Hæstiréttur: Hetja eða skúrkur?

Þegar Hæstiréttur felldi þann dóm 16. júní s.l. að gengistrygging lána með höfuðstól í íslenskum krónum væri ólögleg, fagnaði almenningur og þakkaði sínum sæla fyrir Hæstarétt og taldi að loksins sannaðist að rétturinn væri óháður og sanngjarn og tæki ekki við neinum fyrirmælum frá framkvæmdavaldinu varðandi dóma sína.

Í dag er væntanlegur annar dómur vegna "gengislánanna", nú vegna vaxta af þeim, og miðað við þá umræðu sem farið hefur fram undanfarið, mun Hæstiréttur annað hvort verða hetja á ný í augum almennings, ef hann dæmir að samningsvextir skuli gilda á lánunum,  eða hann verður í huga fólks alger skúrkur og drusla, sem aldrei geti tekið afstöðu með neinum, nema ríkinu og fjármagnseigendum, en þeir eru í hugarheimi margra orðnir að algerum óargadýrum, á meðan við skuldarar erum eina heiðvirða og mikilsmetna fólkið í þjóðfélaginu.

Spurningin sem brennur á allra vörum er, hvort í Hæstarétti sitji hetjur eða skúrkar.  Almenningur mun dæma um það eftir klukkan fjögur í dag og mun ekki þurfa langar vitnaleiðslur til að kveða upp sinn dóm, því niðurstaða hans hefur legið fyrir lengi.


mbl.is Dómur í gengislánamáli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ertu nokkuð hissa á því að almenningur telji fjármálafyrirtæki til skúrka.

Sigurður Sigurðsson, 16.9.2010 kl. 13:36

2 Smámynd: Púkinn

Það eru margir sem horfa á þetta sem svolítið svarthvítt mál - en það eru grátónar í þessu.

Hvað með ábyrgð þeirra sem tóku gengislánin - sumir þeirra vissu vel að krónan væri allt of sterk og lánið gæti hækkað um 50%-100% á svipstundu þegar krónan félli.  Bera þeir enga ábyrgð á gerðum sínum?

Hvað myndi gerast ef Hæstiréttur dæmdi að lánin ættu að standa óverðtryggð með 2% vöxtum?  Jú, margir skuldarar myndu fagna, en það er hætta á því að einhver fjármálafyrirtæki (og þá er ég ekki að tala um bílalánafyrirtækin, sem eru þegar dauðadæmd) myndu ekki lifa þetta af - ef ríkið þarf að setja tugi milljarða inn í bankakerfið vegna þessa, þá þurfa þeir peningar að koma einhvers staðar frá - og þjóðin öll myndi þurfa að borga þetta á endanum.   Eru þannig fjármagnstilfærslur réttlátar?  Ég bara spyr....

Púkinn, 16.9.2010 kl. 13:38

3 Smámynd: corvus corax

Púki, þetta er ekki spurning um réttlæti því dómskerfið hefur aldrei haft neitt með réttlæti að gera. Þetta er spurning um að farið sé að lögum í landinu. Hvort þjóðin öll þurfi að borga eða ekki skiptir engu máli í þessu sambandi ...það er hvort gjörningar séu löglegir eða ekki.

corvus corax, 16.9.2010 kl. 13:58

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er rétt, að dómskerfið á ekki sérstaklega að hugsa um réttlæti, það á eingöngu að dæma eftir gildandi lögum hverju sinni.

Það er löggjafans, þ.e. Alþingis, að sjá um að lög séu réttlát.

Axel Jóhann Axelsson, 16.9.2010 kl. 14:01

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Aðeins smá leiðrétting í upphafi hvað varðar bílalánin: Þau eru almennt með 4,5%-5% vöxtum. Að auki var lántökugjald þeirra um 3,5% af upphaflegri lánsfjárhæð, sem bætt var við höfuðstólinn. (Í mínu tilviki var lántökugjaldið hærra en matsverð gamla bílsins sem ég setti upp í bílakaupin.)

Hvað varðar sanngirniskröfuna, þá hefur ekki síður orðið forsendubrestur hjá lántökum en lánveitendum. En; það á eftir að koma í ljós hvernig dómur fellur og hvað gerist í kjölfarið.

Kolbrún Hilmars, 16.9.2010 kl. 14:03

6 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Auðvitað vissu lántakendur gengistryggðra lána að þeim fylgdi gengisáhætta. Þá áhættu tóku menn vegna þess að vextirnir voru bara brot af þeim vöxtum sem boðnir voru að öðrum kosti. Þannig leiddu sölumenn lánveitenda almenning í gildru, þeir seldu fólki þessi lán út á lága vexti. Það sem almenningur vissi ekki, var að þegar lánveitendur voru með þessu búnir að koma áhættunni yfir á almenning þá ætluðu þeir að fella gengið, og græða þannig á kosnað almennings. Eru menn kanski búnir að gleyma hvernig lánastofnanir tóku hundraða milljarða stöðu gegn krónunni? Hæstiréttur getur ekki komist að annari niðurstöðu en að samningsvextir skuli standa.

Gísli Sigurðsson, 16.9.2010 kl. 14:59

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gísli, ekki er líklegt að stöðutaka gegn krónunni komi við sögu í þessum réttarhöldum, enda tóku ekki öll lánafyrirtæki þátt í slíku á sínum tíma, þar var aðallega um Kaupþing að ræða, að því er manni skilst.  Væntanlega er sú aðgerð hluti af því sem Sérstakur saksóknari er að rannsaka og vonandi verður Kaupþingsmönnum (og öðrum sem stunduðu þessa stöðutöku gegn krónunni) refsað þegar rannsóknum lýkur á banka- og útrásargengjunum.

Ekki treysti ég mér til að segja fyrirfram um hvaða niðurstöðu Hæstiréttur getur, eða getur ekki komist að.  Annaðhvort eru heimildir í lögum til að reikna Seðlabankavextina á lánin, eða ekki.  Niðurstaðan hlýtur að byggjast á því.

Axel Jóhann Axelsson, 16.9.2010 kl. 15:07

8 identicon

Ef Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að hærri vextir eigi að gilda af þessum lánum en samningsvextir þá eru dómararnir að taka afstöðu með glæpnum og glæpamönnunum.

"Farið og fremjið lögbrot, kæru fjármálastofnanir. Lánið almenningi fullt af peningum út á hagstæð en kolólögleg vaxtakjör. Ef upp um ykkur kemst, hafið þá engar áhyggjur því við í Hæstarétti munum tryggja ykkur hæstu mögulegu vexti eftir sem áður!"

Snorri Sveinn (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 15:10

9 Smámynd: Púkinn

Það er þetta með stöðutöku gegn krónunni.

Ég fæ ekki alveg séð af hverju t.d. bílalánafyrirtækin hefðu áttað hagnast á gengi krónunnar.   Þau gátu t.d. boðið lán í erlendri mynt á 4% vöxtum, því þeim stóð sjálfum til boða erlent fjármagn á t.d. 2% vöxtum.  Það skipti einfaldlega engu máli fyrir þau hvert gengi krónunnar yrði - ef krónan félli, þá fengju þau að vísu til baka fleiri krónur, en þaunvirðiþess í erlendri mynt, sem þau þurfa að borga sínum kröfuhöfum væri óbreytt.

Málið verður að vísu aðeins flóknara þegar langtímagjaldeyrissamningar eru skoðaðir, en það hefur aldrei komið fram að hve miklu leyti þessi fyrirtæki stunduðu slík viðskipti.

Hvað stöðutöku bankanna gegn krónunni varðar, þá má segja að það hafi í raun verið heilbrigð skynsemi - þeir gerðu sér fyllilega grein fyrir því að krónan væri allt of sterk, þannig að ef bankarnir hefðu ekki brugðist við því með því að efla gjaldeyrissjóði sína eða veðja á annan hátt á fall hennar, þá hefði bankinn verið að bregðast hluthöfum sínum.  

Bankar eru ekki góðgerðarstofnanir, heldur fyrirtæki sem eigendur eiga að reyna að reka með hagnaði - og það felur í sér aðgerðir sem eins og að taka stöðu gegn krónunni - sem var fyllilega eðlilegt.

Það sem var hins vegar ekki eðlilegt var að ýta samningum að viðskiptavinum á sama tíma sem létu þá taka stöðu með krónunni - það er einhvers staðar á milli vafasams siðferðis og hreinnar glæpamennsk - en stöðutaka bankans sjálfs er bara eðlileg.

Púkinn, 16.9.2010 kl. 15:18

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Snorri, dómararnir taka ekki afstöðu með eða móti málflytjendunum.  Þeir taka afstöðu eftir lögunum og öðru ekki.  Niðurstöðu sína verða þeir að rökstyðja með tilvísun í lagatexta og greinar, þannig að alveg er ljóst hverju sinni á hverju afstaða þeirra byggist.

Axel Jóhann Axelsson, 16.9.2010 kl. 15:26

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Púki, þetta er auðvitað rétt sem þú segir um stöðutöku bankanna og eins að það sem ekki var eðlilegt, var að ota gengislánum að fólki á þessum tíma.

Lántakendur hefðu líka átt að sjá hve þetta var óeðlilegt, því það sem lítur út fyrir að vera of gott til að vera satt, er einfaldlega of gott til að vera satt. 

Axel Jóhann Axelsson, 16.9.2010 kl. 15:30

12 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Hverjir eiga bílalánafyrirtækin? Þau eru nú ekki alveg ótengd bönkunum, eða hvað? Eigið fé bílalánafyritækjanna er í IKR, en lánað út með gengistryggingu. Gengisfall krónunnar skapaði því þessum fyrirtækjum gríðarlegar aukatekjur í formi gengishagnaðar. Ólöglega.

Ég vona Axel að þú hafir rétt fyrir þér varðandi eftir hverju dómararnir dæma. Fyrri dómur hæstaréttar var byggður á lögunum, Meiri spurning er með héraðsdóminn síðan í júlí. Hann virðist vera eins og lagt var fyrir dámarann, af stjórnvöldum.

Gísli Sigurðsson, 16.9.2010 kl. 16:06

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bílalánafyrirtækin voru ekki að lána út eigið fé sitt, heldur voru þau að endurlána þau lán sem þau tóku hjá öðrum lánafyrirtækjum í þessum tilgangi.  Þau segjast hafa tekið erlend lán til þess að endurlána og þess vegna lánað sínum viðskiptavinum "erlend" lán líka, en frágangur lánsskjalanna var nú ekki beisnari en svo, að höfuðstóllinn var tilgreidnur í íslenskum krónum, með gengisviðmiðum, og því fór nú sem fór með Hæstaréttardóminn.

Eins og menn treystu og dásömuðu Hæstarétt í júní, hlýtur afstaðan að verða sú sama núna, hver sem niðurstaðan verður.  Eða hvað?

Axel Jóhann Axelsson, 16.9.2010 kl. 16:13

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Aðeins ein athugasemd við þetta, Axel. Forsendubresturinn skapaðist fyrst í mars 2008, þegar gengið hrundi að hluta. Fram að þeim tíma voru báðir aðilar ánægðir.

Nú hefur Lýsingu (og öðrum lánafyrirtækjum) verið gefinn réttur til þess að reikna Seðlabankavexti af öllum lánunum frá upphafi lánasamninganna, hvort sem var árið 2005,2006 eða 2007. Hver er sanngirnin í því?

Kolbrún Hilmars, 16.9.2010 kl. 17:10

15 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég fæ ekki alveg séð af hverju t.d. bílalánafyrirtækin hefðu áttað hagnast á gengi krónunnar.   Þau gátu t.d. boðið lán í erlendri mynt á 4% vöxtum, því þeim stóð sjálfum til boða erlent fjármagn á t.d. 2% vöxtum.

Þessi lánafyrirtæki voru í miklum mæli að lána íslenskar krónur með gengistengingu við erlendan gjaldmiðil, þú sem lántakandi fékkst aldrei erlendann gjaldmiðil né notuðu þessi fyrirtæki erlendann gjaldmiðil til að lána.

Mörg erlend lán sem þessi lánafyrirtæki tóku voru til skamms tíma, talið í mánuðum.

Þannig hagnast þessi fyrirtæki á því að taka stöðu gegn krónunni.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 16.9.2010 kl. 17:59

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kolbrún, þetta hefur aldrei snúist um sanngirni eða ósanngirni.  Málið var rekið með þeirri kröfu, að gengistryggingin væri ólögleg og lánin ættu því að vera eins og hver önnur óverðtryggð lán.  Gengistryggingin var annað hvort ólögleg allan tímann, eða ekki.  Þau urðu ekki ólögleg við gengisfallið, það breytti engu um ólögmætið.

Axel Jóhann Axelsson, 16.9.2010 kl. 18:40

17 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, ég notaði orðið sanngirni vegna þess að það var notað í fyrri réttarhöldum. Þá auðvitað í tengslum við forsendubrest lánveitanda.

En ég fellst ekki á að lánveitandi geti reiknað Seðlabankavexti frá upphafi lántökunnar; 2005-2006-2007 eftir atvikum, á sama tíma og samningsaðilar voru sáttir. Dómur dagsins virðist heimila þá eftiráblóðtöku - enda hvergi minnst á sanngirni.

Kolbrún Hilmars, 16.9.2010 kl. 19:45

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kolbrún, það getur ekki skipt máli hvort aðilar að ólöglegum samningi séu sáttir við hann um tíma, en svo hætti bara annar aðilinn að sætta sig við hann á einhverjum tímapunkti og akkúrat þá verði honum breytt í löglegan samning.

Hafi samningurinn verið ólöglegur frá upphafi, þá getur ekki skipt máli hvort aðilar, annarhvor eða báðir, hafi verið sáttir við hann.  Málið snýst ekki um að vera sáttur, það snýst um hvað sé löglegt og hvað sé ólöglegt.

Það er t.d. algerlega bannað að kaupa þýfi, þó maður sé fullkomlega sáttur við verðið á því.

Axel Jóhann Axelsson, 17.9.2010 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband