Verður engum stefnt fyrir Landsdóm?

Þingnefnd Atla Gíslasonar, sem hefur það hlutverk að kanna og skila áliti um hvort og þá hverjum ráðherranna í síðustu ríkisstjórn verði stefnt fyrir Landsdóm, vegna hugsanlegrar vanrækslu í störfum í aðdraganda bankahrunsins 2008.

Nefndin hefur verið að störfum mánuðum saman og samkvæmt fréttum hefur hún haldið daglega fundi undanfarnar vikur og fjöldi lögspekinga komið fyrir nefndina til álitsgjafar.  Einnig hefur komið fram að skýrsla nefndarinnar sé a.m.k. 300 blaðsíður og sýnir þetta allt saman hve yfirgripsmikið starf nefndarinnar hefu verið.  Samt sem áður er það með ólíkindum, að nefndin skuli ekki vera komin að endanlegri niðurstöðu í málinu, hálfum sólarhring áður en hún á að skila áliti sínu til Alþingis.

Nefndin mun reyna fram á kvöld að komast að niðurstöðu í málinu, en þessi langi tími, sem farið hefur í verkið og sú staðreynd að niðurstaða skuli ekki vera fengin, bendir eindregið til þess að mikill vafi leiki á því að til sakfellingar myndi koma fyrir Landsdómi og nefndin muni því varla mæla með að dómurinn verði kallaður saman.

Hafa verður í heiðri þá sjálfsögðu reglu, að fólki sé ekki stefnt fyrir dómstóla nema meiri líkur en minni séu á að sekt verði sönnuð.


mbl.is Skýrslan prentuð í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Er ekki líka allt eins líklegt, að eitthvað af þessum fréttum sem að Mogginn birti í morgun og Jóhanna sver af sér.    Kannski farið að sverfa full nálægt ráðherrum núverandi ríkisstjórnar.  Frumniðurstaða nefndarinnar þótt full hættuleg og nefndin gerð afturreka með niðurstöðuna og er nú í kappi við tímann, við að smíða nýja niðurstöðu, minna óþægilega.

Kristinn Karl Brynjarsson, 10.9.2010 kl. 19:49

2 identicon

Kristján Karl. Þetta er mjög sennileg tilgáta hjá þér og nú skil ég fyrst hvers vegna sjálfstæðisfulltrúar eru svona harðir á móti landsdómi. Þeir vilja jú verja æru Össurar og Jóhönnu og geta bara ekki hugsað sér landsdóminn þess vegna.

Pétur (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 15:10

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er í rauninni ekki hægt að draga neinar ályktanir af því, afhverju Sjálfstæðisflokkurinn eða fulltrúar hans í nefndinni, vilja ekki eða leggja til að Landsdómur verði kallaður saman, fyrr en einhver rök fyrir því liggja fyrir.

 Eins er ekki hægt að dæma um álit flokksmanna annarra flokka, þó eflaust megi setja spurningarmerki við ákvörðun Samfylkingarþingmanna, að fara bara hálfa leið miðað við tillögur VG, Framsóknar og Hreyfingar.  Afhverju vill Samfylking Landsdóm, en bara þessa tvo, afhverju ekki hina tvo líka.

Einnig er athyglisvert að fulltrúar Samfylkingar vilji Landsdóm í ljósi þess að í tvígang undanfarinn níu ár, hefur núverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, haldið því fram að Landsdómur, sé úrelt fyrirbæri og hefur í bæði skiptin lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um Landsdóm, þá sem óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu.  Afhverju er Jóhanna þá ekki búin að leggja þetta frumvarp sitt um breytingu á Landsdómi, eftir að hún varð forsætisráðherra? 

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.9.2010 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband