama hver lendir í einhverju ólöglegu.  

Linda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 17:45

9 Smámynd: Sævar Einarsson

Samningur á milli tveggja aðila skulu standa og ekki má breyta forsemdum hans, lánveitanda var bannað að gengistyggja lán(tengja það við erlenda mynt) og hæstiréttur staðfesti ólögmæti þess eðlilega, enda skýrt í lögum, en það er líka skýrt í lögum að ekki sé hægt að breyta samningsatriðum nema með samþykki beggja aðila og þar með er samningurinn ógildur, þessari niðurstöðu ber að skjóta til eftirlitsstofnunar EFTA (ESA)

Sævar Einarsson, 16.9.2010 kl. 17:56

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Linda, lánin voru ekki dæmd ólögleg, heldur sú verðtrygging sem fólst í viðmiðun við erlenda gjaldmiðla.  Lán í erlendum gjaldmiðlum eru oft með þeim vaxtakjörum, að miðað er við ákveðið álag ofan á Libor, en það hefur aldrei tíðkast á lánum í íslenskum krónum.

Samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar voru Liborvextirnir og álag á þá tengd við gengistrygginguna, þ.e. gengistryggingin var forsenda vaxtanna, og þar sem forsenda þeirra var ólögleg, falla vaxtaákvæði þeim tengd niður líka.

Þá stóð eftir spurning um hvaða vexti skuli greiða af óverðtryggðum lánum og Hæstiréttur dæmir að í þessu tilfelli skuli þá gilda hagstæðustu vextir Seðlabankans á slíkum lánum. 

Krafan fyrir dómstólunum var sú, að þessi lán skyldu teljast vera óverðtryggð lán og þá er ekki óeðlilegt að vextir af slíkum lánum verði greiddir af lánunum.  Fyrst fólk vildi fá lánin viðurkennd sem óverðtryggð, verður það að sætta sig við vaxtakjörin, sem slikum lánum fylgja.

Axel Jóhann Axelsson, 16.9.2010 kl. 18:51

11 identicon

Hvernig á ég þá að borga af 37 milljón króna láninu sem varð að 80 milljónum.  Ég hefði kannski getað borgað ef það hefði verið óverðtryggt og með þeirri vaxtabyrgði sem stóð í samningnum.  Geturðu sagt mér það Axel? 

Linda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 19:38

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Linda, með dómi Hæstaréttar frá 16. júní var gengistrygging lánsins dæmd ólögleg og þar með datt það aftur niður í 37 milljónir óverðtryggðar (mínus afborganir) og ber þá vexti samkvæmt því frá þeim tíma, sem það var tekið.

Varla hefur þú reiknað með því að gengið héldist stöðugt út lánstímann, sem líklega hefur verið allt að fjörutíu árum, alla vega voru mörg húsnæðislánanna til svo langs tíma.

Hvað sem öðru líður, þá verður ekki bæði haldið og sleppt í þessum efnum, frekar en öðrum.  Skuldarar þessara lána kröfðust þess að þau yrðu viðurkennd sem óverðtryggð lán og verða því að sætta sig við niðurstöðuna.

Sjálfur skulda ég verðtryggt íbúðalán, sem hefur hækkað mikið á undanförnum árum og það var mitt val, að taka slíkt lán og verð því að sætta mig við afleiðingar þeirrar ákvörðunar minnar.  Ég get ekki kennt neinum öðrum um, en sjálfum mér.

Axel Jóhann Axelsson, 16.9.2010 kl. 19:54

13 identicon

Ég verð nú að vera heiðarleg og viðurkenna að ég hélt að höfuðstóllin yrði áfram hinn sami - ég sæti uppi með hrunsummuna.   Fengi kannski eitthvað niðurfellt fyrir náð og miskunn, síðan kæmu vextir sem eru of háir fyrir svona háa upphæð ofaná allt klabbið.   Maður er orðinn alveg ruglaður í ringulreiðinni hér.  Ég get náttúrulega ekki grenjað yfir þessu - þú hefur huggað mig Axel :)  Ég er reyndar alveg á því að fólk sem er með verðtryggðu lánin eigi að fá einhverja leiðréttingu.  Skil ekki af hverju það eru eingöngu alþingis- og fjármálamenn/konur sem fá niðurfellingar á skuldum.  Fólk getur ekki kennt sér um neitt - hvernig átti nokkur venjuleg manneskja að sjá þessi ósköp fyrir.

Linda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 20:46

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Áskorun til allra sem verja lögbrot bankanna og nú Hæstaréttar:

Sýnið mér lánasamning þar sem það stendur svart á hvítu að samningsvextirnir séu tengdir gengistryggingunni órjúfanlegum böndum, þannig að annað geti ekki staðist án hins.

Ég frábið mér allt blaður um um anda samninganna, það leiði af samningunum, ágiskanir um hvað lánveitendur voru að hugsa sér eða annað álíka rugl.

Þið getið ekki fullyrt neitt um það nema kannski ef þið heitið Þórhallur miðill.

Theódór Norðkvist, 16.9.2010 kl. 21:16

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Theodór, þú verður að lesa Hæstaréttardóminn til að sjá hvernig þessi niðurstaða var fengin.  Hæstiréttur tengir saman gengistrygginguna og vextina, eins og bæði lánafyrtækin og lántakendur gerðu á sínum tíma.  Þegar lántakandinn fékk gengistrygginguna dæmda ólöglega, er algerlega augljóst að vextirnir standast ekki lengur.  Krafan var að lánin yrðu óverðtryggð og slíkum lánum fylgja ákveðnir vextir, sem allir hljóta að hafa reiknað með að myndu taka við af ólöglegu verðtryggingunni og vöxtunum sem miðuðust við þá ölöglegu tryggingu.

Voru þessi lánaskjöl virkilega samin af framliðnu fólki?  Ef ekki, hvers vegna ertu þá að blanda Þórhalli miðli í málið?

Axel Jóhann Axelsson, 16.9.2010 kl. 21:29

16 identicon

Axel, rétt og satt.   Gaman að sjá texta gerðan af manni með fæturna á jörðinni.   Takk fyrir þessi skrif.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 21:39

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Axel með fullri virðingu þá fellurðu í sömu gildruna og verjendur fjármagnsaflanna, að gefa þér þá forsendu að ef gengislánin hefðu ekki boðist hefðu viðkomandi lántakar tekið óverðtryggð lán fyrir bílunum sínum. Þar með er búið að útiloka þann möguleika að þeir hefðu sleppt bílkaupunum, tekið strætisvagninn, hjólað í vinnuna eða skrölt á sömu druslunni áfram.

Hvað hefurðu fyrir þér í því að það sé öruggt að þeir hefðu tekið óverðtryggð lán með 20% vöxtum? Ertu skyldur Þórhalli miðli?

Síðan er rangt hjá þér að krafan hafi verið sérstaklega að gengislánunum yrði breytt í óverðtryggð lán. Krafan var að samningsvextir yrðu látnir gilda.

Theódór Norðkvist, 16.9.2010 kl. 22:03

18 identicon

Mér finnst merkilegt, að þegar Hæstirétturn kvað upp fyrridóminn um að gengistrygging væri ólögleg, kom fram að Seðlabankinn hafði fengið lögfræðistofuna Lex til að gera útekt á þessum lánum löngu fyrr og fengið þá niðurstöðu að líklega yrðu þau dæmd ólögleg.  Þegar Sðlabankastjóri var spurður afhverju þeir hefðu ekki sagt frá niðurstöðu Lex svaraði hann því til að þeir hefðu ekki viljað hafa áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar.  Þegar ákveðið er að fara með fyrir hæstarétt hvaða vexti lánin eigi að bera þá kemur Fjármálaráðherra, Seðlabankastjóri og fyrrverandi Viðskiptaráðherra og telja að eðlilegast sé að hafa þá vexti sem Hæstiréttur var að koma með.  Þá var allt í lagi að hafa áhrif á hæstarétt af því að það hentaði fjármálafyrirtækjunum. EN ÞÖGÐU UM NIÐURSTÖÐU LEX ÞVÍ ÞAÐ HENTAÐI FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJUNUM EKKI AÐ UPPLÝSA ÞAÐ.

Hæstiréttur fór nákvæmlega eftir því sem framkvæmdavaldinu og fjármálafyrirtækjunum óskuðu eftir. eðlilegast hefði verið að skikkja lánveitanda og lántakand til að semja um nýtt lán og vextir og gamla lánið látið falla niður enda ólöglegt.

Nú er bara að flykkja sé um Evrópudómstólinn í þessu máli og  reina að stöðva þá spillingu sem viðgengst gagnvart fólki þessa lands.

Lárus (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 22:08

19 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Axel ég bið þig afsökunar á skrifum mínumhér fyrir ofan, það var misskilningur í gangi hjá mér, virðingarfyllst Eyjólfur Garðar Svavarsson.

Eyjólfur G Svavarsson, 16.9.2010 kl. 22:11

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Reyndar minnir mig að seðlabankastjórinn hafi sagt þetta lögfræðiálit hafa verið eitt af mörgum, sem ekki voru öll samhljóða og því hefði hvort eð er orðið að bíða niðurstöðu Hæstaréttar, því það yrði hin endanlega niðurstaða.

Hvað varðar álit ráðherranna, seðlabankans og fjármálaeftirlitsins um vextina, þá er nú málið varla flóknara en það, að niðurstaða Hæstaréttar var nánast fyrirséð, fyrst gengistryggingin var dæmd ólögleg.

Svona samsæriskenningar er samt alltaf skemmtilegar, þó þær séu oftast bæði langsóttar og alger heilaspuni.

Axel Jóhann Axelsson, 16.9.2010 kl. 22:18

21 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Það er rétt hjá þér Axel að þegar Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólöglega þá fékk fólk trú á að Hæstiréttur væri óspilltur. Aftur á móti með þessum dómi í dag varðandi vexti þessara lána þá virðist Hæstiréttur vera gjörspilltur, það leið ekki langur tími þangað til ríkisstjórnin var tilbúin með drög af lögum varðandi þessi lán miðað við dóm hæstaréttar. Eflaust mikið búið að ræða á bak við tjöldin eins og þessari ríkisstjórn virðist vera tamt. Ég er bæði sár og reið yfir því hvernig þessi ríkisstjórn kemur fram við okkur almúgann. Þau halda að við séum fífl. Þessi vorkunnarsama "Norræna velferðarstjórn" er aldeilis ekki að vinna fyrir heimilin á Íslandi, við þegnar þessa lands megum bara éta það sem úti frýs. Engin miskunnarsemi er sótt er í bankana í leit að lausn. Hef heyrt frá mörgum sem leita úrræða í sínum banka að svörin sem þau fá eru bara " Fyrirgefðu en þú ert ekki þess virði "peningalega séð" að við hjálpum þér.

Ps. Ég er eingöngu með verðtryggð Ísl. lán, en ég get sett mig í annara manna spor. 

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 16.9.2010 kl. 23:32

22 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sólveig, ef þú hefur lesið bloggin mín áður, þá veistu að ég er grjótharður andstæðingur þessarar aumu ríkisstórnar, sem við sitjum uppi með um þessar mundir.

Ekki hvarflar að mér samt að hún geti stjórnað eða haft áhrif á Hæstarétt.  Hún getur engu stjórnað og allra síst ákveður hún niðurstöður dómstóla landsins.  Það væri mikið ofmat á ríkisstjórninni, að halda það.

Axel Jóhann Axelsson, 16.9.2010 kl. 23:58

23 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég hef ekki lesið dóminn/rökstuðninginn og segi því pass ... í bili.

En eftir að hafa séð Árna Pál í Kastljósinu bíð ég spenntur eftir að sjá frumvarpið hans. Sérstaklega það sem snýr að skuldum fyrirtækja. Hvernig ætlar hann að veita sumum leiðréttingu og öðrum ekki? Hver á að meta hvaða fyrirtæki eiga rétt á henni? Hvernig samrýmist það jafnræðisreglu?

Mig grunar, að eins og jafnan með Árna Pál, muni það sem hann segir í dag ekki standast þegar á reynir. Það er ekki nóg að draga upp glansmynd.

Haraldur Hansson, 17.9.2010 kl. 01:08

24 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Komið þið sæl eftir stendur að almenningur í landinu er skuldsettur upp í rjáfur og getur aldrei borgað þær skuldir sem á hann er lagt vegna þess að þegar vextir eru svona háir og verðtrygging eru á öllum lánum en ekki á launum þá getur ekki nema eitt gerst það er hrun heimila og fyrirtækja sem er jú undirstaða alls þessa kerfis sem verið er að reka! Ef einhver heldur því fram að þetta sé hin stóra lausn á skuldavanda allra heimila og fyrirtækja í landinu til batnaðar þá vorkenni ég honum af þeirri einföldu staðreynd að með sama áframhaldi stefnum við beina leið til glötunar!

Hvar er hinn gullni meðalvegur sem ég talaði um að fara það er að jafna lán bæði innlend og erlend ásamt því að afnema verðtryggingu í áföngum því að ef það yrði gert væri hægt að reka fyrirtæki og heimili í þessu landi en með núverandi fyrirkomulagi er að ekki hægt!

Sigurður Haraldsson, 17.9.2010 kl. 05:36

25 identicon

Þessi dómur Hæstaréttar er vissulega áfall fyrir suma.  Það er samt þannig að þeir sem tóku gengistryggð lán voru að því til að græða á gengismun, eða hvað??  Ef maður ætlar að græða á einhverju þá verður maður að gera ráð fyrir því að tapa, ef forsendur verða ekki eins og maður ætlar.  Það er því þannig að þeir sem tóku gengistryggð lán þurfa ekki að taka skellinn af því sem þeir ákváðu sjálfir.  Þetta er ósanngjarnt.  Þeir sem fóru hina leiðina, að taka verðtryggð lán, sitja eftir sem áður í súpunni af óðaverðbólgu og verðtryggingu sem er útúr korti.  Þetta segir Árni Páll að eigi ekki að laga, vegna þess að allir eiga að taka þátt í að rétta systemið af. 

Haraldur Geir (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 08:48

26 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Axel Jóhann - enn og aftur - bestu þakkir fyrir þínar frábæru færslur -

Það er annars merkilegt hve illa margir tala um fjármagnseigendur - það yrði væntanlega lítið um fyrirgreiðslu hér ef enginn væri fjármagnseigandinn -

En varðandi frumvarpið sem Árni Páll boðar þá hef ég alla fyrirvara á loforðum þess manns.

Á borðinu eru að mér skilst um 25 000 samningar sem á eftir að fara í gegnum með tilliti til dómsins. Það verður fróðlegt að sjá heildarniðurstöðu þeirra mála -

Tek undir með þér að enda þótt ég sé rakinn andstæðingur þessarar stjórnar þá er það árás á Hæstarétt að halda því fram að stjórnin hafi áhrif á störf hans og niðurstöður Fólk ætti aðeins að slaka á í slíkum ásökunum.

Enn og aftur - takk fyrir frábærar færslur.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.9.2010 kl. 09:37

27 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Glæpurinn í þessu öllu er sá að það voru sömu menn sem stjórnuðu því að sölumenn fjármálafyrirtækjanna hvöttu fólk og fyrirtæki til að taka gengistryggð lán, á sama tíma og þeir tóku stöðu gegn krónunni.

Sölumennirnir hringdu í fólk, þeir fóru í söluferðir um landið og þeir héldu þessum lánum að fólki ef það átti leið í bankann sinn. Sölumennirnir útskýrðu fyrir fólki hvað það væri hagstætt að borga upp verðtryggð lán frá Íbúðalánasjóði til dæmis, en taka í staðinn gengistryggt lán með mun lægri vöxtum. Sölumennirnir gerðu lítið úr gengisáhættunni, bentu fyrst og fremst á lága vexti. Sölumennirnir voru flestir á árangurstengdum launum, fengu prósentur af hverjum lánasamningi sem þeir lönduðu. Sölumennirnir lögðu því gjarnan til við fólk að það tæki svolítið hærra lán en það hafði hugsað sér og endurnýjaði bílinn og sófasettið í leiðinni. Greiðslubyrðin væri samt lægri en hún var áður. Getum við láð venjulegu fólki að hafa látið glepjast?

Á sama tíma sátu yfirmenn sölumannanna og eigendur fjármálafyrirtækjanna uppi á næstu hæð og plönuðu gengisfall krónunnar, eftir að búið væri að koma sem stærstum hluta áhættunnar yfir á fólkið. Þeir ætluðu vissulega að græða á gengisfallinu, að halda öðru fram er í besta falli barnaskapur. Þessir snillingar héldu reyndar að þeir réðu við að stjórna genginu, datt ekki í hug að þeir mundu missa þetta svona úr böndunum. En tuttugu til fimmtíu prósent gengisfall væri frábært og það var stefnan.

