10.9.2010 | 11:12
Ótrúleg viðbrögð vegna hótana um Kóranabrennu
Ótrúleg móðursýki virðist hafa gripið heimsbyggðina vegna heimskulegra áforma prests í 50 manna örsöfnuði í þorpskrummaskuði í Bandaríkjunum, sem enginn hafði áður heyrt minnst á, um að efna til Kóranabrennu til að minnast árásanna á tvíburaturnana, sem áttu sér stað 11/09 2001. Allir helstu ráðamenn veraldar hafa risið upp og skorað á prestlinginn að hætta við brennuna, en hann var hinn þverasti þar til varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hringdi í rugludallinn og grátbað hann um að hætta við gjörninginn.
Þetta verða að teljast ótrúleg viðbrögð, því ekki hika múslimar við að svívirða og brenna biblíur og er skemmst að minnast þess, að Talíbanar myrtu níu vesturlandabúa vegna þess að þeir voru með biblíur í fórum sínum og varla þarf að reikna með að biblíunum hafi verið sýndur miklill sómi eftir morðin og reyndar alls ekki ólíklegt að þær hafi verið brenndar.
Múslimar hafa oft brennt biblíur í mótmælum sínum gegn vesturlöndum og önnur trúarbrögð en múslimsk eru ekki eingöngu illa séð í t.d. arabalöndum, heldur víða bönnuð með öllu og líflát liggur við því, að skipta úr múslimatrú í kristna trú. Ekki myndi veröldin ganga af göflunum, þó biblíur yrðu brenndar, hvort sem er í austurlöndum eða í stórborgum vesturlanda og alls ekki myndi komast í heimspressuna þó einhver öfgamaður í afskekktu þorpi léti sér detta slíkt í hug.
Öfgafullir múslimar sýna kristnum eða biblíunni enga virðingu og því ætti heimurinn að halda sönsum, þó einn öfgaprestur í bandarísku krummaskuði láti sér detta í hug að kveikja í múslimskum trúarritum. Þau ættu varla að vera heilagri í augum kristinna manna en biblían.
Hættur við Kóranabrennu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Íslam svipar margt til Kristni á miðöldum, þegar klerkar gátu att almenningi út í hvaða vitleysu sem var og réttlætt það með ritningum í Biblíuna.
Íslam er að þessu leiti eins og andvana Zombí sem æðir áfram í blindni, reiður yfir því að vera í raun ekki lengur í tölu lifenda.
En það er enn fyrirstaða í uppvakningnum, ólíkt kristni í dag, sem skilið hefur eftir líkama sinn og eigrar um eins og gufa eða vofa, sem allir geta blásið til hliðar, ef þeir svo óska.
Svanur Gísli Þorkelsson, 10.9.2010 kl. 12:07
Takk fyrir góðan pistil en Þetta þorpskrummaskuð er Gainsville á Flórida með íbúafjölda uppá 124000 manns á meðan að heimsborgin Reykjavík telur eitth að um 120000 íbúa.
kveðjur frá krummaskuðinu Michell í South Dakóta
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 13:50
Ætli 124000 manna bær þyki ekki hálfgert krummaskuð í Bandaríkjunum? Í fréttum kom fram að söfnuðurinn teldi 50 manns. Allavega er það nú ekki mikið fjölmenni á mælikvarða alls heimsins, sem þó fór alveg á hvolf vegna þessa máls.
Axel Jóhann Axelsson, 10.9.2010 kl. 13:58
ahaha en fyndið- krummaskuðið litla bara miklu stærra en við í R-víkinni:)
Já, góður pistill. Fáránlegt að allir þessir leiðtogar sýni svona hræðslu og sanni fyrir okkur öllum og múslímum- að þeir hafi hreðjatak á öllum vesturlöndum nú þegar og þetta "stríð" on terror -virðist nú þegar vera glatað. þeir halda öllum í heljargreipum.
Vil ekki sjá að þeir fái nokkur réttindi hér á landi, til að byggja mosku - hafa "menningarmiðstöð" starfrækta eða hvað það heitir. því það á bara -eftir að vinda uppá sig og stinga okkur svo í bakið síðar.
Adeline (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 14:04
Í Gainsville er líka einn af stærstu Háskólum í Bandaríkjunum , þannig að einhverjir hafa heyrt um þetta krummaskuð sem var árið 2007 valið besta stóra krummaskuð í Bandaríkjunum til að búa í. Annars ég verð að þjóta, krummarnir á maíis kornökrunum hér í Michell eru eitthvað að bögga mig.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 14:26
Vonandi verður það, að kalla þennan virðulega smábæ krummaskuð, ekki að jafn brennandi máli í huga mannkyns, eins og hin fyrirhugaða brenna í þessum eðla bæ reyndist verða.
Ef varnarmálaráðherrann hringir í mig, mun ég aldrei kalla Gainsville krummaskuð aftur.
Axel Jóhann Axelsson, 10.9.2010 kl. 15:06
Ef þessi Prelli vill brenna Kóraninn,Biblíur eða Harry potterbækur þá má hann það mín vegna.Enn það er sóun á peningum að kaupa bækur bara til að brenna þær
Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 16:31
Af hverju eru fjölmiðlar að segja frá svona ómerkilegum atburði sem örfáir standa að? Kannski til að reyna að æsa upp heimsbyggðina og skapa sér meira fóður til að moða úr.
Gunnar Hauksson (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 17:18
Það kárnar yfir Islamistaríkjum núna,að hafa getað beygt veröldina,vegna þessarar bókarbrennu.Ægivald Islamista/öfgafullra er varasamt gagnvart öllum trúarbrögðum veraldar.Þeim hefur tekist ætlunarverk sitt ógna bara með sínu þekkta ofbeldi.Trúarbrögð hafa sennilegast komið af stað hinum hörmulegustu stríðum.
Númi (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 18:03
Það mætti halda að arabarnir væru að skemmta skrattanum, ég er nýkominn til Minneapolis sem er örlítið stærri en Michell, og kom aðeins við í Mall of America sem er alveg gríðarlega stórt eins og svo margt í henni Ameríku. Mallið er byggt í kringum geysistóran tívolígarð og það vakti athygli mína hvað það voru margir arabar þar í tívolígarðinum, konur í skósíðum litríkum kjólum með slæður, börnin uppádressuð karlarnir í ljósum jakkafötum og svo sá ég nokkra á hnéskeljunum þar sem þeir lutu höfði sennilega í átt til Mekka þó svo ég sé ekki alveg með áttirnar á hreinu hér innandyra í Mallinu. Ég hef komið þangað nokkrum sinnum, en aldrei hef ég séð svona marga araba þarna. Þeir voru í þúsunda tali. Það mætti halda að það væri hátíð hjá þeim.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 01:15
Rafn,Múslimar eru að fagna lokum Ramadan svo það er svaka fjör hjá þeim
Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.