Á þessari glæpastarfsemi hefur ekki verið tekið. Það mál sem dæmt var í gær snerist ekki um þetta. En maður hafði væntingar um að Hæstiréttur mundi taka eitthvert tillit til þess að lögbrjóturinn Lýsing sem stefndi brotaþola sínum fyrir hæstarétt var í eigu Exista og vitað er að Exista vann ötullega að því að stýra genginu, halda því uppi meðan sölumennirnir unnu sitt verk og fella það síðan.

Hæstiréttur tók hins vega ekkert tillit til þess hvernig farið hefur verið með brotaþola, heldur dæmdi samkvæmt ýtrustu kröfum lögbrjótsins. Það verður svo hver og einn að hafa sína skoðun á þessari framgöngu Hæstaréttar.

Gísli Sigurðsson, 17.9.2010 kl. 11:25

28 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hæstiréttur sker aðeins úr þeim ágreinigsmálum, sem fyrir hann eru lögð.  Sá sem rak málið fyrir skuldarann gerði engar kröfur um bætur vegna stöðutöku bankanna gegn íslensku krónunni og fyrst svo var ekki gert, gat Hæstiréttur ekki fjallað neitt um þau mál.

Væntanlega er það í rannsókn hjá Sérstökum saksóknara, ásamt ótal öðrum málum sem snerta bankana, hvort bankarnir hafi staðið að ólöglegu braski með gengi krónunnar.  Ákæra um slíkt kemur þá væntanlega fram þegar sá sérstaki leggur fram kærur í þeim málum, sem hann hefur til rannsóknar.

Axel Jóhann Axelsson, 17.9.2010 kl. 11:36

29 identicon

Mjög góð færsla og áhugavert að sjá að sumir þora að segja skoðun sem er ekki í samræmi við skoðanir flestra í bloggheimum!

Skúli (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 19:45

30 identicon

Ég velti fyrir mér meiningu margra að: Hæstiréttur hafði ekki tök á að dæma öðruvísi þar sem engar kröfur voru gerðar um fleiri niðurstöður en Libor vexti eða Seðlabankavexti.

Þetta er fordæmislaust mál, um það deilir enginn...hafði Hæstiréttur þá ekki öll tök á að koma með hvaða niðurstöðu sem er...??? Spyr sá sem ekki veit...

Valgerður (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 16:27

31 Smámynd: Páll Jónsson

Valgerður: Þetta er einkamál milli aðila, dómstólar verða að dæma í samræmi við þær kröfur sem eru gerðar. Þeir mega dæma á vægari hátt, svo framarlega sem það er í eðli krafnanna, en ekki á annan hátt.

Aðilar hafa málsforræði, dómarar eru sérmenntaðir einstaklingar sem leysa úr því sem fyrir þá er rétt. Það er búið að hverfa frá gamla skipulaginu um að dómstólar séu einhver Salómonsdómur, hvort sem það er til góðs eða ills. 

Páll Jónsson, 18.9.2010 kl. 16:50

32 identicon

Takk fyrir þetta Páll.

Þeir gátu sem sagt dæmt öðruvísi var einmitt það sem ég var að velta fyrir mér (hærri eða lægri vexti...látum það vera).

En er það ekki líka umhugsunarvert þegar vitað er að dómar munu ekki þjóna hagsmunum meirihluta þjóðfélagsþegnanna (gef mér það...geri ráð fyrir að stærri hluti þegnanna þurfi lán til þess að eignast bíl).

Það hefur hingað til þótt vera kostur að Hæstiréttur hlaupi ekki eftir nýjustu straumum...en það getur líklega snúist upp í andhverfu sína þegar þeir hætta að sjá skóginn fyrir trjánum. En...kannski stóð aldrei til að þjóna hagsmunum meirihlutans...ekki skv. Karli Marx allavega :)

Ég er ekki með svona lán en ég hafði samt þá trú að Hæstiréttur færi bil beggja til að sætta þjóðina.

Valgerður (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 21:57

33 Smámynd: Páll Jónsson

Þetta er nú bil beggja að einhverju leyti, lán stórlækka hjá fólki þó að þeir sem hafa lán til margra ára væru væntanlega betur settir með að halda hlutunum eins og þeir eru.

En lögfræðingar verða að geta sofið á nóttinni. Við viljum hafa lög sem allir geta kynnt sér og farið eftir og síðan getur maður hjálpað fólki að komast að niðurstöðu í samræmi við það. Við erum ekki endilega betur til þess fallnir að segja hvernig hlutirnir eiga að vera heldur en aðrir, það er eitthvað sem lýðræðislega kjörnir fulltrúar verða að gera, vonandi með hliðsjón af því sem bestu og færustu einstaklingar okkar dýrategundar hafa sett fram í gegnum tíðina. 

Páll Jónsson, 18.9.2010 kl. 22:09

34 identicon

Já margur er á þeirri skoðun að þetta sé góð niðurstaða og sú sem vænta mátti.

En einhvers staðar sagði að vont er þeirra óréttlæti en verra er þeirra réttlæti...það hefði einhvern tíman þótt saga til næsta bæjar að vextir sem um töluverðan tíma fóru á þriðja tug væru réttlátir.

Þetta mun líka væntanlega gefa tóninn fyrir húsnæðislánin og kárnar þá gamanið hjá þeim sem gerðust sekir um að fara að ráðum fjármála-sérfræðinganna í bönkunum. Skyldu þessir sömu dómarar hafa leitt hugann að því réttlæti sem bíður þessa fólks í okkar frábæra landi...það mun þá víst líka að heita hin rétta niðurstaða?

Undarleg tilfinning sækir að manni...framkvæmdavaldið virkar ekki...dómsvaldið virkar ekki...löggjafarvaldið virkar ekki... þ.e. fyrir meirihluta þegnanna. Við hljótum að eygja nýja stjórnarhætti þjóðfélaga við sjóndeildarhringinn...enda skv. fjölmiðlum undanfarna daga eru yfirvofandi enn fleiri málaferli, því miður, öfugt við það sem margir héldu.

Valgerður (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 23:39

35 Smámynd: Páll Jónsson

Lögin virka ágætlega og dómstólar líka. Það er vissulega bara venjulegt fólk á bak við þetta apparat en valkosturinn er enginn. 

Mikið væri gott ef Stephen Hawking fæddist reglulega á Íslandi í allar stéttir með fimm ára tímabili en það er ekki í boði. Við höfum það sem við höfum og það sem við höfum er virði öfundar flestra ríkja heims þegar kemur að dómstólum. Kannski ekki risa alþjóðlegrar lögfræði en mjög hæft og skynsamt, tiltölulega óvillhallt fólk.

Páll Jónsson, 19.9.2010 kl. 00:25

36 identicon

Já ég vona að þú hafir rétt fyrir þér Páll þó að ég sé svolítið efins.

Tíminn mun auðvitað leiða í ljós hvernig þrískipting valdsins virkar eftir þessi ósköp sem þjóðin gengur í gegnum og kannski rísa upp nýir og vandaðir kenningasmiðir sem munu leiða okkur á hina nýju braut. Allavega ef skoðum fortíðina er það líklegt...en hvort að við lifum það er önnur saga.

Takk fyrir fróðlega og skemmtilega umræðu Páll :)

Valgerður (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 11:15

37 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Dómstólarnir virka mjög vel, en þeir skera aðeins úr þeim álitamálum, sem fyrir þá eru lögð og þeir skera úr þeim eingöngu á grundvelli gildandi laga, en ekki tilfinninga og jafnvel ekki sanngirni, ef lögin eru ósanngjörn.

Allt tal um að niðurstaða Hæstaréttar hafi verið pöntuð af stjórnvöldum er algerlega arfavitlaus og til þess eins, að grafa undan tiltrú á dómstólunum og réttarfari landsins.

Hefði Hæstiréttur dæmt á hinn veginn, hefði þá verið sagt að það væri vegna þrýstings skuldara og pöntunar þeirra á niðurstöðu?

Axel Jóhann Axelsson, 19.9.2010 kl. 18:51

38 identicon

Já Axel en taktu eftir...þetta mál er fordæmislaust og þá hefði Hæstiréttur átt að reyna eftir öllum leiðum að klára málið þar sem lögin leyfðu það...en nú mun allt loga í málaferlum áfram.

Það að setja ekki þak á vextina (tel líklegt báðir aðilar hefðu sætt sig við það) er eiginlega versta niðurstaðan sem íslenska þjóðin gat fengið að mínu mati, alveg sama hvort við teljum okkur til skuldara eða ekki. Við þurfum að koma okkur uppúr skotgröfunum og reisa landið við.


Valgerður (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband